Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 36
vs .1
36_________
Helgarblað
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
15V
Helgarblað
„Það hlýtur að hafa verið
vitað um þessa afstöðu
Gerrits frá upphafi og því
er rétta nafnið á þessu
máli ráðnmgarklúður
en eklci ágreiningur
milli starfsmanna. “
DV MYNDIR TEITUfi
Brotthvarf listræns stjórnanda veldur ólgu:
Uppnám
í Óperunni
- Bjarni Daníelsson, nýráðinn óperustjóri, berst áfram
Það er lltið um að vera um
þessar mundir en við reikn-
um með að halda lokatón-
leika í maí til að ljúka starfsárinu. í
byrjun júní verður hér fræg sýning
tékknesks brúðuleikhúss á óper-
unni Don Giovanni í samstarfi við
Listahátíð. Næsta óperusýning okk-
ar er bamaópera eftir Þorkel Sigur-
björnsson viö texta eftir Böðvar
Guðmundsson sem verður frum-
sýnd um miðjan október. Þetta verk
er samið i tilefni af 50 ára afmæli
Tónmenntaskóla Reykjavíkur og er
samstarfsverkefni skólans, íslensku
óperunnar og fræðsluyfirvalda. Þeg-
ar hefur verið útbúið námsefni
tengt þessu og reiknað er með að
heill árgangur úr grunnskólum
Reykjavíkur komi að sjá þessa sýn-
ingu. Auk þess verða sýningar fyrir
almenning. Flutningur á óperu eftir
Atla Heimi Sveinsson við texta eftir
Þorstein Gylfason um kristnitökuna
er líka í undirbúningi."
Þannig lýsir Bjarni Daníelsson
óperustjóri starfsemi íslensku óper-
unnar um þessar mundir.
Nú líður að lokum fyrsta starfs-
árs íslensku óperunnar undir stjóm
Bjarna. Tvö verkefni voru mest
áberandi á vetrinum. Annað var
óperan Mannsröddin sem var í raun
einleikur í flutningi Signýjar Sæ-
mundsdóttur, hitt var Lúkretía sví-
virt, kammerópera eftir Benjamín
Britten. Tónleikar af ýmsu tagi
heyrðu einnig til verkefnaskrár
vetrarins. Sýningum á Lúkretíu er
nú hætt en hvernig voru viðtökur
áhorfenda?
Afþökkuðu miöana
„Áhorfendur tóku sýningunni
mjög vel og það gerðu einnig gagn-
rýnendur. Ég held að óhætt sé að
segja að tónlistarheimurinn hafi
tekið þessu fagnandi. Hins vegar
voru viðbrögð styrktarfyrirtækja
Óperunnar blendin, sum afþökkuðu
jafnvel boðsmiðana sína. Og hinn
almenni borgari keypti ekki miða í
stórum stíl. Þessi sýning og raunar
allt starfið í vetur staðfesti það sem
mig reyndar grunaði að Islenska
óperan er ekki í sambandi við neinn
vel skilgreindan eða tryggan áhorf-
endahóp. Það er eitt af verkefnum
framtíðarinnar að vinna að því að
svo verði. Við verðum að þekkja
áhorfendur okkar betur og vita
hvað þeir vilja. Það er ekki hægt að
renna blint í sjóinn með hverja upp-
færslu."
Skuldir hafa hlaðlst upp
Samkvæmt samningi milli ís-
lensku óperunnar og stjórnvalda
um framlög úr ríkissjóði skal færa
upp tvær metnaðarfuilar óperusýn-
ingar árlega. I samningnum eru
ákvæði sem skilyrða framlag ríkis-
ins sem ákveðið hlutfall af
sjálfsaflafé óperunnar og frjálsum
framlögum einstaklinga og fyrir-
tækja. íslenska óperan velti á síð-
asta starfsári um 100 milljónum
króna. Þar af koma 60 milljónir úr
ríkissjóði, 30 milljónir af útleigu
hússins og aðgöngumiðasölu á óp-
erusýningar og 10 milljónir frá
styrktaraðilum.
