Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Page 18
18 ennmg MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 U"V Bómullarflögg Elsebet Rahlff fyrir utan Norræna húsiö. Lítill heimur Norræna húsið er þessa dagana vett- vangur fjölbreyttra listviðburða. Á vor- dagskránni, sem hófst 29. janúar, er lögð áhersla á æskulýðsmenningu á Norður- löndum en innan þess ramma eru sér- stakir dagskrárliðir frá hinum norrænu menningarborgunum, Bergen og Helsinki, sérstaklega merktir sem fram- lag hússins til Reykjavíkur - menning- arborgar 2000. Á laugardaginn var í kjallara hússins opnuð sýning norska listamannsins Gisle Fröysland en fyrir voru í gangi Heimsþorp Gisle Fröysland. aðrar tvær myndlistarsýningar. Hinn pólski Robert Sot sýnir sjálfsmyndir í anddyr- inu og danska listakonan Elsebet Rahlff flaggar á stöngum fyrir utan húsið. Þrátt fyrir ólíkt þjóðerni tengjast sýningarnar allar menningar- borginni Björgvin og að auki sameinar hnatt- ræn skírskotun þær allar. Heimsþorpið Sýning Gisle Fröysland er tæknilega flókin og flest, ef ekki öll, verkin tölvustýrð. Það eitt kann ýmsum að þykja fráhrindandi því oft er erfltt að ná sambandi við slík verk. Enginn skyldi þó láta tæknina vefjast fyrir sér því í grunninn eru verk Gisle einfóld og sum þeirra byggjast á þátt- töku áhorfandans (eru gagnvirk eða interaktíf). Titlar verkanna hafa húmorískan tón en lista- maðurinn leikur sér að því að snúa út úr þekkt- um hugtökum og klisjum. Verkið „Global village“ samanstendur af mörgum upplýstum jarðkúlmn á borði. Á skjám í borðbrúninni eru myndir sem listamaðurinn sótti á Internetið og sýna lifið í 35 ólíkum borg- um í heiminum. Um leið og kvöldar í einni borg slokknar á einum hnetti en ljósið kviknar á ný með morgni og útkoman er heilmikið „ljósa- sjóv“ sem gefur allt aðra mynd af ljósaskiptum heimsins en við höfum áður vanist. í öðru verki, „Joystuck", getur áhorfandinn fengið sér sýndargöngutúr í erlendri borg með því að ganga á bandi eins og algeng eru í líkamsrækt- arstöðvum. Göngubandið knýr myndband frá viökomandi götu sem varpað er á vegginn and- spænis brautinni. Þessi verk sýna kannski já- kvæðustu þætti upplýsingatækninnar, nefnilega það að færa fólk saman og gefa öllum kost á að upplifa sig sem borgara alls heimsins. Sjálfsmyndir og fiögg „Breytimyndir" Roberts Sots eru sjálfsmynd- ir sem samkvæmt sýningarskrá fjalla um hirð- ingjalíf listamannsins. Kannski flalla þær alveg eins um flökkulíf heimsborgara nútímans eða jafnvel rótleysi þess sem býr flarri uppruna sín- um en Sot er pólskur þó hann hafi um margra ára skeið búið i Bergen. Hann tekur ljósmyndir af sjálfum sér við tilteknar aðstæður á tiltekn- um stöðum í heimimun og hefur á brott með sér ákveðinn hlut úr hverri mynd sem hann sýnir svo ásamt myndinni. Gaman hefði verið að sjá stærra sýnis- horn af þessari myndröð en stærsti galli sýningarinnar er hve lítil hún er. Verk- in eru of fá til að hægt sé að fúllyrða nokkuð um þau. Samþjöppun alls heimsins fær svo á sig enn eina mynd í stórum og fallegum bómullarflöggum sem Elsebet Rahlff hefur ferðast með víðs vegar um heim- inn og sýnt í ýmsu samhengi. Verkið inniheldur aOa heimsins fána sem