Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 Afmæli Karen Elizabeth Arason Karen Elizabeth Arason kennari, til heimilis að Klöpp í Sandgeröi, er fimmtug í dag. Starfsferill Karen fæddist í Westfield, Massachusetts, í Bandaríkjunum, og ólst upp í Massachusetts, Seattle, Flórída, og Norður-Karólínu. Karen gekk í ýmsa grunnskóla í Bandaríkjunum og útskrifaðist 1968 með gagnfræðapróf frá Mount Pis- gah Academy, Asheville, Norður- Karólínu. Eftir eins árs nám við Southern Missionary College (nú Southern University) lá leiðin til Newbold College í Englandi þar sem hún nam ensku og trúfræði í þrjú ár en útskrifaðist svo með BA-próf í ensku og trú- fræði 1990 og MA-próf í uppeldisfræði 1991 frá Newbold College og Andrews University, Michigan, Bandaríkjun- um. Karen hefur kennt við Hlíðardalsskóla, Gerða- skóla og við Grunnskól- ann i Sandgerði en kenn- ir nú ensku við Fjöl- brautaskóla Suðumesja. Karen og eiginmaður hennar hafa búið í Englandi, Bandaríkjunum, Vestmannaeyjum, Ölfusi, Garði og Sandgerði. Fjölskylda Karen giftist 18.6. 1972 Einari Valgeir Arasyni, f. 2.3. 1950, skólastjóra við Gerðaskóla i Garði. Hann er sonur Ara Einarssonar frá Klöpp í Sandgerði, sem er látinn, og Eddu Larsen sem búsett er í Reykjavík. Börn Karenar og Einars eru Einar Karl Einars- son, f. 9.3, 1975, nemi í Kalifomíu, kvæntur Kristrúnu Friðriksdóttur Hjartar, nema; Karólína Einarsdóttir, f. 10.12. 1977, skrifstofumaður í Reykjavík, en unnusti hennar er Jón Óskar Sæmundsson flugmaður; Ómar Þór Einarsson, f. 3.7. 1979, verslunarmaður í Kaupmannahöfn, en unnusta hans er Ragna Laufey Þórðardóttir nemi. Systkini Karenar eru Herbert M. Pomfrey, háskólakennari í Bam- ardsville í Norður-Karólínu í Bandarikjunum; Patrick L. Pom- frey, sálfræðingur í Ohio í Banda- ríkjunum. Foreldrar Karenar; Herbert Pomfrey, fyrrv. verslunarmaður, búsettur í Ásheviile í Norður-Kar- ólínu, og Dorothy Kibbe Pomfrey, fyrrv. hjúkrunarfræðingur. Karen Elizabeth Arason. Fréttir Þrjótar óvelkomnir til Akraness DV, Akranesi: Akraneskaupstaður ætlar að sjá . til þess að engar skemmdir verða unnar á stofnunum bæjarins eða að innbrjótsþjófar komist inn í þær en samningar hafa verið gerðir milli Öryggisþjónustu Vesturlands ehf. og Akraneskaupstaðar um nætureft- irlit á stofnunum bæjarins. Öryggisþjónusta Vesturlands ehf. er fyrirtæki sem hefur verið að hasla sér völl á Vesturlandi og boð- ið fyrirtækjum og stofnunum upp á nætureftirlit. Akraneskaupstaður hefur samið við Öryggisþjónustuna til eins árs til að byrja með þar sem ákveðið er að annast ákveðið eftirlit að nóttu til við grunnskólana, leik- skólana, bókasafnið, íþróttamann- virkin, slökkvistöðina og í Garða- lundi. Aö auki er gert ráð fyrir vökt- un Akraneshafnar og gerður verður samningur við Akranesveitu. Gerðir hafa verið samningar við 55 fyrirtæki á svæðinu, 23 fyrirtæki á Akranesi og 32 fyrirtæki í Borgar- nesi. Á liðnum árum hafa stofnanir bæjarins sem betur fer sloppið bæri- lega við skemmdarverk og innbrot en öðru hvoru verður bærinn fyrir tjóni af þessum vöidum. „Menn hugðu sumir gott til glóð- arinnar á suðursvæðinu þegar göngin voru opnuð, töldu að það yrði stutt að fara í ólögmætum er- indagjörðum en sem betur fer átt- uðu menn sig á því að sú gæsla sem er i göngunum stoppar það nánast alveg. Ef menn létu sér detta í hug að fara norður fyrir þá treysti ég því að Öryggisþjónustan sjái fyrir því en því er ekki að neita í þessari nálægð þá dettur mönnum ýmislegt í hug,“ sagði Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, við DV. -DVÓ Arinbjörn Kúld, framkvæmdastjóri Öryggisþjónustu Vesturlands ehf., og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. DV-mynd Daníel Á hundasleðum um Hellisheiði Þeir voru stilltir og létu fara vel um sig í snjónum, grænlensku sleðahundamir hjá honum Dennis Pedersen við Skíðaskálann í Hvera- dölum. Dennis býður