Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 11
11 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 I>V Skoðun Jón dó í nótt streyma i garð þess er vildi selja. Síð- an gerði hann eldsnöggt út um við- skiptin. „Það stendur nú þannig á að ég á enga handbæra peninga og blöðin í ávísanaheftinu eru búin. Við lifum bara á Visa þessa dagana,“ sagði hann með þeim alvörusvip að sölu- manninum mátti ljóst vera að ekkert var að hafa. Þannig gekk einn sölu- maðurinn af öðrum bónleiður til búð- ar, enda ekki á færi farandsölumanna að plokka peninga út af Visakortum. En þessum sæluárum með Visað að vopni lauk skyndilega þegar sölumað- ur af kvenkyni kom stormandi einn vordag í maímánuði með tilboð um fokdýrar Islendingasögur i fartesk- inu. Á þessum tímapunkti var sjálfs- öryggið allsráðandi, enda hafði það ekki klikkað að sölumenn hröktust undan Visakortinu. Þar sem sölukon- an dúkkaði upp var hinn kaupfælni viðskiptavinur að rækta garðinn sinn. Þar sem hann sleit upp arfa leit hann á sölukonuna án þess að rétta sig upp. „Því miður. Ég er sannur að- dáandi íslendingasagnanna en pen- ingar eru ekki til og Visakortið eini greiðslumiðillinn," sagði hann og teygði sig í næsta arfa. Honum til undrunar stóð handhafi Egils sögu Skallagrímssonar kyrr í stað þess að fara. Hún var með skjóðu eina mikla og ofan í hana seildist hún og dró upp sleða til að þrykkja út Visakort. Á þeirri stundu lá fyrir að hann eign- aðist íslendingasög- urnar að hluta eða öllu leyti. Eftir nokkurt þóf slapp hann með að kaupa Snorra- Eddu og Lax- dælu og Visa- sleð- inn Einhvers staðar hafði hann lent í úrtaki og þótt tilvalið fórnarlamb þess er selja vildi geisla- disk sem smellpassaði að fjölskyldumunstri hans. Það var að heyra á Bellu sölumey að hún hefði lagst í nokkrar rann- sóknir á fjölskyldu hans og honum sjálfum. Hún ávarpaði hann með nafni og var svo ylvolg í símanum að það hvarfl- aði að fórnarlambinu að þetta vœri dagvinnan hennar en á kvöldin hefði hún þá iðju að stynja fyrir karlpunga í kynsvelti. sem á stóð „Eigi skal höggva“. Frá þessum örlagadegi breyttist Visakortið úr því að vera vopn og yfir í að éta jafnt og þétt upp peninga fjölskyldunnar. Einu sinni eða tvisvar reyndi hann að fæla sölumenn á brott með kortinu en það var ljóst að allir farand- sölumenn landsins voru komnir með !>' sleða sem tryggði þeim meiri viðskipti en áður höfðu sést. Dauðsfall 15 árum eft- ir að íslend- ingasagnakon- an klóraði út af rann mjúk- lega yfir kortið með til- heyrandi fjárhags- skuldbind- ingum. Að launum fyrir viðskiptin fékk hann barm- „Sæll, Jón, ég hringi frá útgáfufyr- irtæki sem ákveðið hefur að bjóða þér nýja diskinn með Gunna og Felix með 50 prósenta afslætti. Bæði 11 ára son- ur þinn og þriggja ára dóttir munu verða dolfallin þegar þú setur diskinn á,“ sagði dísæt kvenmannsrödd sem dúkkaði upp að baki hringingu í heimilissímann. Það var sjálfur húsbóndinn sem svaraði í símann i þeirri von að ein- hver vildi tala við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Það þyrmdi yfir hann þegar honum varð ljóst að enn einn sölumaðurin hafði náð sam- bandi við hann. Einhvers staðar hafði hann lent í úrtaki og þótt tilvalið fómarlamb þess er selja vildi geisla- disk sem smellpassaði að fjöl- skyldumunstri hans. Það var að heyra á Bellu sölumey að hún hefði lagst í nokkrar rannsóknir á fjöl- skyldu hans og honum sjálfum. Hún ávarpaði hann með nafni og var svo ylvolg í simanum að það hvarflaði að fómarlambinu að þetta væri dagvinn- an hennar en á kvöldin hefði hún þá iðju að stynja fyrir karlpunga í