Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 T*IV
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiBsla, áskrift:
Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: HeimasíBa: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiBlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Askriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Dapurt óperuball
Árlega óperuballið í Vínarborg í fyrradag var aðeins
svipur hjá fyrri sjón. Erlend stórmenni Evrópu létu ekki
sjá sig. Austurríkismenn urðu að sætta sig við banana-
kónginn Nursultan Nazarbayev frá Kazakhstan og Lud-
millu Kuchma, eiginkonu bananakóngsins í Úkraínu.
Vestrænir stjórnmálamenn, sem áður höfðu tekið boð-
inu, drógu sig í hlé eftir stjórnarskiptin í Austurriki. Sama
gerðu stórfyrirtæki, sem höfðu tekið á leigu óperustúkur
fyrir rúma milljón króna stykkið. Catherine Deneuve og
Claudia Cardinale neituðu að koma.
Yfirstéttin í Austurríki reytir hár sitt í örvæntingu.
Sendiherrar landsins fá ekki lengur að taka þátt í matar-
boða-sirkusum utanríkisráðuneyta og fina fólksins á Vest-
urlöndum. Landið er í selskapslegri einangrun eftir innreið
útvatnaðra nýnazista í rikisstjórn.
Þótt ýmsir segi, að Evrópusambandið og ráðamenn í
sumum vestrænum löndum hafi farið offari í viðbrögðum
við stjórnarskiptunum í Austurríki, sjást engin merki þess,
að frystingunni linni. Þvert á móti hefur hún fallið í fastan
farveg, sem meðal annars lýsti sér á óperuballinu.
Á margan hátt er Austurriki hentugur blóraböggull.
Nazisminn átti þar rætur sinar. Eftir stríðið spöruðu Aust-
urríkismenn sér heilaþvottinn, sem Þjóðverjar tóku á sig.
Austurríkismenn hafa aldrei horfzt í augu við fortíð sína,
meðan Þjóðverjar hafa gert upp sakirnar við hana.
Flokkur Jörgs Haider er sem útvatnaður nýnazistaflokk-
ur alvarlegra fyrirbæri en útvatnaður nýfastistaflokkur
Gianfrancos Fini, sem komst um tíma í ríkisstjórn á Ítalíu.
ítalski fasisminn var mun vægara tilfelli en austurríski
nazisminn og var til dæmis lítið fyrir kynþáttahatur.
Því er eðlilegt, að viðbrögðin við stjórnarskiptunum í
Austurríki séu nú harðari en þau voru við stjórnarskiptun-
um á Ítalíu fyrir hálfum áratug. Þau snerta viðkvæmari
strengi í stjórnmálalífi Evrópu, afstöðu almennings til inn-
flytjenda frá fátækum og fjarlægum löndum.
Með frystingu Austurríkis eru vestrænir stjórnmála-
menn og Evrópusambandið að senda skilaboð til almenn-
ings í eigin löndum. Verið er að segja öfgasinnuðum Belg-
um og Frökkum, Dönum og Þjóðverjum að gæta sín. Stuðn-
ingur við öfgaflokka geti skaðað viðkomandi þjóðir.
Eftir uppistandið út af öfgaflokki Haiders geta menn ekki
lengur gamnað sér við, að taka megi vesturevrópska öfga-
flokka í ríkisstjórnir. Gefið hefur verið fordæmi, sem ekki
gefur mikið svigrúm til undanbragða. Flokkar kynþáttahat-
urs hafa varanlega verið settir í frystikistuna.
Vesturlönd verða jafnframt að taka á vandamálum, sem
eru uppspretta fylgisaukningar slíkra flokka. Innflytjendur
eiga víða erfitt með og vilja helzt ekki aðlagast nauðsynlegu
lágmarki af siðum og hefðum þeirra þjóða, sem sýna þeim
gestrisni. Þeir mynda undirheima, stundum hættulega.
Vesturlönd þurfa að verja miklu meiri orku og fé í að
gera innflytjendum grein fyrir, hver sé lágmarksaðlögun að
siðum og hefðum hvers umhverfis, og gera þeim kleift að
öðlast þessa lágmarksaðlögun, til dæmis með starfsfræðslu,
félagsfræðikennslu og tungumálanámi.
Með þessum fyrirvara verður ekki séð, að Evrópusam-
bandið og ráðamenn ýmissa aðildarríkja þess séu á hálum
ís i aðgerðunum gegn Austurríki. Þær takmarkast við sel-
skapslíf og mannleg samskipti innan ríkjasambands, sem
hefur æðri markmið en flokkur Jörgs Haider.
