Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Page 65

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Page 65
LAUGARDAGUR 1, APRÍL 2000 DV _______73 f Tilvera Afmælisbörn Decadent Podunk Meölimir Decadent Podunk voru öflugir skrattakollar aö austan. Vatnsberinn 120. ian.-18. febr.l: Gildir fyrir sunnudaginn 2. apríl og mánudaginn 3. apríl Fiskamir (19. febr.-20. mars): Kundera 71 árs Tékkneski rithöfundurinn og ís- landsvinurinn Milan Kundera fæddist þennan dag í borginni Bmu í Tékkóslóvakíu árið 1929. Kundera er íslendingum að góðu kunnur og íslenskar þýðingar bóka hans hafa jafnan notið mikilla vinsælda. Sög- ur Kundera hafa orðið kvikmynda- gerðarmönnum yrkisefni og fræg- ust er vafalaust kvikmyndin Óbæri- legur léttleiki tilverunnar, byggð á samnefndri sögu. Þar fara Daniel Day Lewis og Lena Olin á kostum í stórkostlegri kvikmynd. Guinness 84 ára Breski leikarinn Sir Alec Guinness á 84 ára afmæli í dag. Á löngum ferli sínum hefur Guinness oftsinnis slegið í gegn bæði á sviði og í kvikmyndum. Hann túlkaði Hamlet óaðánnanlega árið 1938 í Old Vic leikhúsinu í London og ekki þótti hann síðri í kvikmyndun- um Oliver Twist frá 1948, Kind He- arts and Coronets frá 1949. Þá muna margir eftir Guinness úr fyrstu tveimur Stjömustríðsmyndunum en þær kvikmyndir eru langt frá þvi að vera í uppáhaldi hjá leikar- anum. Spá sunnudagsins: Það verður mikið um að vera fyrri hluta dagsins og þú tekur ef til vill þátt i því að skipuleggja viðburð í félagslifinu. Spá mánudagsins: Ef þú hefur unnið vel og af sam- viskusemi eru líkur á þvi að þú fáir launahækkun eða betri stöðu á næstunni. Kvöldið lofar góðu. Spá sunnudagsins: m i ^J^^*Eyddu timanum ekki í aUtof mikla skipulagn- \ ingu. Þú veist hvað þú þarft að gera og ættir að koma þér strax að efiúnu. Spá mánudagsins: Einhver draumur þinn gæti ræst án þess að þú gerir nokkuð dl þess. Allt bendir til þess að þú verðir ham- ingjusamari en nokkru sinni fyrr. Níu landsbyggðarsveitir á síðasta undanúrslitakvöldi Músíktilrauna: • • Ofganna á milli v Hrúturinn (21. mars-19. aprill: Spá sunnudagsins: Þú átt rólegan dag í \ vændum sem einkenn- ist af góðum samskipt- ™ um við fjölskyldu og ástvini. Rómantikin liggur í loft- inu. Spá mánudagsins: Þú hefúr góð áhrif á alla sem í kringum þig eru og með glaðværð þinni og samviskusemi gengur þú í augað á hinu kyninu. Tviburamlr (21. maí-21. iúnii: jafnvægi og dagurinn verður skemmtilegur. Spá mánudagsins: Einhver er að gera hosur sinar græn- ar fyrir þér og þú kannt þvi alls ekki illa. Gefðu þessu séns og þú munt ör- ugglega ekki sjá efdr því. Nautlð (20. april-20. maí.l: Spá sunnudagsins: t I Vinnan á hug þinn all- r an þessa dagana. Þú verður að gæta þess að særa engan þótt þú hafir lítinn tíma til að umgangast ástvini. Spa manudagsins: Þú þarft að halda fast um pyngj- una og ekki lána peninga nema tryggt sé að þú fáir þá til baka. Félagslífið er líflegt. Krabblnn (22. iúni-22. iúlíi: Spá sunnudagsins: Ýmislegt skemmtilegt gerist i dag og þú verð- ur fyrir óvæntu happi seinni hluta dagsins. Nú er góður tími til að gera breytingar. Spá mánudagsins: Þú ert undir smásjá um þessar mundir