Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Page 28
32
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
Tilvera
x>v
Mel Gibson
Föðurlandsvinur í næstu kvikmynd
sinni, The Patriot.
Föðurlands-
vinurinn
The Patriot er ný kvikmynd sem
frumsýnd verður 30. júní í Banda-
ríkjunum. Um er að ræða rándýra
mynd Roland Emmerich (Indepen-
dence Day, Godzilla) leikstýrirog
gerist meðan á sjálfstæðisbaráttu
Bandaríkjamanna stóð á átjándu
öld. Mel Gibson, sem hefur ekki
leikið í sögulegri kvikmynd frá því
hann gerði Braveheart, leikur
stríðsmann mikinn sem hefur hætt
öllum vopnaviðskiptum og er orð-
inn fjölskyldumaður en tekur upp
þráðinn aftur til verndar fjölskyldu
sinni þegar átökin nálgast heimili
hans. Hann sér fljótlega að eina leið-
in til friðar er að þjóðin sameinist
gegn Englendingum. Handritið
skrifaði Robert Rodat en hann skrif-
aði síðast handritið að Saving Pri-
vate Ryan. Auk Mel Gibson leika í
The Patriot Heath Ledger, Joely
Richardson, Tom Wilkinson, Chris
Cooper og Tcheky Karyo.
-----------— Æi
George Clooney
Er í átökum við náttúruna í The Per-
fect Storm.
Fullkominn
stormur
í hinni ágætu stríðsmynd, Three
Kings, voru í aðalhlutverkum Ge-
orge Clooney og Mark Wahlberg.
Þeim hefur greinilega líkað sam-
starfið vel því þeir eru nú mættir í
annarri kvikmynd, The Perfect
Storm, sem leikstýrt er af Wolfgang
Petersen (Das Boot, Air Force One).
Þeir Clooney og Wahlberg eru enn í
miklum átökum en nú eru það nátt-
úruöflin sem eru óvinurinn en í
myndinni, sem byggð er á stað-
reyndum, segir frá atburðum sem
áttu sér stað 1991 þegar einn versti
stormur sem sögur herma gekk yfir
og fiskibátar hurfu. Segir frá björg-
unarmönnum, fjölskyldum sjó-
manna og örlögum þeirra í mynd-
inni. Auk Clooneys og Wahlbergs
leika í myndinni Diane Lane, Mary
Elizabeth Mastrantonio, Karen
Allen og John C. Reilly.
Stjörnufans í
Time Code
Lítið hefur farið fyrir leikstjóran-
um Mike Figgis (Leaving Las Vegas)
undanfarin misseri. Síðustu kvik-
myndir hans, Miss Julie og The Loss
of Sexual Innocence voru gerðar á
óháða markaðinum og vöktu ekki
mikla athygli. Figgis er nú aftur kom-
inn til Hollywood og verður nýjasta
kvikmynd hans, Time Code, frum-
sýnd í vor. Ekki er um dýra kvik-
mynd að ræða því myndin er tekin
upp á einum degi með handtökuvél.
Um er aö ræða svarta kómedíu um
lífsstíl Los Angelesbúa. Fjöldi þekktra
ieikara tekur þátt í þessari tilraun
Figgis. Má þar nefna Salma Hayek,
Stellan Skarsgard, Jeanne Tripp-
lehorn, Kyle MacLaglan, Saffron
Burrows, Julian Sands, Holly Hunter
og Laurie Metcalf.
Maðurinn á tunglinu:
Grínisti leikur grínista
Burtons, Ed Wood.
Um tíma voru það margir góðir
leikarar sem sóttust eftir því að fá
að leika Andy Kaufman. Danny
DeVito segir að hann hafi þó fljót-
lega hugsað með sér að þetta væri
hlutverk fyrir Jim Carrey og ekki
vantaði áhugann hjá Carrey, sem
hafði unnið stórsigur í The Truman
Show.
George Shamberg, umboðsmaður
Kaufmans, sem fylgdist með kvik-
myndagerðinni frá upphafi segir:
„Það þarf tónlistarmann til
að leika tónlistarmann
og það þarf grínista til
að leika grínista. Það
komu margir þekktir
leikarar í prufutökur
þegar við vorum að
velja í hlutverkið,
en það var aðeins
upptakan með Jim
Carrey sem var
fyndin. Hann
skildi tímasetn-
inguna sem nauð-
synlegt var að
hafa til að geta
túlkað Andy“.
i Að lokum má
; geta þess að
| Andy Kaufman
G og Jim Carrey
'[i eiga sama af-
g§ mælisdag, 17.
janúar.
