Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Page 20
H MÍÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 Oddur Jacobsen fermdist í Færeyjum: Fermingar samstarfsverk- efni presta og kaupmanna - og allt of mikil læti á íslandi „I Færeyjum er þetta allt öðruvísi. Þar kostar ekki eins mikla peninga að ferma. Þegar ég fermdist fékk ég mjög lítið i ferm- ingargjöf og þetta hefur ekki breyst mikið þar. Hér á íslandi er engu líkata en ferming- ar séu samstarfsverkefni presta og kaup- manna. Það eru allt of mikil læti í kringum þetta hér. Þetta nær engri átt eins og þetta er orðið,“ segir Færeyingurinn Oddur Jacobsen sem fermdist í Havnar kirkja í Þórshöfn haustið 1974. Hann býr núna í Breiðholtinu með ijölskyldu sinni og stundar bílaviðgerð- ir í Reykjavík enda lærður vörubilavirki í Færeyjum. Þegar Oddur fermdist var lítil veisla þar sem aðeins nánasta fjölskylda var saman komin í kaffiboði. Ólikt því sem hér tíðkast er fermt í Færeyjum bæði að vori og hausti. „Ég fermdist bara af því að það er hefð og mér var sagt að gera það. Svo hefúr þetta breyst hjá mér því nú er ég orðinn ásatrúar- maður svo ekki hefur fermingin breytt miklu.“ Oddur segist fá miklu betri útskýringu á tilurð heimsins í ásatrúnni auk þess sem þar eru engar dýrar fermingar. „I ásatrúnni er maður bara maður sjálfur, lifir í sátt við um- hverfið og náttúruna og er sjálfúm sér sam- kvæmur. Ég þarf ekki að lifa eftir einhvetj- um kenningum sem enginn skilur eins og í kristnu trúnni,“ segir Oddur Jacobsen. -GS Oddur Jacobsen: „Égfermdist bara afþví að það er hefð og mér var sagt að gera þaö." DV-MYND GS Bretta pakkar fyrir börn kr. 24.900,- Bretta pakkar fyrir unglinga kr. 29.900, Vertu ekki út úr myndinni! 0>V>v? sla, vöxun og skerping fylgir öllum brettum g..; ' ■ -í V:::” .. ■ ■ ■ . ■■ . n u í| n v o g u » 2 TTABUD % REYKJAVIKUR 5 6 2 - 1 8 0 0 * gildir til 22. apríl 4776 36-41 6.990 Beige 9052 39-46 4.900 Svart 4771 36-41 6.990 Beige 7277 40-46 3.900 Svart SKOuERSLUN KÚPAVOGS 3691 36-41 6.500 Beige. Hamraborg 3 - simi 5541754.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.