Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
17
DV
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsieinsdótfir
í kjól úr vatni
Nína Björk Elíasson er söngkona í Dan-
mörku. Ein af mörgum, vissulega, en líklega
sú eina sem syngur drjúgan hluta af hverjum
tónleikum á íslensku. „En ég segi yfirleitt frá
því á undan um hvað ég ætla að syngja næst,“
segir hún, „og einn gagnrýnandi sagði að ég
væri svo góður sögumaður að það gerði ekk-
ert til þótt textamir minir væru á íslensku."
Nína Björk hefur gefið út tvær hljómplötur,
sú fyrri heitir Sortner du sky og er bæði á ís-
lensku og dönsku; sú síðari sem kom út í
fyrra heitir í kjól úr vatni og er eingöngu á ís-
lensku. Titillinn er tekinn úr ljóði eftir Sjón
sem hún syngur á plötunni: „Mig dreymdi
konu í kjól úr vatni / með höfuð eins og
sítrónur í gluggakistu / og vínglas í framréttri
hendi.“ Önnur skáld sem eiga ljóð á plötunni
eru Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Páls-
son, Linda Vilhjálmsdóttir og nafna Nínu,
Nína Björk Árnadóttir. Eftir þær tvær er
magnaðasti seiðurinn á plötunni, „Tvö
hjörtu":
Segðu það nœturfjólunni
segðu það morgunstjörnunni
aó sársaukinn hafi flogiö
inn í tvö stór hjörtu
og sitji nú þar
með vœngina sína slútandi. . .
Tilfinningasamband nauðsynlegt
Nína Björk er úr Reykhólasveitinni, dóttir
Sigurðar Eliassonar tilraunastjóra sem þekkt-
ur var um allt land á sinni tíð fyrir textann að
Litlu flugunni hans Sigfúsar Halldórssonar.
Hún varð stúdent 1965 frá MR og fór til Dan-
merkur í tónvísindanám. Þar hefur hún ílenst
siðan og starfað meðal annars við söng- og tal-
kennslu. „En ég hef alltaf sungið með,“ segir
hún. „Fyrst var ég beðin um að syngja við
ýmis tækifæri en síðustu fimmtán ár hef ég
æft með atvinnuhljóðfæraleikurum og undan-
farin ár hef ég haldið fjölmarga tónleika með
hljómsveitinni Klakka sem leikur með mér á
diskunum, til dæmis í kirkjum og menningar-
stofnunum af ýmsu tagi.“
Nína Björk hafði sungið alveg frá því að
hún var bam en á menntaskólaárunum ruddi
píanónámið söngnum að mestu út. En hann
kom til baka og smám saman fór hún að
semja sín eigin lög. Á nýju plötunni eru tíu
lög eftir hana og fimm eftir gítarleikarann
hennar, Danann Hasse Poulsen, sem er þekkt-
ur á sínu sviði í heimalandinu. En hvernig er
því tekið þegar hún syngur heila tónleika á ís-
lensku?
„Því er tekið mjög vel, en ef ég segi ekki frá
efni textanna á fólk til að kvarta og biðja um
skýringar!"
Við nánari um
hugsun riíjast
auðvitað
upp fjöldi
söngvara sem
hafa sungið á
grísku, portú-
gölsku,
spönsku eða
öðrum mál-
um sem mað-
ur kann ekki
en hafa heillað
með rödd og
túlkun. Þar má
nefna til dæmis
hina frábæru Cesariu
AKt'KKVRI
I.-25. JÚNÍ
Evora sem kemur á Listahátíð í vor - ekki þarf
að skilja orðin til að nema inntakið og tilfmn-
ingarnar hjá henni. Rödd Nínu Bjarkar og lögin
sem hún syngur bera með sér ákveðinn hugblæ
sem segir meira en mörg orð.
