Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Qupperneq 32
44 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 T>V nn Ummæli Í'T Dömuieg á dáginn, dýrsleg á kvöldin „Ég hef gaman af því að klæða mig upp um helgar og þá gjarnan djarft, ég er bara þannig týpa.“ Maggý í Fókus Plötusafnið mælt í metrum „Hér áður fyrr taldi ég plötu- safnið mitt í metrum og var kominn í 23 metra í hillum. Og ef maður notar þá þumalputta- reglu að reikna með þremur plötum á sentimetra þá hafa plötumar verið um 7000 tals- ins.“ Hreinn Sæmundsson í Morg- unblaðinu. Reika um götur með lyf í vasa „Skortur á sjúkrarými veld- ur því, að margt fársjúkt fólk fær ekki vistun en reikar um göt- ur með lyf í vasa sem það hefur ekki rænu á að ■ taka. Jafnvel eru dæmi þess að fólk er út- skrifað sam- dægurs eftir sjálfsmorðstil- raun - með jafnvel likamlega áverka." Stjornarmenn félag eldri borgara í Degi. Amma keyrir strætó „Ég sakna hennar mikið. Það er ekkert varið í að búa svona sitt í hvoru lagi. Ég vil hafa hana hjá mér." Torfi, eiginmaður Bjarneyjar Sigvaldadóttur, í DV. Er of erfitt að vera ungur? „Það er að sjálfsögðu ógeðs- lega gaman að vera ungur en , mann vantar i alltaf peninga \ og það gerir \ þetta líf ofsa- \ lega leiðin- y legt.“ Hrafnhildur Hólmgeirs- dóttir í Fókus Kári seldist illa „Það er rétt að bókin stóð ekki undir væntingum. Ég er ekki með tölumar á hreinu en bókin seldist ekki eins og mað- ur átti von á. Maður gæti svo sem reynt að skilgreina ástæð- urnar en ég sleppi þvi að sinni.“ Páll Bragi Kristjónsson í Degi Björgunarsveitir á Vesturlandi SVFI Hellissandi SVFÍ Grundarfirði SVFI Ólafsvík avn neinssa Úú A; ÚSVFÍ Stykkishólmi Q SVFÍ Búðardal Ú SVFI Staöarsveit SVFÍ r/'s'| Varmalandi Q SVFÍ Ú Reykholti SVFI Borgarnesi Ú SVFI Akranesi Q SVR KjalarnðSi DV Hilmar Kristinsson hjá Sókn gegn sjálfsvígum: Fæðumst sem sigurvegarar I stað þess að grípa til þess örþrifa- ráðs að taka eigið líf eru til aðrar leið- ir. Til eru þeir sem sérhæfa sig í slíkri aðstoð enda er eftirspurnin mikil. Sókn gegn sjálfsvígum er líkn- arfélag sem aðstoðar þá sem eru í nauð sem og aðstandendur þeirra. Sjálfsvig á íslandi eru aUt of tíð hér á landi og sérstaklega hjá ungum karl- mönnum. „Allt sem er verið að gera á þessum vettvangi í dag er mikið frumherja- starf,“ segir Hilmar Kristinsson, en hann er einn af frumkvöðlum ________ samtakanna Sókn gegn sjálfsvíg- um. Samtökin hafa staðið fyrir stuðningshópum fyrir þá sem eru í neyð eða vUja fá upplýsingar um þessi mál. Fundimir eru haldnir hvert miðvikudagskvöld klukkan átta við Héðinsgötu 2. „Geðdeild Landspítalans hefur lið- sinnt fólki í sjálfsvígshugleiðingum en það er t.d. mjög stór þröskuldur fyrir ungan karlmann að fara þangað. Á þessum stuðningsfundum eru haldnir stuttir fyrirlestrar um sjálfs- víg, þunglyndi, ótta, fyrirgefningu, að sættast við fortíðina og að horfast í augu við sjálfan sig svo eitthvað sé nefnt. Þá rekum við umræðu- og sjálfshjálparhópa og persónulega ráð- gjöf sem byggjast á 12 punkta kerfi eins og AA samtökin,“ sagði Hilmar. Nú geta þeir sem eiga um sárt að binda hringt í Líflínuna en hún hefur verið starfrækt á annað ár. Hilmar sagði að meðaltali tvo hafa samband á dag en allt að 8 manns hafa hringt á einni nóttu þannig að þörfin er brýn. Símtölin til Líflínunnar eru misjöfn eins og þau eru mörg. Það getur verið unglingur sem hefur sætt einelti í mörg ár eða fullorðinn karl- maður sem hefur nýlega gengið í gegnum skilnað. Síminn hjá Líflin unni er 577 5777 og er hægt að hringja þangað á hvaða tíma sem er. „Við bendum fólki á aðrar leiðir og notum mátt bæninnar i hvívetna en hún er eitt af grundvallaratriðum hjá AA samtökunum. Þá biðjum við fólk að gera sér grein fyrir þvi að þau eru einstök og segjum við fólkið að þau fæddust inn í þennan heim sem sigur- vegarar því við getnað hafa