Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 23
DV LAU G ARDAGUR 4. MARS 2000
mik s
„Loosers" skipuðu
3 efstu sætin
Þegar talið berst að þvi hvaða
kostum góður pílukastari þurfi að
vera gæddur, hvort sportið sé
kostnaðarsamt og hvort einhverjar
aðrar dillur einkenni heim pílu-
kastarans hefur Hallgrímur þetta
um málið að segja: „Góður pílu-
kastari þarf fyrst og fremst að vera
einbeittur og halda góðu jafnvægi.
Það getur líka verið gott að stunda
annars konar íþróttir, s.s. skokk,
körfubolta, knattspymu eða lík-
amsrækt sem eru meðal þeirra
íþrótta sem sumir keppnismanna
okkar stunda, en auðvitað er það
bara persónubundið," segir Hall-
grímur.
„Iþróttin sjálf er ekki dýr og
stofnkostnaður í lágmarki. Spjöld-
in kosta um 4000 kr. og pílurnar,
þrjár í pakka, á bilinu 1000-2000
kr. Mesti kostnaðurinn er kannski
einkum fólginn í því að við þurfum
að mestu leyti að borga ferða- og
keppniskostnað sjálfir. Við höfum
reyndar leitað í einhver fyrirtæki
en það hefur gengið svona upp og
ofan að fá fjárframlög frá þeim.“
Hallgrímur segir helstu duttl-
unga pílukastara vera þá að keppn-
ismenn merki sér gjarnan pUurnar
með nafni. Nafn viðkomandi sé þá
letrað á „plastfjaörir" pUunnar og
þá fari ekkert á mUli mála hver
eigandinn sé. „Annað sem mér
dettur í hug og einkennir pUukast-
iö hér á landi eru nöfnin á liðun-
um. Þeim eru oftast gefin mjög hlé-
dræg nöfn á borð við „pláguna" og
„loosers" en svo eru líka tU „hig-
hlandcrs", „knights" og „champ-
ions“. Ég er einmitt í loosers," seg-
ir Hallgrímur, en keppnismenn úr
því liði skipuðu 3 efstu sætin á
móti sem haldið var fyrir
skemmstu þar sem HaUgrímur
náði 2. sæti og verður því nafngift-
in að teljast öfugmæli. svo ekki sé
dýpra í árinni tekið.
Út með bílinn
- inn með pílurnar
Aðspurðir hvort Norðurlanda-
mótið sem fram undan er taki ekki
mikinn tima frá þeim segja HaU-
grímur og Steingrímur vissulega
svo vera. „Ef maður ætlar að ná ár-
angri er ekki nóg að sækja bara æf-
ingarnar hér á Grandrokk heldur
þurfa menn að æfa sig heima, helst
daglega," segir Steingrímur.
„Hafið þið aðstöðu til að æfa
heima við?“
„Það er auðvitað upp og ofan en
ég get sagt þér frá einum sem kepp-
ir í landsliðinu og er KR-ingur mik-
iU. Hann er búinn að setja pílu-
spjald upp á vegg og innrétta bU-
skúrinn fyrir æfingaaðstöðu. Það
kemst ekkert annað fyrir þarna inni
á meðan hann er að æfa og bíUinn
er meira að segja látinn standa úti
yfir vetrartímann," segir Steingrím-
ur og skeUir upp úr.
Kastaði eins og engill
Þegar talið berst að þvi hvort ís-
lenska landsliðið í pUukasti viti eitt-
hvað um andstæðingana sem mæta
þeim á Norðurlandamótinu og
hvort þeir hafi einhver ráð á tak-
teinum segja þeir svo ekki vera.
Þeir hafi ekki lagt neina rækt við
slíkar njósnir en hitt sé annað mál
að á löngum keppnisferli fari kepp-
endur óhjákvæmilega að kannast
hver við annan. „Ég man eftir ein-
um Svía sem við kepptum eitt sinn
við. Hann gekk inn í salinn eða
skrykktist réttara sagt þar sem
hann var með parkisonsveikina. Ég
man að ég hugsaði með mér að þetta
þyrfti ég að sjá enda átti ég bágt
með að trúa mínum eigin augum.
Þegar röðin kemur loks að honum
skrykkist hann að spjaldinu og er
aUur á iði en í því sem hann lyftir
pUunni og miðar er eins og slokkni
á honum og hann kastar eins og
engiU. Ég hefði hreinlega ekki trúað
þessu ef ég hefði ekki séð það með
eigin augum,“ segir Steingrímur og
hlær við.
Spilað á
föstudaginn langa
Það á einnig vel við að heyra hljóð-
ið í kvenspUurunum, enda hafa þær
staðið sig vel á mótum að undanfórnu.
Ein þeirra er Sonja Viktorsdóttir sem
er hæst á stigamótum kvenna á þessu
ári. „Ég kynntist pílukasti fyrst árið
1995 en fór að stunda það af kappi í
kringum 1997. Fyrstu kynni mín af
íþróttinni hófust einmitt á Grandrokk
en ég var Ujótiega byrjuð að spila á
mótum, m.a. á svoköUuðum fóstudags-
ins langa-mótum."
Sonja segir mikUvægast að vera
vel útsofinn og í andlegu jafnvægi
fyrir keppni. Sjálf stundi hún úti-
vist og skíðaíþróttir og það sktii sér
í góðu jafnvægi. „Ég fer í þessa
keppni með því hugarfari að gera
mitt besta. Svo verðum við bara að
bíða og sjá til hvað framtíðin ber í
skauti sér,“ segir Sonja að lokum.
-KGP
/rBestu vopnin gegn
beinþynningu eru
öllum aðgengileg
▼ ■■
Hollir lífshættir alla ævi eru besta vörnin gegn
þessari vá. Hæfileg hreyfing, kalk og D-vítamín
gegna þar lykilhlutverki. Lýsi og fjölvítamín eru
heppileg D-vítamínuppspretta en þægilegasta leiöin
til að tryggja sér nægilegt kalk er að drekka mjólk og
neyta annarra mjólkurvara.
„Mjólk" er samheiti yfir alla drykkjarmjólk, nýmjólk, lóttmjólk, undanrennu
og fjörmjólk. Einnig mó fá kalk úr öðrum mjólkurvörum, s.s. osti og
sýrðum mjólkurvörum.
Hollusta styrkir bein!
iliil
BEINVERND
ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR
Beinþynning er alvarlegur sjúkdómur sem árlega
veldur um 1000 beinbrotum hér á landi. Eftir því sem
meðalaldur þjóðarinnar hækkar fjölgar tilfellum. Ef
ekkert verður að gert verður beinþynning eitt helsta
heilsufarsvandamál nýrrar aldar.
Við beinþynningu verður rýrnun á beinvef og beinin
verða stökk. Hryggjarliðir falla saman, líkaminn
verður hokinn og hætta á brotum eykst.