Báðar óperur vetrarins voru mjög
smáar í sniðum, nánast eins liúar
og mögulegt var. Ástæðan fyrir því
er fjárþröng Óperunnar, en hún hef-
ur verið mikU að undanfornu, m.a.
vegna uppsafnaðra skulda. Kostnað-
ur við óperuuppfærslur er mikiU og
gkuldir fljótar að hlaðast upp ef út
af ber miðað við áætiaðan kostnað
eða tekjur.
Vilja meiri penfng
Samingurinn við stjómvöld er í
gUdi út þetta ár og samningaviðræð-
ur eru þegar hafnar um endurnýj-
un. Hver em helstu markmið Is-
lensku óperunnar í þeim viðræð-
um?
„Við fórum fram á aukin framlög
úr ríkissjóði, en gerum um leið ráð
fyrir að eigin tekjur og frjáls fram-
lög aukist í sama hlutfalli. TUlög-
umar ganga út á að fjölga óperu-
uppfærslum í áföngum þannig að
eftir þrjú ár verði hægt að setja upp
þrjár óperur í frumuppfærslu og
endurflytja eina til tvær frá árinu
áður. Með því móti gætum við við
verið með u.þ.b. 40 sýningarkvöld
yfir veturinn. Þá fyrst er hægt að
tala um að Óperan sé með nokkuð
samfellda starfsemi, en það held ég
að sé forsenda þess að hægt sé að
byggja upp traustan og áhugasaman
áhorfendahóp. TU að hægt sé að
sýna 40 sinnum verðum við að geta
reiknað með 15 þúsund óperugest-
um á ári.
Ég held að þessar tiUögur séu
raunhæfar og vona að þeim verði
vel tekið bæði af stjómvöldum og
styrktarfyrirtækjum Óperunnar."
Stöndum á krossgötum
Bjami tók við starfi óperustjóra
sumarið 1999 en tók tU starfa 1.
október og hefur þvi aðeins gegnt
starfmu í sex mánuði. Hann segir
mikið starf fram undan.
„Það er augljóst mál að íslenska
óperan er á krossgötum. Brautryðj-
endatímabUinu er lokið. Hér var
unnið afrek í 20 ár með ómældu
framlagi stórhuga einstaklinga, með
sjálfboðavinnu og eldlegum áhuga.
Þessi tími er liðinn og það er útUok-
að að reka íslensku óperuna áfram
á þessum grunni. Það verður að
breyta henni í eitthvað sem líkist
venjulegu fyrirtæki. Mitt verkefni
er að reyna að gera þetta. Það felst
m.a. í því að móta hugmyndir um
samfeUda og íjölbreytta starfsemi,
afla meiri tekna og vinna að endur-
skipulagningu á stjómkerfi ís-
lensku óperunnar. Innan Ópemnn-
ar hafa í raun verið tvær stjómir
með hvor sitt verksvið, stjóm
Styrktarfélagsins og stjóm Óper-
unnar, en meiningin er nú að yfir
Óperunni verði aðeins ein fyrirtæk-
isstjórn er samanstandi af fuUtrú-
um styrktaraðUa Óperunnar og fuU-
trúum óperuáhugafólks."
Misstu menn af lestinni?
íslenska óperan varð tU árið 1979
þegar óperan II Pagliacci var færð
upp í Háskólabíói með Sinfóníu-
hljómsveit Islands og kór Söngskól-
ans í Reykjavík. Árið eftir arfleiddu
Sigurliði Kristjánsson kaupmaður
og Helga Jónsdóttir íslensku óper-
una að verulegum fjárhæðum sem
nota skyldi tU húsnæðiskaupa og
varð Gamla bíó fyrir valinu þar sem
óperan hefur verið tU húsa síðan.
Þær raddir hafa heyrst að ís-
lensku óperunni ætti að flnna stað í
fyrirhuguðu tónlistarhúsi sem
Reykjavíkurborg og ríkið hyggjast
reisa við höfnina. Hvemig líst
Bjarna á slíkar hugmyndir?
„Það er orðið of seint - því miður.
