Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Side 15
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 15 Makalaust rekstrarleyfi „Ríkisvaldið sór semsé af sér ábyrgð á eigin lögum, sem mun vera eins- dæmi í heiminum." - Frá undirritun rekstrarleyfis fyrir miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra var að vanda undirleit og skælbrosandi á dögun- um, þegar hún undirrit- aði rekstrarleyfi fyrir miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og gekk þarmeð á bak þeirra orða sinna, að leyfið yrði ekki veitt fyrren niðurstöður frá EES lægju fyrir. Svikin loforð eru eng- in nýlunda í stjórnar- herbúðunum, en það einstæða við leyflsveit- inguna var sá makalausi fyrirvari, að Islensk erfðagreining væri bóta- skyld ef lögin reyndust vera ólög! Ríkisvaldið sór semsé af sér ábyrgð á eigin lögum, sem mun vera einsdæmi i heiminum. Blekkingar á blekkingar ofan Til skamms tíma var lögð á það áhersla, að upplýsingar í nefndum gagnagrunni yrðu ekki persónu- greinanlegar, og hafa bæði Morg- unblaðið og Ríkisútvarpið haldið því á loft, en nú hefur komið uppúr dúmum, að ekkert verður dulkóð- að nema kennitöl- urnar, þannig að leikur einn verður að persónugreina þá sem látið hafa ginna sig til að taka þátt í skollaleik Kára Stef- ánssonar. Sú staðhæflng Jó- hannesar Gunnars- sonar læknafor- stjóra, að jafnvel leyniþjónustur stór- veldanna fengju ekki persónugreint upplýsingar í grunninum, er ekki bara glæfraleg, held- ur beinlínis glæp- samleg, meðþvi hér eru til umfjöllunar viðkvæmustu og persónulegustu einkamál sérhvers einstaklings. Annað gáfnaljón, Jóhann Hjartar- son lögfræðingur, lét hafa eftir sér, að hér væri ekki um að ræða per- sónur, heldur einungis „stök“! En jafnvel þó ekki væri hægt að persónugreina upplýsingamar, er gagnagrunnurinn byggður á ákaf- lega ótraustum heimildum, með- þvi viðurkennt er meðal lækna að sjúkraskýrslum sé ekki fortaks- laust treystandi, þareð 40-50% þeirra reynist brigðular þegar öU kurl koma til grafar, til dæmis við krufningu. Sjúkdómsgreining er flókið mál og ekki nema eðlilegt að mönnum skjátlist, enda eru læknar ekki síð- ur mannlegir en aðrir Adams niðj- ar. Þarvið bætist að álitlegur hluti Islendinga hefur öldum saman ver- ið rangfeðraður, sumir segja 25%. Allt bendir þetta sterklega til þess, að aðdragandi og uppbygging gagnagrunnsins verði, þegar fram líða stundir, kjörið efni fyrir leik- hús fáránleikans. Ábyrgö lækna og foreldra Haft er fyrir satt að rifur helm- ingur læknastéttarinnar sé andvíg- ur’ gagnagrunninum og rekstrar- leyfinu. Læknum er sá vandi á höndum að hlýðnast lögum, sem eru siðlaus og að líkindum ólögleg samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, eða virða trúnaðinn við eiðstaf sinn og sjúklinga. Ekki trúi ég öðru en ábyrgðin við sjúklingana verði öðrum hagsmunum yfirsterkari. Það er ennfremur i hrópandi mótsögn við öll mannúðarsjónar- mið, að upplýsingar um framliðna og þá meðal lifenda, sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér sökum hrörnunar eða sjúkleika, skuli sjálfkrafa fara inní gagnagrunninn. Og vissulega er þung ábyrgð lögð á herðar foreldrum þegar þeim er gert að ákveða, hvort upplýsingar um börn þeirra skuli fara inní gagnagrunninn - upplýsingar sem verða um aldur og ævi óafturkræf- ar, hvað sem bömin kunna að vilja þegar þau fullorðnast. Sú ábyrgð verður ekki öxluð með öðru móti en því að segja alla ófullveðja ein- staklinga úr