Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 Fréttir i>v Yfirvofandi niðurskurður á geðdeildum: Verðbólgan ekki geð- sjúkum að kenna - segir Pétur Hauksson, formaður Geðhjálpar Geðhjálp sendi frá sér fréttatil- kynningu fyrir rúmum tveimur vik- um þar sem félagið lýsir áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði á geð- deildum og óttast heilsu þunglyndis- sjúklinga en landlæknisembættið hefur á sama tíma staðið fyrir þjóð- arátaki gegn þunglyndi. í samtali við Pétur Hauksson, for- mann Geðhjálpar, sagði hann fólk vera að koma í auknum mæli sök- um umræðunnar, fólk sem hefur ekki þorað að horfast í augu við vandann. „Þetta er mikið áhyggju- efni. Þunglyndissjúklingar sem hafa ekki leitað sér hjálpar áður eru að koma sökum opinnar umræðu um málið,“ segir Pétur. „í framhaldi af fréttatilkynningunni lýsti ráðherra og forstöðumaður Ríkisspítalanna að þetta væri ótímabær umræða og að við þyrftum ekki að óttast þenn- an niðurskurð. Svo birtast nákvæm- lega sömu tillögur sem við óttuð- umst,“ segir Pétur, en stjómvöld hafa boðað niðurskurð á rekstri geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur um 100 milljónir. Ástæðan sem gef- in hefur verið fyrir niðurskurðin- um er að sjúkrahúsin þurfa að halda sér innan ramma fjárlaga. Því spyrja forráðamenn Geðhjálpar: „Er þessi niðurskurður þjóðarátak gegn þunglyndi?" Ábyrgð stjórnmálamanna „Þetta þýðir í raun lokun deildar- innar,“ segir Pétur, en geðdeildin hefur þjónað mörg hundruð manns á ári. Þá er bráðamóttaka alltaf yflr- full en Pétur sagði skjóta mjög skökku við að fara að skera niður á þessum vettvangi núna. „Þetta er ábyrgð stjórnmálamanna. Þeir semja fjárlögin. Verðbólgan er ekki geðsjúklingum kenna," sagði Pétur. Stjórnamefnd sjúkra- húsanna í Reykjavik fundaði um flárhagsá- ætlun spítalanna í gær- dag en ákvörðun máls- ins hefur verið skotið til heilbrigðisráðuneyt- isins. Til að viðhalda óbreyttri starfsemi sjúkrahúsanna vantar um 500 milljónir króna í samanburði við síð- asta ár. Sparnaðartillög- umar eru þær að minnka þjónustu auk þess að halda hagræðingu áfram. Bókuð voru mótmæli frá fulltrúa Samfylkingarinnar, Margréti H. Björnsdóttur, við þennan niður- skurð en hún sagði það öllum fyrir bestu að ijóst væri hvaða afleiðing- ar flárlög hafa og hver ber ábyrgð á þeim afleiðingum. í bókuninni stóð m.a.: „Verður að líta svo á að sá samdráttur í þjón- ustu sem fyrirsjáanleg er sé á ábyrgð meiri- hluta Alþingis, en hvorki stjórnamefndar né fagaðila spítalanna. Þeim ber að halda sig innan ramma flárlaga og því styð ég að fram- lagðri rekstraráætlun verði skilað til heil- brigðisráðuneytisins, en óska jafhframt eftir því að ráðuneytinu verði gert ljóst „konkret" hvaða afleiðing- ar hún muni hafa fyrir þjónustu einstakra sviða og rekstrareininga." Aukin aðsókn á geðdeildir Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir sagði það vissulega skjóta skökku við að niðurskurður- inn komi i framhaldi af áróðursher- ferð landlæknisembættisins gegn þunglyndi. „Okkur er kunnugt um að aðsókn hefur aukist verulega á bráðamóttöku geðdeildar Landspít- alans og á dagtíma hafa leitað tvö- falt fleiri en á sama tima fyrir ári. Það eitt segir mjög mikið um áhrif átaksins," segir Matthías. Matthías sagði niðurskurð á geð- deildum vera