Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Qupperneq 6
6 Viltu ferðast sjálfstætt? Fréttir ÞRIDJUDAGUR 25. APRÍL 2000 DV Til leigu nokkur samliggjandi sumarhús við Torrevieja á Spáni. Minnst vikuleiga. Uppl. í síma 692 4802 Ársæll Suíurhlí£>35 • Simi 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen Sverrir Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ ratuga l í gerð einangrunarglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerlxrrgargler er framleitt undir gæðaeftiriiti Rannsóknastofnunar liyggingariðnaðarins. DaJshrauni 5 220 HafnarGrði Sími 565 0000 rulJ'd y fdínJii) íjiiríjjöí Silfurkristalskrossinn Kr: 8.850.- Gullkross með kristal Kr: 5.950.- Framtíðareign. Komið og sannfærist. RISTALL Kringlunni - Faxafeni Skipstjóri sýknaður af ákæru um slæma umgengni um nytjastofna: Sjómenn mega henda smárækju - sýnt var fram á að hún á góðar lífslíkur sé henni sleppt Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri skipstjóra rækjuskips af ákæru um að hafa í fjórgang hent hundruðum kílóa af smárækju í sjó- inn. Skipstjórinn hafði haldið því fram að ekkert þýddi að koma með slíkan afla að landi þar sem ekkert verð fengist fyrir svo smáa rækju og enginn vildi vinna hana. Niður- stöðu sína byggir dómurinn að miklu leyti á því að sýnt hafi verið fram á að langmestur hluti smá- rækju sem sleppt sé lifi af og verði hugsanlega veiddur síðar. Þegar varöskipsmenn á Óðni fóru um borð í Neista HU 005 á Miðfirði í Húnaflóa morgun einn í janúar á síðasta ári höfðu 300 kg af rækju verið hífð um borð. 9,2 prósent reyndust vera yfir leyfilegu há- marki af smárækju. Hálfri klukku- stund eftir að varðskipsmenn yfir- gáfu bátinn varð skipherra Óðins var viö að skipverjar á Neista höfðu mokað rækjuaflanum fyrir borð. Var þá aftur fariö að Neista. Skip- stjórinn sagði að smárækjunni hefði verið mokað fyrir borð - slíkt væri alltaf gert ef um smáa rækju væri að ræða - hann skráði slíkt í fiski- dagbók sem hann sendi Fiskistofu. Við skoðun á bókinni kom í Ijós að svo hafði verið gert og slík færsla hafði verið gerð vegna síðasta togs. Skipstjórinn hélt því fram að rækja sem hent væri strax í sjóinn lifði það að mestum hluta af. Eftir þetta visaði forstjóri Land- helgisgæslunnar máli þessu til sýslumannsins á Blönduósi. Ákæra var síðan gefin út á hendur skip- stjóra Neista fyrir að hafa í fjögur skipti hent smárækju fyrir borð. Hafró-maöur kom fyrir dóm Fyrir dómi henti skipstjórinn á að hann hefði alltaf skilið veiðileyfi sitt þannig að honum væri óheimilt að koma með of smáa rækju í land; að honum bæri að sleppa henni. Með slíkri háttsemi væri hann að fylgja ákvæðum laga um umgengni nytjastofna og sjávar. Skipstjórinn sagði að veiðileyfi hans kvæði á um aö ekki mættu vera fleiri en 350 rækjur í hverju kílói þess afla sem komið væri með að landi. Hann kvaðst hafa verið á rækjuveiðum frá árinu 1970 og alla tíð hefði smá- rækju verið sleppt - annað væri rányrkja. Sólmundur Einarsson, flskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, kom fyrir dóminn. Hann sagði að lífslíkur rækju væru miklar ef hún væri ekki tekin á dekk og ekki þrengt mjög að henni í veiðarfær- inu. Sennilega væru lífslíkurnar allt að 90 prósentum. Á hinn bóginn mætti gera ráö fyrir að 90 prósent dræpust eftir að hafa legið 30 mínút- ur uppi á þilfari. Sólmundur bar að Hafró fylgdist ekki sérstaklega