og er ekki sama hvernig þú vinnur eða hegðar þér. Frumskógar- lögmádö virðist ráða rfkjumum. Ljónlð (23. iúlí- 22. ágúst): Spá sunnudagsins: ' Einhveijar tafir verða á skipulaginu en láttu þær ekki koma þér úr jafh- vægi. Dagurinn verður aö öðru leyti ágætur og ekki verður kvöldið verra. Spa manudagsins: Þér er óhætt að treysta vini þin- um í sambandi við vanda sem þú ert í á tilfinningasviðinu. Hann getur án efa gefið þér góð ráð. Meyjan (23, ágúst-22. sept.): sem aðrir hafa að segja en endanlega ákvörðunin verður þó að vera þtn. Spá mánudagsins: Sjálfselska einhvers þér nákomins fer í skapið á þér. Kannski hefur þú ver- ið of eftirgefanlegur við hann. Ástar- lífið blómstar um þessar mundir. Vogin (23. sept.-23. okt.): Spa sunnudagsins: f Vinur þinn á í basli með eitthvað og þú hefur að- * f stöðu til að hjálpa hon- um.Þú gerir eitthvað sem þú hefur ekki gert lengi og sérð alls ekki eftir þvi. Spá mánudagsins: Sjálfstraust þitt er með besta móti og þú laðar að þér fólk úr öllum áttum. Þér gengur einnig vel í vinn unni og lífið virðist leika við þig. Bogamaður 122. nðv.-21. des.): Spá sunnudagsins: ' Þú kynnist manneskju sem á eftir að hafa djúpstæð áhrif á þig. Rómantíkin liggur í loftinu og þú ert afar ánægður með gang mála. Spá mánudagsins: Þér gengur erfiðlega að einbeita þér við það sem þú ert að gera. Þú hefðir gott af tilbreytingu og ættir að reyna að finna þér nýtt ábugamái eða fara í ferðalag. Sporðdreki 124. okt.-2i. nðv.i: Spá sunnudagsins: Dagurinn verður frem- ur viöburðasnauöur en * kvöldið verður hins vegar fjörugt og þú skemmtir þér vel í góðra vina hópi. Spá mánudagsins: Þú nýtur þess að skemmta þér með vinum þinum eftir allt erfið- ið undanfarið. Samviska þín er góð þar sem þú hefúr unnið vel. Stelngeitin (22. des.-19. ian.l: Spá sunnudagsins: Farðu varlega í fjármál um og treystu ekki _ hverjum sem er. Þú ætt að gefa þér tíma til aö slappa af og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Spá manudagsins: Nú tekur við nýtt timabil hjá þér og þú kynnist mörgu nýju fólki. Þótt margt komi þér á óvart ertu Qjótur að aölagast. Gestasveitin Mínus forfaUaðist og því hitaði Klink upp salinn með sínum firrta góðmálmi. Strákamir í Kraumfenginn töltu sér næst upp á svið og léku ósungin lög. Þeir eru frá Akranesi og léku tón- listarskólalegt léttpopp, einhvers konar blöndu af Madness og Mezzóforte. Þeir skörtuðu saxófóni og stóðu sig bærilega, tóku sóló út og suður og hljómborðsleikarinn var fremstur meðal jafningja. Næsta sveit hét Skörungur og var í alit öðrum gír - flutti draugalegt djöflarokk. Tónlistin barst af bandi en stífmálaður uppvakningur framdi biblíulega texta meö tilþrif- um. Við hlið hans skölti púki og galdraöi myrkan seið. Hljómsveit- in kemur úr kirkjugarðinum á Húsavik sem er frægt pleis fyrir pönk og djöflarokk. Fyrsta lagið var virkilega spúkí og áhorfendur litu skjálfandi undan en svo varð sjóið heldur hversdagslegt þrátt fyrir góöan vilja - eða kannski ill- an? Skratti góö úrkynjun Decadent Podunk þýðir úrkynj- að krummaskuð og var samheiti fimm öflugra skrattakolla frá Eski- og Reyðarfiröi. Bandið flutti þéttan austfjarðaþungmálm