Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 Fréttir Stuttar fréttir i>v Enn mikil campylobactersýking í kjúklingum á höfuöborgarsvæöinu: Býst við söluhruni - segir Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtakanna „Það er óskaplega slæmt að tíðni campylobactersýkingar skuli vera að aukast aftur. Það hlýtur að vera metnaðarmál framleiðendanna að losa sig við þetta því tíðnin hefur bein áhrif á sölu á þessum afurðum og það má búast við því að í kjölfar- ið hrynji sala á kjúklingum,“ segir Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtakanna, en 8 af 29 ferskum kjúklingum sem heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu könnuðu dagana 17. til 25. janúar reyndust vera sýktir af campylobacter. Hins vegar var eng- inn kjúklinganna 29 með salmon- ellu. „Það sem mér finnst ámælisverð- ast og mjög alvarlegt er það að þeg- ar liggur fyrir að mikill fjöldi af ferskum kjúkling- um er sýktur af campylobacter skuli ekki settar mjög áberandi með- höndlunar- og viðvörunar- merkingar á kjúklingana. Það hlýtur að vera krafan núna því þótt miðað sé við það sem nú liggur fyrir að ekki sé beint hægt að segja að þessi vara sé gölluð er hún hins vegar hættuleg ef hún er ekki með- höndluð rétt,“ segir Jón. Holtakjúklingi stefnt vegna veikinda Tekin voru sýni frá þremur framleiðendum. Hæsta sýkingarhlutfallið var í fuglum Reykjagarðs hf. en þar reyndust 5 af 13 fugl- um sýktir. Campylobacter- sýking fannst i 3 fuglum af 11 frá Ferskum kjúkling- um ehf. og ekkert fannst í 5 kjúklingum frá ísfugli og er það i samræmi við fyrri kannanir heiibrigðisnefnd- anna. Könnunin nú, ein og sér, er ekki tölfræðilega marktæk en nefndim- ar hafa gert þrjár sams konar kann- anir áður og sýna niðurstöður kannananna fjögurra að einn af hverjum þremur kjúklingum er sýktur af campylobacter. í samtals 42 sýnum sem tekin hafa verið úr framleiðslu Reykjagarðs reyndust 22, eða 52%, vera sýkt en campylobacter fannst í 8 sýnum af 29, sem svarar til 28%, í kjúklingum Ferskra kjúklinga. Engin sýking hefur fundist í kjúklingum ísfugls í þessum könnunum. Á næstu dögum munu Neytenda- samtökin stefna Holtakjúklingi til greiðslu miskabóta og útlagðs kostnaðar sem ungt par telur sig hafa orðið fyrir vegna campylobact- ersmits sem það telur sig hafa orð- ið fyrir eftir neyslu á framleiðslu fyrirtækisins. Holtakjúklingur hef- ur hafnað allri ábyrgð á málinu. -GAR Jón Magnusson. Flutningaprammi: Fékká sig gat Þrír hráefnistankar sem flytja átti frá Seyðisfirði tO Sandgerðis lentu í hrakningum í kjölfar óveðurs sem gekk yfir Austfirði á dögunum. Að sögn Óskars Friðrikssonar hafnarvarðar var ákveðið að flytja fimm hráefnistanka og einn lýsistank í eigu Síidarvinnslunnar á Norðfirði burtu frá Seyðisfirði. Þrír fóru til Noröfjarðar i haust og búið var að lesta þrjá á pramma sem draga átti til Sandgerðis. í óveðri á dögunum lamdist pramm- inn með tönkunum á utan í bryggjuna sem hann var bundinn við svo hún eyðilagðist. Gat kom á prammann og var honum því rennt upp á leirur í fjarðarbotnin- um th að gera við skemmdirnar. Vonast er til að hægt verði aö halda áfram með tankana þegar veður leyfir. -HKr. Óheppinn leigubílstjóri endaði ferö sína á hvolfi á Miklubrautinni um fimmleytið á sunnudagsmorgun. Þegar Ijós- myndara DV bar að var verið að flytja ökumanninn burt með sjúkrabifreið en hann hafði