„Já, það er líka mín reynsla," segir hún. „Þeg-
ar ég var að syngja í Þýskalandi með tónlistar-
mönnum víðs vegar að úr heiminum þá komu
margir til mín á eftir til að kaupa plötuna mína
- spánskar stelpur og franskar stelpur, pólskur
tónlistarmaður og ítalskur strákur og fleiri, öll
hálfskælandi yfir þessum óskiljanlegu textum!
Sænskir útvarpshlustendur hafa beðið um meiri
spilun á plötunum mínum og þegar ég söng á
tónleikum í Eistlandi fyrir skömmu vildu menn
heyra fleiri lög á íslensku."
„Eitthvað þarf að höfða til mín í því, ein-
hver tilfmning sem snertir mig og mig langar
til að syngja um. Svo syng ég ljóðið - stundum
mörgum sinnum - inn á segulband og smám
saman verður lagið til. Stundum gerist það
hratt, stundum ekki.“
- Gegnumgangandi finnst mér svolítið
harmrænn tónn í lögunum, undirliggjandi
tregi.
„Já, slík ijóð höfða til mín,“ segir hún
dræmt, „þó er miklu meiri kímni á þessari
plötu en þeirri fyrri.“
Erfið í flokkun
Þegar Nína Björk er spurð hvaða söngvari
hafi haft mest áhrif á hana á ferlinum nefnir
DV-MYND PJETUR
Nína Björk Elíasson
„1 Berlingske Tidende var nýi diskurinn minn gagnrýndur með klassískum piötum en í Politiken
með djassplötum. En ég held að ég myndi setja mig í heimstónlistarbásinn ef ég
aetti að flokka sjálfa mig. “
Treginn laöar
Hljómsveitin Klakki er samnorræn, org-
anistinn er norskur, gítarleikarinn og
trommuleikararnir danskir, bassaleikarinn
hálfislenskur. Þó er tónninn á plötunni frekar
suðrænn en norrænn.. .
„Það eina sem ég hef reynt er að hitta á tón-
inn í ljóðinu," segir Nína Björk í vörn. „Oft er
grunnstemning í ljóðum sem ég reyni að ná.“
- Lestu þá mikið af íslenskum ljóðum?
„Nei, en ég les markvisst. Sæki mér leið-
beiningar héðan að heiman og næ í ljóðabæk-
ur í samræmi við þær.“
- Nú hefur sú þjóðsaga verið lífseig á ís-
landi að ekki sé hægt að syngja óhefðbundin
ljóð eða fríljóð.
„Það er samt hægt!“ segir Nína Björk og
skellir upp úr. „Það er meira að segja hægt að
búa til furðu hefðbundin lög við óhefðbundin
ljóð. Við Hasse ræddum lengi um þetta því
ekki vildum við setja algera nútímamúsík við
þessa texta“ - og hún tekur nokkra mishljóma
tóna til útskýringar - „það hefði höfðað til
færra fólks. Við lögðum okkur fram við að
hafa tónlistina þannig að það væri auðvelt að
hlusta á hana.“
- En hvað þarf ljóð að hafa til að þig langi
til að semja við það lag?
hún fyrst færeysku söngkonuna Anniku
Hoydal.
„Á námsárunum kom nokkrum sinnum fyr-
ir að ég söng á sömu tónleikum og hún og ég
var mjög hrifín af henni. Ég var að læra klass-
ískan söng á þeim tíma sem fór ekkert sér-
staklega vel í mig en hún stóð þarna á tré-
klossunum sínum og söng lögin sín, alein á
sviðinu, og ég hugsaði: „Það er líka hægt að
gera svona!“ Björk finnst mér ofsalega góð en
annars hlusta ég á blöndu af alls kyns tónlist.“
Nína Björk segist ýmist vera sett á bás með
heimstónlist eða djasssöngvurum. „I Berl-
ingske Tidende var nýi diskurinn minn gagn-
rýndur með klassískum plötum en í Politiken
með djassplötum. En ég held að ég myndi setja
mig í heimstónlistarbásinn ef ég ætti að
flokka sjálfa mig.“
Það er dýrt spaug að koma með heila hljóm-
sveit til íslands og Nína Björk lætur sig
dreyma um að komast í samband við íslenska
tónlistarmenn sem hún gæti sungið með
hérna heima. í fyrirsjáanlegri framtíð verða
ekki tónleikar með henni hér á landi svo að-
dáendur hennar verða að fara yfir hafið ef
þeir vilja hlusta á hana milliliðalaust. Fyrir
hina er alltaf diskurinn: 1 kjól úr vatni - sem
Japis dreifir.