og var skemmtilegt. Söngvarinn stóð sig fantavel og í síðasta og besta lag- inu var gripið til samsöngs sem heppnaðist ágætlega. Fínt band. Ekki er hægt að segja það sama um Dissan Bunny sem kom frá Sauðárkróki. Söngvarinn hafði far- ið á sjóinn kvöldið áður en aörir meðlimir létu það ekki aftra sér og gítarleikarinn söng í staðinn. Þeim gekk þó illa að fóta sig og voru hálfumkomulausir. Rokkið var í mauki framan af en small næstum því í síðasta og besta laginu. Þeir fá því prik fyrir viðleitni. Pönk- plebbunum í Raddlausri rödd hafði lítið farið fram síðan þeir stóðu á þessu sviði síðast. Pönkiö var grautarlegt, einhæft hjakk sem grúfaði illa, enda trommarinn að rembast meira en hann réð við. Söngvarinn var ágætur og söng með prúðuleikararödd og síðasta lagið hefði verið fint ef það hefði verið a.m.k. helmingi styttra. Tippa- og hormónarokk að norðan Ellibelgir Músíktilrauna þetta árið, með 24 ára meðalaldur, voru fjórir töffarar í Smarty Pants frá Akureyri. Þeir voru líka þeir einu sem voru með bindi og eitt af fáum böndum í ár sem lagði mikið í sjó- ið. Þeir voru með finan húmor og spiluðu skæslegt tipparokk sem minnti á Urge Overkill; seventís slísrokk, blandað pönktöktum. Þetta svínvirkaði á grill áhorfenda sem réðu sér ekki fyrir kæti. Frá Akureyri komu líka steraboltamir Qórh- í Ópíum. Þeir fluttu úrvals- hormónarokk og voru þéttari en skyr. Trommari og bassagaur hömruðu tólin eins og hetjur og gítarleikaramir tálguðu spýturnar með puttunum. Krúttlegur söngv- arinn var með fagurgala og allt small þetta saman í ánægjulega kraftsúpu sem flutti næstum fjöll með orkunni einni. Salurinn fékk bítlaæði Stolt Ólafsfjarðar kom næst, fimm stykki af fimmtán ára köpp- um í hljómsveitarbúningum: Dæg- urlagahljómsveitin Ecko. Létt- popp a la Gylfi Ægisson og Skíta- mórall var á efnisskránni og nú gátu áhorfendur loksins klappað með i takt. Hljómsveitin virkaði fremur stirð en það lagast auðvit- að með æfingunni. Söngvarinn, Gfsli Hvanndal Jakobsson, var hins vegar geysigóður og slagar hátt upp í Bjarna Arason með MÉP fullorðnislegum og nákvæmum söngstíl, sem var ríkur af tjáningu þrátt fyrir að Gísli væri feiminn til að byrja með. Svei mér þá ef hér er ekki stórstjarna morgun- dagsins komin, enda fékk salurinn bítlaæði þegar hann tók dýfur. Afró frá Höfn rak endahnútinn á þetta rokkmaraþon og lék instrú- mental þungarokk. Lögin voru fúlltilbreytingalaus og án átaka en þriðja lagið var nokkuð lúnkið, enda myndaðist annar gítarleikar- inn þar við smávægilegan söng. Á meðan stigin úr salnum voru talin og spekingamir í dómnefnd spjöll- uðu rokkaði Maus. Þeir unnu þessa keppni fyrir sex árum og kunnu vel við sig á fæðingardeild- •*- inni. Niðurstaða kvöldsins varð sú að salur valdi hina skæslegu Smarty Pants en dómnefnd þéttu þungaböndin Decadent Podunk og Ópíum. Þau þrjú kepptu í gær- kvöld á úrslitakvöldi Músík- tilrauna ásamt átta öðrum bönd- um sem áður höfðu komist áfram. Fréttir af atburðum þess kvölds verða að bíða þar til DV kemur út á mánudaginn. Dr. Gunni Skörungur Flutti draugalegt djöflarokk meö tilþrifum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.