Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 16
16 enmng MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 LlV Nauðgun í óperunni Þó Lucretia svívirt sé talin ein ljóðrænasta ópera Benjamins Brittens er hún einnig formlegri en ýmsar aðrar sem hann samdi. Hún er í tveimur þáttum sem skiptast í tvö atriði og tveir sagnaþulir, karl og kona, mynda utan um hana ramma. Hlutverk sagnaþulanna er að vera tengiliðir við áhorf- endur, skapa spennu, undirbúa söguna, út- skýra hana og draga lærdóm af henni. Segja má að þessi tvískipting sé táknræn því óper- an fjallar um samskipti kynjanna. Hún er harmleikur og þá má kannski segja að það sé líka táknrænt að hljómsveitarmeðlimirnir séu þrettán. Það boðar ógæfu enda eru örlög Lúkretíu dapurleg. Saga hennar gerist um 500 árum fyrir Krist og fjallar um léttlyndar eiginkonur hershöfðingja í Róm en Lúkretía er sú eina sem er dyggðug. Hún fær auðvitað ekki að vera í friöi heldur er nauðgað af sið- lausa svíninu Tarkvíníusi og sviptir sig lífl í lokin. Tónlist Jónas Sen Lúkretía f dyngju sinni meö fóstru sinni (og sagnaþuli) áöur en ógæfan skellur á. Rannveig Fríöa Bragadóttir, Emma Bell og Anna Sigrföur Helgadóttir f hlutverkum sínum. DV-mynd Teitur Lúkretía svívirt var frumflutt í íslensku óperunni á fostudagskvöldið undir stjóm Gerrits Schuils. Finnur Bjarnason og Emma Bell eru sagnaþulirnir og skyggöi sú síðar- nefnda dálítið á Finn sem var fremur óörugg- ur með sig. Hann er greinilega ekki enn bú- inn að finna sig i tenórhlutverkinu en var baríton eins og kunnugt er þar til fyrir skemmstu. Þótt hann hafi sungið ýmislegt fallega voru engir hápunktar i túlkun hans og oft brá við að hljómsveitin yfirgnæfði hann. Það gerðist hins vegar aldrei þegar Emma Bell söng; hún er frábær söngkona með mikla, fallega rödd en heldur síðri leik- kona. Ólafur Kjartan Sigurðsson var í hlutverki Tarkvíníusar, vonda karlsins, og var vægast sagt magnaður. Bæði hefur hann hljómmikla raust og glæsilega tækni og einnig býr hann yfir ágætum leikhæfileikum. Hann liíði sig svo fullkomlega inn í hlutverk sitt að það lá við að maður vorkenndi honum fyrir að vera svo gjör- samlega á valdi fýsna sinna. Hins vegar var Lúkretía sjálf dálítið flöt í túlkun Rannveigar Fríðu Bragadóttur þótt söngur hennar hafi ver- ið öruggur og fallegur. Eiginmaður Lúkretíu, Kollatínus, var leik- inn af Sigurði Skagfjörð Steingrímssyni og hef- ur hann kraftmikla rödd þótt hún sé nokkuð hol. Hins vegar gat hann ómögulega leikið og sorg hans í lok óperunnar var ekki sannfær- andi. Júníus, kokkálaður hershöfðingi, sem leikinn var af Jan Opalach, var hins vegar prýðilegur, bæði raddmikill og sannfærandi í niðurlægingu sinni. Einnig stóðu sig ágætlega Anna Sigríður Helgadóttir og Hrafnhildur Bjömsdóttir í hlutverkum fóstru og þernu Lúkretíu. Leikstjóm var í höndum Bodi Igesz og hefur honum tekist að skapa sterka sýningu með magnaðri stígandi. Sjálf nauðgunin og beinn aödragandi hennar var þrungin spennu. Til dæmis virkaði vel hugmyndin að láta skuggann af Tarkvíníusi birtast á undan honum sjálfum áður en voðaverkið er framið. Skugginn féll vel að einfaldri leikmyndinni, nöktu víravirki sem var fært til og frá um sviðið eftir þörfum og má segja að bæði leikmynd og látlausir búningar Þórannar E. Sveinsdóttur hafi passað ágætlega við fremur kuldalega tónlist Brittens. Hljómsveitin stóð sig prýðilega, hver tónn var á sínum stað, og hélt Gerrit Schuil utan um allt saman með glæsibrag. í heild er þetta góð uppfærsla sem er vel þess virði að sjá og nú er bara aö vona að hljóðfæraleikararnir