með hvort fiskimenn á Húnaflóa slepptu rækju. Hvaó er afli? í niðurstöðu sinni rekur dómar- inn m.a. tilurð laga um umgengni við nytjastofna sjávar - markmiðið sé að bæta umgengni við þá. Hann bendir á að lögin kveði á um að skylt sé að hirða og koma með að landi allan afla. Þó geti ráðherra ákveöið með reglugerð að sleppa skuli lifandi fiski sem er undir til- tekinni lengd og fæst í ákveðin veið- arfæri. Dómarinn bendir síðan á að ljóst sé að í lögunum, athugasemdum við frumvarpið eða i umræðum á Al- þingi hafl hvergi verið reynt að skii- greina hvað sé afli. Hins vegar hefur dómurinn hliðsjón af lögunum þegar hann segir að afla verði að skil- greina þannig að hann sé fiskur sem búið er að fanga og drepa eða að hann eigi a.m.k. ekki lífslíkur. „Að mati dómsins er verið að skylda fiskimenn til að koma að landi með afla sem ekki muni lifa af að fara aft- ur í sjó,“ segir í dóminum. í niöurstöðu varðandi sekt eða sýknu sakbomingsins, skipstjórans, segir dómarinn: „Að mati dómsins hefur ákærði með háttsemi sinni, eins og hann lýsir henni almennt, hagað sér í samræmi viö tilgang og markmið laga nr. 57/1996. Hann hefur fyrir því vitneskju að langmestur hluti þeirrar smárækju sem hann sleppir lifi sleppinguna af og veröi því hugsanlega veidd síðar. Dómurinn telur þvi að lifandi smárækja, sem enn er í trolli við skipshlið og á alla möguleika á að lifa sleppingu af, sé ekki afli í skilningi 2. gr. marg- nefndra laga þannig að skilyrðis- laust skuli koma með hann að landi og því refsilaust og raunar í sam- ræmi viö góða umgengni um nytja- stofninn að sleppa henni.“ Engar athugasemdir í 20 ár Dómarinn vísaði til þess í niður- stöðu sinni að skipstjórinn um- ræddi hefði í rúm 20 ár skilað veiði- skýrslu til Hafrannsóknastofnunar þar sem hann hefur skráð slepping- ar sínar. Allan þann tíma hafi eng- ar athugasemdir verið gerðar við þá háttsemi hans að sleppa rækju. Því verði ekki annað ályktað en að ákærði hafi verið í góðri trú. Með visan til þessa var skipstjór- inn sýknaður. Allur sakarkostnaður í málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda skipstjór- ans, 160 þúsund krónur. Halldór Halldórsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands vestra, kvað upp dóminn. -Ótt Úr rækjuvinnslu. Skipstjórí á Neista HU kemur ekki meö smárækju aö landi og hefur alla tíö frá árinu 1970 sleppt henni í hafiö aftur. Grundarfjörður: Kviknaði í verslun Sót og reykur olli skemmdum þeg- ar kviknaði í matvöruversluninni Tanga í Grundarfirði í kringum mið- nætti aðfaranótt páskadags. Eldurinn uppgötvaðist fljótt og lík- legt er að kviknað hafl í út frá raf- magni. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Grundarfirði, urðu skemmdir talsverðar á húsi vegna reyks og sóts. Engin slys urðu en húsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Slökkviliðið á Grundar- firði er í næsta húsi og greiðlega gekk að slökkva eldinn. -SMK/DVÓ DV-MYND DVÓ Frá slökkvistarfi Greiölega gekk aö slökkva eldinn. Akureyri áfram reynslusveitarfélag fyrir fatlaða: Nýjar íbúðir fyrir PV, AKUREYRI:____________________ Nýr þjónustusamningur um fram- hald reynsluverkefna Akureyrar- bæjar í þjónustu við fatlaða á Eyja- fjaröarsvæðinu hefur veriö undir- ritaður af Páli Péturssyni félags- málaráðherra og Kristjáni Þór Júlí- ussyni bæjarstjóra. Akureyrarbær hefur frá árinu 1996 annast þá þjónustu