ferðir á hundasleðum um Hellisheiði, allt frá einum klukkutíma upp í þriggja tíma ferðir. Það vekur athygli margra að sjá hundahjörð með sleða í eftirdragi þeysa um Hellisheiðina. Að sögn Dennis eru ferðimar alltaf að verða vinsælli og fólk sækir í þær til að upplifa landið á nýstár- legan hátt. -NH Dennis Pedersen með sleðahundana sína á Hellisheiði. DV-mynd Njörður Helgason ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ gfóre gviðiQ kl. 2Q:0Q GULLNA HLIÐIÐ Eftir Davíö Stefánsson 12. sýn. miö. 9/2, örfá sæti laus, fim. 10/2, uppselt, lau. 19/2, uppselt, fös. 25/2, uppselt. ABEL SNORKO BÝR EINN Eftir Bertolt Brecht Fös. 11/2, uppselt, þri. 22/2, nokkur sæti laus. Takmarkaöur sýningarfjöldi. KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS Eftir Bertolt Brecht Lau. 12/2, miö. 16/2. Takmarkaöur sýningarfjöldi. GLANNI GLÆPUR I LATABÆ Eftir Magnús Scheving og Sigurö Sigurjónsson Sun. 13/2 kl. 14, uppselt, kl. 17, uppselt, sun. 20/2 kl. 14, uppselt, og kl. 17, örfá sæti laus, sun. 27/2 kl. 14, örfá sæti laus, sun. 5/3 kl. 14, uppselt, kl. 17, nokkur sæti laus, sun. 12/3 kl. 14, nokkur sæti laus. Smiðaverkstseðlð kl, 3P;3Q VÉR MORÐINGJAR Eftir Guömund Kamban Fim. 10/2, laus sæti, fös. 11/2, uppselt, fös. 18/2. UstekiúbbMr leikhússklallarans Mán. 7/2, kl. 20:30 „Þar sem ég sit og sé" Pólsk nútímaljóð. Flytjendur Hjalti Rögnvaldsson, Kristbjörg Kjeld, Halla Margrét Jóhannsdóttir og Stanislav Jan Bartoszek. Enn fremur leika Anna Guöný Guömundsdóttir og Siguröur Ingvi Snorrason stutt, pólsk nutímaverk. Umsjón meö dagskránni hefur Hjalti Rögnvaldsson. Miöasalan er opin mán.-þri. kl. 13-18, mið.-sun. kl. 13-20. Slmapantanir frá kl. 10 virka daga. S: 551-1200 thorey@theatre.is Blaðbera vantar í eftirtaldar götur: Austurbrún Njálsgötu Norðurbrún Grettisgötu Áhugasamir hafi samband við afgreiðslu blaðsins í síma 550 5777. Myndabrengl Myndabrengl urðu í blaðinu í hafnamanni í Nuuk. Hér birtist hin gær. Með viðtali við Jens Engeltoft, rétta mynd af Engeltoft. Beðist er fiskifræðingi í Nuuk, birtist mynd velviröingar á mistökunum. af Einari Garðari Hjaltasyni, at- DV Tll hamingju með afmælið 7. febrúar 80 ára Guörún Soföa Hansen, Fellsenda, dvalarh. Búðardal. 75 ára Helga Guðvarðsdóttir, Þórunnarstræti 112, Akureyri. Helga Hjartardóttir, Blikahólum 8, Reykjavík. 70 ára______________________ Helga ívarsdóttir, Svarthömrum 34, Reykjavík. Lárus Jónsson, Selsstöðum, Seyðisfirði. Sigurður H. Guðmundsson, Heiðargarði 16, Keflavik. Sigurður Hjartarson, Staðarbakka, Stykkishólmi. 60 ára Elsa Bjarnadóttir, Gullsmára 9, Kópavogi. Jóhann Kristjánsson, 'Blómvangi 7, Hafnarfirði. Sigríður Sverrisdóttir, Aðalstræti 20, ísafirði. 50 ára Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Akurgerði la, Akureyri. Ámi Siemsen, Orrahólum 5, Reykjavík. Ásgerður Pálsdóttir, Mávahlíð 20, Reykjavik. Brynjólfur Snorrason, Mið-Samtúni, Akureyri. Gísli Árni Atlason, Skólavörðustíg 27, Reykjavik. Guðmundur Guðlaugsson, Stóragerði 12, Vestmannaeyjum. Halldóra Magnúsdóttir, Seljalandsvegi 16, ísafirði. Helga Thorlacius, Amarsíðu 4b, Akureyri. Katrín Samúelsdóttir, Pulu, Rangárvallasýslu. Marta Markúsdóttir, Kothúsum 2, Garði. Theódór Hallsson, Þrúðvangi 1, Hafnarfirði. 40 ára______________________ Ásdís Guðjónsdóttir, Fagrahjalla 15, Kópavogi. Bryndís B. Sigurjónsdóttir, Engihjalla 17, Kópavogi. Brynjólfur Eiríksson, Hólabergi 38, Reykjavík. Elfar Ólafsson, Stóru-Sandvík, Árnessýslu. Hafliði Þ. Halldórsson, Vallarási 2, Reykjavík. Kristinn R. Guðmundsson, Smáragili, Brú. Róbert Magnússon, Reynigrund 17, Kópavogi. Sigríður Áslaug Pálmadóttir, Logafold 47, Reykjavík. Sigurbjörg Jónsdóttir, Vallholti 6, Ólafsvík. Siguröur Brynjar Guðmundsson, Tröllagili 1, Mosfellsbæ. Sjöfn Ragnheiður Hjarðar, Surtsstöðum, N.-Múlasýslu. Valur Þór Norðdahl, Hraunbæ 86, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.