Aðgerðirnar gegn Austurríki voru ekki stundaræði,
heldur markviss aðgerð á takmörkuðu sviði til að brjóta
brýr að baki Vesturlanda í baráttu gegn kynþáttahatri.
Jónas Kristjánsson
Staða McCains
Það eru engin ný sannindi að
ganga út frá því vísu að George W.
Bush, ríkisstjóri í Texas, verði for-
setaefni Repúblikanaflokksins í
kosningunum í nóvember, enda
stendur flokksvél repúblikana nær
einhuga að baki honum. Gott gengi
Johns McCains, öldungadeildar-
þingmanns frá Arizona, í nokkrum
forkosningum sýnir hins vegar að
kjósendur eru ekki reiðubúnir að
láta ráðandi öfl í Repúblikana-
fiokknum segja sér fyrir verkum,
en um tíma leit út fyrir að Bush
mundi hreppa útnefninguna fyrir-
hafnarlaust í krafti fjármagns. Um
það þarf engum blöðum að fletta að
McCain hefur tekist að grafa veru-
lega undan Bush sem forsetafram-
bjóðanda. En það sem færri gera sér
grein fyrir er að McCain hefur á
einu ári breyst úr hægrisinnuðum
en sjálfstæðum repúblikana, sem
studdi stefnu Ronalds Reagans á 9. áratugnum og
síðan stefnu Newts Gingrichs á þessum áratug, í
„uppreisnarmann" sem vill breyta ímynd
Repúblikanaflokksins og stefnuskrá hans.
Gagnrýni á trúarhópa
Allt frá því að Reagan var kjörinn forseti árið
1980 hafa þeir sem keppt hafa um útnefningu
Repúblikanaflokksins til forseta þurft að biðla til
trúarafla yst á hægri væng með þá Jerry Falwell og
Pat Robertson í fararbroddi. Stundum hefur þessi
„trúarsiður" tekið á sig fremur grátbroslega mynd,
eins og þegar auðmaðurinn Steve Forbes seldi sig
þessum hópum í forkosningunum á þessu ári eða
þegar frjálshyggjumaðurinn Phil Gramm, öldunga-
deildarþingmaður frá Texas, gerði slíkt hið sama
árið 1996. Við það glötuðu þeir öllum trúverðug-
leika. Það er samt engin ástæða til að vanmeta
áhrif „kristilega bandalagsins," sem er mjög virkt
innan flokksins. George Bush, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, var aldrei vinsæll í herbúðum þess
og margir litu svo á að það hefði veikt hann í kosn-
ingunum árið 1992 (þótt að-
gerðaleysi hans í innanríkis-
málum hafi í raun skipt mun
meira máli). Sonur hans
George W. Bush hefur hins veg-
ar sýnt þessum stuðningshópi
mikla ræktarsemi. Þetta kom
vel fram í forkosningunum í
Virginíu þar sem kjósendur
repúblikana eru íhaldssamir og
áhrif trúarhópa sterk. Það var
þó McCain sem stal senunni í
Virginíu: Hann var óspar á
gagnrýni sína á hvers kyns trú-
ar-lýðskrumara, hvort sem þeir
nefndust A1 Sharpton, Pat Ro-
bertson eða Jerry Falwell, og
sakaði Bush um að stíga í
vænginn við hægri öfgaöfl sem
hefðu ekkert fram að færa
nema óumburðarlyndi. Það hef-
ur enginn frambjóðandi
repúblikana þorað að beina
spjótum sinum að „kristilega
bandalaginu“ síðustu ár. Og
McCain hefur sýnt fram á að
það þarf ekki að jafngilda póli-
tísku sjálfsmorði að leyna póli-
tískri sannfæringu sinni.
Stjómmálabaráttan í Bandaríkj-
unum hefur sífellt orðið óper-
sónulegri með árunum. Fram-
bjóöendur mega helst ekki hafa
neinar skoðanir á málum af ótta
við að missa stuðning einhverra
tiltekinna kjósendahópa. Því hafa
þeir forðast að tjá sig opinberlega
án þess að hafa ráðfært sig við
„pólitíska auglýsingamenn" og
„ímyndarsmiði."
