Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 11 DV Fréttir Gamli skólinn í Álftafirði fær nýtt hlutverk: Sveitafólkið fer að framleiða lakkrís „Við erum að leggja loka- hönd á undirbúning lakk- rísverksmiðjunnar og það veröur byrjað að vinna seinnipartinn í' þessum mánuði,“ sagði Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þegar DV hafði samband við hann í gær. Lakkrísverksmiðjan verður í skólahúsinu á Ker- hömrum (Múlaskóla) í Álftafirði, en skólahúsið hefur ekki verið notað síð- ustu tvö ár. „Aðstaða er mjög góð i húsinu og þarna skapast 5 til 7 störf fyrir fólk í sveitinni og ég er viss þessi atvinnusköpun kemur í veg fyrir að sumt af þessu fólki þurfl að flytja burt vegna sam- dráttar í búskapnum," sagði Ólafur. „Við erum búnir að kaupa búnað til brjóstsykursgeröar sem er á leiðinni til okkar og verður hann tekinn í notkun um leið og lakk- rísvinnslan." Framleiðslan fer á inn- anlandsmarkað og til Englands og Danmerkur. Framkvæmdastjóri er Ás- geir Ásgeirsson, bóndi á Ólafur Ragnars- son sveitarstjóri - fólkið í sveit- inni fer að búa til lakkrís. DV- mynd Hafdís Bogadóttir um að Blábjörgum í Áiftafirði. Ólafur seg- ir að næg atvinna sé á Djúpavogi og fólki hefur heldur fjölgað á staðnum. Það sem ekki hefur skeð á seinni árum er að undanfarið hafa komið nokkrar fyrirspurnir frá fólki á Reykjavíkursvæðinu um húsnæði og atvinnu á Djúpavogi. „Við erum að byrja á hafnarfram- kvæmdum í Gleðivík þar sem verður hafskipahöfn, þar er mikið dýpi og verður góð aðstaða fyrir stór skip. Ég er bjartsýnn á fram- tíðina hér á Djúpavogi, við höfum alla þá þjónustu sem til þarf til að fólki líði vel hér og að auki mikla og sérstaka náttúrufegurð," segir Ólafur Ragnarsson sveitastjóri. -JI Félagsmiðstöö unga fólksins, Arnardalur, 20 ára: Ellin vék fyrir æskunni Notaðu vísifin; DV, Akranesi: Tuttugu ár eru liðin frá því að Akraneskaupstaður hóf rekstur fé- lagsmiðstöðvar ungs fólks í Arnar- dal. í húsinu hafa eldri borgarar átt sitt heimili og síðar vék ellin fyrir æskunni ef svo má segja. Eins og tíðkast á merkum tímamótum var boðað til afmælissamsætis og mættu til veislunnar bæjarstjóri, bæjarritari, bæjarfulltrúar og stjórnendur æskulýðs- og félags- mála bæjarins og deildu stund með unglingunum í tilefni dagsins. Lilja Ingimarsdóttir, sem býr á Dvalarheimilinu Höfða, var heið- ursgestur samkomunnar, en hún ólst upp í Arnardal sem barn og fram á unglingsár. Lilja riíjaði upp gamla tíma frá árum sínum í Arnar- dal og las upp kvæði sem ort var til hennar sem unglingsstúlku þegar hún bjó í Amardal. Faðir hennar, Ingimar Magnússon trésmiður, byggði húsið og flutti með tjöl- skyldu sína í Arnardal árið 1925. Hluta af neðri hæðinni tók Ingimar undir trésmíðaverkstæði. Ingimar kallaði húsið Arnardal en hann ólst upp í Arnardal, gegnt ísafjarðar- kaupstað, og tók nafnið þaðan. Ingi- mar seldi húsið árið 1936 Ólafi Pét- urssyni trésmið. Árið 1938 keypti Ytri-Akraneshreppur, nú Akranes- kaupstaður, húsið Amardal, Fjólu- grund 7 (i dag Kirkjubraut 48) und- ir rekstur elliheimilis. Þetta átti að vera bráðabirgða- lausn en þarna var rekið elliheimili f 40 ár, eða fram í febrúar 1978 þeg- ar Dvalarheimilið Höfði tók til starfa. Árið 1965 var byggt við Am- ardal þar sem nú er anddyri og skrifstofa. í upphafi voru 11 til heimilis í Amardal og 17 þegar þeir voru flestir. Lilja Ingimarsdóttir og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, í hófi sem haldið var í tilefni af afmæli einnar elstu æskulýösmiðstöðvar landsins. DV-mynd Daníel. Menn voru ekki á eitt sáttir hvað gera átti við Arnardal þegar rekstur elliheimilisins var fluttur að Höfða en að lokum var tekin ákvörðun um að reka í Arnardal æskulýðsstarf- semi. Ætli menn hafi reiknað með að sú starfsemi yrði þar í a.m.k. 20 ár? Félagsmiðstöðin Arnardalur er þriðja eða fjórða elsta félagsmiðstöð- in á landinu. -DVÓ MH1086 Verð 33.300 Húsmuiiir Reykjavfkurvegi 72 Hafnarfirði Sími 555 1503 Páll fær nýjan og kornungan aðstoðarmann: Leggur nám á hilluna í bili - fyrri aðstoðarmaður tekur til við að kynna Toyota Aðstoðarmannaskipti hafa orðið hjá Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra. Nýi aðstoðarmaðurinn, sem hóf störf í ráðuneytinu á dögunum, er Birkir Jón Jónsson, 20 ára stúdent frá Siglufirði og nemi i stjóm- málafræði við Háskóla Is- lands. Gunnar Bragi Sveinsson frá Sauðárkróki, sem starf- aði við hlið Páls fram að Birkir Jón Jónsson. síðustu áramótum, hefur horfið til annarra starfa. „Ég lauk mín- um prófúm fyrir áramótin og svo bauðst þetta starf skyndilega, þannig að ég lagði námið til hliðar í bili, enda sýnist mér að mörg spenn- andi verkefhi bíði og þetta starf verði mér betri skóh en margt annað,“ sagði Birkir í samtali við DV. Gunnar Bragi réð sig til starfa hjá íslensku auglýs- ingastofunni og mun þar t.d. vinna að kynningarstarfi fyrir Toyota. Sem kunnugt er var nokkur óvissa með framhald ráðherratíðar Páls Péturssonar allt þar til Finn- ur Ingólfsson fór í Seðla- bankann og var það ein helsta ástæðan fyrir því að Gunnar Bragi söðlaði um. -ÞÁ Köttur úti í mýri... ...úti er ævintýri. Atak til að fækka flækingsköttum í Miðbæ í samræmi við samþykkt um kattahald í Reykjavík tilkynnist hér með að dagana 14.-19. febrúar nk. mun sérstakt átak gert til að fanga flækingsketti í Miðbæ (frá Snorrabraut að Kringiumýrarbraut). Kattaeigendur í hverfinu eru hvattir til að halda köttum sínum inni á meðan á átakinu stendur. Jafnframt eru kattaeigendur minntir á að merkja ketti sína með húðflúri (tattó- veringu) á eyrum og skrá upplýsingar um eiganda, heimilisfang og símanúmer. Jafngild er örmerking skv. stöðlum Alþjóða staðlaráðsins (ISO 11784 eða 11785). Óll handsömuð dýr verða flutt í Kattholt. £ I #g|gg Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar MH 2505 Verð 49.900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.