gagnagrunninum og láta þá sjálfa um að taka ákvörðun í fylling tímans. Annað væri sið- leysi. Sigurður A. Magnússon Kjalfarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Það er ennfremur í hrópandi mót- sögn við öll mannúðarsjónarmið, að upplýsingar um framliðna ogþá meðal lifenda, sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér sökum hrörn- unar eða sjúkleika, skuli sjálf- krafa fara innígagnagrunninn.u Ný námsleið á fram- haldsskólastigi í framhaldi af fundi menntamála- ráðherra með nemendum og kenn- urum Vélskóla íslands nú í janúar gaf menntamálaráðherra út þá yflr- lýsingu að hann myndi á grundvelli nýrra laga um framhaldsskóla beita sér fyrir því að Vélskóla íslands yrði heimUað að útskrifa stúdenta að afloknu hliðstæðu námsefni eða ígildi þess sem krafist er til stúd- entsprófs í menntaskóla. Á háskólastigi Samkvæmt nýju lögunum er m.a. gert ráð fyrir að nám til stúd- entsprófs taki um 3 námsár í stað fjögurra eins og kerfið er í dag. En sá sem lýkur. öllum stigum vél- stjóranáms í dag hefur að baki um 210 námseiningar' sem er um 70 námseiningum meira en krafist er til stúdentsprófs. Þess vegna er vél- stjóranámið lengsta nám sem boðið er upp á hér-á landi á framhalds- skólastigi en leitað hefur verið eft- ir því að hluti þess fari á háskóla- stig líkt og í næsta nágrenni. UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, skilgreinir háskólastig þannig að allt formlegt og fullt fræðslustarf sem fylgir að loknum 12 fyrri fullum námsárum sé á háskólastigi, háskólanám; samkvæmt því ættu því síðustu rúm 3 námsár Vélskólans að vera á háskólastigi eða sem nemur um 120 námseiningum. Helstu kostirnir En hverju breytir það fyrir Vél- skóla íslands og nemendur á fram- haldsskólastigi þegar skólinn hefur fengið heimild til þess að útskrifa stúdenta? Fyrir nemendur sem ekki eru alveg búnir að gera það upp við sig hvað þeir ætla að leggja fyrir sig í framtíð- inni, en stefna engu að síður á háskóanám, opn- ast nú nýr mögu- leiki með þvi að sækja nám í Vél- skóla íslands og ljúka þaðan stúd- entsprófi. Helstu kostirnir við þessa náms- leið eru þeir að jafnhliða því að ljúka prófi sem veitir rétt til háskólanáms er nem- andinn að ljúka vélstjómarnámi sem veitir, að loknum siglingatíma, réttindi til vélstjórnar til sjós ásamt viðtækum starfsmögu- leikum i landi. Við getum tekið dæmi af ungum tæknisinnuðum nemanda sem langar í framhaldsnám, t.d. verk- fræði, en óar við kostnaði og námstíma. Nú getur hann hafið nám í Vélskóla íslands, lokið þaðan stúdentsprófi á svipuðum tíma og félag- arnir í hinum hefð- bundnu menntaskólum; til viðbótar við stúdents- próflð hefur hann lokið a.m.k. 3. stigi vélstjóra- náms sem veitir honum aðgang að vel launuðum störfum til sjós yfir sumartímann þannig að hann hefur mun meiri möguleika til þess að afla sér tekna á meðan á námi stendur en ef hann stæði uppi með stúdentspróflð eitt og sér. Fjölgun nemenda Til viðbótar veita vélstjórastörf- in til sjós eða lands verulega starfs- reynslu sem kemur til með að nýt- ast vel kjósi hann t.d. að ljúka námi í skipa-, véla- eða rafmagns- verkfræði. Þannig býður þessi breyting, sem menntamálaráðherra greindi frá á dögunum, upp á fjölmarga nýja kosti i menntunarmálum fyr- ir þá nemendur sem kjósa að sinna öðrum störf- um í íslensku at- vinnulífi en að flokka pappír eða selja og kaupa hlutabréf. Fyrir vélstjórn- arnámið og Vél- skóla íslands mun þessi breyting hafa í för með sér