Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 24
14 __________________________________________MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 Tilvera I>V Sumartónleikar í Langholtskirkju Nú tekur að hýma um hólma og sker er yfirskrift sumartón- leika Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur sem haldnir verða í Langholtskirkju kl. 20. Stjóm- andi kórsins er Jóhanna Þór- hallsdóttir og koma auk þess fram Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari auk fleiri hljóð- >færaleikara. Einsöngvari er Björk Jónsdóttir. POPP.......................... ■ DUNDURFRETTIR MEÐ LOG PINK FLOYD Vegna fjölda áskorana ætlar hljómsveitin Dúndurfréttir að endurtaka flutninginn á meistara- verki hljómsveitarinnar Pink Floyd - Dark side of the Moon í Borgar- leikhúsinu. Haldnir veröa tvennir tónleikar, þeir fyrri kl. 20 og þeir seinni kl. 22.30. Hljómsveitina §kipa þeir Mattías Mattíasson, Pétur *ðrn Guðmundsson, Ólafur Hólm. Einar Þór Jóhannsson og Ingimundur Óskarsson. Um saxófónleik sér Jens Hansson og bakraddir eru þær Andr- ea Gylfadóttir, Regína Óskarsdóttir og Guðbjörg Magnúsdóttir. Klúbbar ■ 360- A 22 Rið sívinsæla 360' kvöld er á efri hæö skemmtistaöar- ins 22. Að þessu sinni eru það dídjeiarnir Exos, Vector og T.H. sem þeyta skífur eins og vindurinn. Krár ■ BÓTNLEÐJA OG GESTÍR Stórtón- leikar eru haldnir á Gauki á Stöng. Okkar ástkæra íslenska rokksveit Botnleðja mun spila ásamt gestum. ■ MIÐVIKUMÓT Á NÆSTA BAR 'Það eru engir aörir en dúddarnir í pönk- og dægurlaga- hljómsveitinni Húfunni sem fagna miðvikumótum á gæðapöbbnum Næsta Bar. Ham- ingjan hefst kl. 22 og frítt inn að venju. ■ CAFÉ ROMANCE Sænski píanó- snillingurinn Raul Petterson hand- leikur píanóið á Café Romance. ■ UÚFT Á NAUSTINU Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon styttir gestum stundir í koníakstofu Naustsins. Klassík ■ TONLEIKAR A AKRANESj Tónlist- arskólinn á Akranesi stendur fýrir nemendatónleikum kl. 22 í Tónlist- - .arskólanum. ■ VORTÓNLEIKAR í GARPABÆ Nemendur í strengjadeild Tónlistar- skóla Garðabæjarhalda sína árlegu vortónleika kl. 18 á sal skólans. Fundir ■ AÐFERÐAFRÆÐI OG VIRKJANA- HUGMYNDIR Landvernd og verk- efnisstjórn Rammaáætlunar um nýt- ingu vatnafls og jarðvarma standa fyrir málstofu þar sem reynt veröur svara spurningunni: Hvaða aðferðir er skynsamlegt að nota þegar taka þarf ákvarðanlr um flókin viöfangs- efni? Málstofan stendur frá.16-18 í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. ■ SJÁLFSTÆÐISFÉLAG GARÐA- BÆJAR Aðalfundur Sjálfstæöisfe- lags Garðabæjar verður haldinn á Garðatorgi 7, Garðabæ, kl. 20.30. A dagskrá veröa venjuleg aðalfund- arstörf og önnur mál. Sjá nánar: Llflð eftir vinnu á Vísi.is Óhefðbundið háskólanám: A skólabekk í varnarstöðinni - íslendingur stundar mastersnám innan vallar Steinunn Björk Sigurðardóttir, starfsmaður í fjármála- og tölvu- deild varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, stundar um þessar mundir mastersnám í mannlegum sam- skiptum (Human Relations) á veg- um Oklahoma-háskóla. Námið fer fram innan vallarins og er kennt að loknum hefðbundnum vinnudegi, frá þriðjudegi til fóstudags, frá klukkan 18 til 21.30, og á laugardög- um og sunnudögum frá 8.30 til 16.30. „Þess á milli þarf maður að lesa og skrifa ritgerðir," segir Steinunn og viðurkennir að þetta sé svolítið mikið: „Þetta gengur samt alveg þar sem kennararnir gera ráð fyrir því að menn séu í fullri vinnu auk námsins og eru því mjög umburðar- lyndir og samvinnuþýðir." Sendi- kennarar frá Bandaríkjunum