Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 57
65 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000______________________________________________ DV Tilvera ir þá. Eftir það hafði ég ekki stjórn atburðanna á minni hendi,“ segir hetjan Guðbrandur Sverrisson. Hann missti aldrei meðvitund á ferð sinni og varð ekki einu sinni flök- urt sem hefur þó stundum hent hann af minna tilefni. Sprautaður í Borgarfirði Guðbrandur var drifmn um borð í þyrluna og þar voru læknar í hópnum. Hann var fljótlega spraut- aður en fylgdist með ferðalaginu alla leið suður í Borgarfjörð. Þegar þangað kom segir hann lækninn hafa laumað einhverju í sig og þá hafl sálartetrið heldur farið á flakk. Síðan man hann aðeins þegar hann er fluttur milli þyrlu og sjúkrahúss. Allt þetta ferðalag tók ótrúlega skamman tíma frá því hann lenti í slysinu, rétt eins og röð hagstæðra tilviljana hefði ráðið för - ekki síst vera þyrlunnar á réttum stað og stund. Til Reykjavíkur var Guðbrandur kominn fyrir miðjan dag og síðdeg- is sama dag var sagt frá slysinu í síðdegisþætti Rásar 2 utan frétta- tíma, örfáum mínútum eftir að Lilja, eiginkona hans, frétti af því, og segist Guðbrandur vona að slikt komi sjaldan fyrir að þannig sé staðið að fréttaflutningi af slysum. Seint um kvöldið, að afstaðinni aðgerð, var Guðbrandur svo vakinn og var þá komin jámgrind mikil um fótinn. Hann var mjög syfjaður en segist þó muna eftir dætrum sínum tveimur og systur sem komnar voru til hans. Honum er sagt að hann hafi sífellt tautað að það sé nú eins gott að hann var búinn að ná kind- inni frá Kaldrananesi. Ekki lengur til hlaupanna „Þá hef ég trúlega verið búinn að átta mig á því að ég var ekki til hlaupanna lengur og undirmeðvit- undin komið því á framfæri. Ég sé að ég hef skrifað í dagbókina að ég sé syfjaður en ekkert ruglaður." Guðbrandur segist hafa hugsað um margt meðan hann var enn á fjallinu, meðal annars að nú myndi göngulag hans breytast og hann ef til vill missa fótinn. Þar og þá segist hann hafa tekið þá staðföstu ákvörö- un að hvað sem gerðist myndi hann ekki leggjast í sjálfsásökun eða velta sér upp úr neinu sem gæti kallað fram hugarvíl. Þá þegar ákvað hann að taka því sem að höndum bæri og lifa með því og frá þeirri ákvörðun hefði hann ekki hvikað og þess vegna sloppið við alla angurværð. Einn af þeim læknum sem stund- uðu Guðbrand sagði honum að þetta væri ljótasta sár sem hann hefði séð. Um 10 sentímetrar af holdi og beini ásamt hnjálið voru eins og salli. Frá upphafi var ljóst að ekki væri hægt að setja gervilið í hnéð. Guðbrandur var 16 daga á Land- spítalanum og fór aðeins i eina að- gerð og siöan fór hann heim til dótt- ur sinnar í Reykjavík og var hinn rólegasti fyrst i stað. „Svo ákvað ég með sólarhrings- fyrirvara að fara heim 14. mai og svaf ekkert næstu nótt. Heimkoman var öðruvísi en áður. Ég var ekki kominn til að vinna heldur til að láta stjana við mig. Þá áttaði ég mig á að ég var ekki ómissandi og mik- iö gladdi það mig að sjá að allt var i stakasta lagi. Ég vissi að ég átti dug- lega konu og hún stóð sig vel, auk þess sem margir voru boðnir og búnir til margs konar hjálpar þegar með þurfti." Vinir styttu stundirnar Guðbrandur nefnir sérstaklega vinina og ættingjana sem heimsóttu hann á hverjum degi og styttu hon- um stundir og skemmtilega félaga sem hann hafði eftir að hann losn- aði af gjörgæsludeild. Sérstaklega vill hann minnast reglulegrar komu þeirra Péturs í Ófeigsfirði og Reyn- is frá Móbergi, einnig gamals félaga, Guðmundar Friðgeirs Snæbjöms- sonar, sem færði honum fyrsta handverkið eftir slysið sem var að setja upp silunganet. Þetta net var svo lagt í sjó við Bassastaði i sumar. Það var síðan 1. júní sem Guð- brandur fór í mikla aðgerð en þá var fóturinn stífaður og festur og tekin bein úr mjöðmum og líffæra- banka til að setja inn í liðinn. Sú aö- gerð tókst vel en nú er fóturinn 4 cm styttri en áður og verður svo framvegis. Eftir þessa aðgerð segist Guðbrandur hafa fengið fyrstu slæmu verkina en hann var i súr- efhismeðferð allan júnímánuð. Blaðamaður spyr hvenær hann hafi svo farið að vinna og minnist þess að hafa mætt honum á göngu