Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
afmæli n
Baldur Sigurjónsson
Baldur Sigurjónsson, trésmiður
og organisti, Dvalarheimilinu
Höfða, Akranesi, verður níræður á
morgun.
Starfsferill
Baldur fæddist á Þingeyri við
Dýrafjörð og ólst þar upp. Hann
lærði trésmíðar hjá föður sínum og
lauk sveinsprófi 1937.
Baldur starfaði við smíðar á
Djúpuvík á Ströndum i tengslum
við síldarverksmiðjuna þar sumrin
1937-39. Þá starfaði hann við módel-
smíði hjá fyrirtæki Guðmundar J.
Sigurðssonar & Co.
Baldur flutti á Akranes 1975 og
starfaði þar á trésmíðaverkstæði
Akraneskaupstaðar til 1984 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Baldur lærði orgelleik hjá Guð-
mundi Gilssyni frá Arnarnesi í
Dýrafirði. Hann stofnaði, ásamt öðr-
um, Karlakór Þingeyrar er hann
var sautján ára og var stjórnandi
kórsins um sjö ára skeið. Þá var
hann organisti við Þingeyrarkirkju
um þrjátíu og fimm ára
skeið. Jafnframt stjórnaði
hann ýmsum kórum við
margvísleg tækifæri á
þessu tímabili, s.s. söng-
kór vegna lýðveldishátíð-
arhalda á Hrafnseyri við
ArnarQörð 1944 og öðrum
kór við minningarhátíð
þar vegna hundrað og
fimmtíu ára ártíðar Jóns
Sigurðssonar forseta, 1961.
Baldur sinnti oft org-
anistastörfum í nærliggj-
andi byggðarlögum en eftir að hann
flutti á Akranes var hann organisti
við Innra-Hólmskirkju í átta ár.
Hann hefur þjónað með organleik
og söngstjórn við þrettán kirkjur
landsins með tuttugu og átta prest-
um og þremur biskupum.
Fjölskylda
Baldur kvæntist 7.12. 1935 Ingi-
björgu Magnúsdóttur, f. 7.6. 1914, d.
9.11. 1968, húsmóður. Foreldrar
hennar voru Magnús Helgason, f.
28.2. 1872, d. 8.8. 1921,
bóndi á Hofi í Dýrafirði,
og Þuríður Benónýsdótt-
ir, f. 30.12. 1883, d. 2.8.
1971, húsfreyja. Ingibjörg
ólst upp hjá Guðmundi J.
Sigurðssyni, vélsmið á
Þingeyri.
Synir Baldurs og Ingi-
bjargar eru Pétur A. Bald-
ursson, f. 22.6. 1933, hafn-
arstjóri Grundartanga-
hafnar, búsettur á Akra-
nesi, kvæntur Önnu
Helgadóttur húsmóður og eiga þau
fimm börn; Svanur Baldursson, f.
18.2. 1948, starfsmaður við Ráðhús
Reykjavíkur, í sambúð með Eddu
Egilsdóttur póstfulltrúa og eiga þau
tvö börn.
Börn Péturs eru Baldur, f. 17.2.
1955, trésmiður, í sambýli með
Lindu Sigvaldadóttur húsmóður og
eiga þau þrjú börn; Helgi, f. 13.7.
1957, verktaki, í sambúð með Sigríði
Valsdóttur ritara og eiga þau þrjú
börn; Pétur, f. 12.11.1960, starfsmað-
ur Norðuráls, í sambýli með Frey-
dísi Frigg Guðmundsdóttur þroska-
þjálfa og á hann fimm börn; Inga
Áslaug, f. 27.4. 1965, tækniteiknari,
gift Þorgeiri Kristóferssyni pípu-
lagningarmeistara og eiga þau tvö
börn; Guðlaug framkvæmdastjóri
gift Guðna Gunnarssyni er starf-
rækir heilsuræktarstöð í Los Angel-
es.
Börn Svans eru Ingi Sigurður, f.
7.5. 1982; Ásta Kristín, f. 27.2. 1989.
Bróðir Baldurs er Pétur Sigur-
jónsson, f. 25.10. 1913, trésmiður í
Reykjavík, kvæntur Jónínu Jóns-
dóttur húsmóður og eignuðust þau
fimm börn en fjögur þeirra eru á
lffi.
Uppeldisbróðir Baldurs var Bragi
Guðmundsson, sem er látinn, var
kvæntur Elísabetu Einarsdóttur.
Foreldrar Baldurs voru Sigurjón
Pétursson, f. 29.7. 1872, d. 12.2. 1960,
trésmiður á Þingeyri við Dýrafjörö,
og Sigríður Jónsdóttir, f. 22.12. 1888,
d. 8.10. 1977, húsmóðir.
Baldur
Sigurjónsson.
Axel Jónsson
Axel Jónsson veitingamaður,
Ránarvöllum 2, Keflavik, verður
fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Axel fæddist í Hafnarfirði en ólst
upp í Sandgerði. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Flensborg 1967, út-
skrifaðist frá Hótel- og veitinga-
skóla íslands 1973, og lærði mat-
reiðslu hjá Hótel Loftleiðum
1968-72.