sjá um kennnsluna og dvelja um viku í senn á vellinum. „Þessir kennarar eru rosalega góðir og reynslumikl- ir,“ segir Steinunn, „þetta er yfir- leitt fólk sem komið er á eftirlaun en viU ekki slíta sig frá kennslu og gerir þetta því öðrum þræði sér til gamans. Auk þess að kenna hér fer það á aðrar stöðvar víðs vegar um heiminn og sameinar þannig vinnu og skemmtun." Steinunn kveðst al- mennt vera ánægð með námið og að það hafi komið sér á óvart hve það er vel uppbyggt og skipulagt. Þrír íslendingar í mastersnámi Auk Oklahoma-háskóla halda Há- skólinn í Maryland og Chicago City College úti kennurum í vamarstöð- inni. Þeir síðastnefndu bjóða aðeins upp á B.A. og B.Sc. nám í hinum ýmsu greinum. Auk Steinunnar stunda tveir aðrir íslendingar mastersnám í mannlegum sam- skiptum á vellinum en aðrir nem- endur eru allir bandarískir. „Þeim íslendingum sem vinna á vellinum stendur til boða að stunda þar nám,“ segir Steinunn, „ef maður er Kjarnakvendið Steinunn Björk Siguröardóttir Steinunn lætur sér ekki nægja að vinna fulla vinnu á vellinum heldur stundar hún þar einnig mastersnám í mannleg- um samskiptum. ekki vallarstarfsmaður er hægt að hafa samband við utanríkisráðu- neytið og sækja um sérstakt leyfi og veit ég ekki til að neinum hafi ver- ið neitað." Fáir íslendingar hafa þó nýtt sér þetta tækifæri hingað til og sjálf segir Steinunn það hafa komið sér á óvart að þeim stæði þetta til boða: „Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en ég las viðtal í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum árum við fyrrverandi nemanda frá Maryland- háskóla sem hafði numið á vellin- um.“ Steinunn hóf námið í nóvember síðastliðnum og stefnir á að klára í janúar eða febrúar á næsta ári. Áður hafði hún lokið B.A. prófi í al- mennri bókmenntafræði frá Há- skóla íslands og viðbótarnámi í hag- nýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Seg- ir hún það hafa nýst sér vel í núver- andi námi og er jafnvel bjartsýn á að fá tvo áfanga í fjölmiðlafræðinni metna til eininga. Alls þarf hún að ljúka 34 einingum til að útskrifast: „Við tökum 28 einingar í tímum og fáum 2 fyrir hvert námskeið. Hægt er að fá 3 einingar ef maður skilar aukaverkefni en það felur i sér meiri vinnu. Meðfram náminu tek- ur maður starfsþjálfun sem metin er á 6 einingar." Þegar þessum 34 einingum er lokið taka nemendur lokapróf úr nær öllu námsefninu og útskrifast meö diplómu. Steinunn er fullviss um að námið muni nýtast sér vel í framtíðinni. „Með þetta nám getur maður unnið á mjög víð- tæku sviði svo sem í ráðgjöf, starfs- mannahaldi og stjórnun fyritækja," sagði Steinunn að lokum. -EÖJ Fjölskyldumál Fæðingarorlof Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miðvikudögum Þá hefur nýtt frumvarp um fæðing- arorlof verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Það eru efalaust margir bún- ir að bíða lengi eftir því að einhver breyting verði gerð á fæðingarorlof- inu. í allt of mörg ár höfum við ís- lendingar verið eftirbátar nágranna- þjóða okkar í þessum málum. Fæð- ingarorlofið hefur verið mun styttra hér á landi en þar tíðkast og það hef- ur gengið hægt að lengja það. Samt eignumst við Islendingar fleiri böm miðað við fólksfjölda en flestar þjóðir í Evrópu. Allir vita hversu mikilvæg fyrstu árin eru fyrir þroska bamsins. Það skiptir bamið miklu máli að fá að vera í friði með foreldri eða for- eldrum sínum. Ömggt umhverfi, ást og umhyggja, allt stuðlar þetta að bættri líðan barnsins og skapar grundvöllinn undir það sem koma skal. Þetta eru