í ágústmánuði þar sem hann gekk við heljarstórt kúbein í stað hækju. „Hún er sterk, löngunin tO að verða að einhverju gagni, og maður hugsar með tilhlökkun til þeirrar stundar þegar maður treystir sér til verka og um leið og maður finnur fyrir getu vill maður útvikka þau takmörk,“ segir Guðbrandur sem segist hafa laumast að dráttarvél- inni, sem sláttuvél var tengd við, einu sinni þegar konan var ekki heima og fundið þá að hann gat slegið og reyndar unnið á fleiri vél- um ef þær voru með skiptistöng fyr- ir miðri vél. 30 minkar í valnum Skyttan Guðbrandur hefur ekki aldeilis lagt byssuna á hilluna því frá því á síðasta sumri hefur hann skotið um 30 minka en enga tófu. Byssan er enn sú sama enda „var þetta ekki byssunni að kenna“. Það var nágranni Guðbrands og nafni í Hveravík sem lét hann vita um fyrsta minkinn og skyttan brá svo skjótt við að hún var komin á staðinn þegar uppgötvaðist að hækj- umar höfðu orðið eftir heima. Þetta var í júlímánuði. Guðbrandur er spurður um smalamennsku og hvort hann hafi farið á hestbak í haust en hann seg- ist nær ekkert hafa notað hesta við smalamennsku því hann hafi alltaf verið -fljótari að smala hestlaus. „Það er ljóst að ég er lakari smali en ég var því nú þurfa æmar tæp- lega að hlaupa til að ég missi af þeim. Guðbrandur gegndi áfram starfi leitarstjóra á Hvannadal sem áður og honum var treyst til að hvetja smalana og siga hundunum en hann viðurkennir að þegar smalarnir voru komnir í hvarf stóðst hann ekki freistinguna og laumaðist á eft- ir þeim og komst í tæka tíð til að standa fyrir fénu við svokallaða Ófæru þar sem féð er rekið austur fyrir Hvannadalsána. „Eftir ferðina sagði ég sjálfum mér og öðrum að smalamennska á Hvannadal væri mér engin ofraun." Þegar kom að árvissri rúningu sauðfjár síðastliðið haust var Guð- brandur mjög hugsi yfir því hvort hann réði við það verk. Konan varö á undan „Ég ætlaði að laumast út í fjárhús og kanna málið en hef sennilega far- ið heldur laumulega því Lilja var komin á undan mér út í fjárhúsin og hefur sennilega grunað hvað tO stæði. Við hjálpuðumst svo að við að klippa æmar, hún dró að og saman lögðum við æmar sem ég klippti svo. Það hjálpar að ég er vanur og kann handtökin en Reynir vinur minn í Hafnardal klippti lömbin fyr- ir mig.“ Guðbrandur hefur stundað snjó- mokstur undanfarin ár en honum reyndist ekki fært að sinna því með þeirri vél sem hann átti svo sérút- búin dráttarvél var keypt í staðinn. Þetta er vél af Same-gerð sem er 127 ha. Smíðað var sérstakt ástæöi fyrir hægri fótinn og við það tengd raftengd olíugjöf. I hægri enda stjómpúöans er rafstýrður vökva- þræll sem stjómar kúplingunni sem er á nokkrum stöðum sem takkar á gírstöngum. Guðbrandur segist hafa haft mikið að gera við snjómokstur í vetur og þakkar það góðum búnaði á nýju vélinni og þeirri reynslu sem hann hafði. Hjálpfúsar hendur „Margir hafa komið til aðstoðar og gert mér fært að halda áfram bú- skap og lítið breyttu lífi. Mest á ég að þakka þessari duglegu konu sem ég á. Þegar ég var fyrir sunnan hugsaði ég oft til hennar nýju verk- efna og viðbótarvinnu en aðeins einu sinni fann ég ástæðu til að hringja til hennar til að vara hana við að fara í fjárhúsin þvi veðurspá- in var svo vond. Þá vom hér veður- tepptir menn sem aðstoðuðu hana. Þannig hafa hjálpfúsar hendur alltaf veriö boðnar fram til hvers konar aðstoðar þegar þurft hefur með. Því fólki og konunni minni fæ ég seint eða aldrei fullþakkað. Verk þeirra öll voru góð og þá sérstaklega hlýhugurinn sem við nutum og mættum alls staðar og mætum enn,“ segir Guðbrandur Sverrisson. Guðflnnur DVJHYNDIR GUÐRNNUR Asamt konu sinni á Bassastöðum: „Mest á ég aö þakka þessari duglegu konu sem ég á. “ Y íslenskar aðstæður. Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofhunar byggingariðnaðarins. GiLERBORG Dalshraum 5 220 Hafnarfirði Sími 565 0000 P A 1 1 1 1 F C. 11 p 1 n 1 L. 1 L. ( 5C u IFI • • • IV verður með einu handtaki koja fyrirtvo.... t- Q Qí 55 Kr.39.900.- Kr.39.900.- Kr.35.900.- Fermingartilboð á skrifborðum. fM \ SKKK ^RISTALL Faxafeni sími: 568 4020 HÚSGAGNADEILD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.