Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Side 16
16 Menning MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 I>V Eitt er bannað hrafna Óðins, Hugins og Munins, sem eru svolít- ið áttavilltir og vita ekki alveg hvað „kallinn" ætlast fyrir með þá. En hann er i reiðtúr „fyrir norðan“ svo að þeir verða að bjarga sér eins og best gengur og þá er ekkert verra en hvað annað að rútta til á sviðinu hjá Hugleik á milli atriða. Útfærslan á krummunum er í hefðbundnum trúð- leiksstíl og skapar nauðsynlega kjölfestu í upp- setninguna þannig að leikþættirnir falla inn í sameiginlegan ramma og allt rennur þetta eins og smurt áfram. Efnistök höfunda eru ólík, svo ólík að senni- lega hefðu þau öll getað lagt út af sama erindinu í kvæðinu og búið til niu leikþætti, sem hvergi hefðu skarast. Þar er komið víða við og margir koma við sögu. Spæjari og sígild blondína túlka meðal annarra erindið „Gáttir allar/ áðr gangi fram / um skyggnast skyli.“ Gert er grín að græðgi og tilboðasýki landans, nýstárleg hug- mynd um lifandi afþreyingu fyrir ferðamenn er sett fram, gildi menntunar og dómur um dauðan hvern eru skoðuð. Hvítflibbamenn, ellibelgir og svikakvendi fá sitt og lokaatriðið er bæði tengt í kristnitökuafmæli og fermingatíð, en þar er fjall- að um tilskipun um kúvendingu í trúmálum landans fyrir eitt þúsund árum. En eins og vænta má eru atriðin nokkuð mis- góð, þó af öllum megi hafa drjúga skemmtan. Þar kemur ekki hvað síst til hinn eini sanni „hugleik- ur“, eða sú leikhefð, sem skapast hefur í gegnum árin í uppsetningum hópsins. Allt er þó orðið slípaðra en í upphafi og stundum bregður jafnvel fyrir óleyfilega góðum töktum hjá sumum leikar- anna sem Þór Tulinius leikstjóri hefur hefur tamið og teymt í gegnum æflngaferilinn. Þarna má sjá gamalþekkta og margreynda Hugleikara en einnig nokkra nýja, sem ganga glaðir til leiks. Það er helst að maður sakni þess að ekki hefur orðið endurnýjun á leikurum úr hópi eldri borg- ara, en nokkrir slíkir áttu ógleymanlegan þátt í sýningum Hugleiks hérna í denn. Eðli málsins samkvæmt er ómögulegt að fjöl- yrða frekar um frammistöðu hópsins, en sjálfsagt þó aö geta um fjörlega tónlistina sem líka er sam- in af meðlimum Hugleiks og setur mikinn svip á sýninguna. Sem sagt: Hugleikur er enn í fullu íjöri. Auður Eydal Hugleikur sýnir í Möguleikhúsinu: Ég sé ekki Munin. Höfundar: Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason, Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Unnur Gutt- ormsdóttir, Fríöa B. Andersen, Árni Hjartarson, Hildur Þóröardóttir, Þórunn Guömundsdóttir, Ármann Guð- mundsson, Hjördís Hjartardóttir, Sigríöur Lára Sigurjóns- dóttir og Adda Steina Björnsdóttir. Tónlistarstjórn: Þor- geir Tryggvason. Búningar: Sigrlöur Lára Sigurjónsdóttir. Leikstjórn: Þór Tulinius. Þegar Hugleikur setur upp sín makalausu leik- verk þá er aðeins eitt bannað: Að taka sjálfan sig eða viðfangsefnið of hátíðlega. Á æviskeiði sem bráðum nálgast tuttugu ár hefur víða verið leitað fanga í bókmenntaarfmum og kafað djúpt í þjóð- arsálina til þess að sýna þakklátum áhangendum (spé)spegilmynd af ýmsum mýtum sem áður voru yfir dár og spott hafnar. í Ég sé ekki Munin er ráðist til atlögu við sjáif Hávamál og eins og fyrri daginn eru það hirð- skáld Hugleiks (forn og ný) sem leggja hina göf- ugu speki út á sinn hátt. Hvorki meira né minna en þrettán höfundar koma þar að verki og semja hver um sig (eða