Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000
Skoðun DV
Létu reyna á kerfið
Þeir Svavar og Björn, vestfirsku sjómennirnir á Vatneyrinni viö bátinn sem landsfrægur varö fyrir veiöi utan kvóta.
Greinarhöfundur telur aö í kjölfar Vatneyrardómsins sé boltinn hjá hinu háa Alþingi.
Boltinn er h j á Alþingi
Spurning dagsins
Ferðu reglulega
í kirkju?
Bryndís Stefánsdóttir nemi:
Nei, kannski einu sinni til
tvisvar á ári.
Hulda Gunnarsdóttir, 9 ára:
Nei, kannski einu sinni á ári.
Svavar Halldórsson verslunarmaöur:
Já, tvisar sinnum á ári.
María Ósk Indriðadóttir,
vinnur í bakaríi:
Nei, aldrei.
Berglind Hauksdóttir nemi:
Nei, mjög sjaldan.
Valdimar Kristinsson, 11 ára:
Nei, kannski þrisvar sinnum á ári.
Konráð Friöfinnsson
skrifar:_____________________________
Nýverið féll dómur í Hæstarétti í
svokölluöu Vatneyrarmáli. Um er
að ræða skipstjóra og útgerðarmann
á Patreksfirði sem sameiginlega
ákváðu að halda til hafs á báti sín-
um sem var kvótalaus og láta á það
reyna hvaða dóm gemingur þeirra
fengi i dómskerfmu. Þessir heiðurs-
menn vildu kanna hvort verkið
stæðist rannsókn dómstólanna og
þeir hlytu sýknu aö launum sem
vitaskuld hefði merkt endalok
kvótakerflsins. Er þeir síðan komu
að landi beið þeirra á bryggjunni
fríður flokkur einkennisbúinna
manna sem gerðu aflann upptækan
og lögðu fram kæru á hendur mönn-
unum.
Niðurstaða Hæstaréttar er að
Sigurður Lárusson
skrifar:
Launamisréttið hér á landi er
orðið hrikalegt og fer vaxandi ár frá
ári. Allir viðurkenna að þetta geti
ekki gengið lengur. En í hvert skipti
sem nýir kjarasamningar eru gerðir
er það alltaf sama sagan, þeir sem
hafa hæstu launin fá mesta hækkun
í krónum talið. Öryrkjar, aldraðir
og lægst launaða fólkið fær litla sem
enga hækkun. Gott dæmi eru samn-
ingarnir sem hið svokallaða Flóa-
bandalag gerði nú nýlega. Mér
skildist á fréttum eftir að samning-
arnir voru gerðir að kaupið skyldi
hækka um 13% til almennings og
um 30% til öryrkja og aldraðra á
tímabilinu. Ég talaði nýlega viö
„ Vil ég skora á yfi. völd að
félla niður sektargreiðslur
sem Vatneyrarmönnum
var gert að borga. Að gera
það vœri fullkomlega
sanngjarnt og eðlilegt
vegna þess að um prófmál
var að ræða sem varðaði
kvótakerfið í heild sinni
gagnvart stjómarskrá
þjóðarinnar. “
kvótakerfið brýtur ekki í bága við
stjórnarskrá íslands. Niðurstaðan
er léttir að því leytinu til að ákvæði
„/ hvert skipti sem nýir
kjarasamningar eru gerðir
er það alltaf sama sagan,
þeir sem hafa hœstu launin
fá mesta hœkkun í krónum
talið. Öryrkjar, aldraðir og
lœgst launaða fólkið fœr
litla sem enga hœkkun.
upplýsingafulltrúa Tryggingastofn-
unar og spurðist fyrir um hver
hækkunin yrði til öryrkja og aldr-
aðra og svarið var 0,9% á mánuði.
Mér finnst það ansi lítil hækkun.
Þessi hækkun dugir ekki einu
stjórnarskrárinnar héldu. En hún
sannfærir menn hins vegar ekki um
hvort núverandi kerfi fiskveiði-
stjórnunar sé sanngjarnt og réttlátt.
Samt er ljóst að mennirnir sem
komu kerfinu á héldu sér innan
markalínu hennar.