Hátíð áhuga-
leikfélaga
Eiríkur Guðmundsson, Auður Jónsdóttir,
Úlfhildur Dagsdóttir og Andrl Snær Magnason
Þau eru meðal aðstandenda nýrrar ritraðar um
veröldina, nútímann og okkur öll.
Nú, þá, þannig
og þegar
Á morgun kl. 17.15 hefst dagskrá í Nýlistasafn-
inu í tilefni af útkomu fyrstu bókanna í ritröðinni
Atvik, nýrri ritröð sem bókaútgáfan Bjartur og
ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi
fræðifólks, standa að. Á dagskránni munu að-
standendur útgáfunnar, höfundar og þýðendur
kynna efni bókanna.
Ritröðin Atvik er vettvangur þar sem kynntar
verða hugmyndir og rannsóknir með þýðingum
og frumsömdum textum í hnitmiðuðum smárit-
um. Henni er ætlað að örva umræðu um knýjandi
efhi sem tengjast samtímanum með útgáfú á
handhægum og ódýrum bókum í vasabroti; vasa-
fræði. Atviksbækumar eru hugsaðar sem vopn
til daglegs brúks, verkfæri til nota hér og nú til
að skilja umhverfi sitt, breyta því og umskapa.
Fyrsta Atviksritið heitir Tengt við tímann: Tíu
sneiðmyndir frá aldalokum. Ritstjóri er Kristján
B. Jónasson. Þetta er safn tíu texta þar sem tíu
manns reyna að fmna taug milli sín og samtím-
ans og eru höfundar þekktir ungir fræðimenn og
rithöfundar, Eiríkur Guðmundsson, Auður Jóns-
dóttir, Hjálmar Sveinsson, Andri Snær Magna-
son, Úlfhildur Dagsdóttir, Hermann Stefánsson,
Oddný Eir Ævarsdóttir, Ármann Jakobsson,
Kristján B. Jónasson og Jón Karl Helgason.
Annað í ritröðinni er safn ritgerða eftir Walter
Benjamin, Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu
sinnar. Ritstjóri er Hjálmar Sveinsson sem einnig
ritar formála. Hugleiðingar þýska heimspekings-
ins Walters Benjamin - sem hefur verið kallaður
guðfaðir menningarffæða - hafa verið óþrjótandi
brunnur fyrir alla þá sem hafa gert sér far um að
skilja hvemig tæknilegar nýjungar hafa breytt
skynjun, hugsun og lifsháttum okkar.
Þriðja ritið er Frá eftirlíkingu til eyðimerkur,
safn greina eftir franska heimspekinginn Jean
Baudrillard undir ritstjóm Geirs Svanssonar.
Baudrillard er nýstárlegur menningarrýnir sem
hefur sett fram umdeildar kenningar um samtím-
ann og hið póstmódemíska ástand. Veruleikinn
er, segir hann, ekki lengur raunverulegur heldur
ofur- og sýndarverulegur. í bókinni em væntan-
legir lesendur boðnir velkomnir í „eyðimörk
veruleikans".
