Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Side 4
4
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
I>V
Fréttir
Reebok í Bretlandi útfærir breytingar á nýjum búningi fyrir meistaralið KR:
Mjög ánægðir með
nýja KR-búninginn
- mjög ásættanlegt, miðað við að gera átti róttækar breytingar, segir Ellert Schram
Nýr KR-búningur, sem allir flokkar
í knattspymudeild félagsins taka í
notkun í sumar, hefur verið hannað-
ur og saumaður. Búningurinn er tal-
inn mjög stílhreinn og fallegur. Hins
vegar hafa komið fram skiptar skoð-
anir um þá ákvörðun yfirstjórnar KR
og hönnuðanna frá Reebok í Bret-
landi að láta svart-hvítu rendurnar
vera láréttar.
Eins og fram hefur komið að und-
anfömu hefur staðið til í nokkra
mánuði að lífga upp á KR-búninginn
og breyta aðeins til í samstarfi við
styrktaraðila KR, Reebok.
Pétur Pétursson, núverandi þjálf-
ari meistaraflokks KR, og Atli Eð-
valdsson, fráfarandi KR-þjálfari og
núverandi landsliðsþjálfari, segjast
mjög sáttir við nýja búninginn, svo
og Ellert B. Schram, formaður ÍSÍ,
sem lék i áratugi með meistaraflokki
félagsins í knattspymu. Þegar þeir
þremenningar litu búninginn fyrst
augum í gær urðu þeir ögn hikandi
en voru mjög sáttir þegar þeir höfðu
vanist honum í stutta stund og síðan
mátað hver sina treyjuna. Aðrir sem
DV ræddi við vora á sömu skoðun.
Þremenningamir óskuðu reyndar all-
ir eftir að fá að eiga prufubúningana.
Fulltrúar Reebok í Bretlandi og á
íslandi munu sýna og selja kynning-
areintök af búningunum í aðalstöðv-
um KR í Sörlaskjóli i dag, frá klukk-
an 11-13.
Kemur þægilega á óvart,
segir Pétur
„Miðað við það sem maður er bú-
inn að heyra um að KR-búningurinn
ætti að taka róttækum breytingum þá
fmnst mér þessi búningur bara mjög
ásættanlegur. Kannski má segja að
það sé tákn um stöðugleika aö hafa
rendumar þversum. En mér fmnst
þetta fint. Yfirleitt gleðjast menn
mest þegar við skorum mörkin. Ég
reikna með að við munum gera mik-
ið að því í þessum búningi," sagði Ell-
ert B. Schram.
Atii Eövaldsson segist líta björtum
augum til framtíðar KR með hliðsjón
af nýja búningnum:
„Rendurnar minna á tröppugang-
DV-MYNDIR ÞÖK
Pétur, Ellert og Atli eru sáttir
Nýi KR-búningurinn þykir stílhreinn og fallegur. Þjálfari meistaraflokks KR, landsliösþjálfarinn og formaöur ÍSÍ fengu all-
ir aö eiga prufueintakiö. Þeir telja, ef nokkuö er, aö KR muni ná betri árangri í þverröndótta búningnum.
inn sem er hjá félaginu. Við erum
endalaust að klífa tindinn. Þetta er
tákn um nýja öld. Ein rönd táknar
hvert ár, svart og hvítt, síðan koma
fleiri, þetta táknar 100 næstu ár sem
við eigum eftir að keppa,“ sagði Atli.
Pétur Pétursson, þjálfari KR,
kvaðst ekki beint vilja skírskota til
ákveðinna tákna. Hins vegar kveðst
hann horfa björtum augum til næsta
sumars:
„Ég held að það sé bara betra að
spila í þessum búningum. Sennilega
verðum við bara fljótari fram og til
baka á vellinum að hafa þetta svona.
Þetta er mjög fallegur búningur.