Boltinn er nú hjá háttvirtu
Alþingi, pólitíkinni. Henni ber að
fjalla um efnið og aðgæta hvort
kvótinn sé í óeðlilegum mæli að
færast yfir á fáar hendur á kostnað
efnaminni útgerðarmanna. Að lok-
um vil ég skora á yfirvöld að fella
niður sektargreiðslur sem Vatneyr-
armönnum var gert aö borga. Að
gera það væri fullkomlega sann-
gjarnt og eölilegt vegna þess að um
prófmál var að ræða sem varðaði
kvótakerflð í heild sinni gagnvart
stjómarskrá þjóðarinnar.
sinni fyrir bensinhækkuninni á síð-
ustu 12 mánuðum og hvað þá fyrir
öllum öðrum hækkunum á sama
tíma. Þetta er ljótt fyrir öryrkja og
aldraða. Ég vil þó taka fram að mér
finnst að lækka eigi tryggingabætur
til þeirra sem hafa aðrar tekjur, t.d.
þeirra sem fá tugi þúsunda úr
lífeyrissjóðum á mánuði.
Að lokum vil ég minnast á hversu
fráleitt það er að menn geti keypt
sér hlutabréf fyrir árslok og með
því sparað sér að greiða tugi þús-
unda af álögðum sköttum. Mér
finnst það alveg forkastanlegt að
menn geti tekið sér lán til þess að
sleppa að mestu leyti við að greiða
opinber gjöld. Hvað tapar ríkissjóð-
ur miklu fé árlega á þessu?
Varöandi bókina
Orð af eldi
Erlingur Þorsteinsson læknir skrifar:
Viðvíkjandi nýútkominni bók,
Orð af eldi, þar sem birt eru bréf er
gengu á milli skáldanna Þorsteins
Erlingssonar, fóður míns, og Ólafar
á Hlöðum, vil ég taka fram að ég
hafði ekki hugmynd um tilvist þessa
bréfasafhs og undraðist mjög er ég
frétti að undirbúningi að útgáfu þess
væri því sem næst lokið án þess að
haft væri samband við mig, son og
eina núlifandi erfingja Þorsteins.
Mér var tjáð að Sigurður Gylfi
Magnússon sagnfræðingur sæi um
þessa útgáfu að mestu og í DV um
daginn var haft eftir honum að hon-
um og samverkamönnum hans hefði
boðist útgáfurétturinn að þessum
bréfum frá ættingjum Þorsteins. Erf-
ingjar hans hafa aðeins veriö þrír og
eru bæði móðir mín og systir látnar.
Ég hef aldrei boðið neinum þennan
útgáfurétt þar sem ég var aúsendis
ókunnugur tOvist þessara bréfa.
Hefði verið leitað til mín um leyfi til
þess hefði ég lagt bann við því af
þeirri einfóldu ástæðu að bæði
skáldin skrifa það í bréfunum að þau
fari fram á að bréfin verði brennd.
Þorskhaus meö
vindil
Fríða Björg Ólafsdóttir hringdi:
Alveg finnst mér það hörmung
hvemig farið er með minningu Auð-
ar Auðuns, fyrsta borgarstjóra
Reykjavíkur. Aðeins nokkrir mánuð-
ir eru síðan þessi góða kona dó, þá
heyrir maður um að mynd hennar sé
ekki lengur i Ráðhúsinu heldur niðri
í kjallara. Ég vil leyfa mér aö efa aö
Ingibjörg Sólrún hafi vitað af því að
mynd af þorskhaus með vindil í
kjaftinum hafi verið sett í staðinn.
Sú mynd fmnst mér út af fyrir sig
ekki eiga neitt erindi í ráðhúsi borg-
arinnar en miklu frekar eiga heima
hjá sægreifum. Öll verðum við göm-
ul en þeir sem yngri eru verða að
koma fram af virðingu fyrir þeim
sem eldri eru. Auði Auðuns þekkti
ég, ekki síst í seinni tíð þegar hún
dvaldi á Droplaugarstöðum þar sem
maðurinn minn var. Hún á mikla
virðingu skilið.
Skila hreinu á sama degi
Úðafoss hefur í meira en aldarþriöjung
skilaö fötum úr hreinsun samdægurs.