veriö á leiö vestur Miklu- braut og misst stjórn á bifreiöinni rétt austan við Grensásveg. Mikii hálka var á götunni þegar óhappiö átti sér staö. DV-mynd KK Bakslag í áform Bjarkar um kaup á Elliðaey því fleiri vilja kaupa: Ráðuneyti verður að auglýsa „Fjárlaganefnd lagði til við Alþingi að selja eyjuna sem var samþykkt eins og gefur að skilja og ástæðan var sú að Björk nokkur Guðmundsdóttir hafði ágirnd á eyjunni. Við fengum þessar skýringar þegar við vorum að fara yfir þetta í þingflokknum," segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks framsóknarmanna, en Björk hefur sóst eftir því að fá Elliða- ey á Breiðafirði keypta. Kristinn seg- ir að þingmönnum hafi þótt það fynd- in tilhugsun að leyfa Björk að einka- væða náttúrperluna Elliðaey í ljósi baráttu söngkonunnar fyrir verndun Eyjabakka. „Ég kannast ekki við að þetta hafi verið kynnt sem sala til einhvers eins aðila í þinginu," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, aft- ur á móti, en Elliðaey er ein vita- jarða Siglingastofnunar og er því á forræði samgönguráðuneytis. Starfsmenn sviptir sumarhýsi Auk Elliðaeyjar veitti Alþingi heimild til sölu Málmeyjar á Skaga- firði við afgreiðslu fjárlaga nú fyrir jólin. „Það eru tveir aðilar sem hafa sýnt áhuga á að kaupa Málmey. Annars vegar er það sveitarfélagið Skagafjörður og hins vegar einstak- lingur sem ég get ekki greint frá hver er. Ég get ekki staðfest neitt um hverjir hafa óskað eftir að fá Ell- iðaey keypta en fjölmargir hafa haft samband við mig og sýnt áhuga. Ég veit það hins vegar að Björk mun hafa samband vegna áhuga á þessu Elliðaey | Elliöaey á Breiðafiröi er fáeinar sjó- mílur undan Stykkishólmi. en málið er ekki komið á neinn rek- spöl,“ segir Sturla. Sturla segir engan samning hafa verið gerðan um sölu eyjanna né ákvarðanir verið teknar um það hvemig staðið verður að sölunni en að það verði gert á næstunni. „En ef það verður mikill áhugi á kaupum á þessum eyjum er úr vöndu að ráða að gera upp á milli aöila," segir hann og gerir því ráð fyrir því að jarðirnar verði auglýstar. f Elliðaey er viti sem Sturla segir að væntanlegur kaupandi þurfi að leyfa umsjónarmanni aðgang að eft- ir þröfum. Auk vitans er á eyjunni íbúðarhús sem Sturla segir heldur lélegt en það hefur verið notað sem sumardvalarstaður fyrir starfs- menn Siglingastofnunar. „Það er gert ráð fyrir því að sú aðstaða víki ef eyjan verður seld,“ segir sam- gönguráðherra. -GAR Breskar hrossatryggingar: Helmingi lægri iðgjöld Ekki virðist miklum vandkvæð- um bundið að tryggja hross í hest- húsum ef marka má orð Vals Arn- órssonar hjá tryggingamiðluninni fSVÁ. Hann segir breskar hesta- tryggingar ódýrar og hefur einnig boðið upp á brunatryggingar um árabil i gegnum íslensk tryggingafé- lög. Eftir að 19 hestar brunnu inni í hesthúsi í Mosfellsbæ í síðustu viku hafa tryggingamál á hrossum verið mjög til umræðu. Gagnrýnt hefur verið að íslensk tryggingafélög séu treg til að tryggja hesta og þær tryggingar séu jafnframt dýrar. Valur Arnórsson hjá trygginga- miðluninni ÍSVÁ segir að fyrirtæk- ið hafi frá árinu 1997 boðið upp á dánartryggingar á hestum í gegnum breskt tryggingafélag. „f gegnum þetta félag er um helmingslækkun á tryggingum hrossa að ræöa sem eru þá bæði tryggð gagnvart sjúkdóm- um og slysum. Fyrir milljón króna hest er verið að tala um 30-40 þús- und krónur í