Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 18
34 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 33 "V Fiat Marea Marea frá Fiat er hvað vélbúnað snertir sams konar og Bravo/Brava-bil- arnir frá Fiat en stærri um sig og enn þá rúmbetri. Hér á landi hefur það einkum verið langbakurinn - kallaður Weekend - sem fallið hefur kaupend- um í geð. Helstu kostir eru góður búnaður, gott innanrými og góðir akst- urseiginleikar. Subaru Impreza Þessi skemmti- legi bíll, sem meðal annars hefur unnið til íjölda verðlauna í heimsmeistara- keppninni i ralli, er í boði í mörgum útfærslum og vél- arstærðum. Allar nema þær minnstu eru svokallaðar „boxer“-vélar þar sem strokkarnir liggja 180° hver frá öðrum. Vélarnar eru frá 1,6 lítra, 95 hestafla, upp í 2,2 lítra 280 rokk með túrbínu. 2,0 túrbó-útgáfa hans þykir sérlega skemmtileg- ur akstursbíll og er rallbUlinn byggður á honum. Sá skýst upp í hundraðið á 6,3 sekúndum. Hægt er að fá hann bæði sem stallbak og langbak. Toyota Avensis Þessi vinsæli fjölskyldubíll tók við af Carina-bílnum frá Toyota. Hann er í boði í tveimur útgáfum, Sol og Terra, og er með 110 og 120 hestafla vélum og fjögurra þrepa sjálfskiptingu. I henni er rafeindabúnaður sem samhæfir eins vel og kost- ur er afköst og hagkvæma elds- neytisnotkun. I Avensis er lögð áhersla á að hafa í boði mikið af aukahlutum til að kaupendur geti lagað bílinn að eigin smekk. Hægt er að fá hann sem stall- bak, hlaðbak eða langbak. Alfa Romeo 145/146 Þessi snaggaralega Alfa í Golf-stærðarflokki, eins og Þjóðverjar kalla þessa stærð bíla, hefur nú fengið andlitslyftingu og er enn snotrari en áður. Sá með lægri töluna er tveggja hurða bíll en með þá hærri fjögurra hurða. Aksturseiginleikar eru afar skemmti- legir og bíllinn frísklegur og ekki spillir fyrir að bill- inn er afar vel bú- inn, með læsivarðar bremsur og fjóra líknarbelgi, svo nokkuð sé nefnt. Bílnum er auk þess talið það til tekna að vera rúmgóður og þægilegur í um- gengni. Daihatsu Terios Daihatsu Terios er einn minnsti jepplingurinn er á honum sannast að margur er knár þó hann sé smár - í vetur hafa þeir sem notað hafa Terios komist að því að hann stenst mörgum stærri jepplingunum snúning í ófærð- inni. Þó Terios virki ekki stór - og sé ekki stór - er þó furðumikið farang- ursrými í honum og vandalaust að nota hann til margvíslegra ferðalaga, lengri sem styttri. Kia Clarus Kia Clarus er laglegur millistór langbakur frá Kóreu. Clarus er vel búinn bíll og flest rafstýrt sem hægt er. Hann er með allan helsta öryggisbúnað eins og nú er títt og þokkalega rúmgóður bíll. í umsögn í DV-bílum frá því í haust segir að bíllinn virki frekar þunglamalegur til að byrja með en vinni fljótt á. Hann er sagður þýður og fara vel með ökumann og farþega. Verð 1.500.000 - 1.699.000 1.530.000 Alfa Romeo 145-6 1.540.000 Daihatsu Terios 1.542.000 Subaru Impreza 1.589.000 Peugeot 406 1.590.000 Kia Clarus 1.615.000 Nissan Primera 1.620.000 Volkswagen Bora 1.630.000 Fiat Multipla 1.639.000 Toyota Avensis 1.660.000 Opel Vectra 1.678.000 Renault Laguna 1.690.000 Honda HR-V 1.690.000 Volkswagen Passat 1.695.000 Mercedes Benz A CC NCEPT Bón- og */ieð bílahreinsivörur 9»#SBS? |£LAKK HF. Nissan Primera Þegar önnur kynslóð Nissan Primera kom á markaðinn haustið 1996 var áberandi hve mikið hafði verið lagt upp úr því að laga hljóðeinangrum bíls- ins og auka rýmið í aftursæti. Eftir þá breytingu er Prim-eran þægilegur bíll til flestra hluta og hinn snotr- asti hvort sem hann er skoðað- ur innan eða utan. Hann nýt- ur þess einnig að vera á tiltölulega góðu verði mið- að við flesta keppinauta í svipuðum stærð- arflokki. ^jarstýðu^ Þjófavarnarkerfi Bíltækjaísetningar Fjarstart Bílarafmagn Fjarskiptabúnaður °skr. 24.50° ' o.h.m s.f. Auðbrekku 1 200 Kópavogur Sími 565 2500 Fax 565 9600 Við erum fluttir í nýtt og glæsilegt húsnæði að Auðbrekku 1 Kóp. Volkswagen Bora Þó þetta sé áþekkur bíll og Golf og gerður á sömu grunnplötu er hann þó hannaður að öllu leyti sem sjálfstæður bíll með skotti - ekki bara Golf með farangurskassa aftan á. Hann fer ágætlega á vegi og er vel búinn hvort heldur snýr að þægind- um eða öryggi, virku sem óvirku. Fiat Multipla Multipla er einhver djarfasta hönnun sem lengi hefur sést á bíl og flestir þekkja núorðið framendann sem er sérkennilegur og, að sumum finnst, ljótur. En þessi tæplega fjög- urra metra langi fjölnotabíll er með fullgild sæti fyrir 6 manns og þokka- legt farangursrými þar fyrir aftan - innanrými i heild ótrúlega mikið. Þar við bætist að það er gaman að aka honum, ekkert síður í langferð- um heldur en í snattinu innanbæj- ar. Peugeot 406 406 tók við af gamla 405 og er lít- illega stærri en hann og rúmbetri, enda fær hann orð fyrir sérlega gott innanrými. Hann er til sem stall- bakur eða langbakur en í hvorri út- fiærslunni sem er hefur hann einnig gott farangursrými. Peugeot 406 er ágætlega búinn bíll og ánægjulegur til lengri eða skemmri ferða - jafn- vel þó vegir séu kannski ekki alveg nýheflaðir. Smáauglýsingar □15 5505000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.