Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Síða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jðnas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingarraff.is. - Dreifing: dvdreif<s>ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- ^alds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Frekjur haltra af velli Það kemur ekki á óvart, að fjárfestar í Reyðaráli hafa áttað sig á, að þeir væru á villigötum með þrepabyggt álver á Reyðarfirði og Fljótsdalsvirkjun með uppistöðu- lóni á Eyjabökkum. Þeir voru síðastir allra til að átta sig á, að dæmið gekk alls ekki upp fjárhagslega. Um og eftir áramótin hafa opinberlega komið fram skýr gögn og útreikningar, sem sýna, að hvort tveggja er óhagkvæmt, 120 þúsund tonna álver á Reyðarfirði og Fljótsdalsvirkjun með Eyjabakkalóni. Baráttumenn framkvæmdanna hafa ekki átt svör við þessu. Norsk Hydro var þar að auki viðkvæmt fyrir gagn- rýni í Noregi á aðild fyrirtækisins að mesta umhverf- isslysi nútímans hér á landi. Forráðamenn þess voru fyrir löngu byrjaðir að draga í land með sífellt dauflegri yfirlýsingum um fjárhagslega hlutdeild sina. Á endanum var málið komið í þá stöðu, að ráðamenn lífeyrissjóða landsmanna áttu að bera fjárhagslega höf- uðábyrgð á framkvæmdum, sem hefðu rústað vænting- ar sjóðfélaganna um áhyggjulaust ævikvöld. Þeir sáu ljósið síðastir allra og sögðu að lokum pass. Á þessum timamótum er lærdómsríkt að líta yfir furðulegan feril málsins, frekjuna og offorsið, sem ein- kenndi það allan tímann. Ástæða er til að undrast, að Landsvirkjun skuli hafa varið milljörðum til undirbún- ings framkvæmda, sem fjárfestar hafa nú hafnað. í ljós kom, að Landsvirkjun hefur ekki hæfa reikni- meistara til að meta fjárhagshliðar ýmissa virkjunar- kosta. Starfsmenn stofnunarinnar, sem tóku þátt í um- ræðunni í vetur, urðu sjálfum sér og stofnuninni til skammar. Eitthvað mikið er að á þeim bæ. Ekki er minni ástæða til að efast um dómgreind rík- isstjórnar, sem ólmaðist eins og naut í flagi, hafnaði öll- um málamiðlunartilraunum, keyrði út á yztu nöf á gráu svæðunum, hafnaði lögformlegu umhverfismati og klauf þjóðina í tvær andstæðar fylkingar. Sérstaklega er athyglisverð staða Framsóknarflokks- ins, sem er systurflokkur mjög grænna, norrænna mið- flokka landsbyggðarinnar. Hér hefur þessi flokkur hins vegar gerzt and-grænn, nánast svartur, og er sem óðast að tapa fylgi sínu yfir til vinstri grænna. Hvaða dómgreindarskortur knúði þrjá ráðherra Framsóknarflokksins, utanríkisráðherra, umhverfis- ráðherra og fyrrverandi iðnaðarráðaherra til að smíða sér pólitískar likkistur á þennan hátt? Hvernig gat kjör- dæmispot eins þeirra leitt þá í slíkar ógöngur. Raunar varð ósigur þeirra ljós um leið og þáverandi iðnaðarráðherra lagðist beinlínis niður í sina pólitísku líkkistu og lét flytja sig á elliheimili pólitíkusa í Seðla- bankanum. Samt héldu hinir tveir áfram að þylja gömlu klisjumar í vaxandi vonleysi. Eftir meira en þriggja milljarða króna útgjöld Lands- virkjunar er málið komið aftur á byrjunarreit. Eyja- bakkalónið er endanlega úr myndinni og allar fram- kvæmdir verða að sæta lögformlegu umhverfismati, sem rikisstjórnin hafði svo mikið fyrir að hindra. Fram undan er önnur borgarastyrjöld i umhverfis- málum og í það skiptið um vemdun stærsta ósnortna víðernis í Evrópu. Þjóðin á eftir að taka afstöðu í þeirri deilu, en nú þegar er ljóst, að í þeim umgangi neyðast stjórnvöld til að fara eftir settum leikreglum. Þeir, sem nú hafa verið staðnir að peningaaustri, röngu fjármunamati, kjördæmispoti og pólitiskri frekju, munu koma haltrandi til þeirrar styrjaldar. Jónas Kristjánsson Pólitík og kynþáttaólga Hillary Clinton hefur nú meira fylgi en Rudolph W. Guiliani, borgar- stjóri í New York, í keppni þeirra um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd New York-rikis. Það er enginn marktækur mælikvarði á úr- slitin, enda fara kosningamar ekki fram fyrr en i nóvember. En þar sem Clinton hefur að jafnaði verið með um 7% minna fylgi en borgarstjórinn er ástæða til að staldra við og huga að ástæðum þessara umskipta. Ekkert bendir til þess, að Hillary Clinton hafl tekið frumkvæðiö í málefnalegri um- ræðu um hagsmuni New York-ríkis eða að demókratar hafi styrkt stöðu sina á kostnað repúblikana. Þvert á móti getur Guiliani kennt sjálfum sér um fylgistapið, sem rekja má beint til ummæla hans um saklaust fórnar- lamb lögregluofbeldis