kyns- velti. Þar sem þessar hugrenningar runnu um huga hins verðandi við- skiptavinar hélt Bella áfram: „Gunni og Felix eru alveg pottþétt- ir á þessum diski. Samkvæmt ítarleg- um rannsóknum okkar hafa þeir mjög róandi áhrif á börn og foreldrar hafa sagt í mín eyru að það eitt að skella diski á með þeim hafi svo góð áhrif á böm þeirra að heimilislííið verði allt annað," sagði hún og stopp- aði til að ná andanum. „Við bjóðum alls konar greiðslu- form, svo sem Visarað eða Euro. Þá erum við fús til að senda í póstkröfu," hélt Bella áfram á innsoginu og skaut fomafni hans inn í samtalið með reglulegu millibili til að treysta enn frekar hin persónulegu tengsl sem voru um það bil að bresta á. Hann reyndi að malda í móinn og losa sig undan þeirri fjárhagslegu kvöð að þurfa að kaupa geisladiskinn. Honum hugkvæmdist fátt. Skyndileg hugdetta varð til þess að hann sá und- ank^muleið. „Ég á engan geislaspilara svo ég sé ekki hvernig Gunni og Felix eiga að koma ró á þetta heimili," sagði hann en Bella kom inn í samtalið af krafti áður en hann náði að ljúka setning- unni. „Þú ert á skrá hjá okkur eftir að hafa skipt á geisladiskum skömmu eftir jól. Þú skilaðir diski með Sverri Stormsker og fékkst í staðinn eldri disk með Gunna og Felix. Þessi við- skipti voru skráð undir kennitölu þinni. Ef geislaspilarinn þinn er ónýt- ur þá er ekkert vandamál. Við erum með þá félaga á kassettum sem er ekkert siðra," sagði hún og hann gafst upp og sagði henni Visanúmer- ið sitt með vélrænni röddu. Visatrikklð Hann fann að glíman var töpuð og enn einu sinni væri hann dæmdur til að kaupa í gegnum sima. Alla tíð hafði hann dreymt um að ná tökum á því ástandi sem skapast þegar sölu- menn ná við hann augnsambandi eða eyrnasambandi. Fyrr á öldinni fann hann upp trikk sem dugði um nokk- urra ára skeið. Þetta var í árdaga Visa og þegar sölumenn birtust á tröppunum þá hlustaði hann á upp- hafsræðu þeirra og lét hlýjuna Reynir Traustason blaðamaður merki korti hans ómælda fjárhæð hafði hann tapað hverri orrustunni á fætur annarri. Hann hafði ekki lengur tölu á öllum þeim færslum sem sem komu á kortareikning hans eftir símtöl út- pældra sölumanna. Hann hafði fallið fyrir öUum hugsanlegum trikkum sölumanna en nú var nóg komið. Hann ákvað að hér eftir skyldi ekkert keypt í símasölu eða tröppusölu. Nokkrum dögum eftir að Gunni og Felix komu í hús hringdi sölumaður. „SæU, Jón,“ sagði rödd sem sæmt hefði hvaða útvarpsmanni sem er. „Við höfum ákveðið að bjóða þér bókaflokkinn Þrautgóðir á rauna- stund. Þetta eru 20 bindi sem þú færð á einstöku tilboðsverði. Við sjáum í gagnagrunni okkar að þú hefur um árabil stundað sjómennsku," sagði sölumaðurinn og þagnaði eitt andar- tak. „Ætlaðirðu að tala við Jón?“ spurði Jón. „Já,“ svaraði sölumaðurinn hik- andi. „Það er of seint. Hann Jón heitinn dó í nótt,“ sagði væntanlegur eigandi 20 binda af Þrautgóðum á raunastund og hélt niðri i sér hlátrin- um. „Ég er mágur hans og staddur hérna til að hugga systur mína, ekkj- una,“ bætti hann við til að gulltryggja sóknina. Sölumaðurinn baðst afsök- unar og sleit samtalinu. Kátur harðfiskkarl Eftir þetta tók stríðið við sölu- mennina á sig nýja mynd. Næst þeg- ar barið var að dyrum til að bjóða harðfisk og rækjur var skælbrosandi sölumanni fagnað sem sérstökum heimilisvini. „Ég ætla að fá 5 kíló af steinbít og 10 kíló af rækjum. Tek- urðu ávísun?