Skila fatnaöi
samdægurs
Pálmi Bergmann hjá fatahreinsuninni
Úðafossi hringdi:
í Dagblaðinu mánudaginn 17. apr-
íl er fjallað um hægagang í fata-
hreinsun. í því sambandi finnst mér
að rétt sé að fram komi að Fatapress-
an Úðafoss er búin að vera með sam-
dægursþjónustu allar götur síðan
1965 og býður hana enn og mun gera
áfram. Sé fatnaði skilað fyrir kl. 11
verður hann afgreiddur fyrir lokun
klukkan 18. Tengdafaðir minn, Jón
Guðnason, lagði sig mjög fram um að
veita góða þjónustu og vann langan
vinnudag við fyrirtækið. Frægt var
að stundum lagði hann sig út af í
svefnpoka til að hvíla sig í erfiðum
störfum. Vélar á þessum tíma voru
svo litlar að sífellt þurfti að tæma og
fylla. En með dugnaði tókst Jóni að
skila þjónustu sem var einstök í
þessu fagi og eru margir honum
þakklátir fyrir enda hafa margir við-
skiptavinir haldið tryggð við Úðafoss
allan þennan langa tíma.
psyjimilllHP
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Dagfarí
Kannski er enn von á verkfallsdeilum
Verkföll og vinnudeilur eru vart svipur hjá
sjón frá því sem áður var. Nú eru menn jafn-
vel að leyfa sér að semja til margra ára og
allt gert til að halda frið á vinnumarkaði.
Undanfarnar vikur hafa mál verið afgreidd
nánast á færibandi í herbúðum sáttasemjara
rikisins. Flóabandalag, VMSi og guð má vita
hvað. Það eru allir orðnir svo skelfilega sátt-
fúsir aö það hálfa væri nóg. Maður er t.d.
steinhættur að sjá kröfugöngur með rauða
fána og skemmtilega orðuð kröfuspjöld á
lofti. ísland úr Nató og herinn burt er meira
að segja hætt að hljóma um götur og torg í
Reykjavik. Ekki það að ísland úr Nató komi
neitt launamálum við en einhvern veginn til-
heyrði þetta þó allt stemningunni.
Hvað er varið í launabaráttu þar sem ekki
er tekist almennilega á fyrir opnum tjöldum, svo
ekki sé talað um handalögmál.
Hér um árið, sællar minningar, þegar BSRB
verkfallið fræga var og Félag bókagerðarmanna
passaði upp á að landsmenn læsu ekki yfir sig af
dagblöðum þá var nú gaman að vera til. Það var
svo mikið líf og íjör. Munið þið t.d. eftir þegar
BSRB félagar héngu á landfestum strandferða-
skipa í Reykjavíkurhöfn, lögðu bílum sínum fyrir
vöruskemmudyr og lokuöu Keflavíkurflugvelli.
Það var sko eitthvað annað en lognmollan nú til
Flugvirkjar, flugmenn og jafnvel
flugfreyjur í sokkabuxum hafa í
gegnum tíðina sýnt af sér mikinn
þokka í verkfallsátökum.
dags. Mikið asskoti var skemmtilegt að sjá svip-
inn á farþegunum sem voru á leið til útlanda og
gerðu sér grein fyrir að allt var stopp. Þeir
komust hvorki lönd né strönd, alls staðar voru
vigalegir verkfallsverðir í veginum. Þá kom meira
að segja til stympinga og raunverulegra
átaka. Verst var að almenningur í landinu
gat ekki notið þess þar sem hvorki voru út-
sendingar í Ríkissjónvarpinu né dagblöð
borin til fréttaþyrstra landsmanna. Þeir einu
sem gátu notið þeirrar ánægju voru verk-
fallsveröi sjálfir, erlendir sjónvarpsgláparar
og svo auðvitað farþegar og aðrir þolendur.
Já, í þá daga var mikið fiör.
Það má því segja að Dagfari hafi komist
við á þessum siðustu og verstu þegar fréttist
af því að flugvirkjar hefðu fellt nýgerðan
kjarasamning. Loksins sýndu einhverjir
dug, jú, ekki má heldur gleyma verslunar-
mönnum, þar sem vinnuveitendur björguðu
því sem bjargað varð með því að henda ný-
gerðum samningum út af borðinu. Það er þá
kannski ekki öll von úti enn.
Flugvirkjar, flugmenn og jafnvel flugfreyjur í
sokkabuxum hafa í gegnum tíðina sýnt af sér mik-
inn þokka i verkfallsátökum. Þessum stéttum hef-
ur iðulega tekist að svínbeygja andstæðingana,
svo við ekki tölum um blessaða sjómennina. Það
er þó alls ekki öll von úti með Sjómannafélag
Reykjavíkur. Þar eru harðir kallar við stjórnvöl-
inn sem ekki kalla allt ömmu sína í verkfallsmál-
Hrikalegt launamisrétti