Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Side 29
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 33 DV Tilvera Nágrannastúlkan: Aðeins sýnd á miðnætti Háskólabíó mun taka til sýningar í kvöld bandarísku kvikmyndina The Girl Next Door, sem er heim- ildamynd um fyrirsætuna og klám- leikkonuna Stacey Valentine. Það sem gerir sýningu myndarinnar sérstaka er að hún mun aðeins verða sýnd á miðnætti þá daga sem hún er í sýningu. í myndinni er fylgst með lífi og starfi Stacey og þótt vissulega sé fylgst nákvæmlega með henni að störfum þá er varla hægt að kalla myndina klámmynd því meira er gert úr því hvernig kaupin ganga á eyrinni í þessum bransa, auk þess sem einnig er fylgst með Stacey og kærasta hennar sem einnig tekur þátt í gerð klámmynda. í myndinni, sem leikstýrt er af Christine Fugate og hefur fengið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum, er einnig hugað að fortíð Stacey sem fæddist í Tulsa í Oklahoma. Hún átti sér sama draum og margar stúlkur, að verða fræg kvikmynda- stjarna, og sendi ljósmyndir af sér til hinna ýmsu blaða. Það sem hún hafði upp úr því var að hún fékk beiðni frá Husler um að sitja nakin fyrir og tók hún því. Var hún stúlka mánaðarins í september 1996. í kjöl- farið fékk hún tilboð um að leika í klámmyndum og segir hún að það hafi fyrst og fremst verið pening- arnir sem freistuðu hennar. í dag er hún eftirsótt í tímarit og klámmynd- ir og á næga peninga. -HK Winona Ryder í hlutverki Susonnu Kaysen Var búin að hafa augastað á að leika Kaysen í ein sex ár, eða allt frá því að hún las bókina. Það sem átti að verða stutt dvöl á hæli varð að tveggja ára dvöl: Truflaðar stelpur Stjömubió frumsýnir á morgun at- hyglisverða kvikmynd, Girl, Inter- rupted. Myndin er um reynslu rit- höfundarins Susönnu Kaysen á geð- veikrahæli en hún var lögð inn á Tvær á geöveikrahæli Winona Ryder og Angelina Jolie í hlutverkum sínum. Þær leika stúlkur með ólíkan bakgrunn sem hittast á geðveikrahæli. Claymoore-hælið á sjöunda áratugn- um þar sem hún dvaldi í rúm tvö ár. Árið er 1967. Hin sautján ára Sus- anna Kaysen (Winona Ryder) er eins og aðrir táningar á hennar aldri, ráð- villt og óörugg sem reynir að fóta sig áfram á lífsbrautinni. Eftir að hún útskrifast úr menntó er eins og hún rekist á vegg. Henni semur ekki við foreldra sína, enda skilja þeir ekkert í dóttur sinni. Til að bæta úr ástand- inu ákveða foreldrar hennar að vísa henni á sálfræðing. Eftir aðeins tutt- ugu mínútna dvöl hjá sálfræðingn- um er hún úrskurðuð andlega van- heil og álítur sálfræðingurinn að hún þjáist af „persónulegum óró- leika“. Susanna er send til Claymoore-hælisins. Á hælinu kynn- ist hún nýjum vinum sem eiga eftir að upplýsa leið hennar í leit að sjálfri sér. Sú sem er hvað mest áberandi er hin villta Lisa (Angelina Jolie) sem er sjarmerandi hættuleg. Aðrir sjúk- lingar eru m.a. hin ofverndaða pabbastelpa, Daisy (Brittany Murphy), sem hefur dálæti á grilluð- um kjúklingum, og Polly (Elizabeth Moss) sem brennst hefur illa í and- liti. Að endingu þarf Susanna að velja á mUli tveggja heima, heimsins innan veggja hælisins og þess heims sem er öllu