Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 DV 5 Fréttir Kvóti seldur af stórbúum og svartsýni ríkir: Lömbin þagna í Borgarfirði Nokkur svartsýni ríkir í Borgar- íjarðarsveit vegna þess að verið er að leggja niður búskap á stórbúum og kvótinn er á leið úr héraðinu. Um er að ræða fjögur kúabú, auk þess að í loftinu liggur að fjár- búskapur leggist af á nokkrum jörðum. Það er því ljóst að í það stefnir að kálfar og lömb þagni á hinu annálaða landbúnaðarsvæði i Borgarfirði. Ríkharð Brynjólfsson, sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar, staðfesti við DV að Borgfirðingar væru áhyggjufullir vegna þessa máls. „Ég get staðfest að verið er að leggja niður búskap á stórum kúa- búum. Það veldur okkur auðvitað áhyggjum. Þetta snýst auðvitað um atvinnu og þama er um að ræða að verið er að fækka þeim stoðum sem byggðin stendur á. Maður heyrir mikið talað um að fólk ætli að selja sauðfjárkvótann en ég veit ekki hvort fólk hefur látið verða af því,“ segir Ríkharð. Hann segir að ekki sé endilega um það að ræða að fólk sé að flytja í burtu. „Sumir snúa sér að öðru. Ferða- þjónusta blómstrar hér og henni fylgja mörg atvinnutækifæri. Því er þó ekki að leyna að þetta er slæmt,“ segir hann. - og kálfarnir líka DV-MYND RT Kvótalaus fegurð Það er Ijóst að í það stefnir að kálfar og lömb þagni á hinu annálaða landbúnaðarsvæði í Borgarfirði. Stórbú eru að leggjast af og kvótinn fer í önnur héruð. Ríkharð segir skýringar þess að fólk selur kvóta sína liggja í því að gott verð fáist fyrir kvótann. „Það koma upp alls kyns sjónar- mið. Fólk hefur selt kvótann þar sem það hefur staðið frammi fyrir því að endurnýja fjós. Þá hefur fólk ekki séð fram á að neinn því ná- tengdur haldi áfram búskap. Þá er gripið til þess að selja kvótann og liflbrauðið veröur eitthvað annað eða einfaldlega lifsverkið," segir hann. Aðspurður um það hvert kvót- inn fari segir Ríkharð að hann fari „vítt og breitt". Hann segir sveitar- félagið ekki eiga möguleika á því að kaupa upp kvóta til að sporna við því að hann fari úr héraðinu. Þá hafi mjólkursamlagið í Borg- arnesi verið lagt niður fyrir nokkrum árum og því hafi Borg- firðingar ekki þá vörn að mjólkur- samlag kaupi upp kvótann. „Það hefur ekki komið upp inn- an hreppsnefndar að kaupa kvóta til að miðla honum til bænda á svæðinu. Enda er slíkt erfitt þar sem aðrar atvinnugreinar eiga þá tilkall til stuðnings ef litið er til jafnræðisreglu. Það tiðkast viða að mjólkursamlög kaupa kvóta innan sinna svæða og miðla til bænda. Þar eru dæmi um niðurgreiðslur og hagstæð lán. Þar má nefna mjólkursamlagið í Skagafirði og KEA sem hafa fjármagnað kvóta- kaup bænda. Þessu er ekki til að dreifa hér eftir að mjólkursamlag- ið var selt,“ segir Ríkharð. -rt Morðið í Keflavík: Málið enn í rannsókn „Rannsókn er enn í fullum gangi og verður um sinn,“ sagði Þórir Maronson, yfirlögregluþjónn í Reykjanesbæ, um Keflavíkurmálið svokallaða, Rúnar Bjarki Rikharðsson varð 19 ára gamalli Keflavíkurstúlku, Ás- laugu Óladóttur, að bana á heimili hennar að morgni 15. apríl sl. Rúnar Bjarki, sem er 21 árs, var handtekinn sama dag og játaði hann verknaðinn við yfirheyrslur. Hann hefur verið fluttur í gæsluvarðhald á Litla-Hrauni. Útför Áslaugar fór fram frá Ytri- Njarðvikurkirkju á laugardag og rúmaði kirkjan ekki alla þá sem kveðja vildu Áslaugu í hinsta sinn. Lögreglan í Reykjanesbæ hefur bætt við mannskap til rannsóknar á málinu en Þórir vissi ekki hversu langan tíma hún mun taka og sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu. Talið er víst að dauði Áslaugar tengist nauðgunarmáli sem átti sér stað í Reykjanesbæ í mars. DV-MYND S Frá útför Áslaugar Óladóttur um helgina. Rúnar Bjarki er sakaður um að hafa nauðgað fyrrverandi unnustu sinni og bar Áslaug vitni gegn hon- um í því máli. Lögreglan hefur lýst eftir ljós- hærðum þunnhærðum manni sem sást á tali við Rúnar skömmu fyrir verknaðinn en hann hefur ekki gef- ið sig fram, sagði Þórir. -SMK Morðmálið í S-Þingeyjarsýslu: Rannsókn miðar hægt - lengingar gæsluvarðhalds krafist DV, AKUREYRI:________________________ Rannsókn morðsins sem framið var á bænum Bláhvammi í S-Þing- eyjarsýslu um miðjan marsmánuð miðar hægt og var fátt nýtt að frétta af henni þegar DV ræddi við Sigurð Brynjúlfsson, yfirlögregluþjón á Húsavik, i gær. Sigurður sagði að unnið væri að rannsókn málsins af fullum krafti, en óneitanlega færi mikill tími í að bíða eftir ýmsum gögnum sem væru til rannsóknar annars staðar. Fram hefur komið í málinu að 67 ára gömlum manni var ráðinn bani á bænum og sonur mannsins, sem er á þritugsaldri, var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann hefur við yfir- heyrslur játað „að hluta" eins og lögreglan hefur orðað það. Gæsluvarðhald mannsins rennur út í dag og hefur lögreglan farið fram á að gæsluvarðhald hans verði framlengt. -gk Upplagt í eldhúsið bráðsniðugt í barnaherbergið hljómar vel í hjónaherbergi stórgott í stofuna • Myndlampi Black Matrix • Nicam stereo • 50 stöðva minni Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • íslenskt textavarp ŒS BEKO á aðeins 18.900 stgr. QS BEKO á aðeins 14.900 stgr. ÍORION ............. czzi. I Myndbandstæki | • 6 hausa-nicam-LP/SP I • 2 skart/ RCA tengi fyrir myndbandstökuvél L ■ Allar aðgerðir á skjá • Myndvaki • NTSC afspilun B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Flötum 29 Sími 481 3333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.