Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Qupperneq 14
30
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 3Z>”V
Nýr og betri
smáauglýsinga-
vefur á vísir.is
o
ww.visir.is
0 „Smáaugl DV“
©Þú. velur þann
smáauglýsinga-
flokk sem þú
vilt skoða...
Smáauglýsingar DV
áVísi.is:
o ...eða slærð inn leitarorð.
6 Þú lest auglýsing-
amar, skoðar myndir
þar sem það á við
og getur svarað með
því að smella á
einn hnapp.
O Þú getur líka
sent smáauglýsingu
til vina þinna...
DV
Bílar, bátar, hjólhýsi,
sumarbústaðir, fyrir
veiðimenn, fýrirtæki,
útgerðarvörur, tónlist,
teppi, bólstrun, antik,
málverk, jeppar,
lyftarar, dýrahald,
sjónvörp, Ijósmyndun,
garðyrkja, ræstingar,
hreingerningar,
þjónusta, bókhald,
fjármál, fasteignir,
byssur, viðgerðir, vélar
- verkfæri, gisting,
sveit, sport, heilsa,
spákonur, líkamsrækt,
tölvur, dulspeki -
heiiun, hljómtæki,
teppi, parket, húsgögn,
mótorhjól, fjórhjól,
vetrarvörur, flug,
kerrur, einkamál,
fundir, gefins, þjónusta,
skemmtanir, tapað -
fundið, matsölustaðir,
fatnaður, bækur, hár og
snyrting, fornbílar,
óskast keypt, heildsala,
verslun, húsnæði
óskast, barnavörur,
útgerðarvörur, nudd,
o ...eða pantað
birtingu á þinni
eigin auglýsingu.
piías 1
®S3L
52=5!£ Zmsz&gf!!^
tðmsiundjr
Þfónustt
sem birtist
líka í DV.
te
j Issí
i§g|ÉM§É?i
Sími 550 5000
Nýtt fyrir-
komulag
ökuskóla
- ný námskrá breytir miklu
í ökukennslunni
Ökuskólinn í Mjódd hóf starfsemi
sína í maí 1968, um svipað leyti og
breytt var yfir í hægri umferð á ís-
landi. Námskeiðin voru fyrir þá
sem voru að taka ökupróf í fyrsta
sinn, þ.e. almennt bifreiðastjóra-
próf, sem heitir B-réttindi í dag og
voru tvær til þrjár kennslustundir.
Ökuskólinn hét þá Fræðslumiðstöð
Ökukennarafélags íslands, en
seinna þegar flutt var í Mjóddina
breyttist nafnið í Ökuskólinn í
Mjódd. Ökuskólinn hefur í gegnum
árin haldið fræðilegt námskeið fyrir
flesta flokka ökuréttinda. Það má
segja að námskeið fyrir ökunema B-
réttinda hafa verið haldin nánast
vikulega þessi rúmlega þrjátíu ár.
Tvískipt nám
Með útgáfu reglugerðar í ágúst
1997 var skylda að ökunemar sæktu
nám í ökuskóla fyrir B-réttindi, en
kom ekki til framkvæmda fyrr en 1.
febrúar s.l. með útgáfu námskrár
fyrir þennan réttindaflokk. Allir
þeir sem ætla að taka ökupróf fyrir
B-réttindi eru nú skyldugir að
sækja fræðilegt, 24 kennslustunda
nám (lágmark) í ökuskóla. Náminu
er skipt í tvo hluta sem heita Ö1 og
Ö2. Fyrri hlutanum, Öl, er ætlað að
sé lokið fyrir æfingaakstur og
seinni hlutinn, Ö2, er undirbúning-
ur fyrir lokaprófm hjá Ökunáms-
deild Umferðarráðs. Þetta fyrir-
komulag eru líka aðrir ökuskólar að
taka upp. Samkvæmt námskrá get-
ur námið gengið þannig að í fyrri
hlutanum, Öl, fer nemandinn i öku-
skólann eitt kvöld í fyrstu viku, sið-
an annað kvöld í næstu viku og síð-
an þriðja kvöld í þriðju viku. Á
milli námsins í ökuskóla fara fram
verklegir ökutímar hjá ökukennara.
Þetta fyrirkomulag hefur verið
nefnt samþætting. Sama fyrirkomu-
lag er í seinni hlutanum, Ö2. Einnig
geta báðir hlutar námsins verið
teknir á styttri tíma, en það er í
höndum ökukennara og nemanda
hver námshraðinn er.
