Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 26
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 «8 Frábærar fótboltamyndir OFFICIAL SEASON REVflEW 1998 99 Manchester United ií CHAMPIONS ?OF EUROPE The Oílicial Story oF The Greatest Night In British Sport Skoöaðu okkur á netinu. Víð erum á visir.ís Sviðsljós___________________ Pamela Anderson: Ekki á leið i>v hjónaband Fyrrverandi silíkongellan Pamela Anderson kveðst ekki vera á leið í hjónaband á ný með Tommy Lee í nánustu framtíð. Frá þessu skýrði hún í viðtali í Berlín á dögunum þar sem hún var að kynna nýja sjón- varpsmyndaflokkinn sinn, V.I.P. Pamela segir að samband þeirra Tommys sé þó gott. „Það er ágætt. Það er upp og niður eins og gengur. Það eru engin sambönd fullkomin. En við erum saman og við búum í sama húsi,“ sagði Strandvarðagell- an fyrrverandi. Pamelu, sem er búin að láta fjar- lægja sílíkonið úr brjóstunum, flnnst hún kynþokkafyllri eftir að hún varð mamma. Fjölskyldulífið er mikilvægt fyrir hana. „Bömin mín era dásamleg. Ég myndi vilja vinna minna og verja meiri tíma með bömunum mínum.“ Synimir, Brandon og Dylan, fá oft að fylgja mömmu sinni í vinn- Madonna vill eignast barn á ný Söngkonan Madonna vill verða mamma á ný. Poppstjörnuna dreymir um að gefa Lourdes dóttur sinni, sem er þriggja ára, systkini. „Hún ætti að eignast bróður eða systur. Hún er hræðilegt dekur- bam. Hún þarf samkeppni," segir Madonna í viðtali við tímaritið Jane. Söngkonan vildi þó ekki láta uppi hver kæmi til greina sem faðir nýja bamsins. Madonna er núna með leikstjóranum Guy Ritchie. Dætur Fergie sendar til Sviss Dætur Söru Ferguson, sem kölluð er Fergie, og Andrésar prins eiga að ganga í einkaskóla í Sviss. Prinsessumar, Beatrice, sem er 12 ára, og Eugenie, 9 ára, eiga að fara í Aiglon skólann í Ölpunum þar sem skólagjaldið er um 2,5 milljónir króna á ári. Elísabet Englandsdrottning var fyrst andvíg hugmyndinni um að litlu prinsessumar færu úr landi en hún er nú sögð hafa samþykkt það. Pamela þarf að mæta snemma í vinnuna og fer á fætur kiukkan 5 á morgnana. Símamynd Reuter una. Þeir áttu til dæmis að fá að fara með í auglýsingaferðina til Evr- ópu en Dylan fékk eyrnabólgu og gat þess vegna ekki flogið. „Ég er búin að vera burtu frá þeim í eina viku. Ég hef aldrei verið svona lengi fjarverandi," sagði Pamela leið. Hún leggur hart að sér við vinn- una. Hún fer á fætur klukkan 5 á morgnana og heldur þá í stúdíóið þar sem sjónvarpsmyndaflokkurinn er tekinn upp. Þar er Pamela við störf allan daginn. Hana dreymir um að eignast hús í suðurhluta Frakklands. Þar vill Pamela geta dvalið með Tommy og strákunum þegar hún fær frí frá störfum. Pamela er ekki sú eina í fjöl- skyldu sinni sem hefur komið fá- klædd fyrir almenningssjónir. Amma hennar lét einu sinni mynda sig í sundbol fyrir kóka kóla-auglýs- ingu. Ekki er víst að allar konur séu tilbúnar að setja upp ermar eins og þessar á myndinni en undirfötin sjálf eru frekar hefðbundin. Þau voru sýnd á alþjóðlegu undirfatasýningunni á tískuvikunni í París. Símamynd Reuter Friðrik prins verður læknir á Grænlandi Friðrik krónprins í Danmörku hefur verið útnefndur læknir leið- angursins Sirius 2000 á Grænlandi. Hann á að reyna að veita þátttak- endum rétta meðferö þegar þörf krefur. Sá sem hefur mesta reynslu af skyndihjálp er útnefndur læknir og í þetta sinn var það sjálfur krón- prinsinn. Hann hefur sótt fleiri námskeið í skyndihjálp en hinir þátttakendumir í leiðangrinum. Óttast er að kuldinn verði versti óvinur leiðangursmanna. Fyrstu mánuðina má búast við að frostið fari i 40 til 50 stig. Leiðangursmenn ætla að ganga 3500 kílómetra yfir Grænlandsjökul og hefst ferðin 10. febrúar næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.