í út- færslu Elsebet eru aOir í sama dökkgráa litnum. Myndlist Áslaug Thorlacius Litbrigðum og mynstri er komið á framfæri með misstórum en nostursamlega útklipptum götum og það virkar fullkomlega. Grái liturinn gerir þjóðirnar hverja annarri líka en hann gefur flöggunum einnig nýjan glæsOeik, ekki alveg lausan við sorgarblæ. Elsebet flaggar á tíu stöngum og skiptir um fána á hverjum degi. Það má þvf líta svo á að aOar heimsins þjóðir hafi sótt litla Norræna húsið okkar heim þessa síð- ustu daga. Sýning Roberts Sots stendur til 20. febrúar. Sýning Gisle Fröysland stendur til 12. mars. Sýningarsalur opinn kl. 12.00-17.00 alla daga nema mánudaga. Algleymi tónlistarinnar Píanóleikari frá Kýpur, Martino Tirimo, hélt tónleika í íslensku óperunni á laugardag- inn var á vegum Evrópusambands píanókenn- ara og mun hafa haldið námskeið fyrir lengra komna píanónemendur um helgina. Sjálfsagt hefur hann eitthvað getað kennt þeim því strax á upphafstónum flórðu sónötu Beet- hovens í Es-dúr op. 7 heyrði maður að hér var enginn auli á ferðinni sem kunni bara á hvítu nótumar. Fjórða sónata Beethovens er tals- vert erflð en Tirimo renndi hingað og þangað um hljómborðið eins og ekkert væri og var túlkun hans bæði innileg og aOt að því róm- antísk. Tónlist Jónas Sen Fjórða sónatan tilheyrir fyrsta tímabOi af þremur í lífi Beethovens og einkennist það af heiðríkju og formfestu. Átökin byrja á öðru tímabOinu þegar Beethoven gerir sér grein fyrir því að hann sé að verða heymarlaus en í hinu þriðja er hann búinn að finna frið innra með sér. Þá samdi hann merkustu verk sín, eins og síðustu strengja- kvartettana, ní- undu sinfóníuna og þrjár síðustu píanósónöturnar. Tirimo lék þá fyrstu, sem er í E- dúr op. 109, og var flutningur hans á þessu stórbrotna verki bæði magn- aður og upphaf- inn; litbrigðin í leik hans ótelj- andi. Fyrsti kafl- inn var leitandi og dularfuflur, stormurinn fékk að geisa óhaminn í hröðum öðrum kaflanum og þráðurinn var aldrei slitinn í innhverfum Martino Tirimo: Túlkun hans var full af dramatískum andstæðum. tObrigðum lokaþáttarins. Sér staklega faflegt var niðurlag síð asta tObrigðisins og upphafsstef- ið sem hljómar aftur í lokin. Tónlistin virtist þá vera að líkja eftir einhverju algleymi sem rann saman við óræða þögn, handan við aOt mannlegt. Eftir hlé flutti Tirimo aOar prelúdíurnar op. 28 eftir Chopin en þær em 24 talsins. Þær em stuttar en samt er þar að fmna aflar hugsanlegar stemningar. Að flytja þær verður því að telj- ast erfitt, píanóleikarinn verður að skipta um skap hvað eftir annað, vera reiður, kátur, sorg- bitinn, hýr, fá taugaáfafl og í leiðinni vera með tæknina á hreinu því sumar af prelúdíun- um em mjög erfiðar. En Tirimo hafði ekkert fyrir þeim. Túlkun hans var fufl af dramatískum andstæðum, blæbrigðarík og djúp. Voru þetta frábærir píanótónleikar og með þeim betri sem hér hafa verið haldnir. Ef einhver hefur imyndað sér að menn- ingarmolarnir í fylgiriti DV um menningar- árið fram undan sl. miðvikudag væru tæm- andi um öO þau ósköp sem yfir okkur munu ganga á næstu mánuðum þá verður sá hinn sami að „hugsa aftur“ eins og sagt er á vin- sæOi granntungu. Þar vantaði mun fleiri