Ökunámsbók
Þá er nýmæli að nota skal öku-
námsbók. í bókina er skráð fram-
ganga námsins. Ökuskóli staðfestir
í bókina mætingu nemans í skólann
og einnig er gátlisti, bæði fyrir
fræðilega og verklega hluta náms-
ins. Verklega hlutann í gátlistanum
staðfesta bæði ökukennari og nem-
andinn. Námskeið til aukinna öku-
réttinda hafa verið haldin í Öku-
skólanum í Mjódd síðan 1993.
Stundaskráin er þannig byggð upp,
að nemandinn getur byrjað nám í
hverri viku sem hann kýs á skóla-
önninni. Kennt er á hverju kvöldi,
virka daga 4-5 kennslustundir og
einnig er kennt tvo laugardaga.
Námskeið til aukinna ökuréttinda
eru haldin frá því um miðjan ágúst
fram í júní.
Sjö einföld
öryggisatriði
• Sittu ekki of nærri stýrinu.
• Stilltu höfuðpúðana rétt - efri
brún þeirra á að vera sem næst í
hvirfilhæð þess sem situr í sæt-
inu.
• Minnkaðu bilið milli höfuðs og
höfuðpúða með því að halla sætis-
bakinu aðeins mátulega.
• Gættu að þvi að ekkert hindri
rennsli bílbeltisins og að það sé al-
mennilega spennt. Sé hægt að
stilla hæð efri festingar bílbeltis-
ins er best að stilla hana sem
hæst. Það er betra að beltið liggi
nær hálsinum heldur en langt úti
á öxl.
• Haltu góðu bili milli bíla.
• Lestaðu bílinn rétt og reyndu að
vera ekki með lausan farangur. í
öllum bilum sem eru með þannig
aftursæti að hægt sé að leggja aft-
ursætisbakið niður er öruggast að
ýta farangrinum alveg fram að
því. Spenntu bílbeltin í aftursæt-
inu þó enginn farþegi sé í því. Það
dregur úr líkum á því að sætis-
bakið skellist fram og farangurinn
fyrir aftan það komi fljúgandi
fram í bílinn við árekstur.
• Fylgstu vel með umferðinni fyr-
ir aftan þig í bakspeglinum og
útispeglunum. Ef þú sérð fram á
að ekið verði aftan á bílinn þinn
skaltu leggja höfuðið upp að höf-
uðpúðanum og gæta þess að horfa
beint fram. Ef höfuðið veit til ann-
arrar hvorrar hliðarinnar þegar
aftan-ákeyrsla verður stóreykur
það líkurnar á hálshnykk.
- Heimild: Folksam
Viltu aka eins og auli?
- lengi er hægt að gera vont ökulag verra
Ef þú ert kona er gott ráð að greiða
sér og laga andlitsfarðann meðan beð-
ið er á rauðu ljósi. Allt í lagi þó að
komi grænt ljós á meðan. Það kemur
bráðum aftur rautt ljós.
Stilltu sætið þannig að þeir sem
aka á eftir þér sjái ekki nema í mesta
lagi hvirfilinn á þér og hnúana um
stýrið.
Ef þú ert karlmaður skaltu líta í
blað þegar þú kemur að rauðu ljósi
eða skoða plögg i möppunni þinni. Þú
ert svo snöggur þegar þú sérð að
græna ljósið er komið að þú nærð að
komast yfir áður en aftur kemur
rautt. Þú getur líka alltaf treyst á að
einhver flautar ef þú lest langt fram á
græna ljósið.
Snarhægðu á þér ef þú sérð annan
bíl smeygja sér inn á þína akrein fyr-
ir aftan þig. Því nær sem bíllinn er
því harkalegar skaltu bremsa.
Ef þú þarft að spyrja næsta vegfar-
anda til vegar skaltu bíða með að gera
það þangað til þú hefur bíl á eftir þér
sem neyðist til að stansa líka. Reyndu
að velja níræðan staðarbúa, heyrnar-
lausa manneskju, útlending eða lítið
barn til að vísa þér veginn.
Gættu þess að fara ekki undir nein-
um kringumstæðum yfir miðlímma
þegar þú ferð fram úr hjólreiðamanni,
jafnvel þótt þú sért á beinum og breið-
um vegi og engin umferð á móti.