flóknari utan veggja Claymoore-hælisins. Winona Ryder hafði strax að lokn- um lestri bókarinnar fyrir sex árum haft áhuga á að leika Kaysen. Hún segir að hún hafi fundið margt líkt með unglingsárum sínum og fram kemur i sögunni. Ryder hitti þó aldrei höfundinn fyrr en Kaysen heimsótti spítalann þar sem upptök- ur fóru fram. Ryder segir að þær hafi báðar verið hræddar við að hitta hvor aðra. Kaysen hafði vitað af því að Winona ætlaði sér hlutverkið, en ótti þeirra var ástæðulaus. Báðar segja að það hafi verið eins og þær hafi strax talað eins og þær hafi þekkst lengi Leikstjóri Girl, Interrupted er James Mangold sem vakti fyrst veru- lega athygli með fyrstu mynd sinni, Heavy, á Sundance-kvikmyndahátíð- inni en það var árið 1996.1 kjölfarið fylgdi lögguspennudramað Copland með Robert De Niro, Harvey Keitel, Sylvester Stallone og Ray Liotta. -HK Angelina Jolie: í fótspor fööurins Angelina Jolie er hratt rísandi stjarna í Hollywood. Hún er tuttugu og fjögurra ára og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún orðið mikla reynslu enda ólst hún upp í Hollywood innan um fræga fólkið og var aðeins sjö ára þegar hún kom fyrst fram í kvikmynd. Jolie þykir einstaklega efnileg leikkona og hef- ur þegar fengið tvenn Golden Globe- verðlaun, verið valin besta nýja leikkonan af gagnrýnendasamtök- um og fengið tvær Emmy-tilnefning- ar. Þriðju Golden Globe-tilnefning- una fékk hún í ár fyrir leik sinn í Girl, Interrupted og nú er hún til- nefnd til óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk og þykir líkleg til að hampa hinni eftirsóttu styttu á sunnudagskvöld. Jolie á ekki langt að sækja leik- hæfileikana, hún er dóttir leikarans Jon Voight sem ávallt hefur verið talinn meðal betri leikara sinnar kynslóðar. Hún var snemma ákveð- in í að feta í fótspor föður sins og á unglingsaldri sótti hún leiknám í hinum þekkta skóla Lees Stras- bergs, Theatre Institute, þar sem hún fékk mikla reynslu í sviðsleik. Áður en hún sneri sér alfarið að kvikmyndum vann hún fyrir sér sem sýningarstúlka, lék i nokkrum tónlistarmyndböndum, meðal ann- ars með Rolling Stones, Meat Loaf, Lenny Kravitz og The Lemm- onheads, og þá lék hún í myndum bróður síns, James Haven Voight, á meðan hann nam kvikmyndafræði í USC School of Cinema. Eftir að hún hóf leik i kvikmynd- um hefur hún leikið í mörgum mis- góðum kvikmyndum. Hennar bestu hlutverk hafa verið í Playing by He- art, Pushing Tin og sjónvarpsmynd- inni Gia sem segja má að hafi skot- ið henni upp á stjömuhimininn. Sú mynd var byggð á ævi þekktrar ljós- myndafyrirsætu sem haldin var sjálfseyðingarhvöt og þegar hún lést var hún forfallinn eiturlyfjaneyt- andi. Kvikmyndir Angelina Jolie Lookin' to Get Out, 1982 Cyborg 2: Glass Shadow, 1993 Without Evidence, 1995 Hackers, 1995 Mojave Moon, 1996 Love Is All there Is, 1996 Playing God, 1997 Hell's Kitchen, 1998 Playing by Heart, 1998 Pushing Tin, 1999 The Bone Collector, 1999 Girl, Interrupted, 1999 Dancing in the Dark, 2000 Gone in Sixty Seconds, 2000 Angelina Jolie Áður en hún sneri sér alfariö að kvikmyndum vann hún fyrir sér sem sýn- ingarstúlka, lék í nokkrum tónlistarmyndböndum, meöal