þrettán boði ekki ógæfu sýningarinnar og fæli áhorf- endur frá. Að gera hið ósýnilega sýnilegt Barbro Holmberg: Margir misnota útvarpiö meö bulli. DV-mynd Hilmar Þór Alþjóðlega útvarpsþáttahátíðin ÚTVARP 2000, sem er liður í dag- skrá Reykjavíkur menningarborg- ar, hefst í Háskólabíói annað kvöld kl. 21. Markmið hátíðarinn- ar er að kynna íslendingum sýnis- hom þess besta sem framleitt er fyrir útvarp nú um stundir og efna til umræðu um stöðu og framtíð þessa miðils hér á landi. Aðaldagskráin fer ffam i Háskóla- bíói dagana 8-11. febrúar. Þar verður fluttur á hverju kvöldi kl. 21 útvarpsþáttur sem margir hafa unnið til verðlauna á alþjóðavett- vangi. Sérstakir gestir hátíðarinn- ar era Piers Plowright, Barbro Holmberg og Gyrid Listuen og kynna þau eigin þætti. Textmn þáttanna og enskum þýðingum verður varpað á sýningarljald til að auðvelda hlustun. Á fimmtudag kl. 10-12.30 er efnt til málstofu í fyrirlestrasal Endur- menntunarstoíhunar Háskóla ís- lands þar sem Piers Plowright og Barbro Holmberg fjalla um gerð heimilda- og fléttuþátta fyrir út- varp. Málstofan er haldin í sam- vinnu viö námsbraut í hagnýtri fjölmiölun við Háskólann og er öllum opin. Hátíðinni lýkur laugardaginn 12. febrúar kl. 15 með samkomu í stofu 101 í Lögbergi. Þar verða til- kynnt úrslit í útvarpsþáttasam- keppni ÚTVARPS 2000, leikinn verður verðlaunaþáttur Prix Europa samkeppninnar 1999 og efnt til pallborðsumræðna um út- varp framtíðarinnar. Pall- borðsumræðurnar verða sendar út beint á Rás 1 sem útvarpar einnig í tengslum við dagskrá ÚTVARPS 2000 fjórum erlendum úrvalsþáttum dagana 7.-10. febrúar kl. 23. Meðal efnis í Háskólabíó annað kvöld er frægt viðtal Stefáns Jónssonar fréttamanns við Jón A. Stefánsson bónda í Möðrudal. Viðtalið var tekið þar í kirkjunni, sem Jón hafði sjálfur smíðað og var fyrst útvarpað árið 1971. Stefán var fyrsti útvarpsmaðurinn sem hljóðritaði hér- lendis viðtöl á segulband á vettvangi og klippti þau síðan til flutnings í útvarpi. Einnig eru þættir eftir Norðmanninn Gyrid Listuen um þroskaheftan dreng og Bretann Jocelyn Pook sem fléttar saman símsvaraskilaboð. Tilfinningamiðill Á miðvikudagskvöldið kl. 21 verður fluttur útvarpsþátt- urinn Gettóið í Feneyjum eft- ir Barbro Holmberg. Þar er rakin saga gyðingahverfisins í Feneyjum frá 16. öld fram til vorra daga. Barbro fer um hverfíð, hljóðritar viðtöl við íbúa þess og fléttar saman við tónlist og trúarlega texta. Þátturinn fékk Prix Futura verðlaunin árið 1991. Barbro Holmberg er dag- skrárstjóri heimildaþátta- gerðar við sænska hluta fmnska ríkisútvarpsins. Hún hefur fengið fjölda viður- kenninga fyrir útvarpsþætti sína og fyrstu viðbrögð henn- ar við spurningum um starf- ið er ástarjátning til miðils- ins: „Mér þykir vænt um út- varpið," segir hún, „það gef- ur svo ótalmörg tækifæri. Bæði er hægt að bregðast við undir eins og atburðirnir ger- ast, fljótar en blöð og sjón- varp geta með góðu móti. Svo getum við líka tekið okkur tíma, aflað efnis meðan hlut- irnir gerast, leyft fólki að segja frá í rólegheitum og búið til fréttaskýringar sem eru einstæðar af því þær lýsa atvikum í orðum og geyma raddir þeirra sem málið varð- ar. Þess vegna er útvarpið „heitur" miðill og besti miðill hinna munnlegu frásagna sem hafa fylgt mannkyninu frá upphafi. Útvarpið leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín og gerir hið ósýnilega sýnilegt. En það er fyrst og fremst tilfinningamiðill því það nýt- ist til dæmis afleitlega fyrir tölur!