Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Side 33
T>W LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 ýjÉvikmyndir *> Úthlutun til einstakra leikstjjóra -1980-2000 milljónir króna á núvirði 0 20 40 60 80 100 120 14C Lárus Ýmir Óskarsson. Hann er sá leikstjóri sem hef- ur fengið mest úr kvikmyndasjóöi miðað við fjölda mynda og verðskuldar heist nafnbótina „styrkjahöfö- inginn". styrkjahöfðingi en hann geröi aðeins eina kvikmynd, Ryð, með styrk úr Kvikmyndasjóði. Hann fékk til þess 34,6 milljónir á núvirði en aðeins 12 þúsund áhorfendur komu að sjá mynd- ina. Þetta gerir samanburð við aðra Lárusi mjög óhagstæðan. Hvað erborgað með hverjum Eins og sjá má í töflu hér til hliðar er gerð tilraun til að tengja framlag Kvikmyndasjóðs til einstakra mynda t.d. með því að deila því á fjölda áhorf- enda. Myrkrahöfðinginn kemur sýnu verst út úr þeim samanburði og reyndar á Hrafn Gunnlaugsson þrjár efstu myndimar á þeim lista. Það eru aðeins Draumadísir Ásdísar Thoroddsen sem komast upp í þriðja sæti en sú mynd fékk afar litla aðsókn þótt hún væri ekki sérlega dýr. Athygli vekur að á listanum yflr þær 10 myndir sem koma verst út í sam- anburði styrkveit- inga og aðsóknar á Friðrik Þór aðeins eina mynd sem er Skyttumar. Sú mynd sem kemur best út úr þessum samanburði er Með allt á hreinu sem Ágúst Guð- mundsson gerði með Stuðmönnum. Þar kemur tvennt til. Styrkur Kvik- myndasjóðs til hennar var lágur en aðsóknin sú mesta í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar til þessa. Hvað er tapstyrkur? Tapstyrkur er skrýtið hugtak sem kemur þó einu sinni fyrir í plöggum Kvikmyndasjóðs. Það henti stundum íslenska kvikmyndagerðarmenn að veðsetja ailar eigur sínar í listrænum bjartsýnisflogum. Einu sinni sá Kvik- myndasjóður sig tilneyddan til að hífa menn úr skuldafeni. 1990 fékk Atóm- stöðin samtals 1,9 milljónir í tapstyrk og einnig Guðný Halldórsdóttir vegna Kristnihalds undir Jökli. Mvndin sem aldrei var gerð Þegar flett er til- kynningum Kvik- myndasjóðs um styrk- veitingar i 20 ár, eins og gert við við vinnslu þessarar greinar, kemur margt forvitnilegt í ljós. Einn flokkurinn er myndir sem aldrei voru gerðar. Kvik- myndasjóður hefur oft lagt styrki til kvik- mynda sem aldrei litu dagsins ljós og sér- stakasta dæmið er án efa verkefnið Skálda- saga sem Ágúst Guð- mundsson fékk tvisvar sinnum styrk til að vinna handrit að á árunum 1983 og 1985, samtals rúmar 4,2 milljónir á nú- virði. Ágúst fékk reyndar tvisvar sinnum styrk til að gera risastóra kvikmynd sem átti að heita Hamarinn og krossinn en skilaði styrknum í bæði skiptin því ekki tókst að fá fjármagn. Erindisleysan mikla hét kvik- mynd sem Eyvindur Erlendsson reyndi að gera á árunum 1985-86. Eyvindur fékk samtals 16,2 milljón- ir á núvirði til gerðar myndarinnar en leysti aldrei út seinni styrkinn en sá fyrri, 6,6 milljónir, fór í kostn- að. Umbi, fyrirtæki Guðnýjar Hall- dórsdóttur, fékk 1,2 milljónir í handritsstyrk út á Jörund hunda- dagakóng 1991. Sú mynd bíður enn en Ágúst Guðmundsson er reyndar líka að hugsa um að gera mynd um ævi Jörundar með breskum fram- leiðanda. Frægasta kvikmyndin sem aldrei var gerð var áreiðanlega Meffl sem ýmsir listamenn voru orðaðir við. Meffl átti að verða alheimsgullkálf- ur sem bæri hróður íslenskra kvik- myndagerðarmanna vítt um heim. Meffl fékk tvisvar styrk upp á sam- tals 23 milljónir, árin 1987 og 88 en styrkjunum var skilað þegar allt féll um sjálft sig. Þorsteinn Jónsson sem gerði Atómstöðina fékk tvisvar sinnum árið 1985 styrk, samtals 1,2 milljónir, út á verkefni sem hét Ljósbrot og aldrei varð að veruleika. Margir hafa fengið lága handritsstyrki í gegnum árin út á Friðrik Þór Friöriksson Friðrik hefur gert jafnmargar myndir og Hrafn Gunnlaugsson þrátt fyrir iægri fram- lög úr Kvikmyndasjóöi. Mynd hans, Englar alheims- ins, stefnir í að slá aðsóknarmet íslenskra kvikmynda. verkefni sem síðan hefur aldrei heyrst meira af en hefði verið gaman að sjá verða að kvikmyndum. Hér mætti nefna menn eins og Valgeir Guðjónsson sem ætlaði að skrifa eitt- hvað sem hét, Maðurinn sem fékk högg á höfuðið. Myndimar sem enginn veit neittum Nokkrar myndir voru framleidd- ar sem gleymast engum sem þær sáu en fengu engan styrk úr Kvik- myndasjóði eða af einhveijum öðr- um ástæðum komast ekki á blað. Þama era tvær „hvítar“ myndir efstar á blaði. Önnur er Hvíti vík- ingurinn sem Hrafn Gunnlaugsson gerði en vildi ekki kannast við. Hin er Hvítir mávar sem Stuðmenn gerðu í kjölfar vinsælda fyrri myndar. Mávamir náðu aldrei flugi þrátt fyrir lítinn styrk frá Kvik- myndasjóði. Enginn veit hve marg- ir komu að sjá hana. Enginn virðist heldur vita neitt um myndir eins og Nei er ekkert svar, sem fáir sáu, og Óskaböm sem Jóhann Sigmarsson er búinn að basla við að gera í nokkur ár. Eftir 20 ár er kvik- myndavorið sennilega liðið en þá er að minnsta kosti sumar ennþá. -PÁÁ 9000r~8^TO 8.000 Myrkra- Hin helgu vé Draumadísir í skugga Krónur Með allt Land og Útlaginn Djöflaeyjan Englar á hrelnu synir Alheimsins *Enn í sýningu Einfaldlega stærri og betri MIIM' Suðurveri & Mjódd, s. 533 3000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.