sem Svæð- isskrifstofa málefna fatlaðra á Norð- urlandi eystra annaðist áður. Verk- efnið er eitt af svonefndum reynslu- verkefnum bæjarins. Samiö hefur verið um framhald verkefnanna til loka ársins 2001 en þá er áætlað að þjónusta svæðis- skrifstofa flytjist almennt til sveitar- félaganna. í meginatriðum byggist samning- urinn á núverandi þjónustu en auk þess eru í honum flárveitingar til fatlaða reksturs á 6 nýjum þjónustuíbúðum fyrir fatlaða sem teknar verða í notkun í apríl. Þjónusta bæjarins tekur m.a. til reksturs sambýla fatl- aðra, stuðnings við sjálfstæða bú- setu þeirra, aðstoðar á vinnumark- aði, verndaðrar vinnu og þjónustu á endurhæfingarvinnustað, þjónustu á hæfingarstöð og ráðgjöf. Samn- ingsupphæðin er um 330 milljónir á ári. -gk Sandkorn Wmm • . Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Vilja Villa Þ. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins i borgar- stjóm heyrist að stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar séu farnir að undirbúa að i hann leiði lista flokksins gegn Reykjavíkurlistanum við næstu borgarstjórnarkosningar. Margir telja styttast í að Geir H. Haarde kunni að taka við Sjálfstæðis- flokknum og erfitt sé að leiðtogi flokksins í borginni sé eiginkona mögulegs forystumanns ríkisstjórn- arinnar sem borgin á mikil sam- skipti við. Margir litu til Guð- laugs Þórs Þórðarsonar en hann hefur ekki enn náð að lyfta sér úr léttvigtarflokknum. Þá eru aðeins Vilhjálmur og Júlíus Vífill Ingv- arsson eftir. Útlit er því fyrir harð- an slag... Össur mildast Á fundum þeirra Tryggva Harð- arsonar vítt um landið hef- ur Össur Skarphéðins- son haldið uppi hörðum árásum á Sjálfstæðis- flokkinn. Þó þetta hafi víðast fallið í góðan jarðveg voru ráðgjafar Öss- urar slegnir mikilli skelfingu þegar þeir heyrðu kjaftbrúk kandídatsins og munu hafa ráðlagt honum að milda meðferðina á Sjálfstæðis- flokknum. Þegar hann kom á fund- inn í Reykjavík sl. laugardag á Hótel Sögu var svo kominn miklu blíðari tónn í Össur sem gagnstætt Tryggva hafnaði því að útiloka rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum... Biðleikur Framsóknar Mikil óvissa ríkir um hver tekur við sem varaformaður í Framsókn á eft- ir Finni Ing- ólfssyni en embættið er yf- I irleitt ávísun á formannstign síðar meir. Eyjabakkamálið beyglaði Siv Frið- leifsdóttur til langframa og afmæl- isveislan á Grenivík setti alvarleg spurningarmerki við dómgreind Valgerðar Sverrisdóttur. Harður slagur virðist því í uppsiglingu milli Guðna Ágústssonar og Ingi- bjargar Pálmadóttur. Halldór Ásgrímsson er þó sagður andsnú- inn því að lasburða flokkurinn verði lagður undir slíkan slag og margir telja því að Jónína Bjart- marz gæti orðið eins konar bið- leikur... Geir og Björn í Sjálfstæð- isflokknum telja menn ekki sjálfgefið að Geir H. Haarde verði formaöur þegar Davíð Oddsson hverfur úr stjómmálum. Töluverð óvissa ríkir um þróun efnahagsmála og ekki lengur víst að „mjúk“ lending ná- ist úr þensluflugi þjóðarinnar. Slíkt yrði mikið áfall fyrir pólitísk- an feril Geirs. Bjöm Bjarnason, sem ekki þorði í Geir þegar kosið var um varaformann flokksins, væri þá í sterkri stöðu til að fara gegn Geir þegar formannsembættið losnar. Gárungamir segja því að pólitískt gengi Björns Bjamasonar muni verða í öfugu hlutfalli við gengi krónunnar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.