Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Side 22
42
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
DV
j
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
80 ára_______________
Árni Gunnar Pálsson,
Heiðarvegi 1, Selfossi.
Bjarni Eyvindsson,
Dynskógum 8, Hvera-
gerði. Bjarni verður aö
heiman á afmælisdag-
inn.
75 ára______________________________
Óskar Vigfús Markússon,
Hvassaleiti 40, Reykjavtk.
Unnur Guðmundsdóttir,
Holtsgötu 13, Reykjavík.
70 ára______________________________
Elsa Þorsteinsdóttir,
Ketilsstöðum, N-Múl.
Kristín Sigurrós Jónasdóttir,
Suðurhvammi 13, Hafnarfirði.
Kristjana Brynjólfsdóttir,
Broddadalsá 1, Strand.
Sverrir Hallgrímsson,
Andakílsárv. Árnesi, Borgarnesi.
60 ára______________________________
Áslaug Halla Vilhjálmsdóttir,
Mýrarbraut 4, Vík.
Guðlaug Sigurðardóttir,
Hvassaleiti 8, Reykjavík.
Jóhanna Halldórsdóttir,
Hjarðarhaga 38, Reykjavík.
Kamma Hansen,
Lundarbrekku 2, Kópavogi.
Kristín Kalmansdóttir,
Minni-Borg, Árn.
Páil V. Sigurðsson,
Starfsmannabústaður 9 v/Vífilsstaöa-
veg, Garðabæ.
50 ára______________________________
Anna María Aðalsteinsdóttir,
Rskakvísl 16, Reykjavík.
Björn Kristjánsson,
Holtabrún 3, Bolungarvík.
Guðrún Þ. Guðmundsdóttir,
Hólabraut 22, Skagaströnd.
Jóhanna H. Hólmsteinsdóttir,
Veghúsum 1, Reykjavík.
Liv Gunnhildur Stefánsdóttir,
Steinahlíð 7a, Akureyri.
Páll Bergmann Reynisson,
Byggðarholti 33, Mosfellsbæ.
Sigríður Davíðsdóttir,
Einarsnesi 10, Reykjavík.
Sigurbjörn Sigurðsson,
Njarövíkurbraut 24, Njarðvík.
Steinunn Jóhanna Pálsdóttir,
Vesturgötu 37, Reykjavík.
Þorgerður Björnsdóttir,
Fagrahjalla 14, Vopnafirði.
40 ára______________________________
Bergþór Baldvinsson,
Melbraut 29, Garði.
Bryndís Hlíf Maríasdóttir,
Viöarási 39a, Reykjavík.
Emelía Þórðardóttir,
Hjallavegi 12, Isafirði.
Gísli Klemensson,
Hrisateigi 37, Reykjavlk.
Lára Einarsdóttir,
Hábergi 38, Reykjavík.
Valborg Huld Elísdðttir,
Brekkubæ 17, Reykjavík.
Þorsteinn Arnar Einarsson,
Furuhlíð 4, Hafnarfirði.
Tilkynning
Björgvin Þór Jó-
hannsson, Vestur-
vangi 40, Hafnarfirði,
skólameistari Vél-
skóla íslands verður
sextugur á fóstudag-
inn kemur, þann 5.5.
2000. Kona hans er
Katrín Bára Bjamadóttir og munu
þau hjónin taka á móti gestum í
Oddfellowhúsinu í Hafnarflrði,
Staðarbergi 2-4, föstudaginn 5. maí
á milli klukkan 18.00 og 20.00.
Útför Málfríðar Þóru Guðmundsdóttur,
frá Nesi, Selvogi, sem lést á
hjúkrunarheimilinu Skjóli, fimmtudaginn,
27.4. sl., fer fram frá Fossvogskapellu
á morgun, fimmtudaginn 4.5. kl. 13.30.
Grétar Ðalhoff Magnússon, sem lést á
hjúkrunarheimilinu Eir aöfaranótt
miövikudagsins 26.4. sl., verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni I Reykjavík
á morgun, fimmtudaginn 4.5. kl. 13.30.