“ spurði væntanlegur viðskiptavinur. „Það er nefnilega út- runnið Visakortið mitt og ég fæ ekki nýtt,“ bætti hann við. „Ertu með bankakort," spurði harðfisksalinn og brosið náði út að eyrum. Viðskiptavinurinn horfði al- vörugefmn á harðfisksalann og sagði með undirliggjandi trega: „Nei, því miður neitaði bankinn að endumýja debetkortið mitt. En þú færð ábyggi- lega innleysta ávísunina," sagði hann með ákefð í röddinni til að undir- strika sterka löngun sína í bæði rækj- ur og steinbít. Sölumaðurinn var hættur að brosa og horfði á krumpað ávísanahefti við- skiptavinarins. Augnsambandið sem komið var á rofnaði. „Nei, annars. Ég á ekki svona mikið af harðfiski og rækju. Ég kem bara aft- ur seinna,“ sagði hann og fór án þess að kveðja. Skoðanir annarra Hráolia og bensínverö „Skapvonskan sem verðhækkun á bensíni veldur hefur prýtt franska fjölmiðla j reglulega, svo lengi sem elstu menn muna. Aflar ríkisstjórnir hafa fy| fallið fyrir freist- 'l! ingunni að tryggja miklar tekjur á auðveldan hátt með því að skattpína bifreiðaeigendur, og það löngu áður en þær gátu vís- að í áhyggjur manna af umhverfinu. Leiðtogarnir áttu þá auðvelt með að beina skapvonsku umbjóðenda sinna að framleiðslulöndunum, svona til að fá þá til að gleyma að þáttur hráolíunnar í verði bensín- lítrans er orðinn lítill saman borið við mikilvægi skattanna." Úr forystugrein Libération 30. mars. Takmarkanir forsetans „Um síðustu helgi komu tak- markanir ráð- snilldar forsetans vel í ljós, jafnvel á timum mikilla áhrifa Bandaríkj- anna. Viðleitni Bills Clintons for- seta til að þoka friðarumleitunum í Suður-Asíu og Miö-Austurlöndum voru erfiðar og báru ekki árangur. Fundur Clintons á laugardag með Pervez Musharraf hershöfðingja, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Pakistan, og viðræður hans á sunnudag við Hafez al-Assad Sýr- landsforseta leiddu fátt til lykta af því að hvorugur viömælandinn var í skapi til að semja. “ Úr forystugi-ein New York Times 28. mars. Föðurlandssvikarar „Sovéskir kafbátar reyndust vera minkar, síldartorfur og nú síðast NATO-kafbátar. Sænska ríkisút- varpið hefur nú greint frá því að sænskir sjóliðsforingjar hafi afhent NATO leynflegar upplýsingar um djúpsjávarsprengjur. Sjóliðsforing- inn Cay Holmberg kveðst hafa feng- ið skipun frá háttsettum foringja í sjóhernum að afrita skjölin. Holm- berg var meðal þeirra sem fuflyrtu 1985 að stjómvöld tækju ekki ögrun kafbáta alvarlega. Tíðarandinn á ní- unda áratugnum var ákveðinn. Kaf- bátarnir voru rússneskir. Allir sem fullyrtu eitthvað annað eða þorðu að gagnrýna kafbátaæsinginn voru sakaðir um að ganga erinda Sovét- ríkjanna. Olof Palme var sakaður um foðurlandssvik. Upplýsingarnar um náið samband sjóhersins við NATO vekur spurningu um hver sé eiginlega fóðurlandssvikari." Úr forystugrein Aftonbladet 31. mars. Jeltsínkaflanum lokið „Með forseta- kosningunum var settur lokapunkt- ur aftan við Jeltsinkaflann. Eftirmælin verða blönduð. Margt hefur farið illa. Spifling gegnum- sýrir allt þjóðfé- lagið, skipulögð glæpastarfsemi fer vaxandi, fátækt er mikil, rikisvaldið er veikt og áhrifalítið. En lýðræðisferlið hélt þó áfram með Jeltsín við stjómvölinn. Þegar á móti hefur blásið hefur hann sýnt atorku og hugrekki. Óvíst er hvað Pútín vill. Hann hefur ekki kynnt neina samhangandi áætlun. Tímabil óvissu er fram undan. Kosningabaráttan, ef það er hægt að segja að nokkur slík hafi farið fram, veitti heldur engin svör. Pútín hafði ekki áhuga á kosninga- baráttu, hann vildi ekki taka þátt í kappræðum og hann keypti ekki auglýsingatíma í sjónvarpi. Pútín hefur fengið næga athygli í ríkisfjöl- miðlunum. Það er því ekki hægt að bera þetta saman við vestrænar kosningar." Úr forystugrein DN 27. mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.