Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Síða 34
34
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
%ðta!
Páll Rósinkrans, fyrrum söngvari Jet Black Joe:
Snýr aftur í rokkið
- er rokkari og vil ekkert fela það
Hljómsveitin Jet Black Joe. Páll leiddi hana til mikilla vinsælda en sneri baki viö henni vegna óreglu og þess lífsstíls sem
fylgdi tónlistinni. „Rokkiö er ekki endilega frá djöflinum. Paö er til rokk sem dýrkar djöfulinn en þaö á ekki viö um allt rokk.“
Páll Rósinkrans er 26 ára
gamall framkvœmdastjóri
hjólbaröaverkstæöis í Kópa-
vogi. Hann er stuttklipptur
og brosmildur piltur með
góöa söngrödd og
óslökkvandi áhuga á tónlist.
Undanfarin rúmlega fiögur
ár hefur Páll einkum sungið
trúarlega tónlist fyrir bræö-
ur sina og systur í Krossin-
um á samkomum þar á
hverjum sunnudegi.
Sú var tíöin að Páll var
meó rauðleitan hármakka
niður á mitt bak og leiddi
hljómsveitina Jet Black Joe
sem kom fram á sjónarsvióið
1992 og þótti ein sú efnileg-
asta sem œska landsins
hafói heyrt í um áraraðir.
Jet Black Joe náði miklum
vinsœldum á íslandi, gaf út
plötur sem dreift var erlend-
is og fór í hljómleikaferöir
um Evrópu og víðar. Þetta
var draumur allra sem ein-
hvern tímann hafa séð sjálfa
sig í hillingum í glansbún-
ing á sviði framan við
mannhaf öskrandi aðdá-
enda. Jet Black Joe stefndi á
heimsfrœgð og ein höfuðá-
stæða þess aó draumurinn
virtist vera að rætast var öfl-
ug söngrödd Páls Rósin-
krans og hrífandi sviðsfram-
koma.
Drengurinn er fœddur
rokkari.
Þetta sögðu allir, aldnir
sem ungir og hrifust með.
Ég er hættur og farinn
Það kom því verulega flatt upp á
tónlistarheiminn þegar Páll lagði
frá sér hljóðnemann árið 1996, sagð-
ist vera hættur i hljómsveitinni og
vildi snúa baki við þessum lífshátt-
um og því óreglusama líferni sem
fylgdi rokkinu. Hann sagðist hafa
fundið Jesú Krist, tekið hann inn í
hjarta sitt og gert að leiðtoga lífs
sins. Hann sagðist hafa fundið trúna
í Krossinum og hvatti fólk til þess
að gera slíkt hið sama. Flestir kann-
ast við orðalagið úr fermingarheit-
inu: Vilt þú leitast við af fremsta
megni að gera Jesúm Krist að leið-
toga lífs þíns. Flest okkar láta nægja
að segja feimnislegt já við það tæki-
færi. Páll fór aðrar leiðir.
Síðan hefur tíminn liðið og lítið
farið fyrir Páli nema þegar „gospel“-
hljómsveit sem hann stýrir hefur
birst opinberlega og einnig gaf hann
út geisladisk í eigin nafni fyrir
þremur árum síðan sem heitir Páll
Rósinkrans, I believe in you. Þar
var tónlist af trúarlegum toga á
ferðinni.
Palli snýr aftur
Það voru því margir sem ráku
upp stór augu þegar Páll Rósin-
krans birtist á skjánum í sjónvarpi
allra landsmanna síðastliðið laugar-
dagskvöld og söng eitt af lögunum
fimm sem kepptu um þátttökurétt í
Eurovision-söngvakeppninni. Þetta
var hefðbundin dægurtónlist og
hvergi minnst á Guð.
DV hitti Pál Rósinkrans í æfing-
húsnæði hljómsveitar hans við
Dalshraun og spurði hvort þetta
væri hinn nýi Rósinkrans. Söngvari
sem stefndi á Eurovision?
„Mér hefur nú aldrei fundist
þessi keppni sérstaklega spenn-
andi,“ sagði Páll og glotti.
„Þetta vildi þannig til að Valgeir
Skagtjörð tók þátt I undankeppn-
inni og bað mig að syngja fyrir sig
„demo“ sem ég gerði. Svo þegar lag-
ið var tekið inn varð ég að fylgja því
á enda.
Ég býst við að ef það hefði sigrað
hefði ég fylgt því alla leið en ég
reiknaði nú ekki með því. Þetta var
litið og sætt lag.“
Hreinræktað rokk og ról
Hljómsveitin sem æflr í skúrnum
baka til í Dalshrauninu hefur ennþá
vinnuheitið Christ Gospel Band.
Hljómsveitina skipa gítarleikarinn
Baldur Ingi sem leikur á „slash“-gít-
ar, bassaleikarinn Sævar Þór,
trommuleikarinn Guðni Gunnars-
son og Páll sjálfur sem leikur á gít-
ar og syngur. Þetta er ekki gospel,
þetta er rokk og ról?
„Jú, það er auðvitað ekkert ann-
að,“ segir Páll.
