Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Side 6
6 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 Fréttir Bílhræ og úrgangur til vandræða: Þurfum að taka okkur á - segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sem hefur skipað nefnd í málið Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra segir ýmislegt athuga- vert í umhverfismálum okkar ís- lendinga, þar með umgengni við ónýta bíla. - Er hugsanlegt að koma á skila- gjaldi á bila líkt og drykkjarum- búðir? „Já, ég skipaði nefnd í febrúar sem mun fara heildstætt yfir öll úrgangsmál í landinu. t henni eru m.a. fulltrúar frá sveitarfélögun- um og FENÚ sem er félag um end- Siv Friðleifsdóttir. Viö veröum aö ná ákveönu lágmarki í endurvinnslu og endurnýtingu. urvinnslu úrgangs. Þessi nefnd er að skoða bæði bæði landbúnaðar- plastið, bílana og allar drykkjar- umbúðir samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Við verðum að ná ákveðnum lágmörkum í endurvinnslu og endurnýtingu svo að nefndin er á fullu að vinna þessi mál. Ég geri ekki ráð fyrir að niðurstaða nefndarinnar verði fyrirliggjandi fyrr en í haust. Stefnan er að koma upp kerfi eða hagrænum kvótum til að fólk geti komið þessu frá sér. Dekkin eru t.d. vandamál, um- búðir almennt og einnig þessi líf- ræni úrgangur. Það vantar hvata og líka úrræði. Gagnvart bílunum er þetta ekki svo flókið en það er miklu erfiðara varðandi lífrænan úrgang eins og skít. Þetta er mjög umfangsmikið. Við þurfum að taka okkur verulega á til að ná til- skipunum Evrópusambandsins." -HKr. Dökku hliðar bílamenningarinnar: Druslur á víðavangi - dregnar í Vökuportið á kostnað síðasta skráða eiganda Með aukinni bílaeign landsmanna hefur væntumþykja með gömlum og slitnum bílum farið minnkandi. Bíldruslur eru því víða skildar eftir á bílastæðum og opnum einkalóðum fólki til mikils ama. „Þó ýmsir haldi að þeir geti gengið frá gömlu beyglunni sinni áhyggju- laust hvar sem hún gefur upp öndina, þá er það mikill misskilningur. Kranabílaþjónustan Vaka hefur verulega fundið fyrir auknum trassa- skap í umgengni við úrsérgengna bíla. Bjami Ingólfsson segir að slíkt hafi verulega færst í vöxt. „Við erum yfirleitt kallaðir til af lögreglu eða eigendum bílastæða og opinna svæða. Það er meira um að fólk sé að skilja þetta eftir á stórum plönum fyrirtækjanna. Við emm einmitt að leggja áherslu á það að fólk er ekkert laust við bílinn þó það skilji hann eftir. Við getum rakið bílinn eftir verksmiðjunúmeri bílsins til síðasta skráða eiganda. Það er hann sem við herjum á í framhald- inu. Það er líka of algengt að fólk seg- ist hafa gefið einhverjum bílinn sem hafi ætlað að nota hann í varahluti, en það situr svo i súpunni sem síðasti skráði eigandi. Það er mjög mikið at- riði að fólk sjái um að koma sínum bíl $ SUZUKI —//M------ SUZUKIBÍLAR HK Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Toyota Carina E, skr. 04/94, ek. 62 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 990 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 09/95, ek. 72 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1190 þús. Suzuki Baleno GLX, skr. 07/97, ek. 39 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 1040 þús. MMC Pajero, skr. 01/91, ek. 125 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 790 þús. MMC Lancer GLX, skr. 08/97, ek. 38 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1170 þús. Nissan Micra GX, skr. 10/98, ek. 15 