Ásta Steingrímsdóttir, frá
Vestmannaeyjum, verður jarösett frá
Seltjarnarneskirkju I dag, miövikudaginn
3.5. kl. 15.00. Blóm afþökkuð, en bent
er á heimahlynningu Krabbameinsfélags
íslands.
Þórólfur Alvin Gunnarsson, Höfðabraut
19, Hvammstanga, verður jarðsunginn
frá Hvammstangakirkju föstudaginn 5.5.
kl. 14.00.
folk i frcttum
Jörmundur Ingi Hansen
allsherjargoði
Mikil fjölgun hefur átt sér stað í
Ásatrúarfélaginu það sem af er ár-
inu. Hefur umsóknum sérstaklega
fjölgað eftir yfirlýsingar biskups og
annarra kristinna manna um félag-
ið undanfarna daga. Allsherjargoði
er Jörmundur Ingi Hansen.
Starfsferill
Jörmundur fæddist í Reykjavík
14.8. 1940. Hann lauk landsprófi
1956, prófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1957, stundaði síðan nám
við tækniskóla í Kaupmannahöfn, í
höggmyndalist hjá Ásmundi Sveins-
syni og Ragnari Kjartanssyni og
nám í ungversku, grísku, sanskrít
og indóevrópskri samanburðarmál-
fræði við HÍ á árunum 1975-78.
Jörmundur vann við húsateikn-
ingar á árunum 1962-66, lengst af á
vegum húsameistara ríkisins,
stundaði síðan verslunarstörf við
fyrirtæki föður síns og síðan eigið
fyrirtæki og hefur jafnframt lagt
stund á ýmiss konar hönnun.
Jörmundur var í framboði fyrir
Framboðsflokkinn 1971, var einn af
stofnendum Ásatrúarfélagsins 1972
og hefur verið þar Reykjavíkurgoði
síðan. Hann hefur meðal annars
staðið fyrir málþingi á Þingvöllum
um landnám og uppruna íslendinga.
Fjölskylda
Systkini Jörmundar eru Eiríkur,
f. 30.5. 1942, matreiðslumaður í
Keflavík; Geirlaug Helga, f. 11.8.
1947, fangavörður í Reykjavík;
Skúli, f. 23.12. 1950, matreiðslumað-
ur í Reykjavík; Ingibjörg Dóra, f.
23.1.1955, innanhússarkitekt í Hafn-
arflrði; Ragnheiður Regína, f. 4.7.
1963, bankastarfsmaður í Reykjavík.
Foreldrar Jörmundar: Jörgen
F.F. Hansen, f. 16.11. 1916, d. 1991,
verslunarmaður í Reykjavík, og
Helga Eiriksdóttir, f. 4.9. 1917, hús-
móðir.
Ætt
Jörgen var sonur Jörgen I. Han-
sen, framkvæmdastjóra í Reykja-
vík, sonar Jörgens Hansen, kaup-
manns í Hafnarfirði, frá Súnder-
borg í Als en móðurbróðir hans
var Johan Johnsen, kaupmaður í
Flensborg, faðir Jóhanns Johnsen,
útvegsb. í Eyjum, langafa Ríkharðs
Pálssonar tónlistarmanns, Skúla
Johnsen, héraðslæknis Reykjavík-
urlæknishéraðs, Gísla Ástþórsson-
ar blaðamanns, Árna Johnsen
alþm. og Áma Sigfússonar fyrrver-
andi borgarstjóra. Móðir Jörgens
framkvæmdastjóra var Henriette,
systir Hans Linnet bókara, afa
Regínu Þórðardóttur leikkonu.
Henriette var dóttir Hans A. Linn-
ets, kaupmanns í Hafnarflrði,
bróður Caroline, langömmu Gimn-
ars Bjamasonar ráðunautar og
langalangömmu Jónasar Kristjáns-
sonar ritstjóra. Móðir Hans var
Regine Magdalene Seerup. Móðir
Regine var Gotfrede Elisabeth
Jakobæus, dóttir Holgers Jakobæ-
us, kaupmanns í Keflavík, Johans-
son Jakobæus, prests í Ledöje, Hol-
gerssonar Jacobæus, háskólarekt-
ors og dómara í hæstarétti í Kaup-
mannahöfn. Móðir Johans var
Anna, dóttir Thomasar Bartholin,
háskólarektors í Kaupmannahöfn,
og konu hans, Else Christofersdótt-
ur, borgarstjóra í Kaupmannahöfn,
Hansen.
