Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 I>V Fréttir Landbúnaðarráðuneytið seldi Guðnastaði með 18 milljóna mjólkurkvóta á 2,4 milljónir: Mjólkurkvótinn einskis metinn 200 milUónir Starfshópur rík- isstjómarinnar skilar bráðlega til- lögum um það hvenær ráðist verð- ur í að ná olíu úr flaki E1 Grillo á botni Seyðisfjarðar. Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að kostnaður við það geti numið allt að 200 millj- ónum króna. - vinnuregla þvi annars væru eignir ábuandans verðlausar, segir raðuneytið Landbúnaðarráðuneytið seldi jörð- ina Guðnastaði í Austur-Landeyja- hreppi í mai 1998 til ábúanda jarðar- innar fyrir 2,4 milljónir króna en jörð- inni tilheyrði þá 104 þúsund htra mjólkurkvóti sem þá var allt að 18 milljóna króna virði og er metinn á 23 milljónir í dag. Kaupandinn hafði búið mjög lengi á jörðinni og átti að henni forkaupsrétt auk þess sem allur húsakostur þar var í hans eigu. Það er vinnuregla við sölu jarða til leiguliða rikisins að framleiðslurétt- indi fylgja með án greiðslu. „Það fer ekki fram sjálfstætt mat á framleiðsluréttinum þegar jarðimar eru metnar því þá yrðu framkvæmd- irnar á jörðinni verðlausar. Þetta mál hefur verið mjög ítarlega rætt og nið- urstaðan varð þessi strax í upphafi," segir Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri landbúnaðarráðuneytisins. Fór og fékk ekkert „Ef eigandi jarðar gæti tekið greiðslumarkið af jörðinni frá ábú- anda, sem byggt hefði jörðina upp fyrir tugi milljóna, þá væra bygging- arnar á jörðinni fjarska litils virði,“ segir Guðmundur og útskýrir síöan hvers vegna ábúandinn á Guðna- stöðum, eins og reyndar allir aðrir forkaupsréttarhafar ríkisjarða, var ekki látinn greiða fyrir mjólkurkvót- ann. „Vegna þess að kvótinn er sú framleiðsluheimild sem orðið hefur til á jörðinni og er meðal annars ástæðan fyrir því að þessar bygging- ar sem hann á em til staðar," segir hann. Þegar leigjendur ríkisjarðarinnar Lækjar í Hraungerðishreppi sögðu upp ábúðinni eftir áralanga leigu á árinu 1996 kröfðust þeir að fá eign- arrétt sinn á 136 þúsund lítra mjólk- Margt skrýtið í kýrhausnum Þaö er vinnuregla viö sölu jaröa til leiguliöa ríkisins aö mjólkurkvótar fylgja meö án greiöslu. urkvóta jarðarinnar viðurkenndan og að landbúnaðarráðuneytið greiddi 22,6 milljónir króna fyrir hann. Það sama gilti um leigjendur Lækjar og leigjanda Guðnastaða að þeir áttu sjálfir mannvirkin á jörð- inni sem þeir bjuggu á og keypti rík- ið húsin á Læk á matsverði. Ráðuneytið hafnaði kröfum ábú- andanna á Læk og það sama gerði Hæstiréttur í febrúar sl. þegar hann úrskurðaði að enginn lagagrundvöll- ur væri fyrir að leiguliði gæti litiö á greiðslumark lögbýlis sem eign sína. „Ábúandinn heimtaði að fá að taka með sér greiðslumarkið og síð- an áttum við að kaupa af honum byggingamar. Þá þyrftum við að leysa út þessi verðmæti á kostnaðar- virði og gætum síðan ekki notað þau vegna þess að hann færi með fram- leiðsluréttinn. Það væri eins og okk- ur væri seldur togari og síðan mætt- um við ekki nota hann til veiða,“ segir Guðmundur. -GAR Kveikt í Snæ- landsskóla Skemmdarverk voru unnin á Snælandsskóla í Kópavogi og kveikt var í skólanum rétt fyrir miönætti á sunnudag. Eldur kviknaði í tengibyggingu á milli A- og B-álmu skólans. Lögregl- an í Kópavogi og slökkviliðið voru kölluð til og þurfti að brjóta gler í tveimur hurðum áður en komist var að eldinum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikinn reyk lagði um skólann, sérstaklega á efri hæö- inni, og reykræsti slökkviliðið með blásara. Talsverðar skemmdir urðu á byggingunni, einkum í þeim hluta sem ætlaður er yngri börnum. Einnig var brotist inn I mötuneyti skólans og skemmdarverk unnin þar. Verið er að hreinsa og lagfæra sjö kennslustofur. Að sögn Reynis Guð- steinssonar, skólastjóra Snælands- skóla, voru yngstu bömin flutt í stofur eldri nemenda í gær en 7., 8., og 9. bekkir voru heima. í dag mæt- ir 7. bekkur aftur en 8. og 9. bekkir mæta líklega á fimmtudag. Að sögn lögreglunnar i Kópavogi er málið í rannsókn og skemmdar- vargamir hafa ekki fundist. -SMK DV-MYND ÞÖK Bakkavör hlaut útflutningsverðlaun forseta íslands Útflutningsverölaun forseta íslands voru afhent í 12. sinn í gær og var þaö Bakkavör hf. sem hlaut verölaunin aö þessu sinni. Þaö voru bræöurnir Lýöur og Ágúst Guömundssynir sem veittu verðlaununum viötöku viö athöfn á Bessa- stööum i gær en þeir stofnuöu einmitt