Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 17
Kjaraumræður snúast ekki eingöngu um krónur og aura. Vinnudagur á íslandi er með því lengsta sem þekkist í heiminum. VR vill endurskoða dagvinnutíma félagsmanna til að tryggja launafólki aukin lífsgæði. Þannig aukum við einnig framleiðni í fyrirtækjum - til hagsbóta fyrir alla. • VR vill að félagsmenn fái greidd viðunandi laun fyrir dagvinnu sína svo þeir þurfi ekki að sækjast eftir yfirvinnu til að hækka launin. • VR vill að félagsmönnum verði gert kleift að tvinna saman einkalíf og vinnu með styttri vinnuviku, sveigjanlegri vinnutilhögun, jöfnum rétti foreldra til fæðingarorlofs og rétti beggja foreldra til að sinna börnum sínum. Rannsóknir sýna einmitt að sveigjanlegur vinnutími og svigrúm til að sinna einkalífi eru nátengd almennri starfsánægju og vinnuafköstum. • Þrátt fyrir óhóflega langan vinnudag á íslandi er framleiðni minni hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Aukin framleiðni er ein helsta forsenda almennrar hagsældar í landinu. Þú færð nánari upplýsingar á www.vr.is Verzlunarmannafélag Reykjavíkur wp ;> . ■ 5g*mMsnB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.