Móðir Jörgens verslunarmanns
var Inga, systir Guðbjargar,
langömmu Margrétar Skúladóttur
Sigurz, fyrrverandi fegurðar-
drottningar íslands. Bróðir Ingu
var Tómas, afi Sigurdórs Sigur-
dórssonar blaðamanns. Inga var
dóttir Skúla, b. á Ytra-Vatni, Jóns-
sonar og Guðrúnar Tómasdóttur.
Helga er dóttir Eiríks, b. á Orms-
stöðum í Breiðdal, Guðmundsson-
ar, og Geirlaugar, systur Erlings
grasalæknis, föður Ástu grasa-
læknis. Geirlaug er dóttir Filippus-
ar, silfursmiðs í Kálfafellskoti,
Stefánssonar. Móðir Geirlaugar
var Þórunn, grasalæknir og ljós-
móðir, Gísladóttir, b. á Ytri-Ásum í
Skaftártungu, Jónssonar, bróður
Eiríks, langafa sandgræðslustjór-
anna Páls Sveinssonar og Runólfs,
föður Sveins landgræðslustjóra.
Annar bróðir Gísla var Jón,
langafi Ragnars í Smára, föður
Jóns Óttars, fyrrv. sjónvarpsstjóra
og umboðsmanns Herba life. Móðir
Þórunnar var Þórunn ljósmóðir
Sigurðardóttir, b. í Steig í Mýrdal,
Árnasonar. Móðir Þórunnar var
Þórunn ljósmóðir, langamma
Steinunnar, langömmu Jóhönnu
Sigurðardóttur alþingismanns.
fimmtui'
Guðrún Porbjörg Guðmundsdóttir
verslunarmaður
Guðrún Þorbjörg Guðmundsdótt-
ir verslunarmaður, Fellsmúla 19,
Reykjavik, áður til heimilis að Hóla-
braut 22, Skagaströnd, er fimmtug í
dag.
Starfsferill
Guðrún er fædd og uppalin á
Hvammstanga. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Reykjanesskóla árið
1967. Hún starfaði á Kristnesspítala
árið 1967 og á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga frá 1968 til 1970. Árið
1970 var hún sjúkraliði á Biopebjerg
Hospital í Kaupmannahöfn. Hún
flutti til Skagastrandar árið 1971 og
var handavinnuleiðbeinandi við
Höfðaskóla á árunum 1971 til 1975
og frá 1984 til 1986. Guðrún setti á
stofn félagsstarf fyrir aldraöa í
Höfðahreppi 1984 til 1997 og var for-
stöðumaður og leiðbeinandi þar.
Frá 1977 til 2000 rak hún hannyrða-
verslunina Guðrúnu og hefur staðið
fyrir fjölda námskeiða í hinum
ýmsu hannyrðum um allt land fyrir
ýmis félög og félagasamtök.
Guðrún er sérhæfð í japönskum
listsaumi (pennasaumi) sem versl-
unin flytur inn beint frá Japan.
Guðrún rekur nú verslunina Kilju
við Háaleitisbraut.
Hún var kosin í Sjóminja- og
sögunefnd Sögusafns Skagastrandar
og var formaður hennar árin 1990
til 1997. Hún hefur setið í náttúru-
vemdamefnd Austur-Húnvetninga
frá 1988 og var formaður nefndar-
innar frá 1994 til 2000. Árið 1999
starfaði hún meö áhugahóp sem sá
um að merkja allar húsarústir á
Kálfshamarsvík á Skaga. Einnig
hefur Guðrún unnið mikið að nátt-
úruvemdarmálum.
Fjölskylda
Guðrún giftist þann
18.8. 1972, Áma Birni
Ingvarssyni, f. 7.5. 1948,
sjómanni. Hann er son-
ur Ingvars Jónssonar,
f. 8.1. 1917, smiðs og
konu hans Elínborgar
Ásdisar Árnadóttur, f.