fyrirtækiö áriö 1986 í Garöi. Viö afhendinguna kom fram aö Bakkavör væri lif- andi dæmi um lítiö frumkvöölafyrirtæki sem á skömmum tíma næöi aö þróast í aö veröa leiöandi á heimsvísu í sínum geira. Forsætisráðherra og allsherjargoði skrifast á: Ríkisstjórnin að halda hátíð en ekki þjóðkirkjan - segir allsherjargoðinn sem fær afsvar við ókeypis salernisferðum „í svarbréfi forsætisráðherrans frá í gær segir að þessi hátíð á Þingvöllum sé haldin á vegum rík- isstjómarinnar en aðeins með þátt- töku Þjóðkirkjunnar. Hvorki Þjóð- kirkjan né nokkurt annað trúfélag hafi fengið úthlutað peningum i ár vegna hátíðahalda. Þetta er merki- legt vegna þess að í bréfi sem ég fékk frá biskupnum heldur hann að hann sé aö halda Kristnitöku- hátíðina en svo er ekki að sjá leng- ur,“ sagði Jörmundur Ingi allsherj- argoði í gær. í umræddu bréfi sem undirritað er af Skarphéðni Steinarssyni fyrir hönd ráðherrans sem er erlendis segir að ríkisstjómin hafi ákveðið að kostnaður vegna hátíðar- innar skuli greiddur úr rík- issjóði. Enn fremur að Kristnihátíðar- nefnd, sem starfi á vegum forsæt- isráðuneytisins, greiði allan kostnað sem til falli vegna há- tíðahaldanna en undirbúningur ..— og umsjón sé í höndum Framkvæmdasýslu rikis- ins. Davíð Oddsson Vill ekki slaka á kröfum um 1,5 milljónir í leigu af aöstööu á Þing- völlum. Bréfið frá for- sætisráðherra er svar við bréfi ásatrúarmanna frá 18. april þar sem þeir fara fram á að fá end- urgjaldslausar náðhúsferðir á þurrsalemi sem rísa munu á Þingvöllum þeg- ar þeir halda þinghátið sína og minnast 1000 ára afmælis Vínlandsferðanna viku fyrir Kristnitökuhátíðina. Fram- kvæmdasýslan vildi selja ásatrúar- mönnum greiðann fyrir 1,5 millj- ónir króna en ásatrúarmenn telja það óviðunandi auk þess sem sú tala sé skot út í loftið. Allsherjargoðinn skrifaði forsæt- isráðherra annað bréf í gær og ítrekar óskir um ókeypis afnot af ýmissi aðstöðu á Þingvöllum í næsta mánuði. Vitnar hann í stjórnarskrána og bendir á að óheimilt er að mismuna aðilum á grundvelli trúarbragða. Goðinn segir að ráðherrann kalli tO sam- starfs um opinber hátíðahöld trúfé- lag sem ekki hafi verið til þegar kristnitakan fór fram á Þingvöll- um fyrir þúsund árum. -JBP Ný heilsugæslustöö Borgarráð samþykkti í gær að út- hluta heilsugæslunni í Reykjavík byggingarrétt fyrir heilsugæslustöð á 4.180 fermetra lóð við Hraunbæ. Nýr skóli Á fundi fræðsluráðs Reykjavíkur í gær var samhljóða samþykkt til- laga um að stofna nýjan grunnskóla fyrir 1,—10. bekk i Þúsaldarhverfi í Grafarholti. Keikó út Hafnaryfirvöld í Vestmannaeyj- um hafa ákveðið að fresta því í nokkra daga að sprengja í höfn- inni í Vestmannaeyjum meðan fulltrúar Ocean Futures skoða hvaða áhrif það gæti haft á Keikó. Hallur Hallsson, talsmaður sam- takanna, segir mestar líkur á að Keikó verði hleypt út úr Klettsvík meðan sprengt er. Mbl. greindi frá. Kærir varöhald Sakborningur í stóra fikniefna- málinu hefur kært gæsluvarðhalds- úrskurð til Mannréttindastofnunar Evrópu. Bylgjan greindi frá. 10 mil|jónir Ferð Haraldar Amar Ólafssonar á norðurpólinn kostaði um tíu millj- ónir króna. Ferðin varð miklu dýr- ari en ráð var fyrir gert í upphafi, m.a. vegna kostnaðar við að sækja Ingþór Bjarnason og aukamatar- birgða til Haraldar. ítarleg rannsókn Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja, segir að ít- arleg rannsókn muni fara fram á eldsupptökum í togaranum Hanno- ver í dag. Stöð 2 greindi frá. Stór samningur Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður hefur gengið frá samningi við tvo framleiðend- ur í Hollywood um leikstjóm fjög- urra kvikmynda eftir íslendinga- sögunum að eigin vali. Samkomu- lag um þetta var handsalað í gær. Myndirnar verða fjármagnaðar af fyrirtækjum í Berlín og mun hver kosta um 1,4 milljarða króna. Mbl. greindi frá. Aflífun heimil Yfirvöldum var heimilt að aflífa þrjú trippi í Skagafirði í fyrra vegna ástands þeirra, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Samningur framlengdur Samgönguráðherra hefur sam- þykkt að framlengja samning Póst- og fjarskiptastofn- unar við Lands- símann um þjón- ustu við strand- stöðvar, til ársins 2003 hið lengsta. Telur hann tíma- bært að hefja und- irbúning að fram- tíð strandstöövaþjónustu með það fyrir augum að bjóða þjónustuna út. Við útboð þjónustunnar mun áhersla lögð á að hún flytji frá Reykjavík út á land. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.