Hann kemur mér þægilega á óvart,“
sagði Pétur Pétursson. -Ótt
Sveinn Jónsson, fyrrum formaöur KR:
Jafngildir fölsun
„Ég spyr nú bara hvað sé að þess-
um mönnum sem ætla að breyta KR-
búningnum. Vita þeir ekki að búning-
urinn er sígildur og eilífur, eitthvað
sem er óhagganlegt og enginn á að
breyta? KR-búningurinn var tekinn
upp árið 1912, þegar félagið sigraði á
fyrsta íslandsmótinu i knattspymu,
og hefur verið óbreyttur síðan,“ sagði
Sveinn Jónsson um nýja KR-búning-
inn.
„Ég vil segja að KR-búningurinn sé
þekktasta „vörumerkið" á íslandi.
Hvert mannsbarn veit hvemig hann
lítur út, hvort sem það hefúr áhuga á
íþróttum eða ekki. Búningurinn er í
klassískum litum, sem alltaf era í
tísku, og myndast einstaklega vel,
hvort sem er í svart-hvítu eða lit. I
augum þúsunda KR-inga er búningur-
inn nánast heilagur," segir Sveinn.
Ég skora á alla KR-inga að ...
„Þessa dagana eru málverkafalsan-
ir mikið í umræðunni og liggja við
slíku þung viðurlög. í mínum huga
V<3íúiiíify ii ikvtijW
Tunnustafablíða
Loksins er hægt með nokkuö góöri
samvisku hægt aö ráölegga öllum aö
drífa sig út í góöa veörið um helgina.
Þaö má nær alls staöar gera ráö fyrir
einhverri sólarglennu og í sumum
landshlutum jafnvel heiöskíru veöri og
glampandi sól. Því ertilvaliö aö dusta
rykið af tunnustöfunum og bomsunum
og þramma á fjöll. Nú eöa bara að
huga aö garöinum.
Sólarlag i kvöld 20.20 20.08
Sólarupprás á morgun 06.41 06.23
Síðdeglsflóð 16.56 21.29
Árdeglsflóó á morgun 05.11 09.44
Skýringar á veöurtáknum
J*«*VINOÁTT —HITI -/H-
..— '10Nfrost HBDSKÝRT
€5 O
SKYJAÐ ALSKÝJAD
%í Q
SLYDDA SNJÓKOMA
=
SKAF- W)KA
VEOUR RENNINGUR
XVINDSTYRKUR
I mctram á sakúndu
■$3
LÉTTSKÝJAD HÁLF-
SKÝJAÐ
RIGNING SKÚRIR
ÉUAGANGUR ÞRUMU-
Frost og aðgerðarlítið veður
Þaö hægir meö kvöldinu og á landinu öllu
veröur fremur hæg norðlæg átt og víöast
léttskýjað. Frost veröur á bilinu 3 til 11 stig,
kaldast inn til landsins.
EHBS
Víða léttskýjað
Gert er ráöa fyrir fremur hægri og breytileg átt, víöa verður léttskýjaö..
Dálítil él veröa á annesjum vestanlands. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig.
Vindun
15-18 m/í
Hiti Q°tii -2°
ÞrVbjw's'igw
Hiti O'til 5°
Vindur; /O
10-15 nv»
Hiti 3°til -2°
Suölæg átt, 1518 m/s,
verftur SV- og vestanlands,
hægarl annars staftar.
Slydda og siftar rlgnlng en
úrkomulítlft norftaustan-
lands. Hlýnandl veftur.
Suftlæg átt og skúrir efta
slydduél sunnan- og
vestanlands en bjart veftur
verftur norftaustanlands.
Hltl 0 tll 5 stlg.
Vindur snýst líklega í
vaxandl norftaustanátt
meft rignlngu efta slyddu,
en snjókomu og vægu
frostl norftanlands.
