Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000
7
Fréttir
Iðnskólinn:
„Frímann"
skammaður
- lofar að gera þetta aldrei aftur
„Ég var ekki rekinn. Aðstoðar-
skólameistarinn skammaði mig fyr-
ir athæfið og ég lofaði að gera þetta
aldrei aftur,“ sagði Helgi Runólfs-
son, nemandi í Iðnskólanum, sem
hringdi í útvarpsstöð i ófærðinni í
fyrramorgun og tilkynnti að öll
kennsla félli niður í Iðnskólanum
vegna óveðurs. „Ég var sjálfur kom-
inn i skólann á réttum tíma en hitti
þar einhverja krakka sem sögðu
mér að það yrði engin kennsla fyrir
hádegi. Þá ætlaði ég að láta vin
minn vita svo hann þyrfti ekki að
vera að berjast í skólann en náði
ekki sambandi við hann. Þá datt
mér i huga að hringja í útvarpið ef
hann skyldi vera að hlusta," sagði
Helgi sem er á átjánda ári og stund-
ar nám í tölvufræðum í Iðnskólan-
um. Símhrihging hans varð til þess
að fáir mættu í skólann og átti það
jafnt við um nemendur sem kenn-
ara. Fyrir bragðið er Helgi nú
nefndur „Frímann" í Iðnskólanum.
Þegar Ingvar Ásmundsson skóla-
meistari var inntur eftir viðbrögð-
um skólayfirvalda vegna tilkynn-
ingar nemandans vora skilaboðin
þessi: „Umræddur maður er ekki
nemandi við þennan skóla.“
Þegar það var borið undir Helga
sjálfan, svaraði hann: „Víst er ég í
Iðnskólanum." -EIR
Misvísandi fuUyröingar vegna Ánastaöa á Mýrum:
Erum ekki að tala
um sömu hrossin
- segir Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir
Hjónin Hilmar Kristinsson og Linda Magnúsdóttir hjá Sókn gegn sjálfsvfgum. „Því miður eiga margir um sórt
aö binda og hugleiöa þaö aö svipta sig lífi“.
Sókn gegn sjálfsvígum:
Þögul hróp í þján-
ingu þagnarinnar
„Maður skyldi ætla að þeir sem
hrópuðu hæst hefðu tekið hrossin
sín og farið með þau suður til að-
hlynningar. En sumir komu þeim
fyrir annars staðar, þ. á m. á bæ þar
sem aðrir hafa þurft að sjá um fóðr-
unina því maðurinn sem þar býr er
farinn. Og enn er einn hestur þama
sem eigandinn hefur verið beðinn
um að taka en hefur ekki gert enn.“
Þetta sagði Gunnar Gauti Gunn-
arsson, héraðsdýralæknir á Hvann-
eyri, um ástand og eftirlit með
hrossum að Ánastöðum á Mýrum.
Gunnar Gauti sagði að búið væri að
útvega síld og grasköggla handa
þeim 25 hrossum sem eftir eru, auk
miklu betra heys en þeim hefði ver-
ið gefið áður. Búið væri að gefa
hrossunum ormalyf og vítamín.
Forðagæslumaður leiðbeindi ábú-
anda með fóðrun þeirra.
Gunnar Gauti sagði að þau hross
sem hefðu verið til umræðu í frétt-
um vegna lélegs ástands hefði verið
búið að taka frá Ánastöðum áður en
smölunin fór fram þann 4. febrúar
sl. „Því sáum við þessi hross
aldrei," sagði hann. „Eigendur voru
að taka þessi hross á siðustu dögum
áður en við komum þarna og fara
með til Reykjavíkur. Þau hafa hugs-
anlega verið mjög slæm en um það
get ég ekki dæmt því ég sá þau ekki.
Fréttatilkynning, sem sveitarstjóm-
in sendi frá sér, var einungis miðuð
við þau hross sem við sáum þama.
Þess vegna er þetta misvísandi, ann-
ars vegar varðandi illa útlítandi
hross, sem dýralæknirinn í Reykja-
vík hefur sagt að hafi komið til sín,
og hins vegar sá hópur sem ég hef
farið yfir ásamt forðagæslumanni
og ráðunaut."
Janet Grant:
Spánarbanni
verði aflétt
Janet Grant hefúr óskað eftir því
formlega við spænsk yfirvöld að þau
aflétti sem fyrst af henni fimm ára
banni við að koma til Spánar og ann-
arra landa Evrópusambandsins.