þau sigrað aðrar 500 milljónir sæðis fruma. Þú braust í gegn, þú hef- Maður dagsins ur þetta í þér,“ sagði Hilmar. „Við erum að aðstoða fólk við að komast út úr þögninni því allt of margir eru fastir í viðjum óraunhæfra og neikvæðra hugsana. Fólkiö er með slæma sjálfsímynd og finnst ekkert ganga í lífinu. Það sér líf- ið ekki í réttu ljósi,“ segir Hilmar. Umræða um sjálfsvíg tengist óneitanlega því hvernig litið var á alkóhól- isma hér áður fyrr. í dag horf- umst við í augu við vandann og höfum náð góð- um árangri í for- vörnum. Lang- flestir sem fremja sjálfsvig á íslandi eru karlmenn á aldrinum 15-25 ára. „Stjómvöld þurfa að gera sér grein fyrir að þetta er þjóðarvandamál og marka opinbera stefna í þessum málum,“ segir Hilmar. Hilmar sagði Ástrala hafa staðið fyrir þjóðarátaki um sjálfsvíg og 31 milljónum dala er eytt í forvarnir fyrir ungt fólk. Hilmar hefur starfað með ungu fólki í 10 ár og þekkir lífsbaráttuna af eigin raun. Sjálfur þekkir hann þessa hugarangist sem getur gripið fólk þegar allt virðist vonlaust. Eiginkona Hilmars til fimmtán ára er Linda Magnúsdóttir en þau hjónin starfa saman að veiferð rrngs fólks. Þau eiga tvær dætur; Rósu Lilly 11 ára og Töra Rut 7 ára. Áhugamál þeirra hjóna er fyrst og fremst umhyggja fyrir ungu fólki. -hól Hvítt: Björn Þorfinnsson Svart: Jón Árni Halldórsson kom þessi stað upp og svartur hafði lagt traust sitt á Df4 leikinn til að ná jafntefli. En Björn sá að með að ryðja hindrunum úr vegi myndi hann fá vinn- ingsstöðu. 41. Dxb7+ Kf8 42. Da8+ Kg7 43. Dxa7. Kg8 44. Db8+ Kg7 45. Dc7+ Kg8 46. Dd8+ Kh7 47. De7+ Kg8 48. De6+ Kg7 49. Df6 1-0. Drottningarendatöfl geta verið snúin, þessi staða kom upp í 7 umferð á Skák- -^þingi Reykjavíkur. Eftir mikinn barning Skák Umsjón: Sævar Bjarnason í hljómsveitinni Fusion eru m.a þeir Eyþór Gunnarsson og Jói Ásmundsson úr Mezzoforte. Lifandi tónlist á Gauknum: Fusion- kvöld Að venju er lifandi tónlist á Gauknum í kvöld og að þessu sinni mun hljómsveitin Fusion spila saman fyrir áheyrendur. í hljómsveitinni eru félagarnir Eyþór Gunnarsson og Jói Ás- munds úr Mezzoforte, Jóel Páls- son á saxófón og Jói Hjöll á trommur. Á efnisskránni er þéttur djass og Jói á Gauknum lofar sannkallaðri tónlistar- veislu, enda eru hér snillingar á ferð með góða reynslu í brans- anum. Tónleikar Þetta er svokallað Fusion- kvöld, þar sem tónlistin er spil- uð af fingrum fram. Dagskráin einkennist af groove-funk tón- list og djassi en tónlistarveislan er haldin í beinni útsendingu á heimasíðunni www.xnet.is. Þeir á Gauknum stefna á að fá félag- ana í Fusion til sín mánaðar- lega hér eftir þar sem viðtökur á fyrstu tónleikum þeirra á Gauknum voru mjög góðar. Að- gangur kostar 500 krónur og er þar innifalinn einn bjór. Bridge Þegar þetta spil kom fyrir í sveitakeppni Bridgefélags Reykja- víkur síðastliðinn þriðjudag voru sagnir yfirleitt fjörugar en þeir voru margir spilararnir í AV sem mis- stigu sig i sögnum. í einum leiknum enduðu AV í dobluðum 5 spöðum og bjuggust við að tapa verulega á spil- inu þegar vörnin fékk 500 í sinn dálk. Sagnir gengu þannig á hinu borðinu I leiknum, austur gjafari og allir á hættu: * Á * 5 * 10865 * G1097632 * 932 * K972 * ÁKG743 * - * KD108 * 10643 * D2 * ÁD5 Austur Suður 1 ♦ pass 5 * pass pass dobl Vestur Norður 4 4 5 4 6 ♦ pass p/h Suður stillti sig um að dobla opn- un austurs i upphafi og trúði varla eigin aug- um þegar and- stæðingarnir voru komnir í 6 spaða. Hann taldi sig eðlilega eiga fyrir dobli og spilaði út ásnum í laufi. Það gerði sagnhafa nokkuð auðveld- ar um vik í úrspilinu og hann slapp með að gefa vörninni 4 slagi. Suður varð fyrir enn einu áfallinu þegar hann sá trompásinn hjá félaga sínum í norður. Spilar- afnir í AV á hinu borðinu voru að vonum ánægðir með að græða 7 impa á spilinu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.