Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Qupperneq 17
17 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 DV_______________________________________________________________________________________________________________________Menning Urnsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Reykj avíkurdagar, Reykj avíkurnætur Það er gaman að láta lesa fyrir sig, ekki síst ef það er gert vel og textinn góður sem lesinn er. Þá verður maður aftur glatt og þakklátt barn og situr prúður og tekur á móti. Það gerðu líka áheyr/horfendur í Borgarleikhús- inu á fimmtudagskvöldið þegar Rithöfunda- samband Islands og Menningarborgin buðu borgarbúum til dagskrár sem Pétur Gunnars- son tók saman. Hann skírði hana „Mig minnti að þessi borg væri brosandi kona“ og krækti í það hnyttna heiti úr fyrstu ljóðabók Sigurðar Pálssonar félaga síns, Ljóð vega salt. Úr þeirri dýrindisbók kom líka hið undurfagra nætur- ljóð (Smámunir III) sem Valgeir Skagfjörð hafði gert nýtt lag við og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir söng af heitri tilfmningu. Fluttar voru þetta kvöld sögur, frásagnir og ljóð eftir um þrjátíu skáld og áttu sum fleiri en eitt innslag. Þau sem gáfu mest af sér voru Reykjavíkurbörnin Dagur Sigurðarson og Ingibjörg Haraldsdóttir og kær fóstursonur borgarinnar, Steinn Steinarr. Textar hans í lausu máli, svo einkennileg blanda af einlægni og tvíræðni, minntu mann enn á hve leitt var að hann skyldi ekki skrifa meira af því tagi. Myndin af Reykjavik varð smám saman furðu víð; við fengum til dæmis hina spilltu borg (Sigurjón Jónsson), ömurlega borg at- vinnuleysis og eymdar (Þórbergur Þórðarson), borg andstæðnanna (Jón úr Vör, Ásta Sigurð- ardóttir, Tómas Guðmundsson), borg ástar og yndis (Tómas), hlæjandi borg (Matthías NIENNING AR BORG EVRdPU ARIÐ 2 000 Johannessen), borgina sem miðju heimsins (Kristján Þórður Hrafnsson), borgina í lands- laginu (Vilborg Dagbjartsdóttir), borg ævin- týra (Dagur), borg veðra og næturfrosta (Linda Vilhjálmsdóttir, Steinunn Sigurðardðttir), söguborgina (Einar Már) og borg mína borg frá Vilhjálmi frá Skáholti og Hauki Morthens. Næturmyndir af borginni voru teknar af Sig- urði Pálssyni, Megasi, Elisabetu Jökulsdóttur, Kristjóni Kormáki syni hennar, Bubba og Diddu - og með þeim síðastnefndu vorum við komin hringinn, borgin aftur orðin viðsjár- verð. Það eina sem hægt væri að finna að var að þessi borg náði varla austur fyrir Rauðará nema í brag Bubba sem Jóhann Sigurðarson söng. Ekki náði hann Bubba eins vel og Meg- asi. Flytjendur efnisins þetta kvöld voru vel valdir og mörg atriðin vöktu mikla kátínu í salnum. Dásamlegur var flutningur Bjöms Inga Hilmarssonar á Haustharmi Steins og dagbókarkafla Þórbergs úr Ljóra sálar minnar (hávær hrollur fór um salinn þegar fram kom hve langt var síðan nærfötin hans höfðu verið þvegin!). ískrandi fyndinn var lestur Amars Jónssonar úr Tómasi Jónssyni metsölubók eft- ir Guðberg Bergsson. Flutningurinn á Fröken Reykjavík eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni var dillandi skemmtilegur - þar sungu Guð- laug Elísabet og Edda Heiðrún Backman en piltarnir þrír léku frökenarnar! Leigubílaat- riðið úr Adolf og Evu eftir Steinunni Sigurðar- dóttur var drepfyndið í meðfórum alls hópsins og Reykjavíkurnætur Megasar sömuleiðis frá- bærar í flutningi Jóhanns og hópsins. Edda Heiðrún las af innlifun Leiðinda uppákomu Vilborgar og ögrandi ljóð Diddu um dráttinn með þeim hjólbeinótta og söng Reykjavíkur- blús Magnúsar Eiríkssonar svo vel að jöklar bráðnuðu. Óvenjulegur flutningurinn á sonn- ettunni 1933 eftir Kristján Þórð og ýmislegt fleira sem of langt er upp að telja sýndi að leik- stjórinn, Þórarinn Eyfjörö, hafði lagt alúð og hugkvæmni í verk sitt. Hljómsveitina skipuðu vanir menn, Jóel Pálsson, Kormákur Geirharðsson, Valgeir Skagfjörð og Þórður Högnason og tóku virkan þátt í öllu saman þótt einkum léku þeir með söng. Þetta var yndislegt kvöld og meira að segja ókeypis inn. Kærar þakkir. -SA Hver myrti Tarf frá Iðu? Hinn góðkunni rithöfundur Steinunn Sigurð- ardóttir skrifar upphaf að spennusögu úr landbúnaðargeir- anum á heima- síðu Borgarbóka- safns Reykjavík- ur í viku bókar- innar sem hefst á morgun og stend- ur til 17. apríl. í sögunni segir frá Tarfi frá Iðu, efni- legasta gæðingi landsins, sem hefur verið valinn til að vera í fararbroddi íslenskra hesta við mót- töku erlendra þjóðhöfðingja. Áður en til þess kemur flnnst hann dauður og er greinilega eitt- hvað dularfullt við þann dauðdaga. Hvað gerð- ist? Það getur þú ákveðið því gestum á heimasíðu Borgarbókasafns www.borgarbokasafn.is gefst kostur á að ljúka við sögu Steinunnar. Verðlaun verða veitt fyrir besta niðurlagið. Ýmislegt annað verður á dagskrá safnsins þessa bókaviku. Meðal annars segir Helga Arn- alds söguna um Gosa í Seljasafni á morgun, dag- inn eftir lesa Ágúst Borgþór Sverrison og Elín Ebba Gunnarsdóttir smásögur í Sólheimasafni og leikhúsið Tíu fingur sýnir Sólarsögu í Bú- staðasafni. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og vindskeiðar. BMW 316 Compact er ótrúlega vel búinn bíll. Meðal staðalbúnaðar eru fullkomin Hi-Fi hljómtæki með geislaspilara og 10 hátölurum, M-sportpakki, leðursæti, ABS, 4 loftpúðar, ASC+T rásvörn og spólvörn (Automatic Stabiiity Control + Traction) og margt margt fleira. Komdu og prófaðu þennan frábæra bíl! Grjótháls 1 sími 575 1210 Engum líkur BMW Compact kostar kr. 1.948.000. eiSAMV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.