nokkur saman) stuttan þátt út frá völdum erindum kvæðisins. Þau rýna djúpt í textann og óhætt er að segja að spaklegar hend- ingar Hávamála leiða höfundana á óvæntar slóð- ir. Ekki er frítt við að ýmsum skotum, fostum og lausum, sé skotið að okkur nútímamönnum og við minnt á að allt er þetta í fuliu gildi enn í dag, þó að viðmiðin séu önnur. Þættimir eru tengdir saman með bardúsi , , DV-MYND TEITUR Ur sýningu Hugleiks á Ég sé ekki Munin Aðeins eitt er bannað: Að taka sjálfan sig eða viöfangsefnið of hátíðlega. Tónlist Vonbrigði DV-MYND HILMAR PÓR Sigrún, Gerrit og Hermann Baumann Efnlsskráin var áhugaverð en útkoman um margt vonbrigöi. Hermann Baumann homleikari hélt tón- leika í Kirkjuhvoli í Garðabæ á laugardaginn var. Meðleikari Baumanns var Gerrit Schuil píanóleikari með meiru, og er tónleikamir vom hálfnaðir bættist Sigrún Eðvaldsdóttir í hópinn. Efnisskráin var áhugaverð; fimm lítt þekktar tónsmíðar og umritanir og einnig snilldarlega skrifað tríó eftir Brahms. Baumann er frægur hornleikari sem hefur hlotið margs konar viðurkenningar og gert fjölda hljóðritana með heimskunnum hljóm- sveitarstjórum. Hann hefur komið hingað áður og er frábær leikur hans mörgum enn í fersku minni. Telja sumir sem vel til þekkja hann vera einn besta homleikara samtímans. Þvi má segja að frammistaða hans á tónleikunum á laugardaginn var hafi valdið nokkmm von- brigðum. Að vísu lék hann fyrsta verkið á dag- skránni, Larghetto eftir franska frístundatón- skáldið Emmanuel Chabrier, af innlifun og þokka, en næsta atriði, Andante, sem er umrit- un úr þriðja þætti fimmtu sinfóníunnar eftir Mendelssohn, var ekki eins gott. Sumir tónam- ir vora illa mótaðir og neðstu nóturnar ekki alltaf hreinar. Sama má segja um aðra útsetn- ingu, Elegíu eflir Glazunow, sem upphaflega var skrifuð fyrir selló, þar voru neðstu tónamir stund- um ómarkvissir og tónmótunin almennt klaufaleg. Þeir Baumann og Gerrit fluttu afar sjaldheyrt stykki eftir Scriabin, Rómönsu, en hún er eina kammerverk tónskáldsins. Scriabin samdi hreint dásamlega pianótónlist og þvi var forvitnilegt að heyra Rómönsuna, sem er áheyrileg en langt frá því að vera besta verk hans. Var leikur Baumanns hér þokkalegur, túlkunin rómantísk en tónmyndunin dálítið gróf. Miklu verra var Rondó KV 514 eftir Mozart, en þar lék Baumann á svokaliað náttúru- hom. Hlýtur atriðið að hafa átt að vera brandari, því þar voru vitlausar nótur fleiri en þær réttu, réttu nótumar vora hrjúfar og var útkoman eins og hvert annað fílsöskur. Eftir hlé fluttu þau Sigrún, Gerrit og Baumann tríó opus 40 eftir Brahms. Frammi- staða píanóleikarans og fiðluleikarans var til fyrirmyndar, tónn fiðlunnar þykkur og munúð- arfullur, og hljómur píanósins sömuleiðis fag- urlega mótaður og hlýr. En Baumann hökti einhvern veginn með, með sæg af vitlausum nótum í farteskinu, og vora heildaráhrifin mið- ur kræsileg. Finnst undirrituðum þetta ákaf- lega leiðinlegt, því eins og áður sagði var Baumann svo sannarlega frábær hornleikari einu sinni. Maður vonar auðvitað að hann sé það ennþá en hafi bara verið i svona slæmu formi á tónleikunum. Brotthvarf Gerrits Schuil Eins og frægt er sagði Gerrit Schuil upp starfi sínu sem listrænn ráðunautur Islensku óperannar út af dæmalausu ráðningarklúðri, og mun jafnvel ætla aö flytja af landi brott. Þykir undirrituðum það mjög miður, því Ger- rit hefur auðgað íslenskt tónlistarlíf svo um munar. Fáir hér standa