Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Síða 16
32 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 x>v Toyota Yaris Verso Yaris Verso er fjölnotaútgáfan af Yaris. Hann hef- ur býsna mikið innanrými og virkar í rauninni að flestu leyti mun stærri en málin segja til um. Aftur- sætunum má renna hvoru fyrir sig ofan í hólf í gólf- inu þegar það hentar betur og þannig má hafa með sér býsna mikinn flutning í Toyota Yaris. Ekki sak- ar að Yaris Verso hefur skemmtilega aksturseigin- leika. Hyundai Elantra Elantra hefur notið talsverðra vinsælda hér á landi sem víðar í Evrópu, ekki síst vegna þess að hún hefur verið ódýr en ágætlega búin. Elantra er ágætlega rúmgóð í framsætum og fer ágætlega á vegi. Langbaksútgáfan hef- ur eins og vænta má mun betra rými fyrir ýmiss konar flutning og hefur reynst hagnýtur heimilisbíll. Mitsubishi Space Star Space Star er framleiddur í Hollandi eins og Carismabillinn og er mitt á milli þess að vera langbakstýpa og fjölnotabíll. Þetta er liðlegur bíll sem í ytri málum er nánast milli Colt og Lancer og hefur þokkalega gott innan- rými, bæði fyrir fólk og farangur. Maður situr tiltölulega hátt í Space Star og hefur þvi góða yfirsýn yfir umferð- ina. Bíllinn er ágætlega bú- inn og fer vel á vegi, hvort heldur er til lengri eða skemmri ferða. CC IMCEPT Bón- og bílahreinsivörur oWgiSSS? ISLAKK HF. sérverslun með bónvörur Verð 1.400.000 - 1.499.000 1.435.000 Ford Focus 1.440.000 Daihatsu Applause 1.440.000 Daihatsu Gran Move 1.454.000 Toyota Yaris Verso 1.490.000 Mitsubishi Carisma Sport 1.459.000 Suzuki Jimny 1.495.000 Fiat Marea Ford Focus Ford Focus er bíllinn sem raun- verulega tók við af Escort-fólksbíln- um og er fáanlegur sem stallbakur, hlaðbakur eða langbakur. Focus til- heyrir minni millistærð og er sem slíkur ágætlega rúmgóður. Hann er þokkalega hljóðlátur og hefur prýði- lega fjöðrun og veggrip og akst- urseiginleika sem gera hann að skemmtilegum hversdagsbíl. Ford Focus er einn af mörgum ágætlega álitlegum kostum fyrir þá sem eru að leita sér að bíl í Golf/Corolla stærðarflokknum. OD YRT...0D YRT...0DYRT...0D YRT... VERTU HAGSÝNN í ÁR! MIKIÐ URVAL AF G0ÐUM N0TUÐUM SUMARDEKKJUM Á VÆGU VERÐI! Kynntu þér málið og sparaðu útgjöldin. Við gerum þér gott tilboð. Mikið af notuðum felgum á margar gerðir bifreiða. Einnig notuð “low-profile” dekk. HDEKKJA PJÓniUSTA ELDSHÖFÐA 6 - SÍMI 567 7850 Daihatsu Gran Move Þessi fjölnotabíll fékk andlitslyftingu í fyrra og um leið aflmeiri vél sem gerir hann meiri og skemmtilegri en áður var. Eins og aðrir fjölnota- bílar er auðvelt að breyta sætaröðun í honum eftir því hvort fremur þarf að flytja í honum fólk eða farangur og m.a. er hægt að leggja alveg niður í honum sætin þannig að vel má gista í honum eina nótt eða svo ef þurfa þykir á sumarferðalagi. Daihatsu Applause Applause hefur verið í boði hér árum saman og er orðinn þrautreyndur bíll í sínum flokki. Þetta er að útliti til hefðbundinn stallbakur en í hagnýtu tilviki ætti frekar að flokka hann með hlaðbak því þegar skottið er opnað fylgir afturrúðan með og skottlokið nær nánast upp á topp. Þess vegna hef- ur Applause nýst vel til fjölbreyttra verkefna, ekki síst þar sem þægilegt er að geta notað fólksbílinn til flutninga jöfnum höndum. Volkswagen Golf Kannski er óþarfl að vera nokkuð að kynna Golflnn sérstaklega - hann er svo þekktur að stærðarflokkurinn er stundum nefndur eftir honum. En þetta er snaggaralegur bíll í minni millistærðarflokki og vel búinn, bæði hvað snert- ir þægindi og ekki síð- ur aksturs- öryggi og áreksturs- öryggi. Golf fæst í flest- um útfærsl- um, frá tveggja hurða upp í langbak. Mitsubishi Carisma Sport Carisma var upphaflega af- urð samstarfs Mitsubishi, Volvo og NedCar og framleidd í sameiginlegri verksmiðju þessara þriggja aðila í Hollandi. Síð- an hefur Carisman þró- ast enn meir til sjálfstæðis og munaði mestu þegar hún var boðin fyrst bfla í Evrópu með GDI-vélina sem er bæði vistmUd og sparneytin en þó ágætlega snörp. Með andlitslyftingu á síðasta hausti bættist undirgerðin Sport við, ágætlega búin. Þessir bílar þykja góðir akstursbUar og tUtölulega hljóðlátir. Suzuki Jimny Jimny er minnsti alvörujeppinn sem í boði er. Hann er byggður á grind, með heUar hásingar fram- an og aftan, mUlikassa SACHS KÚPLINGAR Þegar gera á bílinn betri ÞBRKIN® RfY'NSU ÞúÖNUim FALKINN Verið framsýn! veljið öryggi og endingu I If’rrunahhiíh i min'tiutv hehUt fieíms Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001 ■ fté ÍHtrysr sig iwís þéð héstá með hátt og lágt drif og tengjanlegt framdrif. Hann er fjögurra manna en auðvelt er að leggja niður aftur- sætin ef frekar þarf að flytja farang- ur en fólk. Hann er með heUa hurð að aftan og auðvelt að umgangast hann. Hann fer prýðUega á vegi og er í raun meiri bUl en ætla mætti af útlitinu einu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.