at- burði en voru tíundað- ir. Eitt af því sem ekki var nefnt þar er Sjón- þing Önnu Líndal sem verður í Gerðubergi kl. 13.30 á laugardaginn kemur, 12. febrúar. Anna hefur lengi stund- að það sem hún kaflar „kortlagningu hversdagslífsins“ þar sem hlutir úr nánasta umhverfi okkar á heimO- inu fá óvænt vægi. Minnisstæðar eru til dæmis gólflotumar hennar með útsaumuðu dúkunum ofan á - eða faOegu útsaumuðu rúmfotin sem mynduðu svo harmræna and- stæðu við ógeðslegan klefann í gamla Síðu- múlafangelsinu á sýningunni þar fyrir fá- einum árum. Með sjónþinginu verður opnuð yflrlits- sýning á verkum Önnu í Gerðubergi en vert er líka.að minna á frábæra sýningu hennar sem nú stendur yfir í GaOeríi Sævars Karls við Bankastræti, Jaðar. Þar kortleggur Anna í hæsta máta óhversdagslegt um- hverfi, nefnilega Vatnajökul og má meðal annars sjá á myndbandi hið geysihaglega lamb sem áður hefur verið nefnt á þessum síðum og jórtrar þrjá tíma óslitið og byrjar svo strax aftur. íslensku bókmenntaverðlaunin Nú er stóri dagurinn i dag þegar íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt. Við minnum á að tilnefndir höfundar i fagur- bókmenntum eru Þorsteinn frá Hamri, Steinunn Sigurðardóttir, Sindri Freysson, Andri Snær Magnason og Bragi Ólafsson. Þau fengu öO prýðilegar umsagnir gagn- rýnenda DV en ekkert þó eins afdráttar- laust lof og Andri Snær. Umsögn Margrétar Tryggvadóttur um bókina hans hét einfald- lega „Dásamlegasta bók í heimi“ ... Skyldu dómarar verða henni sammála? í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis eru tOnefnd Helgi Þorláksson, PáO Valsson, Tryggvi Gíslason, HaOgerður Gísladóttir og (okkar eiginn) Aðalsteinn Ingólfsson. Doktorsvörn Talandi um bókmenntir þá hafa áhuga- menn um bókmenntir gaman af að frétta að á laugardaginn kemur kl. 14 verður ein af sjald- gæfum doktorsvörnum í bók- menntum við Háskóla íslands. Þá ætlar Sveinn Yngvi Egilsson að verja ritgerð sína Arfur og umbylting. Rannsókn á is- lenskri rómantík sem kom út í fyrra. Vörnin fer fram í stofu 101, í Odda og andmælendur verða dr. Njörður P. Njarðvík og dr. Andrew Wawn. Sú færeyska þótti best Sífeflt er klifað á því hér á síðunni hvað danskar kvikmyndir séu merkilegar um þess- ar mundir, ekki síst framleiðsla síðasta árs, að maður tali nú ekki um íslenskar kvikmyndir þess árs eða aOar hinar... En eina norræna myndin sem sýnd var á hinni metnaðarfuOu kvikmyndahátíð VPRO Tiger Awards Competition í Rotterdam í síðustu vOíu var sú færeyska Bye Bye Blue Bird eftir Katrinu Ótt- arsdóttur. Þar skaut hún mörgum stærri og dýrari myndum ref fyrir rass. Við sögðum frá bláa fuglinum hennar Katrínar á menningarsíðu í fyrrasumar. Þetta er frískleg og fyndín mynd með dekkri undir- tónum um tvær ungar konur sem snúa heim tfl Færeyja eftir nokkurra ára dvöl erlendis. Hún var gerð með styrk frá dönsku kvik- myndastoöiuninni en átti samt erfitt með að fá eðlOega dreOingu hjá stóra bróöur, og heima í Færeyjum sjálfum voru viðbrögðin nokkuð ýkt - enda er myndin hörð ádeila á Ot- 0 samfélög þó að hún sé Oka bráðflörug og fyndin. Skyldum við fá að sjá hana einhvem tima? Sjónþing Önnu Líndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.