verulega Qölgun nemenda sem eitt og sér hlýtur að krefjast þess af fjárveitingarvald- inu að lagðir verði meiri fjár- munir í húsnæði Vélskólans sem er vægast sagt frekar dapurt um þessar mundir. Að mínu mati þarf að skipta um allar innréttingar ásamt því að skapa kennurum skólans viðeig- andi vinnuaðstöðu en hún er nú af skornum skammti. Að þessu viðbættu þarf að end- urnýja glugga og þak en það verk er þegar hafið. Þegar tillaga menntamálaráðherra verður kom- in i höfn og búið verður að endur- nýja húsið þá komum við til með að vera með verkmenntaskóla sem slegist verður um að hefja nám í. Hafi menntamálaráðherra þökk fyrir framsýnina Helgi Laxdal „Þannig býður þessi breyting, sem menntamálaráðherra greindi frá á dögunum, upp á fjölmarga nýja kosti í menntunarmálum fyrir þá nemendur sem kjósa að sinna öðrum störfum i íslensku atvinnu- lífi en að flokka pappír eða selja og kaupa hlutabréf.“ Kjallarinn Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands Með og á móti Hvernig á uppbygging landsliðsins í handknatt leik aö fara fram? íslenska landsliöið í handknatt- leik hefur verið í brennidepli eftir þátttöku þess á Evrópumótinu í Króatíu. Sitt sýnist hverjum með hvaða hætti á aö byggja sterkt landslið upp og koma því til vegs og virðingar á nýjan leik. Mikil vinna er fram undan og Ijóst að þeir sem koma nálægt þeirri uppbyggingu eiga ærinn starfa fyrir höndum. Adolf Ingi Erlends- son, íþróttafrétta- maður á RÚV. Ekki mála skrattann á vegginn „I fyrsta lagi flnnst mér að menn megi ekki mála skrattann á vegg- inn heldur meta hlutina af sann- girni. Vissu- lega var árang- ur liðsins í Króatíu ekki eins og vonir stóðu til og það lék flesta leikina illa. Samt sem áður er að mínu mati ekkert svartnætti fram undan. Ef Þorbjörn verður áfram með liðið þarf hann að mínu mati að finna leið- toga þess sem allra fyrst, ein- hvern sem getur tekið af skarið og stjómað hópnum eins og Geir og Július hafa gert undanfarin ár. Þessu næst þarf að gefa ung- um strákum tækifæri til að sanna sig og ná í reynslu, leik- mönnum eins og Ragnari Ósk- arssyni, Guðjóni Val Sigurös- syni, sem stóö sig vel á EM, og fleiri ungiuu mönnum. Ljóst er að nokkrir þeirra sem vom í Króatíu eru búnir með sín tæki- færi. En fyrst og fremst þarf forysta HSÍ að skapa þjálfaranum og lið- inu aðstöðu til að standa undir þeim miklu kröfum sem til þeirra eru gerðar. Það var ekki gert með undirbúningnum fyrir keppnina í Króatíu." Alla mótun hefur skort „I fljótu bragði verður það mjög erfitt en ljóst er að menn verða að setjast niður og skoða það sem aflaga hef- ur farið á síð- ustu árum. Vandinn, sem upp er kom- inn, var ekki að koma upp í gær þvi ég held að hægt að Sé að fara Gu&jón Guómunds- allar götur aft- son- 'Þróttafrótta- . maöur á Stöö 2. ur til arsms 1992. Á árun- um 1983 til 1992 fengu ungir leikmenn tækifæri og undirbúningur all- ur var mun markvissari en núna. Unglingastarfið hefur verið lát- ið sitja á hakanum og nú er ver- ið að súpa seyðið af þvl. Fyrir vikið em leikmenn ekki á tak- teinum til að fylla upp í skörð- in. í hreyfingunni sjálfri er hver höndin upp á móti annarri og alla stefnumótun hefur skort. Mér finnst að innan stjómar HSÍ viti ekki margir um hvað handboltinn snýst en það hlýt- ur að vera lágmarkskrafa að menn þar á bæ hafi einhvern skilning á íþróttinni. í mínum huga er vandamálið margþætt og á því verður að taka."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.