Janet segir í bréfi sínu að með bann-
inu bijóti Spánveijar á mannréttind-
um hennar sem móður tveggja bama
en þeim var ekki heimilað að fylgja
Janet frá Spáni þegar hún var flutt
þaðan nauðug í júlí í fyrra.
Róbert Ámi Hreiðarsson, lögmað-
ur Janetar, er nú staddur á Spáni og
mun þar ganga erinda skjólstæðings
síns. -GAR
Aðspurður um hve mörg hross á
Ánastöðum væru ófundin enn,
sagði Gunnar Gauti að fjögur væru
enn ófundin. Einn hestur hefði kom-
ið í leitimar eftir að smalað var.
„Það fór mannskapur til að smala
margar eyðijarðir sem eru á þessum
slóðum. Víðáttumar eru mjög mikl-
ar þarna. En maður sem býr á
næstu jörð ætlaði að athuga hvort
þau hefðu farið saman við hans
stóð.“
-JSS
Líknarfélagið Sókn gegn sjálfsvíg-
um stendur fyrir stuðningshópum
fyrir þá sem eru í sjálfsvígshugleið-
ingum og fyrir þá sem misst hafa ást-
vin vegna sjálfsvíga. Allir em vel-
komnir en fundimir eru haldnir
hvert miðvikudagskvöld að Héðins-
götu 2, klukkan átta.
„Við erum að aðstoða fólk við að
komast út úr þögninni og vinnum
undir kjörorðinu: Þögul hróp í þján-
ingu þagnarinnar. Margir eiga um
sárt að binda og ftnnst ekkert ganga
upp í lífinu. En við aðstoðum þá sem
líður illa við að finna tilgang til að
halda áfram,“ segja hjónin Hilmar
Kristinsson og Linda Magnúsdóttir
hjá Sókn gegn sjálfsvigum.
Á fúndunum era haldnir stuttir
fyrirlestrar um sjálfsvíg, þunglyndi,
ótta, fyrirgefhingu, að sættast við for-
tíðina og að horfast i augu við sjálfan
sig, svo eitthvað sé nefnt. Hiimar
sagði marga sem leita til þeirra vera
með slæma sjálfsímynd og sjá lífið
ekki í réttu ljósi. Hilmar og Linda
hafa auk þess beitt sér fyrir forvam-
arstarfi í skólum landsins en umræða
um sjálfsvíg ungs fólks hefúr verið af
skomum skammti. „Stjómvöld þurfa
að gera sér grein fyrir að þetta er
þjóðarvandamál," segir Hilmar en
sjálfsvíg era alltof algeng hér á landi
og þá sérstaklega meðal ungra
manna.
Líknarfélagið hefur auk þess starf-
rækt Liflinuna en hægt er að hringja
þangað hvenær sem er sólarhrings-
ins. Síminn er 577 5777. -hól
Uppliföu
Exp§rl§ncB thc Maglc ofAS/400
Nýherji efnir til ráðstefnunnar „Experience the Magic of
AS/400“ (Akoges salnum, Sóltúni 3,2.hæð,Reykjavík, föstudaginn
18. febrúar nk. klukkan 9.00 til 16.15.
Dagskrá ráðstefnunnar
Nýjungar ÍASI400
Notkun Operations Navigator
AS/400 í opnum heimi
AS/400 og NT miðlari
Network Station Manager fýrirAS/400
ASI400 sem skráa- og prentmiðlari
Það heitasta íAS/400
Undirtitill ráðstefnunnar er „Ég vissi ekki að AS/400 vélin mín
gæti þetta". Fyrirlestrar fara fram á ensku og eru að mestu
leyti haldnir af erlendum IBM sérfræðingum. Ráðstefnan byggist
á fyrirlestrum og sýnikennslu. í lok ráðstefnunnar fær einn
heppinn þátttakandi IBM WorkPad að gjöf.
Þátttökugjald er 1.500 kr. Innifalið í þátttöku er kaffi,
hádegismatur og léttar veitingar í lokin. Þátttaka tilkynnist til
Nýherja fyrir ló.febrúar nk.í tölvupóstfangið omar@nyherji.is,
í síma 569 7700, 569 7870 (Júlíana) eða í fax nr. 569 7859.
NÝHERJI
www.nyherji.is