Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
Helgarblað
DV
Táknmál ástarinnar
- hvernig karlmenn eiga að lesa úr skeytum sem konur senda
Stendur hún ein? Kona sem færir sig frá þeim hópi
sem hún er með til þess að setja pening í sjálfsala
eða panta sér drykk á bamum getur verið að
koma sér á hlutlaust svæði svo karlinn geti
nálgast hana án þess að ógna hópnum.
B
Snýr hún sér að þér? Kona sem
snýr sér að karlmanni er að bjóða
honum inn í sinn heim. Þetta
merki er oft mjög óskýrt, getur
verið handarhreyfing og lítið
skref, og mörgum sjóndöprum
lura getur hæglega sést yfir það
og hann setið sem fastast.
Er hún að tína kusk af peys-
unni sinni? Snyrting er mikilvæg
athöfn í öllum nánum sambönd-
um og með þessu er hún að sýna
að hún vilji vera eins fín og hún
getur fyrir þig en um leið að fela
taugaóstyrk sinn yfir því að vera
að senda þessi skilaboð yfir-
leitt. Snyrting af þessu tagi
felur í sér löngun til nán-
ari samskipta.
Er hún að fikta í hár-
inu á sér? Flest spendýr
hafa einhver líkamsein-
kenni sem eru fyrst og
fremst til skrauts, s.s.
hár, en glansandi og fal-
legt hár gefur til kynna
heilbrigði, hreysti og
traust gen. Ef kona leikur
sér að hárinu og kastar
því til er hún að gefa til
kynna að hún sé til í að
leika sér.
Baðar hún út höndunum?
Kona sem er stödd á bar eða
næturklúbbi getur ekki látið
heyrast til sín og því er eðlilegt
að nota ýktari handahreyfing-
ar en venjulega til að ná at-
hygli annarra - nánar tiltekið
þinni athygli.
Kastar hún hárinu frá hálsin-
um? Kona sem sýnir karlmanni
á sér hálsinn er að sýna honum
kynörvandi svæði. Með slikri
hreyfingu sýnir hún einnig á
sér eyrað sem er afar erótískt
svæði og gegnir lykilhlutverki
í nánum samskiptum.
Krossleggur hún fætuma
og er í stuttu pilsi? Með því
að sýna fagra leggi, sitjandi
á háum barstól, er konan
að senda skýr skilaboð um
að hún sé kynvera og þú átt
að taka eftir því.
H
Vætir hún varirnar eða
sleikir út um? Mannfræð-
ingar segja að þegar kona
sleikir á sér varimar þeg-
ar hún horfir á karlmenn
þá sé hiin að minna þá á
annan líkamshluta sem
minnir um margt á
munn en er ekki sýni-
legur á almannafæri.
Munnurinn er votur,
heitur staður sem
gott er að setja eitt-
hvað í. Þarf að segja
meira?
Hvemig stendur á því aö karlmaður getur lent orrustuþotu á þilfari flugvélamóður-
skips í myrkri við vasaljós en er algerlega ófær um að skilja einföldustu skilaboð sem
konur senda körlum. Þessi skilaboð eru ekki gulir miðar á ísskápshurðinni heldur hið
ævaforna hljóða táknmál sem konur og karlar geta ræðst við á án þess að segja neitt.
Skilaboðin felast yfirleitt í hreyfingum, likamsstöðu og þess háttar tjáningu sem bæði
kynin skilja á frumstæðan hátt. Þessi skilaboð eru yfirleitt send við aðstæður þar sem
bæði kynin mætast og eru í veiðihug, t.d. á skemmtistöðum eða veitingahúsum.
Þetta eru hlutir sem ætti ekki að þurfa að skýra út fyrir karlmönnum en við skulum
samt renna okkur i gegnum fyrstu átta táknin í stafrófi daðursins.
Og hvaö svo?
Segjum nú sem svo aö þú sért einn á bamum og teljir þig
greina skilaboö af einhverri gerð A-H sem lýst er hér að
framan. Þú telur aö það gefi til kynna aö einhver sé til í tusk-
ið. Hvað áttu að gera næst? Ekki fá hræðslukast og hvolfa i
þig einum bjór í viðbót. Vertu rólegur. Fylgdu þessum ein-
földu leiöbeiningum sem fara hér á eftir:
Brostu þegar hún lítur til þín. Horfðu stutta stund í augun
á henni. Vertu þolinmóður. Markmiðið er að vekja forvitni
og áhuga.
Líktu eftir skilaboðum hennar. Ef hún snýr sér að þér
gerðu það sama. Horfðu ekki í augun á henni á meðan, ann-
ars virðist það of úthugsað.
Nálgastu hana frá hlið. Það er ekki eins ógnandi eins og
að ganga beint framan að ókunnugum.
Ekki horfa á hana fyrir neðan axlir. Ef þér gengur vel gef-
ast góð tækifæri til þess síðar og hún vill ekki láta vega sig
og meta eins og kjötstykki.
Bíddu þangað til þér gefst færi á að ávarpa hana. Engar
sniðugar línur duga. Spyrðu hana hvað hún heiti, segðu
henni hvað þú heitir. Talaðu við hana eins og ættingja sem
þér líkar vel við. Vertu þolinmóður þó hún sýni ekki áhuga
strax. Flestar konur eru viðbúnar höfnun á þessu stigi og
fara varlega.
6
Farðu örstutt í burtu og talaðu við vini þína. Lofaðu því
ekki að koma strax aftur.
Talaðu við vini þína eða einhvem annan smástund.
Fylgstu ekki með henni en láttu hana sjá þig annað slagið.
Það er mjög mikilvægt undir þessum kringumstæðum að
hún sjái ekki nein merki þess að þú sért að tala við vini þína
um hana. Það getur eyðilagt allt saman.
8
Farðu aftur til hennar.
9
Bjóddu henni í glas. Vertu rólegur þó einhver annar hafi
gefið sig á tal við hana á meðan. Fylgstu með hvernig hún
talar við hann. Hann á ekki séns í stöðunni því hann er ekki
búinn að lesa þessa grein.
10
Hallaðu þér nær og talaðu við hana svo enginn annar
heyri.
11
Segðu eitthvað sem er nógu persónulegt tO að hún skynji
að þú hefur áhuga á henni einni. Hér duga vandaðir gull-
hamrar mjög vel. Segðu eitthvað fallegt um útlit hennar,
tennur, húð, hár eða fatnað.
12
Segðu:
um?“
,Þú ert sennilega að bíða eftir kærastanum þín-
13
Ef hún segir já þá ert þú á eigin ábyrgð. Ef hún segir nei
og sýnir þar með að hún sé laus og liðug bjóddu henni þá að
setjast hjá þér og veittu henni óskipta athygli þina. Fram-
haldið er síðan í þínum höndum. Góða skemmtun.
(Byggt á Men’s Health) -PÁÁ