Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 68
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö f hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Afléttu farbanni vegna fréttar DV af niðurfellingu komubanns: Einkafarbann Flugleiða á Janet - kemur mér spánskt fyrir sjónir, segir aðstoðarforstjórinn „Það kemur mér afar spánskt fyr- ir sjónir að þetta skuli hafa gerst. Þetta er í bága við okkar vinnuregl- ur - við gerum þetta ekki,“ segir Einar Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Flugleiða, en að því er Róbert Árni Hreiðarsson, lögmaður Janetar Grant, fullyrðir færði ókunnur starfsmaður Flugleiða athugasemd við nafn Janetar i sölukerfi félags- ins þannig að henni var neitað um Á'Wfarmiðakaup hjá félaginu. Róbert Árni segir athuganir sínar hafa leitt í ljós að starfsmaðurinn hafi lesið dagblaðafréttir af komu- banni Janetar til Spánar og þvi gert um það athugasemd í sölukerfinu. Janet hafi því verið neitað um að kaupa farmiða til Spánar með við- 'komu í London á skrifstofu félags- ins þar til hún dró upp frétt úr DV þar sem skýrt var frá því að komu- banninu hafði verið aflétt. Lögmaöur í heimsókn. Róbert Árni Hreiöarsson, lögmaöur Janetar Grant, ásamt barnsfööur Janetar og börnum þeirra, Ástþóri Mario og Móniku Ósk í Malaga á Spáni 20. mars sl. Hittir börnin á sunnudaginn Einar staðfestir að þegar Janet hafi pantað farmiða símleiðis hafi starfsmaður söluskrifstofunnar fært inn áðurnefnda athugasemd við bókun hennar. „Við vitum ekki enn hvernig athugasemdin var sett inn en hún var um að hún væri skil- ríkjalaus og gæti þar af leiðandi lent í vandræðum. Þetta eru ekki upp- lýsingar sem við ætlumst til að séu skráðar," segir Einar. Janet Grant er nú að ferð- búast og heldur til Spánar á sunnudagsmorgun. „Það var stúlka á sölu- skrifstofunni á Laugavegin- um sem sagðist hafa séð DV á kaffistofunni og fært mig inn í tölvuna. En hún var ósköp indæl og tók mig strax út þegar ég sýndi henni frétt- ina úr DV um að komubann- inu til Spánar hafði verið aflétt," segir Janet. Hún hef- ur ekki hitt bömin sín tvö frá því henni var vísað frá Spáni fyrir rúmu hálfu ári og ætlar að koma þeim á óvart á sunnudaginn. „Þau halda að þau séu að fara út á flugvöll að ná í frænku sína frá Barcelona," segir Janet og biður DV að koma þakklæti á framfæri til allra sem hafa stutt hana í þessu erfiða máli. -GAR brother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgeröir margar leturstærðir 16 leturstillingar prentar í 10 linur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport flutt i Skipholt 50 d Verkamannasambandið: 15 þúsund á leið í verkfall „Við erum búnir að vera í viðræðum við þessa atvinnurekend- ur frá því í haust ekkert gengur. Því verðum við að þau tæki sem við um,“ sagði Björn ar Sveirisson, formað- ur Verkamannasam- bandsins, eftir ákveðið var í gær boða til verkfalls fé- lagsmanna um land allt frá og með næstu mánaðamótum verði það samþykkt á félags- fundum. „Menn eru alltaf að tala um óskilgreindan mannauð sem er fólginn er í tveggja milljóna króna mönnum i einhverj- um banka úti i bæ. En þegar við förum fram á 15 þúsund króna hækkun ofan á kauptaxta okkar félagsmanna þá er að við séum að ríða þessu þjóðfélagi til helvítis. Sjálfur forsætisráðherra tekur til sín á annað hundrað þúsund króna launahækkun í gegnum kjaradóm en engin minnist á að hann sé að ríða þjóðfélaginu til helvítis,“ sagði Björn Grétar Sveinsson. -EIR Björn Grétar Sveinsson. Erum ekki aö ríöa þjóöfélaginu til helvítis. Sökkvandi trilla í ísafjarðardjúpi: Feðgum bjargað á síðustu stundu Feðgum var bjargað úr sjávar- háska 20 sjómílur út af Rit í ísa- fjarðardjúpi laust eftir klukkan 21 í gærkvöldi. Bátur feöganna, Birta Dís, frá Vestmannaeyjum, sem gerð er út frá Súgandafírði sendi út neyð- arkall um klukkan 20 í gærkvöld en þá hafði báturinn lagst á hliðina. Björgunarsveitir voru þegar kallað- ar út og öllum skipum og bátum á •svæðinu var stefnt á slysstað. Skipverjar á Hrönn ÍS frá Suður- eyri voru fyrstir á staðinn og tókst þeim að bjarga feðgunum á síðustu stundu en þá var báturinn við það að sökkva. Að sögn björgunarsveitarmanna var mikið lán að sjór var lygn og veður gott. I gærdag var þó ísing á miðunum. Ekki er ljóst hvers vegna Birta Dis lagðist á hliðina en bátur- inn hafði verið á línuveiðum i ísa- fjarðardjúpi. -EIR/KS/rt LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 DV-MYND GVA Milljón bollur. Lárus bakari í Suöurveri er glaöbeittur meö bollurnar sínar og klár í slaginn á bolludaginn sem er á mánudag. Hvert bakarí í landinu bakar 18-25 þúsund bollur fyrir bolludaginn og reikna bakarar meö tæpum fjórum bollum á mann. Alls eru því bakaöar um milljón bollur á landinu öllu og í þær fara 25 þúsund lítrar af rjóma. Rannsakar bókhald Sæunnar Axels ehf: Kröfur nema DV Akureyri: Kröfúlýsingafrestur í eignir þrota- bús fiskverkunar Sæunnar Axels ehf. í Ólafsfirði er útrunninn. Að sögn Ólafs Biigis Ámason, skiptastjóra þrotabús- ins, nema lýstar kröfúr í búið 841 millj- ón króna. Kröfunum má skipta í þrennt, veð- kröfur nema 513 milljónum, almennar kröfur 111 milljónum og forgangskröf- ur um 17 milljónum. Þegar talað er um forgangskröfúr er aöallega átt við laun og launatengd gjöld, s.s. orlof, lífeyri og í þessu tilfelli laun vegna uppsagnar- 641 milljón frests þar sem skipveijar á bátnum Kristjáni ,sem var í eigu fyrirtækisins, koma mikið viö sögu. Embætti Skattrannsóknarstjóra og og Ríkistollstjóraembættið hafa ákveð- ið að rannsaka bókhald fyrirtækisins. Frá þvi var greint í gær. Ólafúr Birgir skiptastjóri vildi htið ræða um hvað væri til skiptanna í þrota- búinu, eða hvers virði það væri sem til er. Um er að ræða fasteignir og lítilræði af afúrðum, en báturinn Kristján, sem var nánast yfirveösettur eins og allar aðrar eignir fyrirtækisins, hefur verið seldur fyrir 50 milljónir. -gk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.