óumdeildar staðreynd- ir. Lengi vel var fæðingarorlofíð þrír mánuðir, síðan tosaðist það upp í sex og nú er níu mánaða áfanganum náð. Þá ætti loksins að vera farið að hilla undir að fæðingarorloflð verði jafn langt hér á landi og á hinum Noröur- löndunum. Þar er fæðingarorlofið um 12 mánuðir. í Svíþjóð og Danmörku geta foreldrar tekið þetta 12 mánaða fæðingarorlof einhvem tímann á fyrstu átta æviámm bamsins. Þau geta valið að nýta allt í einu en þau geta líka skipt orlofmu niður í tíma- bil, tekið t.d. hluta þess sem vikuleg- an frídag með baminu. Og þau koma sér sjálf saman um hversu stóran hluta af fæðingarorlofinu hvort um sig tekur. Þau meta sem sagt sjálf, út frá eigin aðstæðum og barnsins, hvernig best sé að nýta fæðingarorlof- ið. Enda era þau hæfust til að meta slíkt eða það skyldi maður ætla. En er það nú rétt að níu mánaða markinu sé náð með hinum nýju lög- um? Það liggur ekki alveg í augum uppi. í lögunum er nefnilega hvergi talað um rétt barnsins til þess að fá að vera heima með foreldri eða for- eldram fyrstu níu mánuði ævinnar. Það kemur sem sagt í ijós að þetta niu mánaða fæðingarorlof er ekki í boði fyrir öll böm. Samkvæmt lögunum fá mæður og feður sitt hvora þijá mán- uðina til þess að vera heima með bami sinu. Þessir þrír mánuðir era ekki framseljanlegir á milli foreldr- anna. Ef annað hvort foreldrið getur ekki eða vill ekki taka sitt orlof af einhverjum ástæðum, fellur rétturinn til fæðingarorlofs niður. Hið sama gildir í því tilfelli þar sem um ein- stæða móður er að ræða. Ef móðirin er ein á báti falla einfaldlega niður þeir þrír mánuðir sem fóðumum era ætlaðir. Svo bætast við þrír mánuðir sem foreldrarnir geta nýtt sér eftir samkomulagi. Þannig að böm þeirra foreldra sem era í þeirri aðstöðu að bæði geta nýtt sér orlofið, fá þessa níu umtöluðu mánuði í friði og ró með foreldrum sínum. Börn ein- stæðra mæðra fá aftur á móti aðeins sex mánuði i friði með móður sinni. Svo einfalt er nú það. Hið sama gild- ir um böm þeirra foreldra sem ekki geta bæði nýtt sér sína þrjá mánuð- ina hvort. Það hafa reyndar margir bent á þennan galla á lögunum. Helstu rökin fyrir því að skipta orlof- inu svona á milli foreldrana era þau, að skiptingin tryggi jafnan rétt fóður og móður til að vera heima með barn- inu sínu. Þessi rök hafa nú ekki mik- inn hljóm. Era foreldramir sjálfir ekki best færir til þess að ráðstafa or- lofinu? Og hefur ekki barn einstæðr- ar móður jafn mikla þörf á þvi að njóta návistar við foreldri sitt i friði og ró eins og önnur böm? Maður hef- ur það á tilfinnmgunni að í raun og vera sé verið að þvinga fram ein- hverskonar misskilið jafnrétti á milli kynjanna með því að láta foreldrana Maður hefur það á til- finningunni að í raun og veru sé verið að þvinga fram einhvers konar mis- skilið jafnrétti á milli kynjanna með því að láta foreldrana fá þriggja mánaða orlof hvort um sig sem ekki er hœgt að framselja. Það misskilda jafnrétti er knúið í gegn á kostnað bama ein- stœðra mœðra, sem þannig fá að kynnast ójafnrétti heimsins frá fyrstu stundu. fá þriggja mánaða orlof hvort um sig sem ekki er hægt að framselja. Það misskilda jafnrétti er knúið í gegn á kostnað bama einstæðra mæðra, sem þannig fá að kynnast ójafnrétti heimsins frá fyrstu stundu. Væri ekki nær að tryggja öllum bömum jafnan frið heima hjá foreldri eða foreldrum eftir að þau koma í heiminn, óháð fé- lagslegri stöðu foreldranna? í því fælist raunveralegt jafnrétti og þannig yrði réttur bamanna látinn ganga fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.