Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Viðskipti________________________________________________________________________________________x>v Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 2.098 m.kr. Mest með hlutabréf, 1.340 rn.kr., sem er met ... Mest viðskipti með bréf Landsbankans, 795 m.kr., og lækkuðu bréfin um 7,03% ... íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hækkaði um 9,15% ...Eignarhaldsfél. Alþýðubankinn um 7,51% ... Pharmaco hf. lækkaði mest eða um 7,41% eftir miklar hækkanir ... Hagnaður íslenskra verðbréfa 49 milljónir - umsvif aukast á öllum sviðum Hagnaður íslenskra verðbréfa hf. (áður Kaupþing Norðurlands hf.) nam 49,2 milljónum króna á liðnu Hagnaður EUROPAY 110 milljónir - velta debetkorta jókst um 42% og kreditkorta um 38% Hagnaður EUROPAY íslands á ár- inu 1999 nam tæpum 110 miUjónum króna eftir skatta, samanborið við 108 milljóna króna hagnað á árinu 1998. Hreinar rekstrartekjur voru samtals um 797 miUjónir króna og hafa þær aukist um 22,8% frá fyrra ári. Þessar tölur komu fram á aðal- fimdi félagsins sem haldinn var fóstu- daginn 11. febrúar. Eigið fé félagsins nam rúmum 1.020 mUljónum króna í árslok 1999 og hækkaði mUli ára um 162 miUjónir, eða um 19%. Eiginflár- hlutfaU samkvæmt ákvæðum laga um banka- og lánastofnanir var 14,9% I árslok. Niðurstöðutölur efha- hagsreUmings í árslok 1999 námu 4.182 mUljónum króna og hafa hækk- að um 1.189 mUljónir króna, eða um tæp 40% mUli ára. Handbært fé frá rekstri jókst um 54 mUIjónir króna og nam 219 mUljónum króna í lok árs. Aukningin mUli áranna 1998 og 1999 í veltu kreditkorta undir merkjum fé- lagsins var rúm 38% en tæp 42% í veltu debetkorta. ári. Þetta er mun betri afkoma en á árinu á undan þegar hagnaöurinn var 2 milljónir króna. Aukning varð á öllum sviðum starfseminnar en félagið er eina lög- gilta verðbréfafyrirtækið með höf- uðstöðvar utan höfuðborgarsvæðis- ins. Starfsfólki hélt áfram að fjölga og voru starfsmenn 16 í árslok. Heildartekjur félagsins námu 282.6 milljónum króna og jukust um 152% miðað við fyrra ár. Að frá- degnum fjármagnsgjöldum og reikn- uðum gjöldum vegna verðlagsbreyt- inga, námu hreinar rekstrartekjur 185.7 milljónum króna en voru 69,7 milljónir króna árið 1998. Rekstrar- gjöld hækkuðu úr 65,5 í 114,7 millj- ónir króna. Að teknu tilliti til tekju- og eignarskatts nam hagnaður árs- ins síðan 49,2 milljónum króna. Eignir félagsins í árslok námu samtals 1,7 milljörð- um króna. Eigið fé nam 189,7 milljónum króna og hækkaði úr 123,1 milljónum króna króna á milli ára. Eiginfjárhlutfall reiknað út sam- kvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði nemur 11,3% og CAD-hlut- fallið var 11,73% en það má lægst vera 8,0%. Hlutafé í árs- lok 1999 nam 75,3 milljónum króna. Mjög sáttur Sævar Helgason framkvæmda- stjóri segist ekki geta verið annað en sáttur við árangur liðins árs. „Þetta var i ýmsu tilliti ár breytinga. Á árinu urðu m.a. verulegar breytingar á eignarað- ild, farið var í umfang- mikla stefnumótunar- vinnu og við tókum upp samstarf við eigna- stýringar- og sjóða- vörslufyrirtækið Áber- deen, eitt hið virtasta í heimi. Loks má nefna þá breytingu sem gerð var á nafni félagsins nú um áramótin. Mest um vert er auðvitað að starfsfólkið hefur hald- ið áfram að byggja fé- lagið upp og ávinna því traust viðskiptavina en á því trausti byggjum við tilveru okkar,“ segir Sævar. Sævar Helgason, fram- kvæmdastjóri Islenskra veröbréfa Kögun hækkað um 94% frá áramótum Bréf í hugbúnaðarfyrir- tækinu Kögun hf. sem skráð eru á Opna tilboðs- markaðinum hækkuðu um 16,5% i viðskiptum gær- dagsins. Frá áramótum hef- ur verð bréfanna hækkað um 94%. Fjármálafréttir Viðskiptastofu SPRON í morgun ijölluðu m.a. um hækkun á gengi bréfa Kög- unar. Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Kögunar Þar er bent á ýmsar ástæður sem hugsanlega hafa leitt til hækkunar á gengi félagsins. Sem kunnugt er keypti félagið á föstudag 60% í Vefmiðl- un ehf. sem rekur vefsetr- ið NetDoktor.is. Markmið- ið Kögunar með kaupun- um er meðal annars að út- víkka starfsemina inn á svið reksturs vef- og net- setra. Þá benda Fjármálafréttir á að sjálfsagt hafi fyrirhuguð skrán- ing á Aðallista VÞÍ haft jákvæð áhrif sem og frétt á Viðskiptavefn- um á Vísi.is i gærdag og í Við- skiptablaðinu í liðinni viku þess efnis að einn stærsti fjárfestinga- banki Bretlands hafi metið danska Internetfyrirtækið NetDoctor á um 50 milljarða íslenskra króna. Hagnaður Jarðborana 91 milljón króna - ágætt uppgjör en gengið lækkaði Hagnaður samstæðu Jaröborana hf. árið 1999 var 91,2 milljónir króna, samanborið við 71,0 milljón króna árið áður. Hagnaðurinn á síð- asta ári var heldur minni en sér- fræðingar höfðu spáð í Viðskipta- blaðinu í byrjun árs. Hagnaður ný- liðins árs nam um 9,6% af heildar- tekjum fyrirtækisins. Fram kemur í tilkynningu frá Jarðborunum að af- koman er í samræmi við þá áætlun félagsins. Hins vegar lækkaði gengi á bréfum félagsins nokkuð eftir að uppgjörið var birt eða um 5,2%. Heildarvelta samstæðu Jarðbor- ana nam 945,8 milljónum króna en var 652,4 milljónir árið á undan. Veltan jókst því um 45% milli ára. í tilkynningu félagsins kemur fram að erlend verkefni nema um 17% af heildarveltu Jarðborana. Rekstrar- hagnaður án fjármunatekna var 123,9 milljónir króna, samanborið við 92,5 milljónir árið á undan. HeOdareignir Jarðborana voru bókfærðar á 976,4 milljónir króna í árslok 1999 og skiptust þannig að fastafjármunir námu 713,9 milljón- um en veltufjármunir námu 262,5 milljónum. í árslok 1999 nam eigið fé félagsins 726,4 milljónum króna. Eiginijárhlutfall í lok árs 1999 var 74,4% en var 78,5% í lok árs 1998. Arðsemi eigin fjár nemur 14,8% en var 13% árið á undan. Á aðalfundi félagsins mun stjóm Jarðborana leggja til að hluthöfum verði greiddur 12% arður af hlutafé eða um 31,1 milljón króna. Gríöarleg viöskipti meö Landsbankann í gær voru alger metviðskipti á VÞÍ. í heild sinni voru við- skipti meö hlutabréf tæpar 1.200 milljónir króna. Þar af voru við- skipti með bréf Landsbankans fyrir tæpar 800 milljónir. í þess- um viðskiptum lækkaði gengi bankans um hvorki meira né minna en 9 prósent. Þetta eru langmestu hlutabréfaviðskipti sem hafa átt sér stað á einum degi, bæði í heild sinni og með einstök félög. Það vekur athygli að þessi viðskipti og þessi mikla lækkun kemur nú stuttu fyrir birtingu ársuppgjörs. Krónan styrkist íslenska krónan styrktist í gær og í fyrradag í kjölfar vaxta- hækkunar Seðlabankans á föstu- dag. Vísitalan fór úr tæplega 110 í 109,27 í litlum viðskiptum á mánudaginn, fór svo i 109,40, þar sem hún var fram yfir hádegi, en þá styrktist hún og endaði dag- inn í 108,96. Styrking dagsins nam því tæpu 1% og er líklega mesta breyting krónunnar á ein- um degi frá því gengið var fellt árið 1993. Vísitala krónunnar stendur nú í 108,4 og hefur hún því haldið áfram að styrkjast. Loönufrysting fyrir Japansmarkað Loðnufrysting er hafin fyrir Japansmarkað. Morgunfréttir F&M greindu frá þessu i gær. Þar kemur fram talið sé mögu- legt að selja um 5000 tonn til Jap- ans sem er mun minna en síð- asta ár. Má ætla að nettótekjur af þessum viðskiptum séu um 200 milljónir og skilaverð 40 krónur á kílóið. Þetta gæti gefið jákvæða en litla framlegð af starfseminni. Þar sem hráefnis- verð er lægra hér en í Noregi og stofhkostnaður við frystingu er mikill má telja að Norðmenn þurfi hærra skilaverð en íslend- ingar en Norðmenn hafa nú aukna möguleika á að frysta loðnu vegna aukins kvóta. Aukning hjá Barclays Hagnaður Barclays-bankans jókst um þriðjung á milli ára. Morgunfréttir F&M greindu frá. Ástæðan var fyrst og fremst góð afkoma af markaðsstarfsemi bankans. Mikill vöxtur neyslu jók hagnað í viðskiptabanka- starfseminni um 16% en afskrift- ir útlána jukust einnig um 26%. Barclays er með 500.000 við- skiptavini á Netinu sem setur hann í fyrsta sæti í Bretlandi en bankinn væntir að notendur verði 1 milljón í lok þessa árs. tescn Kveikjuþræðip Verslun full af nýjum vörum! Albarkar. Bensíndælur. Bensínlok. Bensínslöngur. Hjólalegur. Hosuklemmur. Kúpllngar, Kúpllngsbarkar og undlrvagnsgormar. Ralmagnsvarahlutlr. Topa vökvafleygar vlgtabúnaður. Tlmareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Þurrkublöð. i « Kveikjuhlutir varahlutir ...í miklu úrvali Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar BRÆÐURNIR BOSCH Kerti Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 § 1 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.