áhyggjuefni. „Við munum fylgjast með að það komi sem vægast niður á geðsjúklingum þó það sé erfitt að koma alveg í veg fyrir það þegar flármagn er skorið mikið niður. En við munum fylgjast grannt með að þetta komi sem minnst niður á geðsjúklingum eftir því sem mögulegt er,“ sagði Matthí- as. -hól Matthías Halldórsson. COLLEGE í KALIFORNÍU? SPÁÐU í ÞAÐ, EF ÞÚ ERT 18 ÁRA EÐA ELDRI KYNNINGARFUNDURÁ HÓTEL BORG 7. febrúar kl. 18:00 Dr. Bruce Pelkey frá COLLEGE OFTHE CANYONS í Santa Clarita, Kalifomíu, USA • Mjög góð námsaðstaða • Margar námsleiðir í boði, t.d. diplomanám • Hagstæð skólagjöld • Greið leið á þriðja ár í bandarískan háskóla • Góð staðsetning, aðeins 30 mín. ^ frá Los Angeles X/l^^TA Sjá einnig vefsíðu skólans: www.coc.cc.ca.us SKipn( Visi i&Nám VISTA • CULTURAL & EDUCATIONAL TRAVEL LÆKJARGATA 4 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 2362 • FAX 562 9662 • vista@skima.is Ungbarnasund í Stykkishólmi: Ellefu ungbörn læra að synda Ungbarnasundiö í sundlaug Stykkishólms. DV-mynd ÓJ DV, Stykkishólmi: Það var ótrúlegt að fylgjast með ungbömum á sundnám- skeiði um helgina og ekki laust viö aö menn gripu andann á lofti nokkrum sinnum þegar þessum litlu krílum var dýft á bólakaf ofan í vatnið er haldið var nám- skeið i ungbamasundi í nýju innilauginni í Simdlaug Stykkis- hólms. Leiðbeinandinn kom frá Reykjavik og heitir Sóley Einars- dóttir. Hún er íþróttakennari og sérmenntuð í ungbamasundi sem hún hefúr kennt í nokkur ár, einkum í Reykjavík. Þátttak- an var mjög góð, ellefú böm, tveggja til tíu mánaða. Foreldrar þeirra mættu í kennslustundimar flór- ar sem er hálft námskeið. Eftir hálfan mánuð kemur kennar- inn aftur og heldur seinni hluta nám- skeiðsins. Sóley Einarsdóttir sund- kennari sagðist vera mjög ánægö með þátttökuna og áhuga foreldra í Stykk- ishólmi á sundi fyrir ung böm. Hún var einnig ánægð með aðstöðuna í lauginni og sagði að hún væri búin að vera með sambærilega kennslu í gangi i Reykjavík í um tiu ár. Þar leigir hún laug og kennir nú sex hópum. Áhugi fyrir ungbamasundi almennt hefur aukist verulega á síðustu árum. Sagði Sóley að hún hefði alltaf nóg að gera og þó hefúr hún aldrei auglýst þessa kennslu. Þess má geta í lokin að Sóley sá um þjálfún bama og unglinga í fijálsum íþróttum og sunddeildina fyr- ir Snæfell eitt sumar fyrir nokkrum árum. -DVÓ/ÓJ W Polo 1000, f. skrd. 11.02.1998, bsk., 3 dyra, ekinn 24 þ. km, rauður. Verð kr. 780.000. VW Golf GL 1400, f. skrd. 11.10.1996, bsk., 5 dyra, ekinn 38 þ. km, grár. Verðkr. 980.000. Renault 19, f. skrd. 07.02.1995, ssk., 4 dyra, ekinn 89 þ. km, blár. Verðkr. 640.000. VW Golf CL 1800, f. skrd. 25.07.1995, ssk., 3 dyra, ekinn 74 þ. km, hvítur. Verðkr. 890.000. Suzuki Sidekick JX, f. skrd. 11.09.1995, bsk., 5 dyra, ekinn 110 þ. km, dökkgrár. Verðkr. 1.150.000. Isuzu Trooper, 35“ breyttur, dísil, f. skrd. MMC L-200 4WD, bensín, f. skrd. 15.12. MMC Pajero SW, 3500, f. skrd. 13.05. 15.12.1998, bsk, 5 dyra, 1993, bsk., 2 dyra, ekinn 62 þ. km, hvítur. 1997, ssk., 5 dyra, ekinn 30 þ. km, grár. ekinn 22 þ. km, dökkgrænn. Verð kr. 950.000. Verð kr. 2.590.000. Verð kr. 3.400.000. OrYgl no-fa&ra bíla aC öllonj s-fasröo^ 03 gcr^o^ / Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hægt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.