Þessi möguleiki var ræddur fyrir
nokkrum árum og þá hafði Óperan
ekki áhuga á því. Við höfum misst
af lestinni í þeim efnum og sýnt að
íslenska óperan verði í Gamla bíói
um fyrirsjáanlega framtíð.“
Klúður stjórnarinnar
Bjami gegndi áður starfi skóla-
stjóra Myndlista- og handíðaskól-
ans, en starfaði sem yfirmaður
menningarmálaskrifstofu Norrænu
ráðherranefndarinnar í Kaup-
mannahöfn síðastiiðin sex ár áður
en hann kom heim aftur og tók við
stjómartaumunum í íslensku óper-
unni. Listrænn stjórnandi sem
starfaði við hlið hans, Gerrit Schuil,
sagði starfi sínu skyndilega lausu
fyrir tveimur vikum og í yfirlýsingu
sem hann sendi frá sér mátti ljóst
vera að hann sætti sig ekki við
óskorað vald Bjama sem óperu-
stjóra. Var þetta áfall fyrir íslensku
óperuna?
„Mér þótti þetta afar leitt mál, og
ég er ósáttur við hvernig greint hef-
ur verið frá því. Þetta er látið líta út
eins og við Gerrit höfum ekki getað
komið okkur saman um verkaskipt-
ingu og sá ágreiningur hafi orðið til
þess að Gerrit sagði upp. Þetta er
ekki rétt og þetta er heldur ekki
kjarni málsins. Við Gerrit gengum
til þessara starfa af bjartsýni, vor-
um samtaka og sammála um allt
sem máli skipti. Það sem er kjami
málsins er að þau skilyrði sem Ger-
rit setti um ráðningu sína varðandi
sjálfstætt ákvörðunarvald listræns
stjórnanda rákust á við ákvæði í
mínum ráðningarsamningi um um-
boð til heildarstefnumótunar og
verkstjórnar. Þegar við áttuðum
okkur á þessu fáum dögum eftir að
ég undirritaði minn ráðningasamn-
ing, þá gerðum við stjórninni við-
vart en málið var látið danka í
marga mánuði. Það hlýtur að hafa
verið vitað um þessa afstöðu Gerrits
frá upphafi og því er rétta nafnið á
þessu máli ráðningarklúður en ekki
ágreiningur milli starfsmanna. Að
láta það líta út eins og átök milli
mín og Gerrits er útúrsnúningur á
kjarna málsins og verður aðeins til
þess að alls konar misskilningur og
gróusögur fá vængi og það eigum
við hvorugur skilið.“
Frændhygli og klíkuskapur
Tónlistarheimurinn á íslandi er
lítill og lokaður heimur þar sem
grunnt er á flokkadráttum og ásök-
unum um frændhygli, klikuskap og
framapot. Sú staðreynd að sonur
Bjama og tengdadóttir voru ráðin í
aðalhlutverk einu óperusýningar
vetrarins þar sem fleiri hlutverk
voru en eitt hljóta að hafa ýtt undir
slíkar sögur?
„Val söngvara í hlutverk er svo
klárlega á verksviði listræns stjórn-
anda að ég þarf ekki einu sinni að
hafa á því skoðun nema verið sé að
setja fyrirtækið á hausinn eða
fremja mannréttindabrot. Ég treysti
Gerrit manna best til að velja sam-
an réttar raddir í sýningu enda var
það samdóma álit allra að sérlega
vel hefði til tekist. Það hvarflaði
ekki að mér að hafa áhrif á val
söngvara í Lúkretíu og mér datt
hreinlega aldrei í hug þessi ættar-
tengslagildra sem þú nefndir. Það
vill svo til að Finnur er í fremstu
röð ungra íslenskra söngvara. Sama
gildir um Emmu, hún er afburða-
söngkona. En kannski hafa þau
bara verið í klíkunni hjá Gerrit.
Maður er varnarlaus."
Samstarf eða samkeppni
Margir telja að samstarf milli ís-
lensku óperunnar og annarra aðila í
íslensku tónlistarlífi eigi að vera
meira. Bent er á að á sama tíma og
íslenska óperan hjarir við þröngan
kost setur Sinfóniuhljómsveit
Islands upp einhverja viðamestu
óperuuppfærslu seinni ára sem var
Aida i Laugardalshöllinni. Þangað
komu tæplega 4000 áhorfendur.
Væri ekki nær að þessir aðilar
störfuðu saman í stað þess að keppa
um sömu áhorfenduma?
„Samstarf um þessa sýningu var
aldrei rætt en mér finnst að viðræð-
ur um nánara samstarf Sinfóníu-
hljómsveitarinnar og íslensku óper-
unnar hljóti að vera á næsta leiti.
