Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fnálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Árangurslítið framtak Umhverfisvinir afhentu síöastliðinn mánudag undir- skriftir liðlega 45 þúsund íslendinga sem kreQast þess að lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar fari fram. Árangur undirskriftasöfnunarinnar varð ekki sá sem til var stofnað. Færri lögðu málstaðnum lið en vonast var eftir og söfnunin tók mun lengri tíma en reiknað var með - svo langan að Alþingi var búið að af- greiða málið mörgum vikum áður en undirskriftimar voru loks lagðar fram. Takmarkið var sett hátt í upphafi en talsmenn Um- hverflsvina lýstu því yfir að stefht væri að á sjöunda tug þúsunda undirskrifta. „Allir eru einstaklega jákvæðir í okkar garð og söfnunin gengur vel,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Umhverfisvina, í samtali við DV 15. nóvember sl. og bætti við að þá sem „ekki hafa viljað styðja okkur er hægt að telja á fingrum sér“. Þetta átti að verða fjölmennasta undirskriftasöfnun í sögu þjóðarinnar en 1974 rituðu 55.522 einstaklingar á kosningaaldri undir áskorun á ríkisstjómina, undir kjör- orðinu Varið land, að falla frá ótímabærri uppsögn varn- arsamningsins. Árangur Umhverfisvina liggur fyrir og með hliðsjón af væntingum er ekki hægt að túlka niður- stöðuna öðmvísi en sem pólitískt áfall fyrir þá sem hart hafa gengið ffarn í kröfúnni um umhverfismat. Áfall Umhverfisvina er í raun enn meira þegar haft er í huga hve mikið var lagt undir. Tónleikar vom haldnir, heill sjónvarpsþáttur gerður og fjölmiðlar nýttir til hins ýtrasta, enda flestir jákvæðir í garð Umhverfisvina. Hægt var að taka þátt í undirskriftasöfnuninni í gegnum síma og Netið, listar lágu frammi í verslunum og gengið var í hús til að fá fólk til að leggja málstaðnum lið. Sem sagt: öllu var tjaldað til. En hvorki náðist fjöldinn né tímaáætlun en í upphafi var stefnt að því að skila undir- skriftunum fyrir jólaleyfi þingmanna. Ytri aðstæður vom Umhverfisvinum óvenjuhagstæð- ar. Góður gangur er í efnahagslífinu og atvinnuleysi minna en í langan tíma og víða um land vantar fólk til starfa. Almenningur hefur því ekki miklar áhyggjur af atvinnuástandi og því ætti jarðvegurinn fyrir umhverfis- sinna að vera frjórri en ella. Á tímum atvinnuleysis og efnahagslegs harðræðis hefði krafan um lögformlegt um- hverfismat fallið í grýttari jarðveg. Hitt er svo annað að undirskriftasafnanir fyrir eða gegn ákveðnum málum eru sjálfsagðar og eðlilegar - em hluti af lýðræðislegum leikreglum. Og af þeim ástæðum var ffamtak Umhverfisvina lofsvert þó ekki næðist til- ætlaður árangur. 77/ varnar tungunni Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar þar sem lagt er til að umhverfis- ráðherra feli Veðurstofu íslands að nota aftur gömul og gróin íslensk orð og hugtök í veðurlýsingum og veður- spám. Að óbreyttu munu logn, hægur vindur, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass vindur, hvassviðri, stormur, rok, ofasveður og fárviðri verða gleymskunni að bráð. Veðurstofa íslands hefúr skipulega verið að útrýma góðum íslenskum orðum - gert íslenska tungu fátækari og rýrt málvitund og málskilning landsmanna. Gegn þessu getur umhverfisráðherra barist. Stjómmálamenn hafa háð stríð fyrir ómerkilegri málstað en íslenska tungu. Óli Bjöm Kárason „Paö er langt í land aö íslenskt menntakerfi standi undir væntingum og mikilvægt er að afnema dulbúin skóla- gjöld í gervi innritunargjalda og tryggja aö aldrei veröi tekin upp skólagjöld viö Háskóla íslands." Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar Á næstunni stofnar ungt fólk í Samfylking- unni ungliðahreyfmgu. Það verður söguleg stund þegar löngu ferli lýkur og ný ungliðahreyfing hins sameinaða afls lítur dags- ins ljós skömmu áður en flokkurinn sjálfur verður stofnaður. Þá sameinast ungt fólk um hugsjónir jafnaðar, félagshyggju og kvenfrelsis með það að markmiði að byggja hér öflugt þjóðfélag réttlætis og samfélagslegs öryggis, Réttlæti og jöfnuöur Ungt Samfylkingarfólk vill skapa á íslandi þjóð- félag sem býr einstakling- um öryggi til að njóta frelsis, hamingju og fé- lagslegs öryggis. Þjóðfé- lag sem byggir á virkri þátttöku karla og kvenna í fjölskyldulífi, atvinnu- lifi og við mótun samfé- lagsins. Allir eiga að hafa jafna möguleika, jafnan rétt og jafnan aðgang að velferðarþjónustu og samfélagslegu öryggi, hvar sem þeir búa og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Jöfnuð í stað misréttis. Virka samkeppni í stað fákeppni og forréttinda. Við teljum brýnt að setja fram nýja hugsun og nýjar lausnir í stjórn- málum næstu aldar. Þannig er lagður traustur grunnur að hagsæld til framtíðar, unnið gegn atvinnuleysi og stuðl- aö aö því að hæfileikar hvers og eins fái notið sín í