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1030 þús. Daihatsu Applause, skr. 10/98, ek. 14 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1280 þús. Daewoo Nubira SX, skr. 03/99, ek. 18 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1280 þús. Daihatsu Terios SX, skr. 07/98, ek. 20 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1190 þús. Nissan Almera, skr. 11/98, ek. 10 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1370 þús. MMC Lancer, skr. 06/97, ek. 63 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1160 þús. Daihatsu Sirion CX, skr. 05/99, ek. 6 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1050 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 09/98, ek. 28 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 830 þús. Ford Fiesta, skr. 01/98, ek. 31 þús. km, bsk„ 5 dyra. Verð 875 þús Opel Astra GL, skr. 01/96, ek. 105 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 660 þús. Nissan Almera, skr. 10/99, ek. 2 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1220 þús. Nissan Terrano II, skr. 02/97, ek. 79 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1790 þús. Nissan Sunny st., skr. 06/93, ek. 140 þús. km, bsk. 5 dyra. Verð 590 þús. Toyota Corolia XL, skr. 10/95, ek. 72 þús. km„ bsk. 4 dyra. Verð 790 þús. í fórgun til að komast hjá vandamál- um. Þá þarf líka að afskrá bílinn. Fólk áttar sig heldur ekki alltaf á því að bílar sem það hefur lagt, en eru enn á númerum, eru enn á ábyrgð við- komandi. Fólk er ábyrgt fyrir bif- reiðagjöldum og tryggingum. Þó búið sé að afskrá bílinn þá er fólk ekki laust allra mála fyrr en búið er að koma honum í forgun. Núna erum við að horfa á ákveðinn topp í þessum ónýtu bílum. Það er af- leiðing af met innflutningi ársins 1987. Þetta hefur verið að skila sér til okkar að undanfómu. Þá hefur þetta líka verið sérstaklega erfitt vegna þess hversu veturinn var erfiður. Það var því ekki hægt að sinna því jöfnum höndum að sækja þessa bíla. Þeir eru því orðnir mjög áberandi og til leið- inda víða.“ Lágmarksgjald sem borga þarf ef bíll er fluttur í Vökuportið er 4.811 krónur. Sinni eigandi því ekki að sækja bílinn getur hann hlaðið á sig miklum geymslukostnaði. Að öðrum kosti er bíllinn settur á uppboð ef hann er þess virði, annars í niðurif. Talsvert fer þá til Furu í Hafnarfirði, þar sem bílarnir eru tættir niður og úr þeim búið til útflutningsverðmæti í formi brotajárns. -HKr. Kjarakaup á þarfasta þjóninum: Bíll til sölu á sex þúsund - ruku út á Bílasalan Evrópa bauð nokkra notaða bíla til sölu í smáauglýsing- um DV um helgina á verðbilinu 3000-5000 krónur. Sigríður Jóhann- esdóttir, eigandi bílasölunnar Evr- ópu, segir að handagangur hafi ver- ið í öskjunni hjá viðskiptavinum fyrirtækisins um helgina. „Við aug- lýstum bílana til sölu gegn greiðslu bifreiðagjalda. Reyndar voru þeir ekki alveg jafn ódýrir og sagði í aug- lýsingunni en sá ódýrasti fór á 6.500 krónur. Um leið og við opnuðum ruku bíl- arnir út og eftir 20 mínútur voru þeir allir seldir. Þetta kom okkur mikið á óvart. Auglýsingamar eru greinilega lesnar meira en við héld- um. Við erum hins vegar mjög ánægð með þetta, því þetta kemur 20 mínútum öllum til góða. Bílamir höfðu bara safnað kostnaði hjá fyrri eigendum, sem hafa átt erfitt með að selja þá. Svo er auðvitað ekki verra að geta keypt sér bíl fyrir jafn lágt verð og hér um ræðir. Enda hringdi fólk í okkur alls staðar að af landinu og spurðist fyrir og fjöldi fólks kom til okkar. Síminn stoppaði ekki í allan gærdag. Fólk af landsbyggðinni bað okkur meira að segja að auglýsa næst með fyrirvara svo það hefði tíma til að koma í bæinn og keppa um þá bíla sem yrðu í boði.