íslenska óperan á í mikilli og vax-
andi samkeppni á mörgum sviðum.
Samkeppni er af hinu góða en vit-
legt samstarf þarf lika að vera í okk-
ar litia samfélagi. Auk Sinfóníunnar
hef ég áhuga á nánara samstarfi við
Þjóðleikhúsið.“
Gefst ekki upp
Þegar þú horfír til baka yfir
fyrsta hálfa árið í starfi og sérð litia
aðsókn, erfiðan fjárhag og listrænan
stjómanda á bak og burt, er einhver
uppgjöf í þér?
„Þetta eru reyndar ekki þær að-
stæður sem ég bjóst við að starfa
við. En svarið er nei. Við eram á
fullri siglingu í breytingum og upp-
byggingarstarfi og hvorki staður né
stund til að hlaupa frá borði. Hvað
síðar verður veit ég ekki - den tid,
den sorg.“
-PÁÁ
Garöar Cortes
Stjórnaöi íslensku óperunni í 20 ár af eldmóöi. Eftir stendur Óperan í stjórnunarkreppu og fjárhagsvanda.
íslenska óperan:
Hveitibrauðsdag-
arnir eru liðnir
- stjórnunarvandi og fjárþurrð við Ingólfsstræti
íslenska óperan er 20 ára um þess-
ar mundir. Hún var stofnuð árið 1980
í kringum arf Sigurliða Kristjánsson-
ar kaupmanns sem gerði henni kleift
að eignast þak yfir höfuðið. Reyndar
var félag um óperuflutning orðið til í
kringum uppfærslu á II Pagliacci í Há-
skólabíói 1979. Fyrstu 20 árin stjóm-
aði Garðar Cortes söngvari, hljóm-
sveitarstjóri og vinnuþjarkur íslensku
óperunni og má segja að bjartsýni og
eldmóður hafi einkennt starfið fyrstu
árin. Fólk vann í sjálfboðavinnu, safn-
aði peningum og allt í einu var hægt
að setja upp ópemr á íslandi og gleð-
in yflr því var folskvalaus. Á fyrstu
árum Óperunnar vom settar upp vin-
sælar óperur, s.s. Ástardrykkurinn,
Töfraflautan, Aida, Lucia de
Lammermoor og margar fleiri. Það
var algengt að sýningar væm 20 fyrir
fullu húsi.
Erfitt að taka við af Garðari
Nú hefur Garðar sleppt hendinni af
óperunni og einbeitir sér að rekstri
söngskóla og tónlistarlifmu á ýmsum
sviðum. Bjami Daníelsson, fyrrver-
andi skólastjóri, hefur tekið við starfi
hans og eins og lesa má í viðtali við
hann hér til hliðar er staða Óperunn-
ar alls ekki góð og má segja að hún sé
i ákveðinni kreppu. Samkvæmt samn-
ingi við ríkið ber íslensku óperunni
að setja upp tvær óperusýningar ár-
lega en með veltufé upp á 100 milljón-
ir sem að stærstum hluta fer í rekstr-
arkostnað er litill afgangur til að setja
upp sýningar.
Það kostar á bilinu 35-40 milljónir
króna að setja upp stóra „alvöru“-óp-
em. Síðan getur kostað 2 milljónir á
kvöldi að sýna herlegheitin. Það þarf
því alltaf að vera uppselt ef einhver
von á að vera til þess að hagnast á óp-
emsýningum enda dettur sennilega
engum í hug að það sé hægt að halda
úti ópem án opinberra styrkja.
Ekkert til þeirra að sækja
Sinfóníuhljómsveit íslands hefur
tvö ár í röð sett upp stórar ópemsýn-
ingar í Laugardalshöll. I ár var það
Aida en í fyrra Turandot. I ár var um
næstum fullbúna óperusýningu að
ræða sem tæplega 4000 áhorfendur
komu að sjá en þrátt fyrir það mun
hafa verið halli af sýningunni.
Ekkert samstarf er milli íslensku
óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar ís-
lemds þó allir sem skipa hljómsveit ís-
lensku óperunnar séu úr Sinfóníu-
hljómsveitinni.
„Við höfum ekkert til þeirra að
sækja. Allt sem okkur vantaði gátum
við gert sjálflr," sagði Þröstur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, í samtali við DV.