“ - Hvernig finnst þér dagskrárgerðarmenn í nútímanum sinna þessum góða miðli? „Margir misnota hann með bulli,“ segir Barbro. „Meiri ábyrgðartilflnning væri við- eigandi." Að skoða málverk Á nýstárlegu námskeiði á morgun á veg- um Félags íslenskra háskólakvenna verður kennt aö skoða málverk. Þá verður sýning- in Lífshlaup i Gerðar- safni skoðuð undir leiðsögn Guðbjargar Kristjánsdóttur, list- fræðings og forstöðu- manns safnsins, en á sýningunni gefur að líta þverskurð af íslenskri myndlist á fyrri hluta aldarinnar. Námskeiðið tekur um tvær og hálfa klukkustund; veitingar inni- faldar. Innritun hjá Geirlaugu Þorvaldsdótt- ur í síma 568 5897. ■ Tumi og Þorsteinn fyrirlesa í dag kl. 12.30 verður opinn fyrirlestur í stofu 024 í Listaháskóla íslands í Laugar- I nesi. Þar fjallar Tumi Magnússon um upp- haf og þróun ferils sins sem myndlistar- maður en leggur áherslu á verk síðustu != ára. Hann tekur nú þátt í samsýningunni Rauðvik á Kjarvalsstöðum. Á miðvikudaginn á sama tíma heldur ; Þorsteinn Geirharðsson, arkitekt og iðn- hönnuður, fyrirlestur í stofu 113, Skip- 8 holti 1, sýnir litskyggnur af eigin verkum og annarra og fjallar um þau út frá hug- tökunum hönnun, list, handverk og þvi |||| hvað tengir þau saman og hvað skilur þau að. Fundur um myndlistardeild Félag um Listaháskóla íslands gengst um þessar mundir fyrir fundum um framtíðar- skipan Listaháskólans. Síðasta þriðjudag voru hugmyndir um leiklistarnám við skól- ann ræddar og í kvöld verður myndlistar- deild skólans tekin til umræðu. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er í húsi Listaháskólans í Laugamesi. Listamenn og aðrir áhugamenn eru hvattir til að fjölmenna og taka virkan þátt í mótun skólans. Myndlistarnámskeið fyrir börn Á morgun hefjast myndlistamámskeið fyrir böm á vegum Myndlistaskólans í Reykjavík, íþrótta- og tómstundaráðs og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs. Á þriðjudögum verður hópur &-10 ára bama á námskeiði en miðvikudaga 10-12 ára börn. Önnin stendur í 12 vikur og námskeiðin verða haldin í Geröubergi. Á námskeiðunum er unnið með marg- víslegan efnivið og lögð eru fyrir fjöl- breytt verkefni. Bömin beita teikningu, málun og mótun í vinnu sinni með við- fangsefnin. Lögð er áhersla á að ýta undir sköpunargleði og athygli jafnframt því að kynna börnunum mismunandi miðla myndlistarinnar. Inn í starflð er fléttað listasögu og kynningu á verkum myndlist- armanna, innlendra sem erlendra. Kenn- arar nú eru myndlistarmennirnir ína Sal- ome Hallgrímsdóttir og Brynhildur Þor- geirsdóttir. Listdans í Óperunni Vegna fjölda áskorana verður dagskrá Listdansskóla íslands og Tónskóla Sigur- sveins frá menningarborgardeginum mikla endurtekin í íslensku óperunni annað kvöld og miðvikudagskvöldið kl. 20.30. Þar flytja nemendur skólanna ballettinn Geturðu leik- ið eftir Láru Stefánsdóttur og John Speight. Hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson. Einnig verður fluttur ballettinn Spegill sál- arinnar eftir Margréti Gísladóttur og tónlist frá endurreisnartímanum. Meginstraumar í kínverskri hugsun Á morgun kl. 17 flytur sendiherra Kína á íslandi, Wang Ronghua, opinn fyrirlest- ur á ensku á vegum rektors Háskólans í stofu 101 í Odda. Þar Ijallar hann um þrjá meginstrauma í kínverskri hugsun og já- kvæð samfélagsleg áhrif þeirra fram á þennan dag. Wang Ronghua var skipaður sendiherra Kína á íslandi í mars 1998. Hann hefur starfað í kinversku utanríkisþjónustunni frá árinu 1973 en auk þess fengist við skrifir og þýðingar skáldverka og ævi- sagna á kínversku. Umsjón &! --------------------- Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.