Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Qupperneq 72
Fjórhjóladrifinn SUBARU LEGACY ... draumi líKastur Ingvar Helgason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 1. APRIL 2000 Bankaviðræður: Erum að vinna gott verk Kristján Ragnarsson. „Sameiningarmálið er í höndum bankastjóranna. Það er enn ekki kom- ið á borð bankaráðsins," segir Krist- ján Ragnarsson, stjórnarformaður íslandsbanka, um þær viðræður sem eru í gangi um sameiningu ís- landsbanka og Fjárfestingar- banka atvinnulífs- ins. Valur Vals- son, bankastjóri íslandsbanka, og Bjarni Ármannsson, bankastjóri Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, hafa fundað stíft undanfarna daga um sam- eininguna sem talið er að muni ganga hratt fyrir sig ef á annað borð næst saman. Gengi bankanna tveggja ^breyttist lítið í gær. Um klukkan 15 hafði gengi bréfa í íslandsbanka hækkað um 2,8 prósent en bréf í FBA höfðu hækkað um 0,2 prósent. Kristján, sem hefur talað fyrir sam- einingu banka síns og Landsbankans, gagnrýndi viðskiptaráðherra á aðal- fundi íslandsbanka fyrir að draga lappirnar í málinu. Hann segist vera vongóður um að sameiningin við FBA gangi eftir og slík niðurstaða yrði góð- ur kostur. „Við teljum að við séum að vinna gott verk með Þ Bjarnl Ármannsson Ljúkum þessu sem fyrst. þessum gjömingi og reyndar betra en kostur var með öðrum hætti,“ seg- ir Kristján. „Það er unnið á fullu og gengur vel. Við stefnum að því að ljúka þessu sem allra fyrst,“ sagði Bjarni Ármanns- son, forstjóri FBA, um sameiningarviðræður FBA og ís- landsbanka. -rt Ævintýrí líkast EfiM|E8EÍ^]CaOGj mm brother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillingar prentar 110 línur borði 6 til 36 mm Rafoortl Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport VÆRI EKKI NÆR AÐ FINNA GEIRFINN? Tilflutningur með listaverk í Ráðhúsinu: Þorskur með vindil stað Auðar Auðuns - símastúlka Ráðhússins skákar Einari Hákonarsyni Myndverk af þorski með pípuhatt og vindil er komið í stað málverks af Auði Auðuns, fyrrum borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, í Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjörnina. Málverkið af Auði Auðuns er eftir Einar Hákon- arson myndlistarmann en þorskurinn með vindilinn er gert af Erlu Magnús- dóttur símastúlku og starfsmanni upplýsingaþjónustu Ráðhússins. Gunnarsson send niður í Ráðhúsið og sett upp þar sem málverkið af Auði hafði hangið. Skraut í kokkteilboði „Myndin af Auði Auðuns var feng- in að láni fyrir móttöku sem Guðrún Ágústsdóttir, fyrrum forseti borgar- stjórnar, hélt hér á Kjarvalsstöðum í mars 1998. Guðrún vildi hafa myndir af öllum forsetum borgarstjómar hér uppi á vegg í móttöku sinni en síðan hefur engin beðið um að fá hana aftur og hún er nú í geymslu hér niðri í kjallara," sagði Þorbjörg Gunnarsdótt- ir, starfsmaður Kjarvalsstaða. Kjarvalsstaðir sjá um öll myndverk í eigu Reykjavíkurborgar og sjá um að koma þeim fyrir þar sem þess er ósk- að í stofnunum borgarinnar. í stað myndarinnar af Auði Auðuns var mynd af bogamanni eftir Valgarð Bogamaður hörfar „Mynd Valgarðs var af svipaðri stærð og málverkið af Auði og fór ágætlega á þessum stað en að henni hefði verið skipt út vissum við ekki fyrr en fyrir skömmu," sagði Eiríkur Þorláksson, listfræðingur á Kjarvals- stöðum. „Það er alltaf mikil hreyfmg á verkum á stöðum sem þessum en þessi tilfæring kemur mér ekki við,“ sagði Eirikur. Símastúlka