“ Sigríður segir að þau hjá Evrópu hyggist endurtaka leikinn fljótlega. „Við þurfum bara að safna upp í um það bil 20 bíla áður en við leggjum í þetta því viðbrögðin eru svo sterk.“ -HG ________jjLJmsjón: Gylfi Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Afsökunarbeiðni Það eru ekki alltaf miklir kær- leikar með samningamönnum í karphúsi sáttasemj- ara. Heimildir þaðan herma t.d. að for- svarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafi í tvígang kært Aðal- stein Baldursson formann fisk- vinnsludeildar I VMSÍ til sáttasemj- ara fyrir ummæli hans í fjölmiöl- um. Á sérstökum fundi sáttasemj- ara með Aðalsteini og Ara Ed- wald framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins voru stór orð síðan sögð og sauð upp úr. í kjölfarið krafðist Aðalsteinn afsökunar- beiðni frá Ara, annars myndi hann ganga úr húsi. Ari mun hafa beygt sig og beðist afsökunar, en kærleik- ar jukust víst ekki tiltakanlega með þeim „félögum" við þá athöfn. Hér eru bílarnir Gunnar Birgisson alþingismað- ur af Reykjanesi stillti sér þétt upp við hlið samflokksmanns sins Kristjáns Pálssonar í gagnrýni á jarðgangagerð á landsbyggðinni og orðaði einn góður maður það þannig að þar leiði haltur blindan. Það var reyndar fróðlegt að veita þvi at- hygli hversu ríka áherslu þeir Gunnar og Kristján lögðu á það í málflutningi sínum að þeir væru „landsbyggðarvænir", þeir væru sko alls ekki óvinir landsbyggðar- innar. Þeir vildu hins vegar sjá fjármagn til vegamála fara í fram- kvæmdir í sínu kjördæmi en ekki í jarðgöng á landsbyggðinni og Gunnar var ekki í vandræðum með að rökstyðja það. „Það má ekki gleyma því að hér eru bílarnir," sagði Gunnar og eflaust hafa ein- hverjir á landsbyggðinni hrokkið við við þessi orð. Ráðgjafinn Á framboðsfundi um formanns- embættið í Samfylkingunni á Ak- ureyri fór Össur Skarphéðinsson mikinn og vandaði Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar. Össur minnti á til- burði Daviðs Odds- sonar við að setja ofan í við stórfyrir- tækið Baug sem hugsanlega héldi uppi vöruverði vegna fákeppni. Össur sagði síðan: „Hver er svo stjómarformaður Baugs? Jú, það er Hreinn Lofts- son. Hver er einn helsti ráðgjafi Davíðs Oddssonar og vinur? Jú, það er Hreinn Loftsson, stjómarfor- maður Baugs," og sagði Össur það ekki vafamál að einokun í skjóli Sjálfstæðisflokksins næði alla leið inn í matvöruverslunina. Það leyndist engum sem sat þennan fund að Össur lítur á Davíð Odds- son og Sjálfstæðisflokkinn sem höf- uðandstæðinginn. Aftaníossar Viðbrögðin við dómi Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu svokallaða í síð- ustu viku voru á ýmsa vegu eins og við var að búast. Útvarpið skýrði frá dómnum i beinni útsendingu og sagði frétta- maðurinn í lokin að ljóst væri að íslendingar þyrftu ekki að flytja tfi Kanaríeyja. Síðan var rætt við nokkra menn sem voru viðstaddir dómsupp- kvaðninguna, m.a. Valdimar Jó- hannesson sem kallaður er „kvóta- baninn“. Valdimar var ekki að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn og sagði meirihluta hæstaréttardómaranna hafa kosið að vera „aftaníossar" í þessu máli og skilji það hver eins og hann vill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.