Axel var skólabryti við Hérað-
skólann á Laugarvatni 1973-78 en
hefur starfað við eigin veit-
ingarekstur á Suðurnesjum frá 1978,
m.a. með veisluþjónustu, Veitinga-
húsið Glóðina og Flugeldhús Atl-
anta.
Axel er nú ráðstefnustjóri á Hótel
Keflavík.
Axel er meðlimur í Lionshreyf-
ingunni frá 1974 og félagi í Oddfell-
owstúkunni Nirði í Keflavík frá
1980. Hann var varabæjarfulltrúi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1990-94.
Auk þessa hefur Axel gegnt ýmsum
öðrum trúnaðarstörfum.
Fjölskylda
Axel kvæntist 25.9. 1971 Þórunni
Halldórsdóttur, f. 24.9. 1950, snyrti-
fræðingi. Hún er dóttir Halldórs
Friðrikssonar málara og Sigríðar
Vilhelmsdóttir húsmóður.
Börn Axels og Þórunnar eru Jón
Axelsson, f. 22.7. 1972, rekstrarfræð-
ingur í Keflavík, en sonur hans er
Axel Jónsson, f. 6.1.1997; Fanný Sig-
ríður Axelsdóttir, f. 7.12. 1978, nemi
í Keflavík.
Systkini Axels, sammæðra, eru
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, f.
28.6. 1946, endurskoðandi í Hafnar-
firði; Valgerður Sigurð-
ardóttir, f. 31.7. 1951,
skrifstofumaður í Mos-
fellsbæ; Ragnheiður Sig-
urðardóttir, f. 24.5. 1953,
matráðskona í Hafnar-
firði; Björg Sigurðar-
dóttir, f. 25.6. 1954,
markaðsfulltrúi í Stokk-
hólmi; Aðalheiður Dóra
Sigurðardóttir, f. 4.1.
1964, skrifstofumaður í
Hafnarfirði.
Systkini Axels, sam-
feðra, eru Vignir Jóns-
son, f. 5.5. 1956, kennari Reykjavík;
Þorsteinn Jónsson, f. 4.1.1958, kynn-
ingarstjóri í Keflavík; íris Jónsdótt-
ir, f. 25.3. 1963, myndlistamaður í
Keflavík.
Uppeldisbróðir Axels er Guð-
mundur Jóelsson, f. 30.11. 1948, end-
urskoðandi, Kópavogi.
Foreldrar Axels eru
Jón Axelsson, f. 14.6.
1922, fyrrv. kaupmaður
í Sandgerði, og Jóna
Gísladóttir, f. 24.6. 1923,
húsmóðir í Hafnarfirði.
Eiginkona Jóns er
Bergþóra Þorbergsdótt-
ir, f. 1.5.1925, húsmóðir.
Eiginmaður Jónu er
Sigurður Guðmunds-
son, f. 30.11. 1923, fyrrv.
skrifstofumaður.
Axel og Þórunn
munu taka á móti gestum í safnað-
arheimilinu Innri-Njarðvík, laugar-
daginn 4.3. frá kl. 19.50.
Axel Jónsson.
Guðný Halldórsdóttir
Guðný Halldórsdóttir,
húsfreyja I Reynihlíð i
Mývatnssveit, varð sjötug
á fimmtudaginn var.
Starfsferill
Guðný fæddist á Gunn-
arsstöðum í Þistilfirði og
ólst þar upp í foreldrahús-
um. Hún flutti i Mývatns-
sveitna 1950, giftist þar
skömmu síðar og hefur
verið húsfreyja í Reyni-
hlíð síðan.
Auk almennra húsfreyjustarfa í
Reynihlíð hefur Guðný unnið við
gestamóttöku í Hótel Reynihlíð sl.
fimmtíu ár.
Fjölskylda
Guðný giftist 29.4. 1951
Snæbirni Péturssyni, f.
31.8. 1928, bónda í Reyni-
hlíð. Hann er sonur Pét-
urs Jónssonar, vega-
vinnuverkstjóra og hótel-
stjóra í Reynihlíð, og
Kristínar Þuriðar Gísla-
dóttur húsfreyju.
Börn Guðnýjar og Snæ-
björns eru Þuríður, f. 10.8.
1951, búsett í Mývatns-
sveit, gift Agli Steingrímssyni og
eiga þau þrjú böm; Þórunn, f. 19.2.
1953, búsett í Mývatnssveit, og á
hún eina dóttur; Pétur, f. 29.12.1959,
búsettur í Mývatnssveit, en kona
hans er María Rúriksdóttir og eiga
þau tvær dætur; Halldór, f. 19.3.
1966, búsettur í Ósló en kona hans
er Gróa B. Jóhannesdóttir og eiga
þau tvö börn; Bryndís, f. 21.1. 1968,
búsett í Reykjavík, en maður henn-
ar er Hjörtur Jónsson og eiga þau
þrjú börn.