honum á sporði sem meðleikari, ásláttur hans er einstaklega falleg- ur, listrænt innsæi hans djúpt og innblásturinn óþrjótandi. Fyrir utan það er hann frábær hljóm- sveitarstjóri. Núverandi starfsár íslensku óperann- ar fór vel af stað, listrænn metnaður réð aldrei þessu vant ferðinni - maður var óneitanlega farinn að hafa áhyggjur af málunum eins og þau voru orð- in áður en Gerrit kom til starfa. Er brotthvarf Gerrits úr Islensku óperanni áfall fyrir tónelskandi íslendinga. Gerrit, ekki fara! Jónas Sen Miðasala hefst í dag Menn skyldu athuga vel að miða- sala á þrjá helstu viðburði Menn- ingarborgarinnar hefst í Upplýs- ingamiðstöð ferðamála Bankastræti 2 í dag kl. 13. Þetta eru samvinnu- verkefni menningarborga Evrópu árið 2000, Codex Calixtinus sem verður í Hailgrímskirkju 29. apríl kl.16, Baldr Jóns Leifs sem tvær sýningar verða á í Laugardalshöll 18. ágúst kl. 17 og kl. 21, og loks Raddir Evrópu, ungmennakórinn sem syngur ásamt Björk Guð- mundsdóttur í Hallgrímskirkju 26. ágúst kl. 20 og 27. ágúst kl. 17. Handritið Codex Calixtinus, einnig þekkt sem bókin um dýrling- inn heilagan Jakob, var skrifað um miðja 12. öld og er varðveitt í dóm- kirkjunni miklu í Santiago de Compostela. Það hefur einstakt sögulegt og tónlistarlegt gildi, m.a. vegna hins heildstæða og viðamikla safns helgisöngva sem fluttir eru við nafntoguð hátíðahöld í borg- inni. Flutningurinn á Codex Calixt- inus verður að mestu tónleikaupp- færsla, þó með ívafi af hinni upp- runalegu helgiathöfn. Frumflutn- ingurinn verður í Reykjavík, síðan fer sýningin til annarra menningar- borga. Heimsþekktir einsöngvarar taka þátt í uppfærslunni: Damien Poisblaud, Frederic Tavernier, Christian Barriere, Robert Poz- arski, Frederic Richard og Marcin Bomus-Szczycinski. Listrænn stjórnandi er Damien Poisblaud. I hlutverki munkakórs verður Karlakórinn Fóstbræður. Hið mikilfenglega verk Jóns Leifs, Baldr, hefur aldrei áður verið sett á svið, og verður heimsfrum- flutningur á þessu stærsta sam- starfsverkefni norrænu menningar- borganna árið 2000 í Reykjavík á af- mælisdegi borgarinnar í sumar. Meðal þátttakenda eru Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm Leif Segerstam, Islenski dansflokkurinn og dansarar úr Finnska þjóðarball- ettinum og Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Raddir Evrópu, kór ungmenna frá öllum menningarborgunum níu, er stærsta samstarfsverkefni borg- anna. Kórinn og Björk munu frum- flytja tónlistardagskrá á öllum tungumálum þjóðanna. Á þessum einstöku tónleikum verða flutt lög Bjarkar í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar í bland viö fiölbreytt lagavcd frá öllum menningarborg- unum. Eistneska tónskáldið Arvo Párt hefur samið verk sérstaklega fyrir Raddir Evrópu og verður það frumflutt að tónskáldinu viðstöddu. Aðalstjómandi kórsins er Þorgerð- ur Ingólfsdóttir. Miöasalan er opin virka daga kl. 13.00-17.00 og laugardaga kl. 10.00-14.00 fram að páskum. íkonasýning Á morgun verður opnuð á vegum Skálholts- skóla sýning á íkonum í Skálholts- kirkju og í skólanum. Sýningin heitir íkonar úr ýmsum áttum og stendur yfir til annars í páskum. Dagskrá af þessu tilefni hefst með tíðasöng (Vesper) í kirkjunni klukkan 18 en kl. 20 heldur Dr. Yuri Bobrov, pró- fessor í íkonafræðum við Listahá- skólann i Pétursborg, fyrirlestur á ensku sem hann nefnir: Icon and Russian Modem Art.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.