Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ofgamenn að kjötkötlunum Ógeðfelldir öfgamenn hafa komist að kjötkötlunum í Austurríki með lýðræðislegum hætti. Síðastliðinn föstu- dag tók samsteypustjórn Þjóðarflokksins og hins öfga- fulla Frelsisflokks Jörgs Haiders við völdum. Viðbrögð- in hafa ekki látið á sér standa. Evrópusambandið hefur boðað refsiaðgerðir og pólitíska einangrun Austmríkis. ísrael hefur kallað sendiherra sinn heim og bandarísk stjórnvöld ætla að gera slíkt hið sama tímabundið, til skrafs og ráðagerða eins og það er kallað. Með hliðsjón af sögu Austurríkis og pólitískum yfir- lýsingum og stefnu Jörgs Haiders eru viðbrögð þjóða heims að nokkru skiljanleg en með öllu óskynsamleg. Jörg Haider og Frelsisflokkin’ hans hafa náð fótfestu í austurrískum stjórnmálum vegna þreytu landsmanna á pólitískri spillingu og landlægu atvinnuleysi. Yfirlýsing- ar Haiders, sem í besta falli hafa verið vafasamar, um nasista og Hitler hafa vakið upp gamla drauga í Evrópu. Þjóðernisstefna Frelsisflokksins og andúð hans á útlend- ingum benda lítt til þess að þar fari stjómmálaflokkur sem er annt um lýðræði og almenn mannréttindi. Að þessu leyti eru viðbrögð Evrópusambandsins skiljanleg. Um það verður hins vegar ekki deilt að Austurríki er lýðræðisríki með sama hætti og önnur lönd Evrópusam- bandsins. Nokkurs konar helmingaskiptakerfi tveggja helstu stjómmálaflokkanna síðustu áratugi, sem leitt hefur af sér spillingu og myndað jarðveg fyrir öfgamenn Frelsisflokksins, breyta þessari staðreynd ekki. Að þessu leyti eiga ríki Evrópusambandsins eða önnur ríki engan rétt á að blanda sér í innanríkismál Austurríkis- manna, enda hefur komið í ljós að slík íhlutun er í besta falli vafasöm og virkar sem vatn á myllu öfgamanna. Leiðtogar Evrópuríkjanna ættu fremur að huga að því að jarðvegur fái ekki að myndast í heimagarði þeirra fyrir stjómmálamenn eins og Jörg Haider. Pólitísk spill- ing og efnahagslegar þrengingar eru gróðrarstía öfga- fullra stjómmálaskoðana, hvort heldur þær em kennd- ar við kommúnisma eða fasisma. Verst er þó að viðbrögð Vesturlanda við nýrri ríkis- stjórn Austurríkis sýna enn á ný þann tvískinnung sem viðgengst í samskiptum þeirra við önnur lönd. Á sama tíma og Evrópusambandið reynir að beita þrýstingi og blandar sér í fyrsta skipti beint í innanríkismál aðilar- ríkis hafa forráðamenn þess geð í sér til að sitja ár eftir ár aðgerðalausir gagnvart raunverulegum ofbeldis- stjórnum sem stjórna með harðri hendi einræðis og kúg- unar. Hvorki Bandaríkin né Evrópusambandið hafa haft kjark undanfarin ár til að standa gegn kúgunarstjórnum heimsins þegar viðskiptahagsmunir eru í húfi. Þannig eru mannréttindabrot í Kína látin viðgangast og sú eina afsökun gefin að harðstjórnin í Peking sé með merkilega viðleitni til að bæta orðstír sinn í mannréttindamálum!! Staðreyndin er sú að ríkisstjórnir Vesturlanda taka við- skiptahagsmuni fram yfir mannréttindi. Kína er mikil- vægur markaður fyrir vestræn fyrirtæki og þess vegna snúa stjórnmálamenn blinda auganu að ofbeldi Peking- stjórnarinnar sem svívirðir öll helgustu réttindi einstak- lingsins til orðs og æðis. Það leggst yfirleitt lítið fyrir Vesturlönd þegar kemur að peningum. Vert er að hafa þetta í huga þegar lagður er dómur á íhlutun Evrópusambandsins í málefni Aust- urríkis þar sem nú situr ríkisstjórn sem