Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 UV ‘4» borgarlíf r .. Orðiö menning í víóasta skilningi þess orðs nær ekki eingöngu yfir mannlífið á yf irboröinu heldur líka yfir þann heim sem oft er ekki sýnilegur í dagsins önn eða fólki ekki kunnugur. Þegar svo ber undir að málefni eða umrœðu á gráu svœði er haldið í ósýnileikanum kem- ur að því að menn mynda sér fyrir fram ákveðnar skoðanir um eitthvað sem er á huldu en þyrfti alls ekki að vera það. Menningarheim samkyn- hneigðra í Reykjavík mætti auðveldlega fella undir þessa skilgreiningu enda virðast fœstir hafa nokkra hugmynd um þann fjölbreytileika af þjónustu og afþreyingu sem í boói er fyrir homma og lesbí- ur í dag. DVfór á stúfana og kannaði málið í þeirri von að varpa Ijósi á þennan * menningarheim. „Gay-parade"-ganga í Reykjavík Þaö er einföld staðreynd að sam- kynhneigð sameinar alls kyns fólk með ólíkar þarfir og viðhorf og þess vegna starfar félagið á mjög breið- um grundvelli," segir Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ‘78, þegar hann er inntur eftir starfsháttum félagsins. „Samtökin eru þannig allt í senn pólitískí bar- áttufélag, menningar- og upplýs- ingastofnun og á tíðum líknar- og stuðningsfélag. Allt er þetta jafn mikilvægt og hvað styður annað því að stuðningur og upplýsing inn á við og markviss pólitísk barátta út á við verða alltaf að haldast í hend- ur.“ Þorvaldur segir samtökin vera í nánu samstarfi við fleiri samtök af ; ólíkum toga, bæði við þau sem starf- rækt eru innan Háskóla íslands og framhaldsskólanna, og ætluð eru samkynhneigðum, og eins við MSC ísland, klúbb samkynhneigðra karl- manna sem hafa smekk fyrir karl- mennsku og leðurfatnað. Samstarf félaganna segir hann koma skýrast fram í undirbúningi Hinsegin daga en það er hin árlega fagnaðar- og mannréttindahátíð lesbía og homma á sumrin en í sum- ar stendur til að halda svokallaða „gay-parade“-göngu í Reykjavík 1 eins og tíðkast víða erlendis. I Netverk sem teygir anga sína um heiminn Þorvaldur nefnir einnig sérstak- lega starf Samtakanna út í heimi og segir gífurlega aukningu hafa ! orðið á áhuga erlendra homma og | lesbía á Islandi. Hann bendir á að starf Ragnars Ragnarssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins, snúist að umtalsverðu leyti um það að svara fyrirspumum erlendis frá. Fólk sé þá að spyrjast fyrir um þjónustu sem því standi til boða, svokallaða „gay-friendly“ staði sem eru ýmist gistihús, hótel, veitingastaðir, ! skemmtistaðir o.þ.h. sem lýsa sig 'hliðholla hommum og lesbíum og hýra Reykjavík - menningarheimur samkynhneigðra í Reykjavík kortlagður MSC Island ^-------—— Spotlight famtoWn 78 Laugavegur Dubliners ®ustui Kaffibrennslan P, -#f#22 Á næstu grösum #Guesthouse Luna Vitabar #'Humarhúsið Ráöhúskaffi Gufubaöið í Vesturbæjarlaug Nelly’s Café gat sér góðan oröstír fyrir „dragshow“-sýningar en drag- og pornókvöld hafa líka veriö vin- sæl á Spotlight í gegnum tíöina. bjóða þau sérstaklega velkomin. „Þetta er stórt og mikið netverk sem teygir anga sína út um allan heim. Það skiptir okkur miklu máli að geta sótt staði þar sem við erum sérstaklega boðin velkomin og verðum ekki fyrir aðkasti," segir Þorvaldur um mikilvægi „gay-friendly“ staða. Handbók fyrir samkyn- hneigða ferðamenn Aðspurður um hvort ekki sé verið að mismuna fólki með því að bjóða upp á sérstaka staði fyr- ir homma og lesbíur segir Þor- Vcddur hlutina ekki horfa öðruvísi við þeim en öðrum íslendingum sem leita eftir þjónustu á sumar- stöðum eða sólarströndum sem bjóða þá sérstaklega velkomna. Hann segir „gay-friendly“ staði þó aðeins vera einn af valkostum samkynhneigðra á