slær í gegn Þorskurinn með pipuhattinn og vindilinn var meðal myndverka á sýningu sem fjórir starfsmenn Ráð- hússins héldu á vinnustað sínum fyrir allnokkru. Mynd síma- stúlkunnar þótti það vel heppnuð að hún var sett upp til frambúðar þar sem Auður Auðuns hafði átt sinn sess þar til fyrir tveimur árum er Guðrún Ágústsdóttir fékk hana lán- aða til skrauts í samkvæmi á Kjar- valsstöðum. -EIR Auður í kjallara Málverk Einars Hákonarsonar afAuöi Auðuns er nú geymt í kjallara Kjarvalsstaöa. Þorskur með vindil Skipar heiöurssess í Ráöhúsinu þar sem áöur hékk málverk af fyrrum borgarstjóra. Magnús Leopoldsson um ný gögn í Geirfinnsmálinu: Lugu mig bak viö lás og slá - hefði aldrei farið inn ef gögnin hefðu legið fyrir „Ég hef fengið hálfan annan tíma til að líta á þessi nýju gögn sem fundust og sam- kvæmt þeim lugu rannsóknar- menn í Keflavík mig bak við lás og slá. Ef þessi gögn hefðu legið fyrir þegar ég var úrskurðaður í gæsluvarðhald hefði ég aldrei farið inn,“ sagði Magnús Leo- poldsson fasteignasali í gær- kvöldi um ný gögn úr rannsókn Geirfinnsmálsins sem komið hafa í leitinar eftir ósk frá lög- manni Magnúsar um að þeirra yrði leitaða rækilega. Ljóst er að á einhverjum tímapunkti voru skjölin geymd í félags- heimili lögreglumanna í Kefla- vík að sögn Magnúsar. „Það er alveg ljóst við lestur þessara skjala að rannsóknar- menn í Keflavík sögðu ekki satt Leirfinnur Stytta sem gerö var til að auövelda rannsókn Geifinnsmálsins. Hún þótti lík Magnúsi Leopoldssyni. Magnús Leopoldsson Rannsóknarmenn sögöu ekki satt og rétt frá. og rétt frá. Þarna var logið,“ sagði Magnús Leopoldsson sem ætlar að kanna skjölin gaumgæfilega næstu daga ásamt lögmanni sínum og grfpa þá til aðgerða. Geirfinnsmálið er eitthvert dular- fyllsta sakamál sem upp hefur komið hér á landi í manna minnum og var mikið kapp lagt á að upp- lýsa það og var Magnús Leopoldsson meðal annars úrskurðaður i langt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins ásamt öðrum. „Það var mikill þrýst- ingur á okkur að fá botn í þetta mál og við áttum margar andvökunæturnar fyrir bragðið," sagði lög- reglumaður í Keflavík sem vann við rannsókn málsins á sínum tíma. „Mér er enn hulin ráðgáta hvað varð um Geirflnn en ég minnist hans sem ósköp venjulegs manns hér í Keflavík sem starfaði mikið á þungavélum, meðal annars í Sigöldu." -EIR Kristján Pálsson: Tvenn jarðgöng fyrir þúsund manns út í hött „Það er auðvitað út í hött að gera það að forgangsverkefni að gera önnur jarðgöng fyrir Siglfirðinga. Þar eru þegar jarðgöng yfir i Skagafjörð og ég skil ekki þessa forgangsröðun," segir Kristján Pálsson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi, um þá áætlun Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra að flýta gerð jarðganga í Siglufirði, á Vestfjörðum og Aust- flörðum. „Þaö er ekki hægt að kyngja hverju sem er og það er löngu búið að ákveða annan feril. Jarðgöng eru ekki á lang- tímaáætlun sem nær til 2010. Nú á að skjóta slíkum verkefnum fram og menn segja að sérstaklega eigi að út- vega fjármagn til þess. Mér er spum hvort ekki hefði verið rétt að nota þá peninga í Reykjanesbrautina og aðrar leiðir i kringum höfuðborgina," segir Kristján. „Þessi stefna er úr öllum takti. Ég er enginn óvinur landsbyggðarinnar en þetta er gjörsamlega út í hött,“ seg- ir hann. -rt / / / / / I/ / / / Á /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.