þrátt fyrir allt hefur meirihluta kjósenda á bak við sig. Óli Bjöm Kárason „Öfgafull sameining stórmarkaöa hefði tæpast veriö brautryöjandanum, Pálma Jónssyni í Hagkaupi, aö skapi," segir m.a. í grein Jónasar. I ölduróti aldamóta Tuttugustu aldarinn- ar er nú minnst sem mesta framfaraskeiös mannkynssögunnar en einnig sem tímabils mestu hremminga og ofbeldis, volæðis og styrjalda. Að baki hins versta voru öfgafull stjórnmál, valdagræðgi og sjálfsdýrkun. Lýs- ingar rúmenska skáldsins Ionesco á al- ræði í leikverkinu Nas- hyrningarnir eru ógleymanlegar; það fjallar um hvemig óð hjörðin dregur til sín eða valtar yfir einstak- lingana sem siðan hrifsast með í óstöðv- andi og ógnvænlegu hlaupi nashyrninganna sem eira engu. Þýski heimspeking- urinn Nietzsche leitað- ist við að greina sið- ferði samtímans og setti fram kenningar um höfðingja- eða þrælasiðferði; hið fyrra taldi hann vera af hinu góða og þeir sem mót- uðust af því réðu sjálfir sínum örlögum, gagn- stætt hinu seinna. Kjallarinn Jónas Bjarnason eölisfræöingur Ótrúlegan sannfær- ingarmátt hefur þurft til að fá efnaða útlendinga til að setja peninga i hug- myndir á íslandi á þeim tíma. Sumar þeirra væru tví- mælalaust góðir kostir í dag ef ekki kæmu til verndun- arsjónarmið um- hverfis. Krossgötur Núverandi alda- mót einkennast einnig af þverstæð- um eða nokkurs konar geðhvarfa- I ökkla eöa eyra Skömmu eftir síð- ustu aldamót mátti greina skarpar andstæður í islensku þjóðlífl. Al- menningur lifði við fátækt og ves- aldóm á yfirborðinu, en heldri menn bjuggu stórmannlega á danska vísu. Austurríski heim- spekingurinn Wittgenstein var hér á ferð ásamt vini sínum og ferðuðust þeir á hestum um Suð- urland. Flest virtist mjög aumt og vesælt, en þó komu sumir landar honum á óvart um sumt. Um það leyti voru einnig til íslenskir menn á heimsvísu eins og Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. „Hvað veldur því að einn af stærstu kvótakóngum landsins, með hendurnar á kafí í gullkistu þjóðarinnar, telur við hæfí að beinlínis hóta alþjóð í sjónvarpi? Hann lýsti því yfír að hann hefði aðgang að sjö skipum erlendis sem væru reiðubúin til að taka þátt í veiðikapphlaupi ef Vatneyr- ardómurinn svokallaði verður staðfestur.“ sýki i athöfnum manna og viðhorf- um. Það er eins og mörg alvarleg- ustu siðferðisvandamál þjóðarinn- ar hafi nú hrannast upp og bíði úr- lausnar. Einstaklingar skiptast upp í hópa sem herbúast og kast- ast í „bak eða stjór“, á milli þý- lyndis og þjösnaskapar. Stórtækur og vel menntaður læknir fær þá hugmynd að efnagreina og skrá erfðaeiginleika allra íslendinga. Svo stórlyndar hugmyndir höfðu ekki komið upp áður; viðkvæm- ustu siðferðismál fólks virðast í uppnámi á sölutorgi. Þótt dulkóðun sé beitt eru marg- ar leiðir til að brjóta hana með samkeyrslu við aðrar upplýsingar með tölvum. Þótt pólitíska hliðin á málinu sé nú greiðfær er glíman rétt að byrja milli riddarans hug- prúða og læknastéttarinnar sem vantreystir honum. Stórfiskaleikur Gjafakvótakerfið í sjávarútvegi hefur leitt til þess að einstaklingar hafa getað tekið marga milljarða út úr sjávarútvegi og notað þá í trylltu kapphlaupi við aðra millj- arðahafa um eignarhald í verslun og öðrum fyrirtækjum. Það er sem ný tegund af risaeðlum hafi orðið til á íslandi í umhverfi sem var fá- breytt og hrjóstrugt en þó með 1 góðum