iðgjald sem hefur ver- ið frá 50-100 þúsund hjá íslenskum tryggingafélögum. Þá er hægt að fá víðtækari tryggingaskilmála ef um sérstaka hesta er að ræða. Þar eru m.a. tryggingar vegna ófrjósemi sem orsakast af völdum slysa eða sjúkdóma. Hestamenn hafa ekki hugað nógu vel að þessum málum," segir Valur. Hann bætir við að mönnum hafi um árabil staðið til boöa að tryggja hesta gagnvart bruna í hesthúsum og slikar tryggingar hafi verið seldar í gegnum íslensk tryggingafé- lög. Þar er um að ræða tryggingar sem eru áþekkar venjulegum inn- bústryggingum. -HKr. Nóg af lóðum fngibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vís- ar því á bug að lóðaskortur í Reykjavík sé or- sök hækkandi fasteignaverðs. Borgarstjóri seg- ir að nóg fram- boð sé af lóðum. Fasteignasalar hafa sagt að ein helsta ástæðan fyrir háu fasteigna- verði í Reykjavík sé skortur á lóð- um í borginni. Stöð 2 greindi frá. Göng nyrðra Margt bendir til þess að göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verði efst á blaði í langtímaáætl- unum um jarðgangagerð sem Vegagerðin skilar á næstu dögum tU samgönguráðherra. Ríkis- stjórnin fjaUar um málið í næstu viku. RÚV greindi frá. Viðræður Forystumenn framboða sem eiga fulltrúa í bæjarstjóm Homafjarðar hafa óskað eftir að eiga viðræður við Albert Eymundsson, skóla- stjóra Hafnarskóla, um aö hann verði bæjarstjóri á Hornafirði. Grafin niður Skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði vUja aö Reykjanesbraut verði grafin niður og byggt yfir hana þar sem hún liggur í gegnum bæ- inn. Framkvæmdin er talin mundu kosta um tvo og hálfan mUljarð króna. Stöð 2 greindi frá. Vildi Ástæða þess að Alþingi veitti heimild tU þess að ríkis- eignin EUiðaey á Breiðafirði yrði seld er sú að Björk Guð- mundsdóttir söngkona viU kaupa eyna. RÚV greindi frá. Framtölin sein Skattframtöl verða borin út um miðjan mánuðinn og er það tals- vert seinna en á fyrri árum. Skattstjórinn í Reykjavík sagði í samtali við Bylgjuna að færslur upplýsinga inn á framtalið tímafreka vinnu. 2. sæti ísland er í 2. sæti svokaUaðrar umhverfisvísitölu sem unnin er í samvinnu við háskólana Yale og Columbia í Bandaríkjunum og samtökin Alheimsleiðtoga morgun- dagsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á heimsráðstefnunni um efnahagsmál í Sviss í síöustu viku. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir þetta sýna að Island sé í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavettvangi. RÚV greindi frá. Sushi á íslandi Framleiðsla hófst í nýrri sushi- verksmiðju á ísaflrði í síðustu viku. Samningar hafa verið gerðir um dreifingu framleiðslunnar til Bretlands. RÚV greindi frá. Englar verðlaunaðir Rithöfundurinn Einar Már Guð- mundsson hlaut verðlaun fyrir handritið að kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Englar al- heimsins, á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Engin afstaða Framsóknarflokkurinn hefur ekki tekið af- stöðu til þess hvort selja skuli Landssímann, segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður þing- flokksins. Næsta skref í málinu segir hann vera að setja nýja löggjöf um þetta svið og að því loknu verði menn að spyrja sig þeirrar spumingar hvort menn vilji selja fyrirtækið. Þeirri spumingu hafi ekki enn verið svarað. RÚV greindi frá. -hdm eyna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.