fyrir hálfum mánuði. Þá skaut lögreglumaður svartan öryggisvörð til bana, sem fyr- ir mistök var talinn tengjast eitur- lytjasölu. Þetta var fjórði vopnlausi svertinginn sem á einu ári hefur fall- ið fyrir byssukúlu lögreglumanns með þessu hætti. Talsmenn samtaka svertingja lýstu því yfir að verknaður- inn sýndi hve kynþáttahyggja væri rótgróin innan lögreglunnar og að nauðsynlegt væri að ríkisvaldið hefði eftirlit með starfsemi hennar. Það voru hins vegar viðbrögð borgarstjór- ans sem urðu til þess að allt fór í bál og brand og óeirðir brutust út við jarðarfór fórnarlambsins. Guiliani hefur þakkað sér þá staðreynd að morðum og glæpum hefur stórfækkað síðan hann varð borgarstjóri og litið á það sem skyldu sína að verja lögregl- una. í þetta sinn lét hann sér þó ekki nægja að afsaka framferði lögreglu- mannsins sem í hlut átti heldur opin- beraði sakaskrá öryggisvarðarins. Þar kom helst fram að hann hafi hag- að sér ósæmilega á almannafæri þeg- ar hann var 13 ára gamall. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluta kjósenda sammála um að Guiliani hafi gjörsamlega farið yfir strikið með því að skella skuld- inni á fórnarlambið. Viðbrögð borgar- stjórans hafa skyggt á verknaðinn sjálfan og stuðningur við hann meðal borgarbúa í New York er kominn nið- ur í 28%. Guiliani hefur síðustu daga reynt að bæta fyrir mistökin með því að láta í ljósi samúð með fjölskyldu fórnarlambsins. Enn er þó mikil spenna í borginni. Borgarbúar og Guiliani Þegar Guiliani var kjörinn borg- arstjóri árið 1993 var hann staðráð- inn í að draga úr glæpum, gera stjórnkerfið skilvirkara og gera borgina hreinni. Um það var enginn ágreiningur að það þyrfti að taka á öllum þessu málum enda blöstu hnignunarmerki hvarvetna við. Fyrirrennara Guilianis, David Dinkins, hafði mistekist að snúa þróuninni við enda hafði hann lítið svigrúm til þess: Efnahagssamdrátt- urinn í Bandarikjunum á árunum 1990-1992 kom hart niður á New York. Strax á fyrra kjörtímabili Guilianis varö breyting til batnaðar á mörgum sviðum. Reyndar endur- speglaði uppbyggingin ekki síður góðærið í Bandaríkjunum en stjóm- visku borgarstjórans. Og það fór í taugamar á mörgum hve borgar- Erlend tíðindi Valur Ingimundarsson stjórnmála- fsagnfræöingur stjórinn var hávaðasamur og þrætu- gjarn. Það nægði þó ekki til þess að borgarbúar sneru við honum baki. Meirihluti kjósenda taldi að Guili- ani hefði náð verulegum árangri og endurnýjaði stjórnarumboð hans árið 1997. Pólitísk þreytumerki Þegar Guiliani var endurkjörinn kvaðst hann vilja bæta samskiptin við minnihlutahópa í borginni. En þrátt fyrir það hefur hann nær eng- in tengsl við samtök svertingja og hefur greinilega afskrifað þá sem stuðningshóp í baráttu sinni við Hillary Clinton. Og svertingjar hafa meðtekið þau skilaboð: Aðeins 4% þeirra ætla að kjósa Guiliani en 90% Hillary Clinton í nóvember. Þess má geta, að í síðustu borgar- stjórakosningunum greiddu 20% svertingja í New York honum at- kvæði sitt. Það er ekki aðeins með- al svertingja sem hann hefur glatað fylgi. Fjölmennir kosningahópar eins og gyðingar, kjósendur af spænskum uppruna og á dreifbýlis- svæðum í New York-ríki hafa látið af stuðningi við hann a.m.k. tíma- bundið. Guiliani er farinn að sýna sömu þreytumerkin og urðu Ed- ward Koch, fyrrverandi borgar- stjóra í New York, að falli. Koch var vinsæll borgarstjóri á 8. og 9. áratugnum: Hann var alþýðlegur og talinn eiga mikinn þátt í forða borginni frá gjaldþroti. En óstjóm- leg yfirlýsingagleði um menn og málefni og umdeild viðbrögð hans við erjum gyöinga og svertingja urðu til þess að kjósendur höfnuðu honum árið 1989. Hvort óvinsældir Guilianis í eigin borg verði til þess að Hillary Clinton beri sigur úr býtum í ríkiskosningunum er alls- endis óvíst enda standa repúblikanar vel að vígi í sumum úthverfum New York-borgar og í dreifbýli. Auk þess er kosninga- sjóður Guilianis mun gildari en Hillary Clinton. En ein staðreynd stendur óhögguð: Æ fleiri borgar- búar í New York eru komnir á þá skoðun að tími Guilianis í pólitík sé liðinn. Rudolph Guiliani Umdeild viöbrögd Rudolphs Guilianis, borgarstjóra í New York, viö lögregluof- beldi hafa komiö niöur á vinsældum hans. Nú nýtur Hillary Clinton meiri stuönings en Guiliani, en þau eru í framboöi til öldungadeildar Bandaríkja- þings fyrir New York-ríki. Kosningarnar verða í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.