Ritröðin greinist í fjórar meginkvíslar sem eru
auðkenndar með atviksorðunum nú, þá, þannig
og þegar. Ekki er því um „flokka" að ræða held-
ur vísa atviksorðin til íjölbreyttrar nálgunar og
mismunandi sjónarhoma. Atviksbókunum er
ætlað að draga fram athyglisverðar hræringar í
menningarlífi hér á landi og erlendis, skýra þær
og skilgreina. í ritstjóm Atvika sitja Davíð Ólafs-
son, Hjáimar Sveinsson, Irma Erlingsdóttir, Sig-
urður Gylfi Magnússon og Úlfhildur Dagsdóttir.
Hláturgas
til ísafjarðar
Farandsýningin Hláturgas verður opnuð á
Sjúkrahúsi ísafjarðar á morgun kl. 15 á leið sinni
milli sjúkrahúsa kringum landið. Mönnum er
loksins að skiljast að hláturinn lengir lífið ...
Fyrirlestur um
Bandalag íslenskra leikfélaga efnir til alþjóð-
legrar leiklistarhátíðar á Akureyri dagana
21.-25. júní á sumri komanda - L2000 - í sam-
vinnu við Reykjavík menningarborg. Tilefnið
er 50 ára afmæli bandalagsins, sem var stofnað
árið 1950 að frumkvæði Ævars Kvaran leikara.
Þetta verður mikil veisla fyrir leikhúsáhuga-
fólk með að minnsta kosti átta sýningum frá ís-
lenskum leikfélögum af öllu landinu, og nú þeg-
ar hefur verið tilkynnt um 3 leiksýningar sem
koma erlendis frá.
Frá Helsinki í Finnlandi kemur leikhópur-
inn Kellariteatteri með sýninguna „Segðu
sérðu regnið" eftir leikhópinn og IIppo Lukkar-
inen. Þetta er óvenjulegur söngleikur sem not-
ið hefur gífurlegra vinsælda í heimaborg sinni
og fjailar um ýmis böl nútímans á gamansam-
an og bjartsýnan hátt - eins og Finnum einum
er lagið. Frá Riga í Lettlandi kemur leikhópur-
inn Auskelis Limbazi Teatris með sýninguna
„Á rúmsjó" eftir Slavomir Mrozek. Þetta er
sprenghlægilegur gamanleikur eftir eitt vin-
sælasta leikskáld Póllands. Sýning leikhópsins
hefur fengið einróma lof í heimalandi sínu og
var valin besta leiksýning áhugaleikfélaga í
Lettlandi á síðasta ári. Frá Bergen í Noregi
kemur leikhópurinn Ervingen með leiksýning-
una „Morð í myrkri“ eftir Rolv Rolvsen. Þetta
er glæpakómedía að hætti Norðmanna og hefur
hlotið lof heima fyrir.
Auk allra þessara leiksýninga verða sex
leiksmiðjur í boði, götuleikhús, hátíðarklúbbur
og ótal fleiri uppákomur vera skipulagðar fyrir
jafnt unga sem aldna. Forseti íslands er vemdari
hátiðarinnar.
Með L2000-hátíðinni vill Bandalag íslenskra
leikfélaga vekja athygli á því kröftuga og
metnaðarfulla starfi sem fer fram innan að-
ildarfélaga þess. Um leið gefst landsmönnum
kostur á að kynnast því hve mikil gróska er í ís-
lensku áhugaleikhúsi um þessar mundir.
sæ- og vatnaskrímsli
Á laugardaginn flytur Þorvaldur Friðriksson
erindi um sæ- og vatnaskrímsli í
tengslum við dagskrá Fræðaset-
ursins í Sandgerði, Mannlíf við
opið haf. Fyrirlesturinn fer fram í
Fræðasetrinu, Garðavegi 1, og hefst
kl. 15.
Dagskrá Fræðaseturs-
ins í Sandgerði stendur til
ágústloka og er eitt af samvinnuverkefnum
Reykjavikur - menningarborgar Evrópu
árið 2000 og sveitarfélaga.