Hann vildi ekkert segja um formlegt
samstarf en mörgum fmnst að í svo
litiu samfélagi ætti að vera hægt að
samnýta þessar tvær stofnanir.
Kórinn lifir sjálfstæðu lífi
Kór íslensku óperunnar varð til á
fyrstu árum hennar upp úr Kór
Söngskólans í Reykjavík. Kórinn
hefur alla tíð tekið þátt í sýningum
Ópemnnar þegar þess þarf og á
fyrstu árunum aflaði kórinn umtals-
verðs fjár fyrir Óperuna með söng
sínum á öðrum vettvangi og ekki
var greitt sérstaklega fyrir söng
kórsins í Óperunni. Þaó fyrirkomu-
lag breyttist fyrir nokkram árum og
i dag er kórinn sjálfstæð stofnun
með sinn eigin fjárhag þó hann
kenni sig við Óperuna. Þann vetur
sem nú er að líða eru þrjú stór verk-
efni fyrir Sinfóníuhljómsveitina á
dagskrá kórsins en hann hefur ekk-
ert sungið í Óperanni.
„Við eigum okkar rætur þama og
við látum íslensku óperana og
hennar þarfir alltaf ganga fyrir,“
sagði Garðar Cortes í samtali við
DV.
Þegar Gerrit Schuil, listrænn
stjómandi íslensku óperunnar,
gekk á dögunum út í fússi vegna
valdabaráttu við Bjama Daníelsson
og sagði af sér starfi sagði hann í yf-
irlýsingu sem hann sendi frá sér:
„Það er sorglegt að verða vitni að
því að meirihluti stjómar íslensku
óperunnar telur ráðlegt að fela allar
lokaákvarðanir manni sem vissu-
lega býr yfir mörgum góðum kost-
um en hefur hvorki menntun á
sviði tónlistar né faglega þekkingu á
söng, óperu eða leikhúsi.“
Stjórnunarkreppa
I þessum orðum felst sú stjóm-
unarkreppa sem íslenska óperan
er stödd í. Núverandi óperustjóri
hefur ótvíræð völd þvi stjóm Óper-
unnar hafði látið undir höfuð leggj-
ast að ganga frá ráðningarsamn-
ingi við Gerrit Schuil svo mánuð-
um skipti og hann virðist hafa
staðið í þeirri trú að hann væri óp-
erustjóri eða fengi að verða það.
Bjami Daníelsson hefur, eins og
Gerrit bendir á, ekki þann list-
ræna bakgrunn sem nauðsynlegur
er til að stjóma alveg einn svo
hann þarf einhvem eða einhverja
sér við hlið.
Þetta var ekki vandamál þegar
Garðar Cortes réð við Ingólfsstræti
því hann er menntaður tónlistar-
maður og einsöngvari sem hafði
listrænt samráð við stjóm Óper-
unnar en var einnig framkvæmda-
stjóri. I nágrannalöndum okkar
eru dæmi um að óperastjórar séu
ekki menntaðir tónlistarmenn.
Þannig er óperustjórinn í Ósló
fyrrverandi ritstjóri.
Gerrit Schuil vildi ekkert tjá sig
um þetta mál við Helgarblað DV,
utan það að hann sagðist vera á
leið úr landi.
Stjóm íslensku óperunnar á eft-
ir að fjalla run málið en augljóst er
að erfitt verður að ráða einhvem
listrænan stjómanda upp á þau
kjör að hafa ekki nema ráðgjafar-
vald. Reyndar hefur DV það eftir
traustum heimildum að ekki verði
ráðið i starfið. Guðrún Pétursdótt-
ir, formaður stjómar, er erlendis
næstu mánuði og vísaði á aðra
stjómarmenn til umsagnar.
„Það eru ýmsir kostir í stöð-
unni. Þetta eru ekki „akút“ vand-
ræði og ég tel að Óperan sé ekki í
neinni sérstakri kreppu," sagði '
Orri Vigfússon, varaformaður
stjómar, sem mun stýra fundi um
málið á mánudag.
„Óperan er sterkari eftir en
áður. Hafi verið ágreiningur er
hann úr sögunni," sagði Garðar
Cortes, sem er meðstjómandi, um
brotthvarf Gerrits Schuil.
-PÁÁ '