-HK
Maðurinn á
tunglinu
Jim Carrey þyk-
ir sýna afburða-
leik í erfiðu
hlutverki og
hefur fengið lof
fyrir leik sinn,
þótt hin 6000
manna amer-
íska kvikmynda-
akademía hafi
gengið fram hjá
honum við tilnefningu til
óskarsverðlauna.
Andy Kaufman og umboðsmaður hans
Jim Carrey og Danny De Vito í hlutverkum sínum, en Danny
DeVito var mótleikari Kaufmans í sjónvarpsþáttaröðinni, Taxi.
Að það skyldi vera gerð kvik-
mynd um Andy Kaufman var hrein
tilviljun í afmæli hjá Michael Dou-
glas. Meðal boðsgesta voru Milos
Forman og Danny DeVito. Forman
rifjar upp samtal þeirra: „Það vildi
svo til að við sátum saman við borð,
ég og Danny, og samtal okkar beind-
ist að Andy Kaufman. Danny byrj-
aöi að segja mér sögur af honum og
mann Andy Kaufmans).
í kjölfarið fóru þeir að
leita uppi fólk sem hafði
komið inn í líf hans. Til að
skrifa handritið voru
fengnir Scott Alexander og
Larry Karaszewski en þeir
höfðu skrifað handritið að The
People vs. Larry Flynt, sem Milos
Forman leikstýrði. Þá höfðu þeir
einnig
skrifað
frábært
handrit
að
kvik-
mynd
Tim
Á morgun verður frumsýnd í
Sambíóunum, í Háskólabíói, á Ak-
ureyri og í Keflavík, Man on the
Moon, sem er nýjasta mynd Jims
Carreys. Hann fékk nýlega Golden
Globe verðlaunin fyrir leik sinn í
myndinni. Carrey er í hlutverki
leikarans og grínistans, Andys
Kaufmans sem lést um aldur fram
árið 1984 úr krabbameini, aðeins 35
ára að aldri. Þótti hann mikill
furðufugl og var sárt saknað, ekki
síst af kollegum hans úr skemmt-
anabransanum.
reynslu sinni af að vinna með hon-
um. Þegar ég sagði að ævi hans gæti
orðið stórkostleg kvikmynd var ég
nánast tekinn á orðinu." Danny
DeVito, sem er einn aðaleigandi í
stóru kvikmyndafyrirtæki, hóf
strax undirbúninginn en það liðu
fimm ár þar til upptökur ioks
hófust.
Þegar Forman og DeVito höfðu
loks komið sér saman um að gera
kvikmyndina, sagði Danny DeVito:
„Þú leikstýrir og ég framleiði og
leik George Shapiro (umboðs-
Hver var Andy
Kaufman?
Að segja að Andy Kaufman hafi
verið frumkvöðull sem grínisti gæti
allt eins verið rangfærsla. Það væri
allt eins hægt að kalla hann prakkara
því það voru ekki bara áhorfendur
sem fengu að kenna á grini hans.
Hann átti það til að gera vinum sínum
Ijótan grikk sem ekki fór alltaf vel fyr-
ir brjóstið á þeim. Kaufman var
reyndar orðinn svo þekktur fyrir sín
furðulegu uppátæki og hneykslanlega
framkomu að fjölmargir héldu andlát
hans bara vera hrekk.
Andy Kaufman er, eins og svo
margir af frægum gamanleikurum af
hans kynslóð, útskrifaður frá Satur-
day Night Live sjónvarpsþáttaröð-
inni. Hann hafði eins og félagar hans
byrjað feril sinn í hinum ýmsu
klúbbum og gekk stundum fram af
áhorfendum eins og þegar hann gekk
inn á svið með bók undir hendi og
sagðist ætla að lesa The Great Gatsby
frá upphafi til enda. Hann byrjaði
samviskusamlega á titilsíðunni og
hver ætti réttinn á útgáfunni og hélt
síðan áfram. Áhorfendur sem komu
til aö sjá grínista vissu ekki hvaðan
veðrið stóð á þá og þegar yfir lauk las
Kaufman fyrir tómum sal. Þetta er
aðeins ein saga af mörgum furðuleg-
um sögum af Kaufman, sem enginn
kvaðst í raun þekkja því hann væri
alltaf að leika.