Systkini Guðnýjar: Arnbjörg
Halldórsdóttir, f. 4.2. 1922, húsfreyja
í Réttarholti í Höfðahverfl; Óli Hall-
dórsson, f. 1.8. 1923, d. 2.5. 1987,
bóndi á Gunnarsstöðum; Árni Hall-
dórsson, f. 25.7. 1925, d. 1997; Hall-
dóra Halldórsdóttir, f. 13.2. 1928,
húsmóðir í Hafnarfirði; Gunnar
Halldórsson, f. 15.2. 1933, bóndi á
Gunnarsstöðum í Þistilfirði; Bryn-
hildur Halldórsdóttir, f. 20.8. 1936,
húsmóðir og hreppstjóri í Syðra-
Lóni í Þistilfirði.
Foreldrar Guðnýjar voru Halldór
Ólason, f. 7.9. 1895, d. 28.7. 1975,
bóndi á Gunnarsstöðum, og Þuríður
Árnadóttir, f. 29.10. 1885, d. 22.6.
1982, húsfreyja á Gunnarsstöðum.
Ætt
Halldór var sonur Óla Sigurðs-
sonar og Halldóru Halldórsdóttur í
Hvalvatnsfirði.
Þuríður var dóttir Árna Davíðs-
sonar og Arnbjargar Jóhannesdótt-
ur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.
Guðný tekur á móti gestum í Hót-
el Reynihlíð laugardaginn 4.3. frá
kl. 15.00.
Guðný
Halldórsdóttir.
Þakka öllum œttingjum og vinum sem glöddu mig
á áttrœðisafmœli mínu með skeytum, gjöfum og
sérstaklega Kanadaferð á síðastliðnu sumri.
Guð blessiykkur öll.
Júlíus Jónsson
Norðurhjáleigu
V-Skajt.
Til hamingju
með afmæíið
5. febrúar
80 ára______________
Guðmundur Benediktsson,
Laufásvegi 18a, Reykjavík.
Guðmundur Bjarnason,
Laufskógum 18, Hveragerði.
75 ára
Egill Valgeirsson,
Hrísateigi 25, Reykjavík.
Guðrún E Halldórsdóttir,
Grenimel 47, Reykjavík.
Gunnar Hannesson,
Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi.
Ingibjörg St Kristjánsdóttir,
Árskógum 6, Reykjavík.
Jón Tryggvason,
Grænumýri 10, Akureyri.
Margrét Jóhannsdóttir,
Bollagötu 14, Reykjavík.
Sigurvaldi Guðmundsson,
Vogatungu 27, Kópavogi.
70 ára_____________
Haukur Óskar
Ársælsson,
Lækjarsmára 6,
Kópavogi, verður
sjötugur á mánudag.
Kona hans er Unnur
S. Jónsdóttir. Þau taka á móti
gestum í safnaðarh. Digra-
neskirkju sunnud. 5.3. kl. 15-18.
Sang Hoa Ly,
Reynimel 90, Reykjavík.
Sigríður Þ Sigurðardóttir,
Ásholti 10, Reykjavík.
60 ára
Friðrik H. Aðalbergsson,
Árbakka 7, Seyðisfírði.
Guðbjörn Pétursson,
Vallargerði 24, Kópavogi.
Pálmi Pétursson,
Keilufelli 30, Reykjavík.
Sigurður Þorláksson,
Hlíðarvegi 22, ísafirði.
50 ára
Arinbjörn Jóhannsson,
Brekkulæk, Hvammstanga.
Árni Friðriksson,
Skólatröð 9, Kópavogi.
Árni verður að heiman.
Gunnar Hjálmarsson,
Tjarnarbóli 12, Seltjarnarnesi.
Helgi Þorvalds Gunnarsson,
Starhólma 10, Kópavogi.
Jón Benediktsson,
Skaftafelli 2, Fagurhólsmýri.
Lovísa Ásgeirsdóttir,
Lerkilundi 14, Akureyri.
Sigurlín Jónsdóttir,
Rifshalakoti, Rangárváilasýslu.
Svanhvít Gísladóttir,
Bæ, Hofsósi.
Tryggvi Gunnarsson,
Flögusíðu 3, Akureyri.
Þóra Þorvaldsdóttir,
Hrannarbyggð 11, Ólafsfirði.
40 ára
Birna R. Aðalsteinsdóttir,
Hrisbraut 2a, Höfn.
Freyja Ingólfsdóttir,
Skeljagranda 1, Reykjavík.
Guðmundur Þorsteinsson,
Torfufelli 17, Reykjavik.
Hrafnhildur Björgvinsdóttir,
Holtsgötu 35, Reykjavík.
Jóhanna Guðríður Linnet,
Grófarsmára 24, Kópavogi.
Júlía Sigurbjörg Stefánsdóttir,
Holtsgötu 37, Sandgerði.
Karl Knútur Ólafsson,
Hlíðargötu 22, Sandgerði.
Lilja Ósk Úlfarsdóttir,
Kársnesbraut 93, Kópavogi.
Ólafur Ingi Jónsson,
Mýrum, Grundarfirði.
Sigurður Garðar Steinþórsson,
Staðarvör 6, Grindavík.
yilhjálmur Þorleifsson,
Álfhólsvegi 84, Kópavogi.
Þórður Ingólfsson,
Sunnubraut 7, Búðardal.