Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 DV Fréttir 9 Vegamálin á norðausturhorninu í miklum ólestri: Niðurlægjandi fyrir íbúana - segir stjórn Ferðamálafélagsins Súlunnar á Þórshöfn DV, AKUREYRI:______________________ „Færa má rök fyrir því að nú- verandi ástand vega reisi skorður við eflingu ferðaþjónustu, einkum með tilliti til skipulagðra ferða,“ segir í ályktun aðalfundar Ferða- málafélagsins Súlunnar á Þórs- höfn, en þar var sérstaklega ályktað um samgöngumál vegna slæms ástands vega á norðaustur- hominu utan við hringveginn sjálfan. í ályktuninni er skorað á stjóm- völd að hraða framkvæmdum við uppbyggingu vega á norðaustur- landi og að einskis verði látið ófreistað til að svo megi verða. Þar segir að færa megi rök fyrir því að núverandi ástand vega reisi skorð- ur við eflingu ferðaþjónustu. Sem dæmi megi nefna að aðalsam- gönguleið íbúa Þórshafnar til Ak- ureyrar að sumri sé um Öxarfjarð- arheiði en veginum um heiðina hafl lítt eða ekkert verið haldið við frá því hann var lagður, árið 1940! Leiðin um Melrakkasléttu sé 70 km lengri, þar sé lélegur vegur sem þurfi að aka átta mánuði á ári. „Á sama tíma og ferðamannaiðn- aðurinn hefur á sl. árum verið helsti vaxtarbroddur islensks efna- hagslífs fær svæði eins og okkar hvergi notið sín m.t.t. hinna ómögulegu vegasamgangna og samkeppnisaðstaðan versnar ár frá ári. Með framansagt í huga skorar stjóm Ferðamálafélagsins Súlunnar á stjórnvöld að til að- gerða verði gripið, enda ekki ein- ungis um brýnt mál að ræða, held- ur er ástandið beinlínis niöurlægj- andi fyrir ibúa norðausturlands,“ segir í ályktuninni. -gk Fyrstu verkin í stóru ferli Krakkarnir sjálfir tóku fyrstu skóflustungurnar, margar skóflustungur, og eftir örfáa mánuöi verður þarna komiö mikiö mannvirki, fullkominn leikskóli barnanna í bænum. Einkarekinn leikskóli rís fyrir áramót: Biðlistar blásnir burtu DV, GRINDAVIK:________________________ Stór og myndarlegur hópur leik- skólabarna tók fyrstu skóflustung- umar að nýjum einkareknum leik- skóla í Grindavík á dögunum. Byggingu hússins á að ljúka fyrir áramót og mun hýsa 110 til 120 böm. Þá verður loksins hægt að bjóða öllum bömum bæjarins á aldrinum 2 til 6 ára leikskólapláss. Jafnvel er möguleiki á að taka á móti börnum frá 18 mánaða aldri en það fer eftir skiptingu heils- dags- og hálfsdagsplássa. Mikill skortur hefur verið á leikskóla- plássum í bænum og börn oft kom- in vel á þriðja ár þegar þau hafa komist í leikskólann, enda hefur uppbygging verið mikil og fólki fjölgað mjög í bænum. Bygging og rekstur leikskólans er með öðru sniði en tíðkast hefur. Um er að ræða einkaframkvæmd. Fyrirtækið ístak byggir húsnæðið en fyrirtækið Nýsir er eigandi þess og gerir þjónustusamning við Grindavíkurbæ. ístak og ráðgjaf- arþjónustan Nýsir munu sjá um allan rekstur á húsnæði, lóð og tækjum, en Grindavíkurbær leigir alla aðstöðu og greiðir starfsfólki laun. Samningurinn er gerður til 24 ára og greiðir bærinn 23 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna. Bæj- aryfirvöld telja að þetta sé mun hagkvæmara rekstarform en að byggja og reka eigin leikskóla. -ÞGK Fimmtán sprenglærðir bú- fræðingar frá Hvanneyri DV, HVANNEYRI:______________________ Bændadeild Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri var slitið síðastlið- inn fóstudag. Á þessu skólaári innrit- uðust 84 nemendur til náms. Af þeim innrituðust 36 í reglulegt nám við bændadeildir skólans og 24 í fjarnám í búfræði og 16 í búvísindadeild. Af nemendum bændadeilda var 21 innrit- aður í 1. bekk á haustönn og luku 19 nemendur prófum og síðan hafa 9 nemendur innritast til námsdvalar nú í vetur og er allmikið spurst fyrir um búfræðinámið. 15 nemendur voru inn- ritaðir í 2. bekk. Af 24 nemendum sem innrituðust í fjarnámið gengu 17 upp til prófa sem nú standa yfir. Nú útskrifuðust 15 búfræðingar eða allir þeir nemendur sem hófu nám í 2. bekk á síðasta ári. Bestum árangri á búfræðiprófi náði Siguijón Þorsteins- son sem fékk 9,5 í aðaleinkunn, Sig- urður Þ. Guðmundsson og Hallfríður Ólafsdóttir fengu 8,5. -DVÓ DV-MYND DANIEL V. OLAFSSON Til þjónustu reiöubúin Fimmtán nýútskrifaöir og sprengiæröir búfræöingar eru hér ásamt Magnúsi Jónssyni, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, á hátíölegri stundu. SÖFNUNARSJDÐUR LÍFEYRI S RÉTTI n da Ársfundur 2000 Arsfundur Söfnunarsjóás lífeynsréttinda veráur haldinn í Fundar og ráástefnusölum ríkisins Borgartúni 6, í sal 2 á 4. hæá, Reyhjavíh, miávihudaginn 17. maí 2000 og hefst hl. 16.00. Dagsk rá funá arins er: 1. Flutt skýrsla stjómar. 2. Sam Jryhkt ir Söfnunarsjóásins. 3. Kynntur ársreihningur. 4. Gerá grein fyrir tryggingafræáilegri útteht. 5. Fjárfestingastefna sjóásins shýrá. 6. Onnur mál. Alli r sjóáfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisjtegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjorn Söfnljnarsjóðs lífeyrisréttinda Smáauglýsingar atvinna 550 5000 www.brimborg.is brimborgar Renault Traffic 2,201/96 5 g., 5 d., hvítur, ek. 80 þús.km, framdrif. Verð 1.190.000 Tilboð 950.000 Daihatsu Cuore 1,0 09/99 Ssk., 5 d., rauður, ek. 2 þús.km, framdrif. Verð 900.000 Ford Focus 1,6 03/99 5 g., 5 d., silfurl., ek. 20 þús.km, framdrif. Verð 1.400.000 Ford Puma 1,4 04/99 5 g., 3 d., silfurl., ek. 13 þús.km, framdrif. Verð 1.570.000 Subaru Legacy 2,0 04/99 Ssk., 5 d., vínrauður, ek. 18 þús.km, 4x4. Verð 1.970.000 Daihatsu Sirion 1,011/98 Ssk., 5 d., grænn, ek. 8 þús.km, framdrif. Verð 1.030.000 Toyota Corolla 1,3 06/95 5 g., 4 d., silfur, ek. 75 þús.km, framdrif. Verð 830.000 Tilboð 690.000 Renault Megané 1,611/96 Ssk., 5 d., vínrauður, ek. 60 þús.km, framdrif. Verð 1.050.000 Tilboð 950.000 Q, brimborg Reykjavik • Akureyrl Opið laugardaga 11-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.