22.2. 1920, d. 7.4. 1979.
Böm Guðrúnar og Áma eru tví-
buramir Þröstur, f. 5.3. 1975,
trommuleikari, búsettur á Blöndu-
ósi, í sambúð með Vigdísi Þorgeirs-
dóttur; Svanur, f. 5.3.1975, sjómað-
ur, búsettur á Skagaströnd og Elín-
borg Ásdís Ámadóttir, f. 22.4.1986.
Systkini Guðrúnar era Ingimar
Steindór, f. 17.10.1948, bóndi; Gunn-
ar Þorsteinn, f. 17.10. 1948, verka-
maður; Kristin Helga, f. 19.6. 1951;
Garðar Þór, f. 17.11. 1952, gröfumaö-
ur; Edda Heiða, f.
13.2. 1955; Inga Mar-
grét, f. 18.2. 1960,
verslunarmaður;
Anna María, f. 28.11.
1962 og Davíð Eggert,
f. 15.4. 1964, bifreiða-
stjóri.
Faðir Guðrúnar
var Guðmundur S.
Guðjónsson, f. 17.7. 1923, d. 17.6.
1997, bifreiðastjóri. Móðir hennar er
Gunnhildur Vigdís Þorsteinsdóttir,
f. 31.7. 1931, saumakona á Hvamms-
tanga.
Guðrún ætlar að halda upp á
tímamótin í júlí í Kálfshamarsvík á
Skaga með léttum veitingum og
leiösögn Kristins Jóhannssonar um
staðinn og sögu hans. Nánar auglýst
í Glugganum.
Mcrkir Isloinlíiiíí-ir
Jónas Jónsson fæddist í Hriflu í Bárðar-
dal 1. maí 1885 og var hann jafhan við
þann bæ kenndur. Foreldrar hans voru
Jón Kristjánsson bóndi og kona hans
Rannveig Jónsdóttir. Jónas lauk
gagnfræðaprófi á Akureyri 1905.
Árin 1906 til 1909 dvaldist Jónas er-
lendis við nám og kynnti sér þar að
auki skólamál í Þýskalandi, Frakk-
landi og Englandi með styrk úr
Landsjóði. Hann var kennari við
Kennarskólann í Reykjavík
1909-1918. Jónas hafði með fleiram
forgöngu um stofnun Framsóknar-
flokksins 1916. Hann var skólastjóri
Samvinnuskólans 1919-1927 og 1932-1955.
Jónas var dóms- og kirkjumálaráðherra 28.
Jónas Jónsson
ág. 1927 til 20. ap. 1931 og að nýju 20. ág.
sama ár fram til 3. júni 1932. Hann var
formaður Framsóknarflokksins
1934-1944. Jónas var í bæjarstjóm
Reykjavíkur 1938-1942. Jónas gegndi
miklum Ijölda trúnaðarstarfa í
nefndum og ráðum, má t.d. nefna
setu í menntamálaráði 1934-1946.
Hann lét af þingmennsku 1949 en
pólitískur áhugi hélst til æviloka.
Jónas var kvæntur Guðrúnu Stef-
ánsdóttur og eignuðust þau hjónin
tvær dætur. Guðjón Friðriksson sagn-
fræðingur skrifaði ævisögu Jónasar
sem kom út í þremur bindum fyrir
nokkrum áram.
Andlát
^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmj
Kristjana Káradóttir, Skjólbraut ia, Sður
til heimilis I Melgerði 26, Kópavogi, lést
að morgni mánudagsins 1.5. sl.
Elísabet Waage, andaðist á
hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni
þriðjudagsins 2.5. sl.
Gunnlaugur Kristjánsson,
kerfisfræðingur, Laufengi 136,
Reykjavík, lést á heimili sínu 30.4. sl.
Líney Kristinsdóttir, lést mánudaginn
1.5. sl.
Baldur Baldursson, Klapparstíg 10,
Njarðvík, lést af slysförum sunnudaginn
30.4. sl.
Sigríður Birna Guðmundsdóttir,
Skeljatanga 21, Mosfellsbæ, lést á
Landsspítalanum, Fossvogi,
sunnudaginn 30.4. sl.