Andy Kaufman varð frægur þegar
hann fékk hlutverk Latka Gravas í
sjónvarpsþáttunum Taxi. í þeim þátt-
Andy Kaufman
Einn uppfiningasamasti grínisti sem
uppi hefur verið og gerði oft í því að
ganga fram af fólki.
um voru íjölmargir stórleikarar sam-
tímans að stíga sín fyrstu skref, þar á
meðal Danny DeVito, Christopher Ll-
oyd, Tony Dansa, Judd Hirsch og
Marilu Henner. Latka var í raun per-
sóna sem Andy hafði skapað áður og
oft notað á sviði. Meðleikendur hans
segja reyndar að hann hafi verið svo
djúpt sokkinn í persónuna að enginn
leið hafi verið að ná sambandi við
Andy sjálfan, hann hafi sífellt verið í
karakter, hvort sem slökkt hafi verið
á myndavélunum eður ei.
Tony Clifton var nafn á öðrum
karakter Andys. Sú persóna var frek-
ar viðurstyggileg: feitur og hallæris-
legur barsöngvari sem fannst ekkert
skemmtilegra en að móðga konur og
klípa í þær. Eitt af furðulegri uppá-
tækjum Andys var að heimta það af
framleiðendum Taxi-þáttanna að
Tony Clifton yrði ráðinn sem leikari
í einn Taxi-þáttinn. Andy þóttist svo
fara í frí og sagði meðleikurum sín-
um ekki hvernig væri í pottinn búið.
Það er skemmst frá því að segja að
Tony Clifton lék svo hörmulega og
hegðaði sér svo illa við tökur þáttar-
ins að hann var rekinn og hent út úr
stúdíóinu af öryggisvörðum. Allar
þessar uppákomur og margar fleiri
má sjá í myndinni.
Andy Kaufman greindist með
krabbamein í lungum um miðjan des-
embermánuð 1983 (hann hafði aldrei
reykt nema þegar hann var að leika
Tony Clifton) og fimm mánuðum síð-
ar var hann allur. Kaufman lét ekkert
af gríninu þótt að dauða væri kominn.
Umboðsmaður hans, George Shapiro,
sagði að stuttu eftir áramót hafi Andy
kallað á hann:
Andy: „George, þú verður að koma
mér í Letterman Show.“
George: „Af hverju?“
Andy: „Vegna þess að hann mun ör-
ugglega spyrja mig hvað ég hefði feng-
ið i jólagjöf og ég get þá svarað:
Krabbamein."
-HK
Milos Forman
Ef hægt er að segja með sanni að
einhver kvikmyndaleikstjóri geri
fáar kvikmyndir
en góðar þá á það
betur við um
Milos Forman en
flesta aðra. Milos
Forman fæddist í
Tékkóslóvakíu 18.
febrúar 1932 og
var skírður Jan
Tomas Forman. I
síðari heimstyrj-
öldinni voru for-
eldrar hans sendir
í útrýmingarbúðir
nasista í
Auschwitz þar sem þau voru tekin
af lífi. Hann var einn efnilegasti
kvikmyndagerðarmaður Tékka þeg-
ar rússneskir skriðdrekar drápur
frelsishugmyndir Tékka árið 1968
og flúði Forman þá til Bandaríkj-
anna og hefur búið þar síðan. Þau eru
orðin mörg óskarsverðlaunin sem
kvikmyndir Formans hafa fengið en
metið var sett með Amadeus, sem
fékk níu óskara. Hér á eftir fer listi
yfir þær átta kvikmyndir sem Milos
Forman hefur leikstýrt eftir að hann
kom til Bandaríkjanna, en í
Tékkóslóvakíu leikstýrði hann
nokkrum myndum sem sumar hverj-
ar unnu til stórra verðlauna á kvik-
myndahátíðum, má þar nefna The
Firemans Ball og Blonde In Love.
Taking Off, 1971
One Flew over the Cuckoo’s Nest,
1975
Hair, 1979
Ragtime, 1981
Amadeus, 1985
Valmont, 1989
People vs. Larry Flynt 1996
Man on the Moon, 1999
Milos Forman
ásamt Jim Car-
rey, sem hér er
í gervi Tony
Cliftons.