ferðalögum. Þorvaldur getur þess að framboð á þjónustu sem sérstaklega er ætl- uð samkynhneigðum sé ört vax- andi grein innan ferðamanna- þ.jónustunnar í dag og nefnir í þessu samhengi að um verulega stóran markað og fjárhæðir geti verið aö ræða. „Samkynhneigðir virðast kom- ast tiltölulega fyrr í álnir en aðrir enda segir það sig sjálft þar sem þeir sinna bamauppeldi í talsvert minna mæli en aðrir og hafa yfir- leitt ekki fyrir öðrum að sjá nema þeim sjálfum. Af þessu leiðir að samkynhneigðir ferðast oft meira en aðrir og hafa meiri tíma og pen- inga í afþreyingu ýmiss konar. Skýr sönnun þessa er sú staðreynd að árlega eru gefnar út handbækur samkynhneigðra ferðamanna um allan heim, s.s. Spartacus - the international gay guide, sem er fyrir karlmenn, og Gaya sem ætluð er konum. Þetta eru uppflettirit sem er skipt upp eftir löndum, upp- færð árlega og gefa skýra og góða heildarmynd af þeirri þjónustu sem í boði er fyrir samkynhneigða ferðamenn í hverju landi fyrir sig.“ Hommahækjur í bland Þegar framboð á „gay“ og „gay- friendly" stöðum á íslandi er skoð- að kemur i ljós að þar er um auð- ugan garð að gresja og auðugri en margan grunar. í flokki skemmti- staða og kaffihúsa ber aö sjálf- sögðu fyrst að nefna Veitingahúsið 22 við Laugaveg sem hefur verið í eldlinunni um árabil. Tuttugu og tveir er „blandaður staður með fullt af lesbíum og „straight“ fólki í bland ásamt einhverjum homma- hækjum, eða „gay-hags“/“fag- hags“ sem svo eru nefndir, eða eins og einn innan hýra samfélags- ins orðaði það, fyrir þá sem ekki vita hverjar hommahækjurnar eru þá eru það „straight" einstakling- ar, yfirleitt kvenkyns, sem sækja í selskap samkynhneigðra á „ein- hverjum vinkonunótum", eins og annar heimildarmaður orðaði það. Loftið þar inni er venjulega mjög slæmt svo að liggur við köfnun enda bágborin loftræsting á staðn- um. Á dansgóffinu, sem reyndar er mjög lítið að flatarmáli, getur oft myndast fln stemning um helgar en olnbogaskot eru þeim mun al- gengari. Annað sem setur leiðin- legan blett á staðinn er sú stað- reynd að „ákveðnum aðiliun", sem flestir koma úr röðum homma og lesbía, er hleypt fram fyrir biðröð- ina sem myndast á annatímum. Þessari reglu er reyndar getið á miða á hurð staðarins en fer engu að síður í taugamar á öðrmn sem fyrir vikið þurfa að híma mun lengur úti í kuldanum eftir því að líta dýrðina augum. Er þó von á því að þetta fari batnandi þar sem heyrst hefur að staðurinn hafi dal- að til muna í vinsældum eftir að annar yfirlýstur „gay“ har var opnaður síðla árs 1998. Pornókvöldin vinsæl Staðurinn, sem hér um ræðir, er Spotlight og stendur á Hverfisgötu þar sem Ingólfscafé var áður til húsa. Margir telja þó stærðina há honum, staðurinn sé allt of stór til að hægt sé að skapa þessa „kósí“ klúbbastemmningu sem hommar og lesbíur vilja gjarnan geta sótt í og að því leyti sé 22 „klassíker sem kominn er til að vera“, eins og einn viðmælandi orðaði það. Hannes Páll Pálsson, talsmaður Spotlight, sagði samkynhneigða vera 6 af hverjum 10 sem sæktu staðinn en aðspurður um hvort staðurinn væri fyrst og fremst „gay“ staður sagði hann svo ekki vera. Hommar og lesbíur væru þó í meirihluta en samt sem áður væri glórulaust að ætla að halda úti stað fyrir þennan hóp ein- göngu. „Hvemig hafa viðtökumar verið frá því þið opnuðuð staðinn og hvað er boðið upp á?“ Kortiö er ekki tæmandi en sýnir vel þá þróun sem oröið hefur á fram- boöi af „gay“ og „gay-friendly“ samkomustöðum í miöbæ Reykja- víkur og nágrenni. „Gay” og „gay-friendl - samkomustaðir í Reykjavík #l»rír Frakkar Öskjuhlíðin VExa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.