Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Síða 37
JLP"V MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
!
Honda
Honda Legend, flagg-
skipið í Hondullotan-
um, er stílhreinn og fal-
legur bill. Fyrir árið
1999 var útliti fram- og
afturenda bílsins breytt
lítillega. Húddi, grilli,
skottloki, Ijósum og
stuðurum hefur verið
breytt til að gefa bíln-
um ferskari andblæ, án
þess þó að hann missi sígildan svip sinn. Titringur og veghljóð hefur verið
minnkað enn frekar með betri hljóðeinangrun og stífari bitum. Meira að
segja þurrkublöðin hafa verið endurhönnuð til að gera rúðuþurrkurnar
hljóðlátari. Vélin er úr áli og ein léttasta V-6 vél sem framleidd er. Sjálfskipt-
ingin er Grade Logic-skipting og á henni er hægt að skipta milli sport-
stillingar og venjulegrar stillingar.
Mercedes Benz CLK
Þetta er að margra dómi einn glæsilegasti bill sem völ er á. Honum var
að verulegu leyti breytt með árgerð 2000, bæði utan og innan. Þessir bílar
hafa fengið orð fyrir gott innanrými, skemmtilega aksturseiginleika og sér-
staklega fyrir stöðugleika í beygjum. Þeir hafa stinna fjöðrun en ekki hasta
og svo er hægt að fá þá nánast með þeim búnaði sem hugurinn helst kann
að gimast.
Legend
Ford Explorer
Ford Explorer
tók í raun við af
Bronco II jeppan-
um sem naut vin-
sælda hérlendis á
árunum milli 1980
og 1990. Hann er
stærri og fjögurra
dyra og í raun
rúmgóður og hljóð-
látur lúxus-jeppi.
Hann er boðinn
hér í svokallaðri
Executive-útgáfu
sem þýðir að hann
er mjög vel búinn, með skriðstilli og sóllúgu, svo nokkuð sé nefnt.
Mercedes Benz SLK
SLK-sportbíllinn er nú kominn með andlitslyftingu sem meðal annar felst
í samlitum stuðurum, nýrri vindskeið og aukastefnuljósum í hliðarspeglum,
svo eitthvað sé nefnt. Þessi rennilegi bíll er hlaðinn búnaði eins og ESP-
stöðugleikastýringu, öryggispúðum á alla kanta og nú fæst hann með nýjum
4 strokka „Kompressor“-vélum, auk nýrrar 6 strokka vélar. Sex gíra sjálf-
skiptingin er með Speedtronic sem gerir ökumanninum kleift að handskipta
án kúplingar eins og um beinskiptan bíl væri að ræða sem er góöur kostur
í sportbíl. Hægt er að fá hann sem blæjubíl og þá einnig með plasthúsi sem
smellt er ofan á hann með örfáum handtökum.
Mercedes
Benz ML
Iveco Daily Turbo
Iveco Daily Turbo
er í raun gamal-
kunnur bíll hér á
landi, ekki síst hjá
björgunarsveitun-
um. Þessi 9 manna
bíll er kannski fyrst
og fremst framleidd-
ur einmitt sem tor-
færutæki en þar fyr-
ir utan er auðvelt að
breyta honum og
setja undir hann
stór hjól. Hann hef-
ur öfluga niðurgírun og þó hann sé ágætlega þægilegur á bundnu slitlagi
nýtur hann sín hvað best þegar landslagið gerist úflð.
Þessi skemmtilegi jeppi var ný-
lega kosinn „Bíll heimsins" af dóm-
nefnd 22 bílablaðamanna á bílasýn-
ingunni í Genf. Verðlaunin eru veitt
þeim bíl sem best er fallinn til akst-
urs í öllum heimsálfunum, nema á
Suðurskautslandinu, og er óhætt að
segja að þessi bíll hæfi vel íslensk-
um aöstæðum. Bíllinn hefur verið á
markaðinum síðan 1997 í Norður-
Ameríku og varð strax vinsæll þar
sem annars staðar. Hægt er að fá
hann í nokkrum útgáfum, bæði með
bensín- og dísilvélum, og þykir nýja
5 strokka dísilvélin í honum sérlega
vel heppnuð. Kaupendur geta valið
um sex gira beinskiptingu eða sjálf-
skiptingu með valskiptingu og hægt
er að bæta við einni sætaröð í við-
bót og verður hann þá sjö manna.
Lexus GS300
GS300 er Qölskyldu-
bíllinn frá Lexus enda
er mikið lagt upp úr
öryggi í þessum glæsi-
lega bil. Fyrir utan
spólvörn og hemlalæsi-
vöm er hann búinn
skrikvörn sem gerir
ökumanni kleift að
ráða við hann við erfið-
ustu aðstæður. Stýrið
er hraðanæmt og allir
speglar eru með endur-
kastsvöm sem kemur í veg fyrir að sterk ljós endurkastist í augu öku-
manns. Hann er einnig vel búinn eins og lúxusbílar eiga að vera, er til dæm-
is með tvöfalda miðstöð fyrir báðar hliðar bílsins og geislaspilara með ðm*
diska magasíni. Hann er með sömu þriggja lítra vélinni og RX sem skilar
220 hestöflum.
Porsche Boxster
Boxster-nafnið er samsett úr tveimur nöfnum, boxer,
eins og vélin sem er í bílnum, og roadster sem stendur fyr-
ir tveggja sæta blæjubíl. Boxster hefur verið í framleiðslu
síðan 1996 og aukast vinsældir hans ár frá ári og jókst sal-
an á honum í fyrra um 18,5%, í 18.817 bíla. Hann er með
2,5 1 vatnskældri vél, 204 hestöfl við 6.200 snúninga.og er
afturhjóladrifinn með 5 gíra beinskiptingu eða 5 gíra
Tiptronic S sjálfskiptingu. Hægt er að velja um þrjár mis-
munandi útfærslur, klassísku, tísku-, eða sportútgáfuna.
Einnig er hægt að fá áltopp með bílnum.
Velahlutir
BRAUTARHOLTI 16 • Q 562 2104
Fax 562 2118 • e-mail: kislufell@isholf.
Viðurkenndir (original)
vélahlutir á góðu verði
m i na
gapidiii
ii
I
11
m m
II
Albarkar.
Bensfndælur.
Bensínlok.
Bensínslöngur.
Hjólalegur.
Hosuklemmur.
Kúpllngar,
Kúpllngsbarkar og
undirvagnsgormar.
Rafmagnsvarahlutir.
Topa vökvafleygar
vigtabúnaður.
Timareimar.
Vatnshosur
og strekkjarar.
Þurrkublöð.
varahlutir
...í miklu úrvali
Þjónustumfðstöð
borgarinnap
BRÆÐURNIRI
Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820
BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut