Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 27
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 39 Fréttir Bergur-Huginn ehf. semur við Sæplast: Kaupir 100 endur- vinnanleg fiskiker DV, Dalvík: í ársbyrjun var undirritaður samningur milli Sæplasts hf. á Dalvik og útgerðarfyrirtækisins Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyj- um um kaup þess síðarnefnda á 100 endurvinnanlegum fiskikerum frá Sæplasti. Um er að ræða svo- nefnd MPC-ker en þau eru einu kerin á markaðnum sem eru end- urvinnanleg að fullu og því mjög umhverfisvæn. Sérstaða þeirra felst í því að þau eru gerð úr eins- leitu efni og því er mögulegt að mala þau niður þegar þau verða ónýt og endumýta í aðrar vörur. Sæplast hf. hóf að þróa þessa af- urð árið 1994 með umhverfisvernd í huga. Fyrstu endurvinnanlegu kerin voru framleidd hjá fyrirtæk- inu tveimur árum síðar, árið 1996, og hafa þau smám saman verið að vinna sér sess á markaðinum, og ekki síður í annarri matvæla- vinnslu en fiskiðnaði. Endurvinnanlega kerið er dýr- ara í framleiðslu en hefðbundið, en á móti kemur að auðvelt er að farga því fyrmefnda. Hér á landi hafa menn hingað til getað urðað ónýt ker án sérstaks tilkostnaðar. Hins vegar kann að vera stutt í það að við íslendingar förum að dæmi grannþjóða okkar og herð- um þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja og einstaklinga um að draga úr mengun umhverfisins. í Danmörku, svo dæmi sé nefnt, kostar nú um 5000 krónur íslensk- ar að farga einu keri með polyuret- han-einangrun. „Okkur sem störfum í sjávarút- vegi ber skylda til að fara vel með hráefnið. Liður i því er að vera einungis með úrvalsker í notkun. Auk þess leggjum við hjá Bergi- Hugin ehf. mikla áherslu á að fara vel með kerin okkar. Okkur fannst tilvalið að reyna endurvinnanlegu kerin frá Sæplasti, enda fer mjög gott orð af þeim. Þeirra stærsti kostur er auðvitað sá að hægt er að senda þau í endurvinnslu þegar þeirra tími er liðinn. Með því að nota slík ker stuðlum við því að aukinni umhverfisvemd, sem okk- ur ber skylda til að gera. Að auki geri ég mér vonir um að þau séu endingarbetri en hefðbundin ker en reynslan mun leiða það í ljós,“ segir Magnús í samtali við DV. -hiá Torfi Þ. Guðmundsson, sölu- og markaösstjóri Sæplasts hf. (t.v.) afhendir Magnúsi Kristinssyni, framkvæmdastjóra Bergs-Hugins ehf., fyrsta Sæplasts-keriö á nýju árþúsundi. Fyrirtæki Magnúsar mun fá 100 MPC-ker afhent á næstu mánuðum en kerin hafa þá sérstööu umfram önnur fiskiker aö þau eru endurvinnanleg að fullu. DV-mynd Halldór Ingi ÖRYGGI o KRAFTUR Grjóthálsi 1 • Sími söludeildar 575 1210 www.bl.is ÞÆGINDI ABS • Tveir loftpúðar • Þriggja punkta belti í öllum sætum 5 höfuðpúðar • Styrktarbitar í hliðum • 4X4 sídrif 120 hestafla 4 strokka vél / 97 hestafla 2000 cc dísilvél Vökva- og veltistýri • Fjarstýrð samlæsing og afturrúða Topplúga • HDC (hallaviðhald) • Þjófavörn • Sjálfstæð fjöðrun FREELANDER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.