Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 25
DV MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 41 Áhrif breytinga á vörugjaldi: Honda lækkar um tæpar tvær milljónir Breytingar þær á vörugjaldsflokk- um sem samþykktar voru á Alþingi í síðustu viku hafa leitt til ýmiss konar breytinga og lagfæringa á verði bíla almennt. Fyrir utan það sem breyttir vörugjaldsflokkar kalla á hafa umboð- in, að minnsta kosti sum hver, notað tækifærið til ákveðinna innanhússtil- tiltekta hjá sjálfum sér og fært bílverð til, óháð breyttu vörugjaldi. Sumpart er þetta gert til þess að halda skyn- samlegu verðbili milli útfærslna eða einfaldlega til að halda bílum sínum i svipaðri röð innan viðkomandi fiokka - stöku tilvikum jafnvel gera þá að- eins meira aðlaðandi innan flokk- anna. Enn bætist hér við að um leið og vörugjaldsbreytingin gekk yfir náð- ust í sumum tilvikum breytingar á verði frá framleiðanda, sem flestar sem DV-bílar hafa frétt af voru til lækkunar. í stórum dráttum má segja að breyt- ing innan flokkanna sé þannig: Smábílar: óbreytt verð Minni millistærð: óbreytt verð Millistærð: 100-150 þúsund króna lækkun. Stórir fólksbílar: 50-200 þúsund króna lækkun. Lúxus- og sportbílar: algeng lækk- un um 500 þúsund krónur. Jepplingar: 100-150 þúsund króna lækkun. Jeppar: 700 þúsund króna lækkun til 100 þúsund króna hækkun. Skúffubílar: óbreytt verð. Það sem helst vekur athygli í þess- ari grófu flokkun eru verðbreyting- arnar í jeppaflokki. Almenna reglan er sú að miðlungsjeppar, þeir sem al- menningur hefur helst getað veitt sér, hækka í verði. Undantekningarnar eru þó Suzuki Grand Vitara 2,0 sem lækkar um 100 þúsund krónur og þó sérstaklega Mitsubishi Pajero 3,0 sem lækkar um heilar 475 þúsund krónur. Galloper stendur í stað. Metverðlækkun liggur þó í lúxus- og sportbílaflokknum þar sem Honda Legend lækkar um nærri tvær millj- ónir króna. Fyrir breytingu kostaði Honda Legend 5.475.000 en kostar eftir breytingu 3.590.000 krónur! Það er lækkun um 1.885.000 krónur - eða sem svarar góðum fólksbil í fullri stærð. Mönnum ber ekki saman um hvaða áhrif vörugjaldsbreytingin muni hafa á notaða bíla. Flestir eru þó á því að þau verði óveruleg, nema í dýrasta flokknum: þeim bílum sem hafa verið í 65% vörugjaldi. -SHH Hver selur hvað? Bifreiðar og landbúnaðarvélar Grjóthálsi 1 575 1200 BMW, Hyundai, Renault, Rover Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 587 0587 Daewoo, Porsche Bílheimar Sævarhöfða 2a 525 9000 Opel, Isuzu Brimborg hf. Bíldshöfða 515 7000 Daihatsu, Ford, Volvo GMÞ Fosshálsi 27 587 4444 Hummer Hekla Laugavegi 170-172 569 5500 Audi, Hyundai Galloper, Mitsubishi, Skoda, Volkswagen Honda á íslandi Vatnagörðum 24 520 1100 Honda, Peugeot Kia-umboðið Flatahrauni 31 565 1725 Kia Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 525 8000 Nissan, Subaru ístraktor Smiðsbúð 2 5 400 800 Alfa Romeo, Ferrari, Fiat, Lancia, Iveco P. Samúelsson, Toyota Nýbýlavegi 4-8 563 4400 Toyota, Lexus Ræsir Skúlagötu 59 540 5400 Mazda, Mercedes Benz, Chrysler, Jeep Suzuki-bílar