Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 Fréttir dv Ráöuneyti svarar ekki um lögmæti Kambselssölunnar: Ræðir ekki Kambsel ráðuneytisins sjálfs og því hvort ráðuneytið hafi leitað eftir því við kaupenduma að fá kaupin endur- skoðuð. Landbúnaðarráðuneytið telur sig ekki geta svarað þessum spuming- um „fyrr en framgreint dómsmál er til lykta leitt“. Málinu var stefnt 18. janúar sl. og búast má við að þvi verði framhald- ið I lok þessa mánaðar þegar máls- aðilar hafa tekið saman gögn sín. -GAR - en neitar ekki að fyrri eigendur hafi átt forkaupsrétt Björn Sigurbjömsson, ráðuneytis- stjóri landbúnaðarráðuneytisins, hefur fyrir hönd þess neitað að svara spurningum DV vegna eyði- jarðarinnar Kambsels í Álftafirði sem Guðmundur Bjamason land- búnaðarráðherra seldi í ráðherratíð sinni. Björn vísar til þess að dóms- mál sé nú rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands vegna sölu jarðarinnar og því geti ráðuneytið ekki tjáð sig um einstök atriði sem varða rekstur þess máls. Fyrirspum DV tengdist að hluta síðustu eigendum og ábúendum Kambsels sem bjuggu á jörðinni frá 1966 til 1979 og seldu ríkinu hana árið 1972 en var synj- að um að kaupa hana aftur árið 1995. Ráðuneytið var innt eftir því hvort þessir fyrrum ábúendur hefðu ekki átt kauprétt að Kambs- beli vegna fyrri ábúðar sinnar á jörðinni og ef svo hefði Björn Sigurbjörnsson. verið hvort sá kaupsréttur hefði á einhverjum tíma- punkti fallið niður og þá hvers vegna. Þessu neitar landbúnaðarráðuneytið að svara með vísan til dóms- málsins sem nú er rekið fyr- ir Héraðsdómi Austurlands eins og áður sagði. Það mál er hins vegar á engan hátt tengt þessum síðustu ábú- endum Kambsels heldur snýst það um kæru á hendur stjóm- völdum og því fólki sem keypti Kambsel af Guðmundi Bjamasyni í nóvember 1998. Kærendur eru tveir bændur í Álftafirði sem höfðu haft Kambsel á leigu og telja að á sér hafi verið brotin lög þegar Kambsel var selt bak við tjöldin 1998. Þær spumingar sem fjalla um sölu Kambsels 1998 og landbúnaðar- ráðuneytið neitar að svara lúta að því hvort ráðuneytið telji að löglega hafi verið staðið að sölunni og hvort salan hafi verið samkvæmt reglum Akureyri: Hákon ráðinn bæjarlögmaður DV, Akureyri: Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að ráða Hákon Stefánsson, lögmann í Reykjavík, sem bæjarlög- mann. Umsækjendur um stöðuna vom þrír, auk Hákonar, þeir Sigurður Eiríksson, lögmaður á Akureyri, og Eyþór Þorbergsson, lögmaður og fulltrúi sýslumanns á Akureyri. Eyþór Þorbergsson hefur formlega farið þess á leit við bæjarráð að það skili sér rökstuðningi vegna ráðning- ar í stöðuna, og hefur bæjarráð sam- þykkt að bæjarstjóri sendi honum öll gögn sem hann á rétt á að fá sam- kvæmt stjómsýslulögum. -gk Bandaríska dómsmálaráðuneytið: Ekki okkar börn - reynt að fá fararleyfi frá Spáni Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaöan mann á öðrum tímanum á laugardag í nágrenni Kálfatinda, vestan viö Laugarvatn. Maöurinn haföi veriö á leiöinni inn að Skjaldbreiði á vélsleöa en fór fram af kletti og meiddist á baki. Samkvæmt upplýsingum læknis á vakt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var hann meö brot í hryggnum en hlaut ekki mænu- skaða. DV-mynd S íslandspóstur vill samstarf við KÁ um rekstur póststöðva: Fækkun starfsfólks fyrirséð „Sendiráðið hefur gefið okkur staðfestingu á þeim úrskurði dóms- málaráðuneytis Bandaríkjanna að böm Janetar eigi ekki tilkall til bandarísks ríkisfangs," segir Ró- bert