sjávarauðlindum. Öfgarnar sem kviknað hafa eru einstæðar á Islandi í póli- tísku umhverfi þar sem margir þýlyndir flaðra upp um hina nýju höfðingja sem þó eru frá- leitt af þeirri gerð sem Nietzsche greindi. Hvað veldur því að einn af stærstu kvóta- kóngum landsins, með hend- umar á kafi í gullkistu þjóðar- innar, telur við hæfi að bein- línis hóta alþjóð í sjónvarpi? Hann lýsti því yfir að hann hefði aðgang að sjö skipum er- lendis sem væru reiðubúin til að taka þátt í veiðikapphlaupi ef Vatneyrardómurinn svokall- aði verður staðfestur. Öfgafull sameining stórmarkaða hefði tæpast verið brautryðjandan- um, Pálma Jónssyni í Hagkaupi, að skapi. Sú hugmynd að koma versl- un með helstu nauðsynjar aimenn- ings í það horf, að draga megi millj- arða út úr henni og nota í háhyrn- inga- eða nashyrningaslag, er frá- leit og i meira lagi vafasöm. Þótt reynt sé að skýra umræddar auðs- uppsprettur með hagræðingu á markaði einni saman er þar fleira á ferðinni sem jafnvel einlægir markaðssinnar geta greint. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Varist í síöasta víginu „Kvótakerfið í sinni núverandi mynd er búið að vera við lýði um árabil... Við þessar aðstæður er lítið vit i því fyrir þá sem hingað til hafa varið þetta kerfi í óbreyttri mynd að halda þeirri baráttu áfram. Menn geta að vísu búið um sig í síðasta víginu og haldið út töluvert lengi en að því kemur að vígið fellur... Stjórn- málamennirnir sem hingað til hafa varið þetta kerfi eiga að hafa hugrekki til að snúa við blaöinu og ganga rösklega tO verks og breyta því. Þeir hafa hver á fæt- ur öðrum lýst því yfir að þegar þeir stóðu að þessari lagasetningu á sínum tíma hafi þá ekki órað fyrir af- leiðingum hennar. Umrótið í samfélagi okkar er slíkt um þessar mundir að ekki verður lengur við unað.“ Úr forystugrein Mbl. 4. febrúar. Ef ASÍ beitti sér... „Það er kunnara en frá þurfi að segja að almennir launþegar hér á landi búa við lakari kjör en samsvar- andi stéttir í þeim löndum sem réttlætanlegt þykir að miða okkur við... Nú er ASÍ-forystan að hefja mikla samningalotu og byrjar á þeim enda sem hún aldrei á að snerta. Farið er að semja við ríkisstjórnina um al- menn skattalög... Ef ASÍ beitti sér að sérhagsmunum félagsmanna gæti verið að kjör þeirra væru betri en raun ber vitni. Það gæti líka verið að velferðin væri viðunandi ef stjórnmálafólk félagshyggjunnar þekkti sinn vitjunartíma og hlutverk.“ Oddur Olafsson í Degi 4. febrúar. Sönghópur að norðan „Ef eitthvað er til á íslandi sem er jafn yfirþyrm- andi norrænt og „Barnahús" hlýtur það að vera „Sam- fylkingin". Um bæði þessi fyrirbrigði gildir að karl- menn geta tæpast tekið sér þessi orð í munn án þess að bera gleraugu, vera hálfsköllóttir, skeggjaðir og með háskólapróf í félagsvísindum... Raunar minnir nafnið „Samfylkingin" miklu fremur á sönghóp ein- hvers staðar að norðan, settan saman af nokkrum hjónum á miðjum aldri sem vita ekkert skemmtilegra en að gleðja sveitunga sína með íslenskum gamanvís- um og þjóðlegri kerskni... Hér skal hins vegar lagt til að samtökunum verði gefið nafn sem staðið hefur af sér aliar pólitískar hræringar, vísar til samstöðu og uppfyllir einnig þá kröfu að vera jafn mörg atkvæði og „Framsóknarflokkurinn" og „Sjáifstæðisflokkurinn“ - „Alþýðuflokkurinn". Sverrir Ásgeirsson í Mbl. 4. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.