Skeifunni 17 568 5100 Suzuki Allt bílaframboð- ið á 6 síðum Eins og undanfarin ár kynnir DV nú þá fólksbíla og jeppa, sem vitað er að verða í boði á árinu, í einni samfelldri töflu með helstu tæknilegum upplýsing- um. Lesendum er bent á að klippa þessar síður úr blaðinu og geyma til síðari nota. Það getur komið sér vel þegar kemur að bílakaupum sem ef til vill liggja ekki fyrir einmitt núna. Að þessu sinni kom vöru- gjaldsbreyting til skjalanna með- an þetta blað var í vinnslu, þannig að verð breyttist eftir aö umboðin höfðu gefíð það upp. Það varð til þess að ákveðið var að sýna í töflunni verðið eins og það var fyrir breytingu og siðan eins og það er. Allt tilgreint verð er lægsta verð hverrar bíltegundar. í nokkrum tilvikum er nýtt verð gefið upp með fyrirvara og er það merkt með stjörnu. Eins og gefur að skilja var skammur tími til aö koma nýju verði til skila inn í þetta blað, en á þessari stundu er ekki vitað annað en þar sé allt eins og það á að vera. Rétt er þó að minna á að þrátt fyrir alla miðlunar- tækni nútímans hefur prent- villupúkinn ekki verið jarðsett- ur enn. Aflt verð er hér gefið upp í þúsundum króna. Fáeinir Ford- bílar eru samkvæmt verðskrá með verð sem ekki stendur á heilu þúsundi. í þeim tilvikum eru þeir gefnir upp í næsta þús- undi fyrir neðan. Allar upplýsingar eru eins og þær koma beint frá viðkomandi umboðum. Nokkuð hefur borið á undanfarin ár að ósamræmi væri milli reiknaðra hestafla, eftir því hvar bílarnir eru fram- leiddir. Hér er einnig gefln upp kílóvattatala vélanna og þeim sem vilja samræma hestöílin DIN-staðlinum, sem algengastur er, er bent á að margfalda kíló- vöttin með 1,36. Það ætti að gefa sambærilegar hestaflatölur. Helstu skammstafanir sem notaðar eru í töflunni eru til- greindar neðst á hverri síðu. Eins og sjá má af töflunni er hún að vissu marki dregin sam- an, þannig að ekki er sér lína fyrir mismunandi útfærslur ef vélarorka og ytri mál eru hin sömu. Þannig sést í dálkinum „gírar“ hvort bíllinn er boðinn með sjálfskiptingu eða aðeins handskiptingu. Þar skilur ská- strik milli gírafjölda þannig að handskiptur kassi er fyrir fram- an strik en sjálfskiptur fyrir aft- an. 5/4 í þeim dálki þýðir þannig að bíllinn er fáanlegur með 5 gíra handskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu eftir vali. Á sama hátt segir dálkurinn „drifhjól“ til um það hvort bíll- inn er aðeins með eindrifl, með aldrifi eða val þar á milli. Stafirnir f eða a þýða þá að bíll- inn sé framhjóladrifinn eða aft- urhjóladrifinn. 4x4 þýöir að hann sé með aldrif, f/4x4 táknar að hægt sé að velja hvort hann er keyptur framhjóladrifinn eða með aldrifí. AUKAHLUTIR FYRIR BILA ALLT FYRIR KEPPNISMANNINN. á k' ( \ EITT MESTA AUKAHLUTAURVAL LANDSINS FYRIR GÖTUBÍLA. ZIP-KART GO-KART BÍLAR, ÞRÓAÐIR í SAMVINNU VIÐ McLAREN. Zip kart c , 0MP Felgur ireen cotton -Oftsíur Allt fyrir keppnismannmn Breytinga-kitt Spoilerarpú t Tangarhöfði 8 - 12 / Sími 587 5544 www.ag-car.is aukahlutaverslun fyrir alla!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.