„Við höfum verið að æfa talsvert
undanfarna mánuði, aðallega
rokktónlist sem ég hef samið og
verðum fljótlega tilbúnir til þess að
koma fram opinberlega. Við höfum
reyndar þegar komið fram á tónleik-
um í Hafnarfirði fyrir Marita-sam-
tökin sem vinna að vímuvömum
með unglingum. Síðan stefnum við
á disk á þessu ári sem sennilega
mun bera mitt nafn og sennilega
fær hljómsveitin nýtt nafn.“
Hvað er að vera „cool"?
Að sögn Páls mun hljómsveitin
leika rokktónlist eins og þá sem fell-
ur unglingum helst í geð og mark-
miðið er einnig að sýna unglingum
fram á að rokktónlist og vímuefna-
neysla fer ekki endilega saman.
„Það er haldið að unglingum
mjög brenglaðri ímynd af því hvað
er að vera „cool“. Það er ekki að
vera ofurölvi, ælandi og slefandi. Ég
skil mjög vel að rokkið er sú tónlist
sem unglingarnir skilja best og það
er sú tónlist sem ég hef alltaf haft
mest gaman af. Það er hins vegar
engin ástæða til að setja alltaf sama-
semmerki milli tónlistarinnar og
þess lífsstíls sem í mörgum tilvik-
um fylgir henni. Við viljum skilja
þetta að og sýna unglingum að það
er til betra líf án vímuefna þar sem
rokktónlistin á sinn sess.
Flestir unglingar prófa vímugjafa
af einhverju tagi. Það er staðreynd.
Flesta unglinga skortir góðar fyrir-
myndir því foreldrar eru þeim ekki
nægilegt styrk fyrirmynd og flestir
unglingar hafa því rangar hug-
myndir um það hvað felst í heil-
brigðu lífi. Við viljum sýna þeim
fram á annað.“
Felum ekki að við erum
rokkarar
Af einhverjum ástæðum eiga
margir erfitt með að samræma
imynd rokkarans að hinum frels-
aða, hreinlynda og heittrúaða tón-
listarmanni.
„Það er engin þversögn í þessu.
Við erum rokkarEU- og þurfum ekk-
ert að fela það. Stór hluti af því að
gangast Jesú á hönd er löngun til
þess að færa öðrum fagnaðarerindið
því aðeins frelsaðir komast til
himnaríkis. Öll tónlist er sköpuð
Guði til dýrðar og við erum sköpuð
til að þjóna Guði með þeim hæfi-
leikum sem hann gaf okkur. Við
megum ekki grafa þessa hæfíleika
niður eins og mörgum finnst að ég
hafi kannski verið að gera.“
Jesus is the rock
En segja ekki leiðtogar Krossins
að rokkið sé tónlist djöfulsins?
„1 þungri rokktónlist, eins og var
mjög vinsæl fyrir nokkrum árum,
er enn er oft sungið um djöfulinn og
honum lyft upp. Slík tónlist er frá
djöflinum en það er ekki öll
rokktónlist.
Rokkið er hluti af mér og hefur
verið það og verður alltaf. Mér
fannst hér áður frekar hallærislegt
að koma fram sem rokkari og pré-
dika vímulaust líf en ég sé núna að
það er ekkert athugavert við það.
Það er ekkert líf að vera alltaf út-
úrruglaður af dópi. Rokkið á ekki
að stjórna lífi manns til slæmra
hluta heldur góðra.
Cliff Richard sagði: „Jesus is the
rock and he rolls my blues away.““
14 ára í Nirvana
En var ekki óreglan og lífsstíllinn
ástæða þess að Páll sneri baki við
rokkinu á sínum tíma?
„Ég fékk trúarlegt uppeldi í æsku
en fannst alltaf gaman af tónlist. Ég
var 14 ára gamall kominn í skóla-
hljómsveit i Hafnarfirði sem hét
Edrú. Seinna breyttum við nafninu
í Nirvana og vissum þá ekki um fyr-
irmyndina úti í heimi.
Ég gekk með poppstjömudrauma
í maganum og hellti mér af mikilli
ákefð út í þetta. Þegar ég var aðeins
17 ára gamall vorum viö komnir á
fullt með Jet Black Joe og ég var
staðráðinn í fylgja þessu eftir og
afla mér þeirrar reynslu sem ég
gæti út úr þessu ævintýri.
Mér varð fljótt ljóst að meira og
minna allir í þessum tónlistar-
bransa, sem maður mætti og kynnt-
ist, voru annað hvort alkóhólistar
eða neyttu vímuefna af öðru tagi.
Þetta er alls ekki sú hlið sem al-
menningur sér og neysla er miklu
meiri en maður gæti haldið. Þetta á
bæði við um fólkið sem er í tónlist-
inni og einnig kynnist maður alls
konar þekktum einstaklingum sem
koma fram eins og þeir lifi heil-
brigðu lífi en eru á kafl í dópneyslu.
Ég tók þátt í þessum lifnaði og
reykti hass, drakk áfengi og prófaði
ýmislegt sem fylgir þessum lífsstfl.
Á Jet Black Joe-árunum vann ég
ekkert heldur var bara í hljómsveit-
inni og dróst stöðugt lengra inn í
þennan lífsstU.
Jet Black Joe dvaldi lengi í
HoUandi og Belgíu og þar er afstaða
til flkniefna mun frjálslegri en hér
heima og borgir eins og Amsterdam
hafa laðað að sér aragrúa fólks sem
þrífst í skjóli þess. Þar sá ég þennan