annars með Rolling Stones, Meat Loaf og Lenny Kravitz. Við mælum með... The Insider ★★★★ The Insider er einhver besta kvikmynd sem gerð hefur verið um fjölmiðlun og tekst leikstjóranum, Michael Mann (The Last of the Mohicans, Heat), að ná upp góðri spennu í kvikmynd sem hefur sterk- an boðskap og mikið raunsæi. The Insider er einnig kvikmynd um göl- miðlun, baráttu um fréttir og bar- áttu við eigendur sem hugsa öðru- vísi heldur en fréttamenn. Mann fær góða hjálp frá frábærum leikur- um, Russel Crowe og A1 Pacino.-HK Brínging out the Dead ★★★★ Hér erum við enn á ný komin á slóðir hrelldra sálna þar sem neyð- arópin kveða við úr öllum áttum og helvíti sjálft virðist í besta falli að- eins einni hæð neðar. Myndir Scor- sese lýsa kröftugum átökum og birta okkur magnaðar sýnir þar sem leitin að endurlausn og fyrir- gefningu syndanna mynda grunn- tóninn. -ÁS American Beauty ★★★ Til allrar hamingju fer American Beauty vel með þetta margþvælda efni, gráa fiðringinn, óttann við að eldast og lífsins allsherjar tilgangs- leysi. Styrk og hljóðlát leikstjórn ásamt einbeittum leikarahópi lyftir þessari mynd yfir meðalmennskuna og gerir hana að eftirminnilegu verki. -ÁS Magnoiia ★★★ Hér er áherslan lögð á þau skemmdarverk sem unnin eru í skjóli fjölskyldunnar, vanrækslu, misnotkun og skeytingarleysi. Það sem heppnast afar vel er samspil þessara þráða sögunnar svo úr verð- ur fallegur samhljómur og hjart- næm lýsing á eðli mannlegra sam- skipta. Samkenndin með persónun- um á rætur sínar í þeirri vitneskju að við erum öll tengd en það sem tengir okkur er sú staðreynd að öll erum við stök. -ÁS Summer of Sam ★★★ Það er mikill kraftur í Summer of Sam og sem fyrr er Spike Lee ekk- ert að hlífa persónum sínum, rífur þær niður jafnóðum og hann er bú- inn að upphefja þær. Þrátt fyrir að sumar hverjar séu ýktar þá eru þær trúverðugar, eru í meira lagi orð- ljótar og í samræmi við það um- hverfi sem þær alast upp í. Lee byggir ekki upp mynd sína í kring- um eina eða tvær sögur, heldur keðjuverkandi atburði, sem stund- um virðast eins og tilviljanakennd- ir, en allt stenst þetta nánari skoð- un. -HK Ftaskó ★★★ Aðall Fíaskó er hvernig á galsa- fullan en um leið vitrænan hátt þrjár sögur um ólík viðhorf til lífs- ins tengjast. Myndin er fyndin og um leið mannleg. í sinni fyrstu kvikmynd i fullri lengd fer Ragnar Bragason vel af stað. Það er viss ferskleiki í kvikmynd hans og eng- inn byrjendabragur á leikstjóminni sem er örugg og útsjónarsöm. Hon- um tekst að láta smáatriðin vera mikilvæg fyrir framvindu sögunn- ar, þá hefur hann góð tök á leikur- um sem upp til hópa eru í sínu besta formi. -HK Græna mílan ★★★ Vel gerð og spennandi kvikmynd með áhugaverðum söguþræði á mörk- um raunsæis og þess sem enginn kann skýringu á. Leikstjórinn, Frank Daramont, sem einnig skrifar handrit- ið, fylgir sögunni vel eftir og er lítið um breytingar hjá honum. Þar af leið- andi er myndin mjög löng, nánast engu er sleppt, og hefði að ósekju mátt stytta hana aðeins. Hún hefði þá sjálf- sagt orðið skarpari með sterkari áherslum á hið góða og illa. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.