samfélagi þar sem allir hafa jafnað aðgang að menntun og heilsugæslu. Það er langt í land að íslenskt mennta- Kjallarinn Björgvin G. Sigurösson framkvstj. þingflokks Samfylkingarinnar kerfi standi undir væntingum og mikilvægt er að afnema dulbúin skólagjöld i gervi innritunargjalda og tryggja að aldrei verði tekin upp skólagjöld við Háskóla íslands. Jafnrétti til náms er grundvallar- þáttm: í jöfnuði þjóðfélags og rétt- lætis. Uppsprettan er i menntun og menningu I menntun og menningu felst uppspretta fram- „Allir eiga að hafa jafna mögu- leika, jafnan rétt og jafnan að- gang að velferðarþjónustu og samfélagslegu öryggi, hvar sem þeir búa og hvaða þjóðfélags- hópi sem þeir tilheyra. Jöfnuð í stað misréttis. Virka samkeppni í stað fákeppni og forréttinda.u fara í atvinnu- og velferðarmálum. Það þarf að stórauka fjárfestingu í menntun og menningu til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar á alþjóðamarkaði og bæta lífskjör og mannlíf á íslandi. Það er eitt af grunnstefjum í stefnu Samfylking- arinnar að renna nýjum stoðum undir menntun og menningu og efla þannig og tryggja fjölbreytt og auðugt mannlíf á Islandi. Framlög til menntakerfisins eru ekki nægj- anleg og þarf átak til að Háskóli ís- lands standi styrkur í samkeppni við erlenda háskóla. Val í einstökum skorum hefur minnkað sem leitt gæti til þess að skorimar verði á engan hátt sam- bærilegar námi í háskólum eins og best þekkist annars staðar. Mannauður er mesti auður lands- ins og í sameiningu viljum við fjárfesta í honum. Efling mennta- kerfisins, framsækið heilbrigðis- kerfi, virk atvinnustefna með áherslu á virkjun mannsins, öflug- an útflutningsiðnað og blómlegt menningarlíf eru homsteinar þeirrar uppbyggingar og grund- völlur þeirra lifskjara sem við sækjumst eftir og verða grundvall- arstef nýrrar ungliðahreyfingar jafnaðar- og félagshyggjufólks. Mikilvægi fjarnáms Það er mikilvægt að draga verulega úr þeim kostnaði sem nemendur bera af því að sækja sér menntun fjarri heimabyggð, m.a. með breyt- ingum á lögum um lánasjóð námsmanna. Þannig aö náms- menn utan af landi njóti þess með margvíslegum hætti og geti gengið að því vísu að geta sótt menntun fiarri heima- byggð án tillitis tU efnahags og ytri aðstæðna. Eins og kerfið er nú upp byggt kemur það í veg fyrir að efnalítið fólk geti leitað sér mennta á höfuðborgar- svæöinu Á sama hátt hefur fiarkennslan valdið straumhvörfum í menntun landsbyggðarfólks og aðgengi þess að námi. Það er mikUvægt að tengja hina ýmsu skóla á lands- byggðinni háskólastiginu og opnar fiarkennslan þar ótal möguleika sem auðvelt er að nýta með litlum tilkostnaði. Björgvin G. Sigurðsson Skoðanir annarra Fátækl og félagslegar erfðir „Það er sorgleg mynd sem dregin er upp af íslandi í dag í könnun Rauða krossins og kynnt var opinber- lega fyrir helgina... Skýrsla Rauða krossins staðfestir í raun einhverja verstu martröð allra félagslega sinn- aðra manna í landinu... Misskipting efhislegra gæða á íslandi er oröin svo mikU og langvarandi, að sýn okkar á okkur sjálf sem litla stéttlausa þjóð þar sem aUir hafa sömu tækifæri er orðin að bábUju... Fátækt- in gengur í félagslegar erfðir - nokkuð sem gengm- þvert á þá velferðar- og jafnréttishugmyndafræði sem bundið hefur saman íslenskt samfélag í áratugi." Elías Snæland Jónsson í Degi 15. febrúar. Hækkun I hafi? „Hvað er á seyöi á íslandi þegar innfluttar vörur hækka um tæplega 8% á einu ári, en sömu vörur hækka á sama tíma um 0,1% í löndum Evrópubanda- lagsins? Varð kannski hækkun í hafi? Það dugir ekki fyrir innílytjendur að segja að varan hafi hækk- að hjá birgjum erlendis meðan þessar tölur eru í augsýn. Nema verið sé að segja okkur, að það gUdi önnur verðlagning fyrir vörur, sem seldar eru tU ís- lands en þær sem fara á markað í löndum ESB. Þá má auðvitaö líka spyija, hvort hækkunin hefði orð- ið 0,1% hér á landi, ef við værum aðUar að ESB?... í skjóli fákeppni og einokunar er næsta auðvelt að níöast á neytendum. Það hefur líka verið gert ára- tugum saman.“ Eiður Guðnason í Rabbi Lesbókar Mbl. 12. febrúar. íslenski kúastofninn „Innflutningur á nýju mjólkurkúakyni er handan við homið. Ef ætlunin er að koma í veg fyrir þenn- an innflutning verða íslenskir bændur að vanda ræktun á íslenska kúastofninum - ef þeir telja hann þá hafa nokkra sérstöðu! Við höfum sjö ár tU aö sanna það. Það er merkUegt hvaö bændur eru til- búnir að bruðla með peninga í óþarfa eins og þessi tilraun er í mínum augum. Þessum fiármunum hefði betur verið varið í þarflegri tilraunir, svo sem arf- gengi súrdoða og próteininnihalds í mjólk, en við vitum lítið sem ekkert um þessa þætti. Er prótein tU dæmis ræktunar- eða fóömnarþáttur?" Daníel Magnússon í Bændablaðinu 15. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.