Hálfdan Örlygsson:
Égerí
sjokki
„Ég er í algjöra sjokki að sjá þennan
nýja þverröndótta búning. Ég fékk
sting í mitt gamla KR-hjarta og er
hræddur um að
svo muni einnig
verða um fleiri
KR-inga. Ég er
viss um að ein-
hverjir myndu
snúa sér við í
gröfinni ef þeir
sæju þessi
ósköp. Með
fullri virðingu
fyrir föngum þá fýndist mér samt nær
að senda þessa búninga austur yfir
fjall og leyfa þeim á Litla-Hrauni að
spila fótbolta í þessum ósköpum,"
sagði Hálfdan Örlygsson, fyrrum leik-
maður með meistaraflokki KR og
landsliðinu, um nýja KR-búninginn.
„Það verður mjög erfitt fyrir meist-
araflokk KR að spila í þessum búningi.
Ég segi bara: það mætti líta á búning-
inn sem tólfta manninn í liði andstæð-
inganna. Kannski er það ein leiðin til
að gera íslandsmótið jafnara!
Ég þakka fyrir að mínum knatt-
spymuferli í meistaraflokki KR skuli
haífa verið lokið þegar þessi ósköp
komu fram. Þá er ljóst að hönnuðimir
taka ekkert tillit til þeirra sem spila í
Old boys og era famir að gildna undir
belti, eins og t.d. Ottó Guðmundsson og
Sigurður Pétursson. Þessa menn sé ég
ekki klæðast þessum þverröndótta
búningi. Ég er ákveðinn í því að ef Old
boys fær úthlutað þessum búningi, t.d.
á Pollamótið, þá mun ég spila í gamla
búningnum þó ég verði sá eini í liðinu
sem það gerir. Annars held ég að þessi
búningur, sem er algjörlega misheppn-
aður, verði ekki í notkun nema nokkra
leiki. Áhorfendur munu vafalaust láta
óánægju sína í ljós og sá gamli verður
tekinn aftur í notkun. Þá vinnur KR
líka tvöfalt í ár,“ sagði Hálfdan Örlygs-
son. -Ótt
jafngildir
breyting eins
og þessi föisun.
Ég mun skoða
vandlega hvort
ekki sé mögu-
legt að láta
þessa hönnuði,
sem gera tilraun til að falsa KR-bún-
ingana, sæta ábyrgð. Það er mikið í
húfi því þegar breytingar byija vitum
við ekki hvar þær enda. Ætlast þessir
menn til þess að KR-ingar klæðist gul-
um, grænum, rauðum eða jafnvel blá-
um búningum í framtiðinni? Ég segi
nei! Ég skora á alla KR-inga að stöðva
þessa vitleysu áður en lengra er hald-
ið,“ sagði Sveinn Jónsson. -Ótt
WMmm
AKUREYRI snióél -5
BERGSTAÐIR úrkoma í erennd-4
BOLUNGARVÍK snjókoma -5
EGILSSTAÐIR -6
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað -2
KEFLAVÍK léttskýjaö -3
RAUFARHÖFN snjóél -6
REYKJAVÍK léttskýjaö -2
STÓRHÖFÐI snjókoma -2
BERGEN skýjaö 6
HELSINKI léttskýjaö 10
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 8
ÖSLÓ þokumóöa 3
STOKKHÓLMUR 10
ÞORSHOFN slydda 1
ÞRÁNDHEIMUR rigning 4
ALGARVE hálfskýjaö 17
AMSTERDAM
BARCtLONA mistur 15
BERLÍN rigning og súld 5
CHICAGO hálfskýjað -2
DUBUN súld 6
HAUFAX skúr 2
FRANKFURT rigning 7
HAMBORG alskýjaö 6
JAN MAYEN skafrenningur -8
LONDON léttskýjaö 9
LÚXEMBORG rigning 5
MALLORCA skýjaö 18
MONTREAL heiöskírt 1
NARSSARSSUAQ alskýjaö 6
NEW YORK heiöskírt 6
ORLANDO Ixikumóöa 23
PARÍS hálfskýjað 12
VÍN rigning 8
WASHINGTON heiðskírt 1
WINNIPEG þoka 4
«HI,'l.lll,',l»;H'JÓJII;W.IJIimJJEM