Ámi Hreiðarsson, lögmaður Janetar Grant. Þetta kom fram á fundi Róberts Árna með William Moeller, fulltrúa i sendiráði Banda- rikjanna, síðdegis á föstudag. Ástæða þess að dómsmálaráðuneyt- ið hafnar börnum Janetar, Ástþóri Mario og Moniku Ósk, er sú að Janet hefur aldrei búið í Bandaríkj- unum þrátt fyrir að vera bandarísk- ur þegn eins og faðir hennar var. Börnin eru þvi enn ríkisfangslaus og þó að sá möguleiki sé fyrir hendi að fá dómstóla í Bandaríkjunum til að dæma bömunum ríkisborgara- rétt kemur hann naumast til greina af fjárhagslegum ástæðum. Sendi- ráð Bandaríkjanna í Madrid mun ætla að freista þess að aðstoða fjöl- skylduna eftir föngum. Að sögn Róberts er næsta skref í málinu að biðja spænsk yfirvöld um tímabundin ferðaskjöl fyrir Ást- þór og Moniku þannig að þau geti komið til íslands og dvalist hjá móður sinni sem má ekki stíga fæti á spænska grund næstu fimm árin eins og áður hefur komið fram. -GAR íslandspóstur er með ráðagerðir um að breyta rekstri póststöðva á Klaustri og í Vík. Hefur fyrirtækið leitað til KÁ um samstarf í rekstri póststöðva á þessum stöðum. „Við fórum austur til að upplýsa starfsmenn okkar um fyrirhugað samstarf þannig að þeir heyrðu um það frá okkur en ekki einhverjum öðrum. Þetta er í raun á byrjunar- reit en viðræður eru hafnar við KÁ um að skoða hvort það sé mögulegt að þessi tvö fyrirtæki geti verið með samstarf um rekstur póstafgreiðslu á þessum stöðum," sagði Hörður Jónsson, forstöðumaður póststöðva hjá íslandspósti, við DV í gær. Það sem um er að ræða er að af- greiðslur íslandspósts færist af þeim stöðum sem þær eru í dag í gömlu símstöðvarhúsunum í sölu- skála KÁ í Víkurskála í Vík og í Skaftárskála á Klaustri. Þessum breytingum munu einnig fylgja breytingar á mannahaldi en í Vík eru fjögur stöðugildi og þrjú á Klaustri. Hörður segir tilgang samstarfs að reyna að ná fram spamaði og hag- ræðingu í rekstri fyrirtækisins. „Ef af þessu verður þá mun þetta hafa í fór með sér einhverja breytingu 1 mannahaldi til fækkunar. Það væri ekki sanngjamt af mér að segja neitt annað. Við erum ekki að flytja út úr okkar húsnæði til að spara í fasteignum heldur til að ná ákveð- inni samfellu. Þar sem menn fara í sama hús næst betri samnýting starfsfólks í leiðinni," sagði Hörð- ur. íslandspóstur hefur farið í sam- starf um reksturinn í Staöarskála, Reykjahlíð og á Laugum við spari- sjóði og rekstraraðila í Staðarskála. Hörður sagði að víðar yrðu skoðað- ir möguleikar með svona samstarf í huga. „Við erum að leita leiða til að ná tökum á okkar rekstri og skoðum einstaka staði í þeim efnum en þó með það að leiðarljósi að reyna að tryggja íbúum þessara staða sam- bærilega þjónustu og er í dag.“ -NH Unuhús fæst fyrir tæpar 20 nnillj- ónir króna. Unuhús til sölu Unuhús, hið sögufræga timb- urshús frá 1986 að Garðastræti 15, er til sölu og er verðið 19,9 millj- ónir króna. Núverandi eigandi hefur tekið húsið í gegn og eru t.d. allar lagnir nýjar, gluggar og gólfefni nýlegt og húsið er nýlega klætt að utan. Unuhús er 194 fer- metrar „og segir sagan aö þar hafi þjóðkunnir íslendingar sofið úr sér áfengisvímu í gegnum árin“, segir í auglýsingu fast- eignasölunnar. Þess má geta að í kjallara hússins er baðherbergi með hlöðnum potti og gufubaði. -GAR ========== i /á'Sí/ö(jfiufN í c/a/j- Dúndursala! f dag og næstu daga rýmum við fyrir nýjum vörum. 1 usgögn Sæfarhrauní 12 Hf. • Símí 565 1234 Opiö vírka daga 10-18, iaug. 10-18 =

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.