Repúblikanar og miðjan
McCain hefur verið óhræddur við
að svara spurningum fréttamanna
án þess að hafa áhyggjur af því að
fylgið hryndi af honum. Hann hef-
ur enn fremur styggt áhrifaöfl í
Repúblikanaflokknum með því að
kreíjast gagngerra breytinga á ijár-
mögnun kosningabaráttu flokk-
anna. Þá hefur hann hafnað hug-
myndum Bush um stórfelldar
skattalækkanir og telur að nota
eigi úárlagaafganginn til að greiða
niður skuldir. Loks hefur hann
hafnað þeirri pólitísku þjóðernis-
einangrunarhyggju í utanríkismálum, sem margir
repúblikanar halda nú á lofti. Það er þvi engin tilvilj-
un að Bush hefur sakað McCain um að ganga erinda
demókrata. í flestum málum nema félagsmálum, þar
sem römm íhaldssemi McCains skín í gegn, á hann
meira sameiginlegt með Bill Clinton en Bush. En það
sem gleymist oft í þessu samhengi er að Clinton náði
völdum með því sveigja stefnu demókrata til hægri.
Það hafa alla tíð verið hófsöm íhaldsöfl innan
Repúblikanaflokksins og kennd við forsetaframbjóð-
endur eins og Thomas Dewey, Dwight D. Eisenhower
og Bob Dole. Síðustu tuttugu ár hafa þau hins vegar
ekki farið með forræði í flokknum. Sú spurning
vaknar hvort áhuginn á framboði McCains muni
leiða til þess að þau nái aftur fyrri áhrifum, ekki síst
ef Bush bíður ósigur í kosningunum í nóvember.
Vera má að óháðir kjósendur, sem munu ráða úrslit-
um, telji að Bush hafi daðrað of mikið við trúar-öfga-
öfl og kjósi fremur A1 Gore, frambjóðanda
demókrata, á þeim forsendum að hann sé skárri
miðjukostur. Faðir Bush gerði sömu mistök árið 1992
og Bob Dole árið 1996 ...
Þótt möguleikar Johns McCains á að hljóta útnefningu repúblikana til for-
seta séu litlir hefur hann hrist upp í flokknum með kosningabaráttu sinni.
Hann hefur hafnað öllu samstarfi við trúarhópa yst á hægri væng flokks-
ins, en það hefur enginn frambjóðandi repúblikana þorað að gera síðan
Ronald Reagan varð forsetaefni flokksins árið 1980.
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
skoðanir annarra
McCain gegn klerkaveldinu
„Með því að lýsa yflr andstöðu sinni við (íhalds-
sömu sjónvarpsklerkana) Robertson og Falwell í
Virginíu, vígi íhaldssamra kristinna viðhorfa virð-
ist sem McCáin sé reiðubúinn að hætta á smávægi-
lega pólitíska refsingu þar í staðinn fyrir umtals-
verða fylgisaukningu meðal hófsanira repúblikana í
New York, þar á meðal kaþólikka sem eru reiðir
vegna heimsóknar Bush til Bob Jones University,
guðfræðiskóla sem bannar að fólk af mismunandi
kynþáttum sé saman og mælir bót skoðunum sem
eru kaþólikkum fjandsamlegar."
Úr forystugrein New Y ork Times 1. mars.
Stórhættulegur glæpon
„Pinochet hershöfðingi er frjáls ferða sinna. Hon-
um var laumað út úr Bretlandi eins og stórhættu-
legum glæpamanni (sem hann og var). Ekki er erfitt
að skilja reiði þeirra sem lifðu af illa meðferð her-
manna hans og lögreglu og reiði fjölskyldna þeirra
sem ekki áttu afturkvæmt. Þeim nægir ekki aö
málaferlin sem Garzon dómari átti frumkvæðið að
hafi spillt síðustu árum einræðisherrans."
Úr forystugi ein Libération 3. mars.
Glæpirnir ekki gleymdir
„Fyrrverandi einræðisherra Chile, Augusto
Pinochet, er aftur frjáls eftir að hafa setið 16 mánuði
í stofufangelsi í Bretlandi. Jack Straw,
innanríkisráðherra Bretlands, tók ákvörðun í
samræmi við úrskurð lækna: Pinochet andlega ófær
um aö koma fyrir rétt. Reglan um að ákærður eigi
að geta skýrt mál sitt og varið sig er mikilvæg í
bresku réttarkerfi. Þar með er baráttunni um örlög
Pinochets í raun lokið. Allar tilraunir til að draga
hann fyrir rétt, hvort sem það er á Spáni, í
Frakklandi eða í Chile, verða árangurslausar. Þetta
þýðir ekki að brot Pinochets á mannréttindum og
mannrán og dráp í 17 ára stjórnartíð hans séu
gleymd eða upptalih."